Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Argentínu. Eftir aö starfsfólk skrif- stofunnar féllst á að senda mót- mælaorðsendingu þeirra til her- stjórnarinnar yfirgáfu útlagarnir húsiðmeöfriði. „Píparamir” fenguekki eftirgjöf Reagan Bandaríkjaforseti hefur neitað aö náöa þá Jeb Stuart Mc- Gruder og E. Howard Hunt, sem mjög komu við sögu Watergate- innbrotsins. Hins vegar náöaði hann þann þriöja, Martinez. Allir þrír hafa afplánaö hluta af refsidómum sínum og ganga lausir til reynslu. Var Martinez gefinn eftir afgang- ur refsingarinnar, því að hans sök þótti minnst, en hinir fengu enga eftirgjöf því að þeirra ábyrgð þótti meiri. — McGruder var fundinn sekur um að hafa hindrað réttvís- ina í rannsókn Watergatemálsins en Martinez og Hunt væru dæmdir fyrir innbrot, samsæri og símahler- anir. Næturgestur hátignarinnar íáflogum Michael Fagan, maðurinn sem braust aö næturþeli inn í svefnher- bergi Bretadrottningar í fyrra, kom fyrir rétt í síðustu viku sak- aöur um aö hafa ráöist á þrjá lög- reglumenn. Hann hafði lent í slagsmálum á kaffihúsi í London, og þegar lög- regluna bar að sló hann einn lög- regluþjóninn í andlitið, skallaði annan og slæmdi höggi til þess þriðja eftir aö þeir höfðu handsam- aðhann. Fagan er atvinnuleysingi sem tvívegis braust inn í Buckingham- höll án þess að veröa þó dæmdur fyrir, þótt staðinn væri að verki. Karjalainen vikið úr seðlabanka- stjórastöðunni Athi Karjalainen, seðlabankastjóri Finnlands, var um helgina vikið frá embætti af sjálfum Koivisto Finn- landsforseta. Var í tilkynningunni sagt að Karjalainen heföi meö fram- komu sinni, jafnt í starfi sem utan, sýnt að hann væri ekki þess trausts verðursem embættið krefðist. Það er á allra vörum að áfengis- vandamálið hafi komiö Karjalainen út úr húsi, en hann hefur verið forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra ínokkr- um ríkisstjórnum Finna og bauö sig fram til forsetakosninganna sem Koivisto sigraði 1981. Var lengi séð í gegnum fingur með það af flokks- bræðrum hans og samstarfsmönnum, en það þótti kasta tólfunum haustið 1982 þegar stjórn Finnlandsbanka þurfti að ákveöa gengisbreytingu finnska marksins í kjölfar 16% gengis- falls sænsku krónunnar. Karjalainen þótti þá ekki vinnufær. I síðustu viku sagði hann sig úr Mið- flokknum. Forvígismenn flokksins munu hafa lagt að honum að segja af sér bankastjórastöðunni því aö þeir þóttust hafa pata af því að seðlabanka- stjómin ætlaði að leggja til að honum yrði vikið úr embætti. Karjalainen segist vera fómardýr valdatogstreitu innan Miðflokksins þar sem hinn ungi leiðtogi, Paavo Waryn- en, núverandi utanríkisráðherra, hafi horn í síðu honum og vilji niðurlægingu hanssemmesta. Máliö hefur vakið að vonum mikið umtal í Finnlandi og þar er orð haft á því að glundroði ríki innan forystu Mið- flokksins þar sem skorti fleiri leiðtoga- efni. Karjalainen, fyrrom forsetaframbjóö- andi, telur sig ofsóttan. Vandlifað í misvondri veröld Edouard Souma, framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaöarstofnunar Sameinuöu þjóðanna (FAO), hefur vakið athygli á því sem hann kallar hinn „hörmulega mun” sem er á lönd- um heimsins. Sum eiga í basli með of- framleiðslu á landbúnaðarsviðinu en önnur eiga í stööugri baráttu við hungurvofuna. Vill hann gera að tillögu sinni að um- frambirgðir af landbúnaöarvörom verði notaöar til þess aö auka aöstoð við hin snauðari ríki. „Geta menn ekki fundið þama leið til þess aö létta á þessu vandamáli út- flutningsríkjanna og um leið hjálpaö sveltandi fólki, sem verður ella hungurvofunni að bráð” sagði Souma, á ráðstefnu sem FAO hefur efnt til, þar sem fjallað er um aðstoð við þróunar- ríkin. Souma varpar fram þessari spum- ingu á sama tíma og bændum í Banda- ríkjunum er ráðlagt að yrkja ekki allt um. Sums staðar ero bændur hvattir til þess að beita sér ekki til fulls við að yrkja jörðina vegna umframbirgðasöfnunar en annars staðar sveltur fólk heilu hungri. Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, leggur til að Balkan- skagi verði friðaður af kjarnorkuvopn- land sitt til þess að draga úr umfram- birgðasöfnun. Jafnframt er grænmeti og ávöxtum ekið á hauga í EBE-rík jun- um til þess að sporna gegn verðfalli. Aðrar raddir hafa varað við því aö notaðar væru umframbirgðir alls- nægtarríkja til matvælaaðstoðar við hin snauðari því að þar með væri frá þarlendum bændum tekinn hvatinn til að herða sig við framleiösluna. Enda, hver keypti af þeim landbúnaðarvörur á meðan unnt væri að fá þær gefins? AF KJARNORKUVOPNUM Grikkland hefur lagt til við leiðtoga nágrannalandanna fimm á Balkan- skaga að hafnar verði umræður um að lýsa Balkanskaga kjarnorkuvopna- lausan. Hefur Andreas Papandreou skrifaö bréf til Tyrklandsforseta en Tyrkir eru, eins og Grikkir, aðilar að NATO. Einnig hefur hann sent samhljóða bréf til Varsjárbandalagsríkjanna Búlgaríu og Rúmeníu og sömuleiðis til Júgóslavíu og Albaníu sem teljast til óháðu rikjanna þvi að þau standa utan allra hernaöarbandalaga. Gríski forsætisráðherrann, sem hef- ur stutt dyggilega friðarhreyfinguna í Vestur-Evrópu, fékk góðar undirtektir í fyrra hjá Búlgaríu, Rúmeníu og Júgó- siavíu, þegar hann viðraði fyrst hug- mynd sína um að friða Balkanskaga af kjarnorkuvopnum. Afstaða Albaníu liggur hins vegar ekki ljós fyrir og fremur búast menn við að Tyrkir taki tillögunni fálega. Fátt er vitað til kjarnorkuvopna á Balkanskaganum en þó er sagt, að bandarískir kjarnaoddar í flugskeyti séu geymdir bæði í Grikklandi og Tyrklandi. Á ferð sinni í Rúmeníu í október sl. sagði Papandreou að hann vonaðist til að unnt yrði að koma á ráðstefnu með ríkjum Balkanskagans um þetta mál innan 18mánaða. ”Gáfnaljósin” * Kertastjakar úr hreinum og tærum kristal frá Kosta. Stúdentagjöfín í ár f ife Sendum í póstkröfu. Bankastræti 10, sími 13122 VILL FRIÐA BALKANSKAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.