Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAI1983.
DAGBLAÐIÐ-VISIR
Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoðarritsljóri: HAUKUR HELGASON.
Fréltastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
R'rtstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sfmi rrtstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
.Áskriftarveröá mánuöi210kr. Verð í lausasölu 18 kr. Helgarblað22 kr.
Veröa þeir „stikkfrí”
Einn stóru flokkanna, Alþýðubandalagið, hefur verið
„stikkfrí” í þessum stjórnarmyndunarviðræðum fram til
þessa.
Miklu skiptir, aö Alþýðubandalagið verði knúið til að
svara þeirri spurningu, hvað flokkurinn vill að gert verði
í efnahagsmálum.
Flestir vita, að alþýðubandalagsmenn bera einkum
sökina á, hvernig komið er.
Landsmenn hafa í tíð núverandi ríkisstjórnar hvað eftir
annað fylgzt með því, að alþýðubandalagsmenn hafa
staðið í vegi fyrir, að aðgerðir í efnahagsmálum yrðu
nógu öflugar.
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í ríkisstjórn hafa
jafnan viljaö ganga lengra.
Hefði verið gripið til öflugri úrræða, væri ekki komið í
það óefni, sem er.
Gangi stjórnarmyndun ekki upp meö öörum hætti
næstu daga, mun væntanlega á það reyna, hvort
Alþýðubandalagið hyggst leggja fram nýtilegar tillögur
til að bæta úr þeim vandræðum, sem það hefur skapað
öðrum fremur.
Ýmsir hafa tekið til þess, að í nýlegri ályktun
Alþýðusambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja hafi vandinn verið viðurkenndur. Þessi samtök kjósi
ekki í þetta sinn að gera lítið úr efnahagsvandamálunum.
Þau viðurkenni, að hugsanlega þurfi að leita annarra
leiða en að verðbæta laun samkvæmt vísitölu.
Alþýðubandalagsmenn eru sem kunnugt er öflugir í
stjórnum þessara samtaka. En ekki vitum við, hvort
forystumenn flokksins eru jafnfúsir að viðurkenna vand-
ann opinberlega.
Mörgum alþýðubandalagsmönnum mun þykja
heppilegast að koma hvergi nærri. Nú sé lag. Verði gripið
til kjaraskerðingar, þá geti Alþýðubandalagið, þegar færi
gefst, efnt til upphlaups á vinnumarkaðnum. Flokkurinn
geti vitnað til þess, að aðrir beri ábyrgð á aðgeröunum.
Hann geti gert lítið úr efnahagsvandanum og kennt hann
öðrum flokkum.
Því telja þessir menn, að flokkurinn skuli áfram vera
„stikkfrí”.
Hann skuli bara halda áfram tali um, að auka þurfi
framleiðni í atvinnuvegunum, án tillits til þess, að
árangur slíkra aðgerða sést ekki fyrr en að löngum tíma
liönum, yröu þær á annað borð mögulegar að marki.
Flokkurinn gæti bara haldið áfram að boða höft á inn-
flutning, eins og í því fælist lausn á vandanum. Hafta-
stefna leiddi auðvitað til þess, að úr framleiðslu og lífs-
kjörum drægi, þegar fram í sækti.
Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, var
fyrir skömmu spuröur í sjónvarpi, hvað hann vildi láta
gera í efnahagsmálum.
Hann fór út í aðra sálma.
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, og
félagar hans verða næstu daga að svara því, hvort
flokkur þeirra bjóði upp á nytsöm efnahagsúrræði eða
bara þvaður.
Hvort Alþýðubandalagið er viðræðuhæft um stjórnar-
myndun eða áfram „stikkfrí”.
Forystumenn annarra flokka verða að krefja
Alþýðubandalagið svara.
Eftir það vita menn að minnsta kosti, hvort
Alþýðubandalagið hleypur frá vandanum.
Haukur Helgason.
Því er ekki aö leyna, að þegar frí-
dagar koma inn í miðjar vikur, eins
og uppstigningardagur gjörði
núna, verður viss röskun í hinu dag-
lega lífi. Þá verða eiginlega tveir
föstudagar á malbikinu, þá vikuna,
og með vissum hætti tveir mánu-
dagar líka.
Frídagar eru góðir. Einkum og sér
í lagi þeir, sem tengjast laugar-
dögum og sunnudögum rétt, svo úr
verður samfelldur munaður hjá
launamönnum, en helgidagataxti hjá
þeim sem vinna í fiski, því fiskur
úldnar sem kunnugt er alla daga
jafnt.
Oft er um það rætt, að helgidagar
séu orðnir margir hjá Islendingum,
eða aukalegir frídagar. Og þá oft
vísað til járntjaldslandanna, er hafa
aðra trúarsiði, sem falla betur að
þungaiðnaðinum og sælu hinna vinn-
andi stétta, sem þá eru lausar við
arðrán og vinnuveitendasambandið.
Ef aö er gáð, þá sést að við búum
enn við hið forna tímatal kirkjunnar,
með reiknuöum páskum, sem sífellt
eru að færast til. Þótt af þessu sé
auðvitað visst óhagræði fyrir
áfengisverslunina, skrapdagakerfið
ferðaiðnaðinn og sjálfsagt fleiri,
hafa menn þó haldiö í þennan gamla
sið.
Að vísu mun alkirkjuráöið hafa
reynt það margsinnis, að semja um
fasta páska, sem þá væru í sömu vik-
unni ár eftir ár, ásamt þeim helgi-
dögum er páskadeginum fylgja. Þá
myndu biskupar hætta að reikna
páska heima hjá sér fyrir hvert ár,
eftir heilagri þrenningu og tunglinu,
eins og núna er gjört.
Um ástæðuna fyrir þessari há-
kirkjulegu tregðu til að festa pásk-
ana, veit ég ekki, en þó mun hún ekki
tengjast því að losna við eilífan
reikning, sem því fylgir að láta heil-
aga þrenningu og tunglið sjá fyrir
páskum. Og mann grunar, að þarna
liggi að baki sú hugsun.að þegar búiö
væri að fastsetja páska, þá myndu
gömlu páskarnir halda áfram að
vera til, a.m.k. hjá strangtrúuðu
fólki, alveg eins og Islendingar eru
eiginlega meö tvo þjóðhátíðardaga,
sumsé 17. júní og 1. desember.
Erfiöismenn og daglaunamenn eru
að vísu aö mestu hættir að halda upp
á síöari daginn. Er þá aðeins meiri-
háttar vinnustöðum, eins og skólum
lokað, en eyrarvinnan, nótabrúkiö
heldur áfram, ásamt frystiiðnaðin-
um, enda er töluð önnur latína þar.
Ekki skal lagður dómur á páska-
reikning hér, en hitt finnst okkur
verra að Fiskifélagið sé látið komast
upp með það að telja 15. maí vera
Kjallarinn
JónasGuðmundsson
lokadag á vetrarvertíð. Hinum foma
lokadegi 11. maí virðist þannig eiga
að ryðja burt, án þess að spyrja
nokkum mann.
Islendingar eru fiskveiðiþjóð núna
og þótt eldaskildagi og lokadagur séu
orðnir býsna gamlir, þá ber okkur að
halda í þá, hina fomu siöi.
Samkvæmt réttu tímatali, hefst
líka allt önnur vertíð 12. maí, sumsé
vorvertíð, alveg sama þótt skýrslu-
vélar haldi ööru fram. Og þessi
ruglingur varöar líka í sumum til-
fellum æru, því eitt árið urðu afla-
kóngar í raun og veru tveir. Afla-
hæsti bátur á vetrarvertíð var þá í
Þorlákshöfn, ef miðað varviðréttan
lokadag, en svo varð báturútiíVest-
mannaeyjum hæstur á vetrarvertíð-
inni, þótt nokkur hluti aflans væri
fenginn á vorvertíð, því þá var miðað
við tilbúninginn 15. maí, sem Fiski-
félagiö heldur nú að sé lokadagur á
vetrarvertíð á Islandi. Uppskeran er
sumsé sú ein, að við emm komnir
með tvo lokadaga í staðinn fyrir
einn.
Vafalaust er þetta einn liðurinn í
„stjórnun fiskveiða”, þeirri skussa-
pólitík yfirvalda, sem er aö eyði-
leggja allan metnað hjá sjómönnum,
með æmum kostnaði og tjóni fyrir
landið. Eru t.d. loðnu- og síldveiðar
gott dæmi um slíka stjórnun. Afla-
menn ganga verklausirheima vikum
saman, af því að þeir em búnir með
kvótann, en skussarnir keyra um
allan sjó, eyðandi olíu og gjaldeyri,
og ná því svo ekki einu sinni að fylla
kvótann, sem aflamenn gætu tekið á
einum degi, ef þeim væri leyft að
fara til veiða, en nóg um það.
Um helgina var mest rætt um
stjórnarmyndunina, en margir eru
svartsýnir á að þinginu takist að
mynda meirihlutastjórn, og svo varð
mönnum einnig tíðrætt um kaup
Reykjavíkurborgará Engey og vissu
landsvæði í Selási, en ríkissjóður er
þar með farinn að borga fyrir upp-
skurði á Borgarspítalanum með
grjóti. Verður Reykjavíkurborg ein
sveitarfélaga aö taka grjót af ríkinu í
staðinn fyrir lögboðin fjárframlög
við að reisa sjúkrahús, sem standa
öllum landsmönnum opin.
Auðvitað vissu allir að rikissjóður
getur ekki með neinu móti staðið
undir draumum kommúnista og
fáfræði, jafnvel ekki þótt þeir í
stjórnartíð sinni hafi fjórtán sinnum
staðið að kaupskerðingum. Og það
verður að viðurkennast, að það var
skárra að taka við grjóti Ragnars
Amalds og Svavars Gestssonar,
heldur en að fá ekkert fyrir að reisa
sjúkrahús fyrir heilbrígðisráöu-
neytið meö útsvörum Reykvíkinga.
En hinu hljóta menn að mótmæla, að
borgað sé með íslandi á þennan
hátt. Skuld ríkissjóös við Borgar-
spítalann nam um 25 milljónum
króna, og var í vanskilum. Engey og
Selásbletturinn var tekinn upp í
þessa skuld fyrir 7,5 milljónir króna.
Afgangurinn veröur svo greiddur í
peningum síðar, eða við hentugleika.
En þegar svona kaup eru gjörð, er
þá ekki von að Reykvíkingar spyrji,
hvort þeir séu ekki Islendingar líka?
Island er nefnilega sameign Islend-
inga, nema það land, sem er í einka-
eign. Reykvíkingar áttu, þannig séð,
um það bil þriðjunginn í Engey og
Selásblettinum fyrir, þannig aö 2,5
milljónir af þeim 7,5, sem ríkið
borgaði meö í grjóti, voru strangt til
tekið, þegar í eigu Reykvíkinga, ef
þeir á annaö borð teljast til íslend-
inga. Þannig að grjót kommúnista er
ekki einu sinni ekta, fremur en sú
stefna þeirra í heilbrigðismálum, að
svíkjast um aö borga lögboðin fram-
lög til sjúkrahúsbygginga, ef byggt
er í Reykjavík. Og ég á t.d. eftir að
sjá Ragnar Amalds borga sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki, lögboðin
peningaframlög með Kolbeinsey,
eðaDrangey.
I Sauðlauksdal er garðurinn Rang-
látur. Að vísu hálfsokkinn og þvert
undir vegi. Hann lét séra Bjöm
Halldórsson sóknarmenn hlaða
nauðuga um hásláttinn.
Hann var úr samskonar grjóti og
kommúnistar notuðu til þess að
borga Reykjavík sjúkrahjálpina.
Jónas Guðmundsson,
rithöfundur.