Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1983. Frá Grundarfirði. ibúar þar eru nú óánægðir með innheimtuaðgerðir Rafmagnsveitunnar. Raf magnsveiturnar með harðar innheimtuaðgerðir: Tuttugu aðilar í Grundarfirði fengu tvöfalt lokunargjald — kemur ekki fyrir aftur, segir rafmagnsveitustjóri fStykkishólmi Talsverörar óánægju hefur gætt innheimtuaögeröa Rafmagns- þóttekkihafikomiðtillokunar. Stykkishólmi sagöi í samtali viö DV í meöal fólks í Giundarfiröi vegna veitunnar og álagningar lokunargjalds Ásgeir Þór Olafsson rafveitustjóri í gær aö aðgeröir Rafmagnsveitunnar hafi beinst að þeim sem hafa veriö við það að fá á sig lokun. Vinnubrögðin væru þannig aö í 3ju viku eftir eindaga er byrjaö aö auglýsa, þaö er að segja á mánudegi og þriðjudegi. Þeir sem ekki hafa greitt á þriöjudagskvöldi fara inn á lokunarlista sem byrjaö er aö vinna eftir á miövikudagsmorgni. „Viö teljum aö þegar í þetta er komið sé orðinn kostnaöur vegna lokunarað- geröa,” sagöi Ásgeir Þór, þannig sé lokunargjald réttlætt. Lagöi hann áherslu á aö Rafmagnsveitumar vilja flýta innkomu reikninga og aögeröirnar nú séu að miklu leyti vegna þeirra sem borga reikninga sína á réttum tíma. Þaö hlyti að teljast óðelilegt gagnvart þeim sem standa í skilum að nokkrir aöilar fái lengri greiöslufrest en aðrir. Um 20 aöilar í Grundarfiröi fengu tvöfalt lokunargjald á síðasta rafmagnsreikningi, um 900 krónur alls. Ásgeir Þór sagöi skýringuna vera þá að eindagi reikninga í desember hefði veriö 16. þess mánaðar, lokanir hæfust 3. febrúar. Þann 2. febrúar eru skrifaöir út nýir reikningar með ein- daga 17. febrúar og lokun 7. mars. Enn kemur svo útskrift 5. apríl meö eindaga 19. april. Vegna þess aö það dróst að innheimta desember- reikningana fram i febrúar komst lokunargjald ekki á febrúarreikning- ana heldur færðist á reikninga með eindaga í apríl. Af þeirri ástæðu fékk hópur manna tvöfalt lokunargjald þá. Aö sögn Ásgeirs Þórs þurfa rafmagnsnotendur ekki aö óttast aö fá oftar tvöfalt lokunargjald þar sem Rafmagnsveiturnar ætli að sjá til þess aö það veröi ekki lagt á. Þaö veröi gert meö því móti aö láta innheimtu rafmagnsreikninga ekki dragast eins og gerðist í desember. Sigurður Eggertsson sveitarstjóri í Grundarfiröi sagöi í gær aö þessi innheimtuaðferð Rafmagnsveitunnar væri ákaflega óeölileg. Lagt heföi veriö tvöfalt lokunargjald án skýringar. Sveitarstjóm hefði nú átt fund meö rafveitustjóra um máliö. Þar heföi fengist vilyrði fyrir því að þetta yrði endurskoðað. JBH LOKUÐU FYRIRVARALAUST enítvíganghafa __ __ ________ r Rafmagnsveiturnar BÆÐIFYRIR HITA OG UOS sr—• Hjördís Bjamadóttir og Ingi Þór Guömundsson hafa orðið allharkalega fyrir innheimtuaögeröum Rafmagns- veitunnar eins og margir aðrir í Grundarfiröi. Hjá þeim hefur veriö lokaö í tvígang á f jórum mánuöum og mikill f jöldi hárra rafmagnsreikninga hefur hrúgast yfir þau síöan flutt var í húsiö í júlí síðastliðnum. Sagði Hjördís að einn þeirra væri jafnvel fyrir raf- magn notað áöur en þau fluttu inn. Þaö mál væri í athugun fyrir sunnan. I síðustu viku bönkuöu menn frá Raf- magnsveitunni upp á hjá Hjördísi og tilkynntu lokun fyrir allt rafmagn þá þegar. Skipti þaö engum togum að annar þeirra fór í töflu úti á götu og slökkti á öllu. Hjördís sagði að sér hefði ekki verið gefinn neinn kostur á aö greiða reikninginn. Einnig haföi ekki verið tekið tillit til aðstæðna, til dæmis var þvottavélin aö vinda og manneskja í samloku-ljósalampa hjá sér. „Þaö væri líka fróölegt aö fá að vita hvernig stendur á því að það má loka bæöi fyrir ljós og hita,” sagöi Hjördís. „Þaö var búið að borga fyrir ljós, bara upphitunarreikningurinn eftir.Samtlokaþeiráhvort tveggja.” I febrúar, þegar einnig var lokaö fyrir rafmagnið hjá Hjördísi og Inga Þór, urðu talsverö vandræði áður en hægt var aö greiöa reikninginn og opna . SUJWARTÍJWII Til þess aö starfsfólk okkar geti betur notiö sumarsins % verður skrifstofa okkar aö Lágmúla 5, Reykjavík, opin N frá 15. maí tiM. september J FRÁ KL. 8.00 TIL KL. 16.00 > mánudaga til föstudaga ? Viö munum eftir sem áöur kappkosta aö veita góöa \ þjónustu. j Tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5 -105 Reykjavík, sími 83533 aftur. Nú sagöist Hjördís hafa beöiö rafveitumennina aö bíöa og hringt strax í rétta aöila til aö bjarga greiöslu. Rafmagniö hefði því komið strax aftur. ,,Ég vil að það komi fram að rafmagnseftirlitsmaðurinn hér og stúlkan, sem eru í því aö loka, eiga allt gott skilið. Það er alls ekki veriö aö deila á þau. Þetta kemur frá æöri stöðum.” Húshitunarreikningar í Grundarfiröi eru yfirleitt á bilinu 4-5 þúsund krónur og allt upp í 8 þúsund fyrir meöalstóra fjölskyldu á tveggja mánaöa greiðslu- tímabili. Nefndi Hjördís aö í desember- mánuöi einum hefði rafmagns- reikningur þeirra hjóna verið nærri 6 þúsund krónur! JBH 0Æ Lif bandariskra biökkumanna er aðalmyndefni Ronaids L. Freeman en syn- ing á Ijósmyndum hans stendur yfir iFélagsstofnun stúdenta. DV-mynd Bj. Bj. Ljósmyndir R.L Freeman — á sýningu í Félagsmálastofnun stúdenta „Southern roads-City Pavements” nefnist ljósmyndasýning sem stendur yfir í Félagsstofnun stúdenta þessa dagana. Hér er um aö ræða ljósmyndir Rolands L. Freeman af hörunds- dökkum Bandaríkjamönnum. Roland L. Freeman fylgdist náiö með og ljósmyndaöi ýmsa helstu at- burði í réttindabaráttu bandarískra svertingja og gefur að líta fjölda þeirra í Félagsstofnun stúdenta. Sýningin á verkum hans hófst 14. maí og stendur til 28. maí. Það er Menningarstofnun Bandaríkjanna sem stendur fyrú- sýningunni. Hún er opin frá kl. 14 til 19 mánudaga til föstudaga og frá kl. 14 til 22umhelgar. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.