Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 6
Neytendur Neyfendur Neytendur Neytendur Neytendur Grilltíminn að renna upp: BESTIMATUR SEM TIL ER Þegar snjóa leysir taka þeir sem eiga útigrill þau oftast f ram og dusta af þeim rykið. Hinir huga að kaupum á slíkum tækjum. Því þeir sem eitt sinn hafa bragöað mat glóðaöan yfir kolum úti við vita að betri mat er ekki hægt að fá.Útigrill og ýmsan við- búnað, sem menn telja sig þurfa, er hægt aö fá á bensínstöðvum, í sportvöruverslunum og sumum stór- mörkuðum. Þau eru tiltölulega ódýr miðað við önnur eldunartæki enda einföld að gerð. Það sem við þarf að éta er hins vegar rándýrt. Kolin og uppkveikjulögurinn eða sprittkubb- arnir eru á fáránlega háu verði. Allt þetta má sjá í töflu hér á síðunni. Reyndar er það alger misskilning- ur að ekki sé hægt að grilla úti nema á sumrin. I góðu skjóli eru aðeins fá- ir dagar á vetri sem ekki er hægt að grilla. I vetur hafa þeir reyndar ver- ið óvenjumargir norður í landi. En það eykur ánægjuna að taka grillið út eftir noröanáhlaup, stilla því á snjóskafloggrilla. Á vetuma er betra að nota annað- hvort sprittkubba eða kol sem seld em ívætt íkveMegi en venjuleg koí og sérstakan íkveikilög. I miklu roki eru ívættu kolin langbest. En þau eru líka dýmst. Til þess að grilla meö góðum árangri þarf ekki nema tvennt utan venjulegra heimilisáhalda, eitthvert ílát undir kolin og rist sem passar of- an á það fyrir matinn. Laghentir menn geta vel hlaðiö sér grill úr múr- steinum í garðshorninu. Innan í múr- steinshleðsluna er hægt að setja gamalt málmfat undir kolin. !'r>p úr" múrsteinunrii ei síöan hægt að setja einhvern stand fyrir grindina með; matnum. Æskilegt er að hægt sé aö setja grindina mismunandi hátt eftir • hversu nálægt glóðinni menn vilja hafa matinn. Fyrir þá sem ekki treysta sér til svona framkvæmda er best að kaupa tilbúið grill. Þau em til af mjög mörgum stærðum og gerðum, hring- laga og ferhymd, djúp og grunn, íhvolf eða öll jafnvíð. Hvemig lag er valið fer allt eftir því til hvers á að nota grillið. A aðeins að grilla pylsur með bömunum á góðviðrisdögum eða á að grilla stærðarstykki eins og heil læri og að nota grillið vikulega eða oft í viku? Er fjölskyldan sem notar það stór eða lítil og er líklegt aö grillað verði fyrir gesti reglulega, auk heimilismanna? öllum þessum spurningum þurfa menn að svara áður en eitthvaö er keypt. Stöðugt og lipurt. Hvernig sem lagið á grillinu er þarf þaö að vera bæði stöðugt og lip- urt. Oft er erfitt að fá báöa þessa kosti í einu. Stöðugt þarf það að vera svo að bæði böm og fullorðnir geti óhræddir eldað við það og lipurt svo að hægt sé að færa það í skjól eftir vindátt. Fætur þurfa líka að vera passlega langir svo þægilegt sé aö standa viö grillið. Flestum hentar um 70 sentimetra hæð. Loft þarf að eiga greiða leið að glóðinni. Annars helst ekkert líf í henni. En einnig verður að vera Nægilega mikið af kolum tU þess að smiða við skeifu og allt of mikiU upp- kveikUögur em mistök flestra byrjenda í grillkúnstinni. Auk þess hættir mönnum tU að vera of fljótfærir og byrja að grUla áður en nægUeg glóð hefur myndast. þannig gengið frá að trekkur slökkvi ekki eldinn jafnóðum og hann er kveiktur. Best er að Iltil göt séu á botni og hliðum ella þá stærri göt sem hægt er að draga loftspjöld frá og fyrir. Ristin sem fylgir griUinu verður að vera þægileg í notkun. Er gott að stilla hana af á griUinu, gott að þrifa hana, gott að raöa á hana? Þetta þarf aUt að athuga. Teinn fylgir einnig flestum grUl- um. Lítiö gagn er í slíkum teini nema hægt sé að fá á hann rafmótor. Það endist enginn maöur tU að standa kannski í hálfan annan tíma og snúa kjúklingi eða tvo tíma og heilsteikja lambalæri. Mótora á flesta teina er hægt að fá á bensínstöðvum. Best er að teinninn sé fremur oddmjór þann- ig að auðvelt sé að stinga honum t.d. ílæri. Gas eða kol. Þau griU sem fást hér í búðum em ýmist ætluð fyrir gas eða kol. Gas- griU eru að mörgu leyti þægilegri í notkun. Þau em tilbúin til notkunar þegar í staö en þarf ekki að hita þau eins og kolagriUin. Þau em líka hreinlegri. Það sem menn fóma hins vegar er bragðið að matnum. Hið sérstaka griUbragð, sem svo margir eru að sækjast eftir, kemur ekki nema með sérstökum ráðstöfunum, það er að segja með því að krydda matinn með charcol seasoning eða charcol salt. Þetta krydd er reyndar hægt aö nota til aö steikja sunnu- dagslærið í bökunarofninum og fá þannig griUbragð aö því. Þetta f innst hins vegar mörgum að sé ekkert að marka. Kol á kolagriU eru seld í bensín- stöðvum, blómabúðum, matvörubúð- um og víðar. Sprittkubbar fást á sömu stöðum. Ikveikilög má fá á bensínstöðvum. En hann er dýr. Miklu ódýrara er að nota ísvara eða aðra oUu. Gætið þess bara aö ekki sé mjög sterk lykt af henni, það gæti skemmt bragðið að matnum. Bensín er hægt að nota en varið ykkur þá á því og forðið ykkur frá þegar eldur' hefur verið borinn að. Áugnabrúnir og hár margra hafa sviðnað af slík- umloga. KoUn þurfa 15-20 mínútur til aö hitna nægUega. Best er að hella íkveikileginum yfir þau og bíða nokkra stund áður en kveikt er í. Þá ná kolin að drekka hann ögn í sig og loga betur. Sjá má þegar kolin eru orðin nægilega heit á því að þau verða hvít að utan. Best er aö hrúga þeim öllum saman meðan glóö er að tendrast. Þegar henni er náð er hins vegar best aö breiða úr kolunum um alltgrillið. Ætli menn sér að baka kartöflur er best aö byrja á því að setja þær á (nema verið sé að grilla því stærri kjötstykki). Þá eru kartöflurnar vafðar í álpappir og settar beint á kolin. Best er aö setja þær utan með kolunum þannig að hitinn af þeim geti eftir sem áöur leitað upp í kjötið eða fiskinn. Á meðfylgjandi töflu má sjá þann tíma sem hinn ýmsi matur þarf á grillinu. Nauðsynjahlutir og ónauð- synlegir. I búðum eru seldir hvers konar hlutir sem sagðir eru nauðsynlegir við grilliö. Hið sanna í málinu er hins vegar aö flestir eru þeir ónauösyn- legir, þó þeir séu í sjálfu sér ágætir. Þaðsemþarf er: — eitthvað til að róta til kolunum með. Þetta má vera nánast hvað sem er úr málmi, með einangruðu hand- fangi ef unnt er. Annars er best aö taka á því með stykki eða vettling- um. — eitthvað til að snúa kjötinu við með. Kjaftvíðar, liprar tengur eru bestar. Snúið aldrei kjöti við með gaffli. Sé stungið í þaö lekur mikill safi út. Nota má tvo spaða ef tengur eru ekki fyrir hendi, jafnvel tvær matskeiðar. — pensill til að smyrja með læri eða kjúkling. Ef pensillinn er ekki til má notast við borðhníf. Auk þessa má nefna hluti eins og sérstakar svuntur og pottaleppa, stóra og litla teina undir kjöt og grænmeti, tengur af öllum stærðum og geröum og fleira og fleira. Best er aö snúa því sem sett er á grillið nokkuð ört. Látið ekki liða nema 5-10 mínútur á milli þess sem stykkjum er snúið. Annars er hætta á því aö þau brenni. Heitast er á grill- inu um það bil 20-30 mínútum eftir aö kveikt hefur verið upp. Þaðan í frá helst varminn nokkuð stöðugur í um 20 mínútur. En þá fer að kólna. Auð- veldara er að grilla eftir að mesti hit- inn er rokinn burt. Þá erminni hætta á að maturinn brenni. Agætt er að pensla mat með olíu, einnig að kryddleggja í olíu eða jógúrt áður en grillað er. En gætið að því að drjúpi olía eða fita úr kjötinu ofan á glóðina þá kviknar í henni. Ef mikið logar getur kjötið brunnið illa eða verið allt í sóti. Fylgist því vel með og tak- iö ristina eöa teininn af stundarkom ef mikið logar. Eftir að grillaður hefur verið mat- ur sem tekur stuttan tíma eru kolin oft ekki nema hálfbrunnin. Sé ekkert gert brenna þau hins vegar upp, eng- um til gagns. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að ausa sandi eða vatni yfir kolin. Þá deyr í þeim. Sand- ur hefur þann ókost að hreinsa þarf kolin upp úr honum, vatn afturþann. að ógurlegur f mssugangur verður og þurrka þarf kolin áður en þau eru notuð aftur. A sumum grillum er lok sem fellur þétt að og deyr þá logi í kolunum. Er slíkt til mikillar fyrir- myndar því kolin em það dýr að Allt sem viðkemur grillum fœst á ótal stöðum og á mjög mismun- andi verði. En hér á eftir verða gefin nokkur dœmi svo að menn geti séð hvað líklegt er að þeir þurfi að leggja upp með mikla peninga. Þetta verð er fengið upp hjá smávörudeild Skeljungs. GRILLTÍMI beikon buff kótelettur grillpylsur hamborgarar heill kjúklingur heilt lambalæri heilir vöðvar smáfiskur bakaðar kartöflur epli tómatar maískólfar mínútur meðiæti 3 grillaðir tómatar, grillaður heill laukur 4—6 kryddsmjör, bakaðar kartöflur, bernaissósa 7—10 grillaðir tómatar, bakaðar kartöflur, bernaissósa 4— 5 tómatur, sinnep, bakaðar kartöflur 5— 8 brauð, sinnep, paprika og tómatsósa 40 — 60 blómkál, salat, mais, agúrkur, hrár iaukur 90 — 120 grænmetissalat, maís, bakaðar kartöflur 30 - 40 mais, grillaðir tómatar, barbique sósa 6— 10 sitrónur, soðnar kartöflur, agúrkur 45 — 60 kryddsmjör, graslaukur 45-60 5-10 10 HVAÐ KOSTA GRILLVÖRURNAR? gasgrill 2102 kolagrill 530-1.115 viðarkol, 21 /2 kg og 3 kg 96 ivætt kol, um 600 grömm 48 uppkveikilögur, 3/41 65 isvari, 1 lítri 32 sprittkubbar, um 400 g 40 töng 131 mótor á tein m. rafhlöðu 115 mótor á tein með rafhlöðu og rafmagnssnúru 257. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.