Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ingólfur Guðbrandsson kannar samkeppnina. Skoðuð sumar- hús Á laugardaginn var geröist þaö í Hollandi, í sumarhúsa- hverfl viö ströndina, að farar- stjóra, sem vinnur hjá Samvinnuferöum, bárust boð um aö tveir íslendingar viidu gjarna fá að skoöa húsin og aöstœður þar í kring. Farar- stjórinn hélt aö hér væru á ferö kúnnar sem heföu orðið seinir fyrir, en venjulega er skipt á föstudögum, og brá sér út. Hann kannaöist viö annan islendinginn, sem starfar hjá Arnarflugi, en ekki hinn og gekk því til hans og heUsaði honum. Farar- stjórinn spurði manninn hvers vegna honum hefði seinkað en bætti því þó við að auðvitað væri húsiö tilbúiö fyrir hann engu aö síður. En áður en fararstjórinn komst lengra kynnti tslendingurinn sig og sagöist heita Ingólfur Guðbrandsson. Það kom heldur á farar- stjórann en aö lokum fékk Ingólfur þó að skoöa þaö sem hann lysti þar í hverfinu og þakkaði hann fyrir sig og fór viðsvo búið. Eftir koníak... Eftir að KópavogsvöUurinn var opnaður finnst íþrótta- fréttamönnum hvergi betra að vera. Þar er í stúkunni sér- leg starfsaðstaða fyrir þá og þar að auki er þar framreitt heitt kaffi líka eins og hver vUl hafa. En á leik Víkings og ÍA um helgina varð viður- gerningurinn þó sérlega höfðinglegur. Þá var frétta- mönnum boðið upp á koníak með kaffinu. Einn frétta- mannanna varð hrærður og spurði: „Kaffi og svo koníak. Hvað kemur eiginlega næst?” „Stelpur,” var svarið. Rekstrargrund- völlur fundinn i nýjasta tölublaði Lögbirt- Lngablaðsins birtist firmatU- kynning frá GuUbringusýslu um stofnun samvinnu- félagsins „HEPPNER”. Mun félagið starfa að útgerð og fiskvinnslu. Það má ráða af nafninu hvar finna á rekstrargrund- völl þeirrar útgerðar. Ekki í land- búnaðinum.... Þessi litla saga kemur úr félagsbiaði Kenuarasam- bands tslands: Kennslukona úti á landi, sem var komin á þann aldur að verða að hætta kennslu vegna þess, sagði við nemendur sina að nú færi að styttast í þessu hjá sér. En hún myndi hitta þau seinna hjá Guði. Þá sagði einn strákurlnn i bekknum: „Ekki mig. Eg á að verða bóndi og pabbi segir að landbúnaður- inn sé að fara til helvítis.” Hvaða frétta- stofa? i iþróttafrétt, sem nýlega birtist í Timanum, var sagt frá því að breska knattspyrnuliðið Tottenham hefði unnið Manchester United með tveim mörkum gegn engu. Síðan segir orð- rétt i fréttinni: „Ekki var getið um markaskorara á fréttaskeytum.” Þetta vakti óneitanlega at- hygli þeirra sem fylgjast náið með f jölmiðlum á islandi þvi ekki hafði það spurst út áður "ottenhanr vann lan. Utd? Tottcnham vann Manchester United 1 I í leik í fyrstu deild ensku knattspymunn- I l ar í gærkvöld 2-0.1.eikið var á heimavelli I [ Tottenham, White Hart I.ane. Elcki var j kgetið um markaskorara á frcttaskeytumJ að Tíminn hefði samning viö erlendar fréttastofur. En kannski einhverjir velþenkj- andi menn á öðrum fjölmiðlum leyfi iþrótta- fréttamönnum Timans að kikja á strimlana af fjar- ritunum. Umsjón: Ölafur B. Guðnason. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Tónabíó, „Kæri herra mamma...”: Langdregin leiðindi Tónabfó, Kœri herra mamma (La Cage Aux Follos (Birds of a Father)). Stjórn: Edouard Molinaro. Handrit eftir leíkriti Joan Poiret. Kvikmyndahandrit: Francis Vober, Edouard Molinaro, Marcollo Danon, Jean Poiret. Aðalleikendur: Ugo Tognazzi, Michel Serrault. Tónlist: Ennio Morricone. Fromloiðondi: Marcello Danon. Þaö er erfitt að gera góða og gilda grínmynd, mjög erfitt. Leiöin að hlátrinum er vandfundin, hvað þá vegurinn að endalausum bakföllum áhorf- og tilheyrenda. Ég brosti þrisvar að kvikmyndinni ,díæri herra mamma...” sem nú er verið að sýna í Tónabíói og sem er auglýst með þeim orðum; stórkost- leg skemmtun... vekur óstöðvandi hrossahlátur... dásamlegageggjuð... og fullkomlega útfærð í öllum smá- atriðum! Síteringarnar hér að ofan eru fengnar úr blaðadómum kvikmynda- gagnrýnenda vestanhafs og eftir að hafa skoðað þessa „stórkostlegu skemmtun” verð ég að segja um þær að annaðhvort er þar um að ræða beinar þýðingarvillur eða gagnrýnendur vestanhafs búa yfir allt annarri kímnigáfu og andstæðum fegurðarsmekk en ég hef yfir að ráða. Kvikmyndin , Jíæri herra mamma...” verður dæmd hér með einu orði: léleg. Þessi bandarísk- fransk-ítalski bræðingur sem á að höfða til hláturtauganna í manni er svo afkáralegur og illa gerður í alla staði að furöu vekur að einhverjum skuli hafa dottið í hug að malla hann saman í kvikmynd. Fyrir það fyrsta er söguþráöurinn ákaflega takmarkaður en því miður teygður upp í einn og hálfan tíma á hvíta tjaldinu. Umfjöllunarefnið er tengt hómósexualisma í sinni ýkt- ustu mynd. Greint er frá miðaldra næturklúbbseiganda sem hefur síð- ustu tuttugu ár verið í sambýli meö kynbróður sinum á sama aldri. Þó ólíklegt.megi virðast á þessi nætur- klúbbseigandi son sem ku hafa komiö undir í eina skiptið sem hann átti mök viö kvenmann. En það var fyrir rúmum tuttugu árum. Þegar svo þessi sonur ákveður aö kvænast inn í siðprúða fjölskyldu, þar sem faöirinn er meðal annars formaður einhvers siðaregluflokks, veröur uppi fótur og fit því erfitt er að út- skýra fyrir slíku fólki að aðstand- endur hins verðandi tengdasonar séu hommar og í þokkabót sé annar þeirra eigandi í meira lagi djarfs næturklúbbs. Það fer mikið fyrir langdregnum köflum í þessari atburðarás og í raun hefði mátt stytta hana niður i fimmtán mínútna sprell því brandararnir í myndinni eru teygðir svo mikið og ofnotaðir að þeir hinir fáu sem hlæjandi er að missa algjör- lega marks sakir sífelldra endur- tekninga. Ásamt leikstjóm er leikurinn slakasti þáttur myndarinnar. Vissu- lega er hlæjandi að því að sjá „ósvikna hommatakta” af og til en þegar leiktilþrif leikaranna sem fara með hlutverk hommanna eru svo takmörkuð sem raun ber vitni í þessari mynd þá verður útkoman leiðindi og ofleikur sem jaðrar við fíflalæti. I þeim hlutverkum sem ekki kalla á hommatilburði í „Kæri herra mamma... ” hafa valist f remur hæfileikasnauðir leikarar. Þetta á einkum við þann mann er leikur for- mann siöareglnaflokksins, en „leikur” hans verður að teljast með slökustu vitnisburðum um kvik- myndaleik. Sem fyrr segir er þessi bandarísk- fransk-ítalski bræðingur léleg kvikmynd. Þeim sem ætla sér að hlæja í bíó er bent á aö reyna að komast hjá því að sjá hana. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Franski kvikmyndaklúbburínn endursýnir: Lily elskaðu mig Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise endursýnir næsta miðvikudags- og fimmtudagskvöld frönsku góðmyndina „Lily, elskaðu mig” sem gerð var árið 1974 af franska leikstjóranum Maurice Dugowson. Er þetta gert vegna fjölda áskorana, en myndin hlaut miklar vinsældir er hún var sýnd áöurhérálandi. Rétt er aö benda á að i þessari mynd getur að líta leikarann Patrick Dewaere — unga stjörnu í franskri kvikmyndagerð síðastliðinna tíu ára — en hann varð sér að aldurtila í ágústmánuði 1981. Þótti Dewaere einhver fremsti leikari Evrópu á meðan hann lifði og þykir þáttur hans í „Lily, elskaðu mig” mikils- verður. Aðrir leikarar í myndinni eru Jean-MichelFolon og Zouzou. „Lily, eiskaðu mig” veröur sýnd í E-sal Regnbogans áðumefnda daga. -SER. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir NÚ RAKAR ÞÚ ÞIG HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER! Litla rakvélin frá Sanyo sér til þess að þú þarft ekki að koma órakaður á stefnumót. Hún er það lítil, jafnframt því að gefa góðan rakstur, að þú gengur bara með hana á þér (vegur aðeins 90 grörnm). VELTIRHF @

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.