Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
5
Naglaboðhlaup. Óli P. Gunnarsson myndar sig til að reka naglann i staur-
inn.
Óformlegur hesta
dagur hjá Gusti
Gæðingakeppni hestamannafélags-
ins Gusts í Kópavogi var haldin laugar-
daginn 14. maí síðastliöinn. Daginn
eftir voru verðlaun afhent en einnig
fóru fram kappreiöar á Kjóavöllum og
ýmisskonar sprell.
I Gæðingakeppninni í A-flokki stóð
efstur Kveikur sem Stefán Pálsson á
og sat. I öðru sæti varð Garpur sem
Hrafnhildur Jónsdóttir á og sat. I B-
flokki kom Fagri-Blakkur, sá og
sigraði en bræðumir örn og Benedikt
Karlssynir eiga hann. Benedikt sýndi
klárinn. Háleggur Einars Bollasonar
varð í öðm sæti en Kristján Birgisson
sathann.
I yngri flokki í unglingakeppni
sigraði Anna Björg Níelsdóttir á
Drottningu en Oli P. Gunnarsson er
eigandi. Kristinn Þorleifsson varð í
öðm sæti á Ljúf sínum. I eldri flokki
sigraði Siguroddur Pétursson á
Gjafari sem Pétur Siguroddsson á, en
Kristín Kristmundsdóttir varð önnur é
Ármanni sem Olafur E. Guðmundsson
á.
Gustsfélagar verðlauna einnig þau
unghross sem þykja koma best út eftir
tamningu og í fyrsta sæti varð
Hæringur sem Bjarni Sigurösson sat.
Funi Einars Bollasonar varð í ööm
sæti en Kristján Birgisson sat hann. I
þriðja sæti varö Bylgja sem Baltasar
Samper á, en Baltasar Baltasarsson
sat, en hún hlaut einnig sérstök verð-
laun sem fegursta hross svæðisins.
Sunnudaginn 15. maí var haldinn
hestadagur á Kjóavöllum. Þar vom
afhent verðlaun fyrir gæðingakeppn-
ina en einnig var sprell. Keppt var í 200
metra skeiöi, brokki og stökki. Skráð
var á staðnum og var þátttakan al-
menn. Einnig var keppt í naglaboð-
hlaupi og var það lokagreinin. Allir
fóru ánægöir heim og þó sérstaklega
börn og unglingar sem höfðu fengið
tækifæri til að spreyta sig á hinum
ólíklegustu stigum hestamennskunn-
ar. E.J.
Fertugurmaður:
Leitaði á tæplega þriggja ára stúlku
Fertugur maður var handtekinn
fyrir að hafa leitað á tæplega þriggja
ára gamla stúlku í Reykjavík á föstu-
dagskvöldið. Maðurinn játaöi að
hafa leitað á stúlkuna. Að rannsókn
lokinni var honum sleppt.
Þá réöst maður á stúlku sem var
gestkomandi heima hjá honum
aðfaranótt laugardags, í þeim
tilgangi aö hafa við hana mök.
Honum tókst ekki að koma fram
vilja sínum.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
haft með rannsókn beggja málanna
aðgera. -JGH.
Lyr-TiMGASETTirr
Lyftingasettin eru vinyl-húðuð og henta þvísér-
lega vel til heimanota. Með hverju settifylgir cef-
ingakerfijoe Weiders í íslenskri þýðingu, ásamt
6 veggspjöldum, sem skapa þér möguleika á að
cefa rétt frá byrjun ogþyngja cefingarnar eðlilega
og rétt, eftir því sem geta og þrek eykst!
Flciri hundruð íslendingar, bæði karlar og konur, æfa sig nú
reglulega með WEIDER lyftingasettum heima hjá sér og nota
æfingakerfi WEIDERS meðgóðum árangri. Fjölskyldur, vina-
hópar, vinnufélagar og hjón æfa saman lyftingar og nota til
þess WEIDER æfingakerfið. Gerðu líkamsrækt að frístunda-
iðju þinni og allrar fjölskyldunnar. Aðeins þú sjálf(ur) getur
sýnt líkama þínum ræktarsemi. Ekki bregðast sjálfum þér -
Hringdu í dag og fáðu upplýsingar um WEIDER lyftingatækin.
Pressubekkir og mittisbekkir nýkomnir- Nauð-
synleg hjálpartæki til að ná fullnaðar árangri!
Vinyl-húðuð lyftingasett kr. 2.480.00
Golden Triumph lyftingasett kr. 3.620.00
Mittisbekkur kr. 1.940.00
Pressubekkur kr. 1.690.00
J"sendið mér........lyftingasett á kr.+ scnd.kostn. j
I STAÐUR;-
L
PÓSTNR:
Pöntunarsími 44440
Póstverzlunin Heimaval, box 39, Kópavogi.
Rithöfunda-
sjóður úthlut-
ar styrkjum
Stjórn Rithöfundasjóðs Islands
ákvaö á fundi sínum 29. apríl sl. að
úthluta 22 rithöfundum í viður-
kenningarskyni úr Rithöfundasjóði
árið 1983, hverjum um sig 35 þúsund
krónum. Rithöfundamir eru: Auður
Haralds, Ástgeir Olafsson (Ási í Bæ),
Einar Bragi, Gils Guðmundsson, Gísli
J. Astþórsson, Indriði Ulfsson, Ingi-
björg Jónsdóttir, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Ingimar Erlendur Sigurðsson,
Jóhannes Helgi, Jónas Guðmundsson,
Kristinn Reyr, Lúðvík Kristjánsson,
Njörður P. Njarðvík, Sigurður
Gunnarsson, Sigurjón Birgir Sigurðs-
son (SJON), Snjólaug Bragadóttir,
Thor Vilhjálmsson, Vésteinn Lúðvíks-
son, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn
Þorsteinsson, Þuríður Guðmunds-
dóttir.
Stjóm Rithöfundasjóðs Islands skipa
nú: Birgir Sigurðsson, Ása Sólveig og
ÁmiGunnarsson.
DRAUMAFERÐ
FJÖLSKYLDUNNAR
TIL MALLORKA
27. maí
BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT
SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað-
strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi-
legt íbúðahótel alveg við sjóinn.
PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í
fjölskylduparadís.
Á skrifstöfu okkar erum við með
myndband frá gististöðum okkar.
FERÐ ASKRIFST OF AN
Verið velkomin og fáiö nánari
upplýsingar um hagstætt verö og kjör.
LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633
V
✓