Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAl 1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
—fæstmeð
æfíngu
og varkámi
ástæða er til að fara sparlega með
þau.
Þrifnaður.
Þrífið grillið annaðhvort að lokinni
notkun eöa í upphafi næstu notkunar.
Mér finnst sjálfri seinni leiðin þægi-
legri. Allt er svo óþægilega heitt
strax að notkun lokinni. Ég geymi
líka grillið mitt, með rist, teini og
öllu tilheyrandi úti á' svölum á milli
nota. (Ég grilla ævinlega á svölum
fjölbýlishússins sem ég bý í þegar
mér býður svo við að horfa, grönnun-
um ef til vill til nokkurrar óánægju).
Sé hægt að geyma grillið á þeim stað
sem það er notað, án þess að eiga á
hættu að það valdi óþrifum, er best
að geyma allt tilheyrandi þannig hjá
því. Sé það ekki hægt verður að þrífa
allt jafnóðum. Gætið þess þá að
brenna ykkur ekki.
Grillið verður að vera á milli nota
á stað þar sem það blotnar ekki. Ann-
ars ryðgar það fljótlega niður.
Að lokum. Grillmatur er einn besti
matur sem hægt er að fá. En það er
lítil ánægja í því að borða brenndar
kótelettur og svartar kartöflur.
Þreifið ykkur því áfram og kaupið
ekki dýran mat til aö grilla fyrr en
búið er að reyna viö annan ódýrari
með góðum árangri. Leyfið bömun-
um að grilla sér pylsur eða annaö
meöfærilegt þegar þau em orðin 6-7
ára. En brýnið varúð fyrir þeim. Og
gætið ykkar sjálfra líka. Eldurinn
getur verið þarfasti þjónn mannsins
en hann geturlíka verið versti óvinur
hans.
-DS.
Veislu-
réttur
á teini
Góður á grill er hvers konar matur
sem þræddur er upp á teina. Hér er
uppskrift að einum slíkum úr bókinni
Glóðað góömeti. Litla teina til aö
glóða á má fá nokkuð víða, til dæmis
í flestum verslunum sem selja elda-
vélar.
200 g magurt svínakjöt
200 g magurt nautakjöt
125 g reykt svínaflesk
1 pakki veislupylsur
8 litlir laukar
4 sýrðar agúrkur
1 rauð paprika
Kryddlögur:
1 bolli olía
1 staup sérrí
nýmalaður pipar
timian á hnífsoddi
majoram á hnífsoddi
olía
salt.
Skerið kjötið í litla bita. Lagið
kryddlöginn og látiö kjötið liggja í
honum í 2 klukkustundir í lokuðu
íláti. Sneiðiö fleskiö og brytjið pyls-
urnar ef meö þarf. Afhýðið laukana.
Hreinsið paprikuna, þvoið og bitiö.
Látið drjúpa af sýröu agúrkunum.
Raöið til skiptis á 4 teina, penslið
og glóðið í um þaö bil 15 mínútur.
Snúiö oft. Penslið ööru hverju. Saltið
áður en borið er fram.
Vítamínhomið V
K-vítamín
Arið 1929 uppgötvaði danski vísinda-
maðurinn Dam að kjúklingar fengju
oft blóöbletti undir húð eða vöðva væru
þeir aldir á sérstöku, fitusnauðu fæði.
En ef spínati var blandað í fóðrið hætti
að bera á þessu. Þessi uppgötvun
leiddi til þess að fundið var nýtt víta-
mín og þaö kallað K-vítamín.
K-ið er skammstöfun á koagulations-
vítamín. Það er nefnilega nauðsynlegt
til þess aö blóðið geti storknað eða
koagulerað eins og það heitir upp á er-
lend tungumál. Þekkt eru tvö K-víta-
mín, K1 og K2. K1 heitir fyllokinon og
K2 menakinon.
Gjafar
K-vítamín er fyrst og fremst í jurta-
fitu. Græn blöð, eins og spínat, grænkál
og hvítkál, eru ríkulega búin K-víta-
míni. Einnig blómkál og fleiri græn-
metistegundir. Ávextir og rótargræn-
meti eru hins vegar snauð af K-víta-
míni.
Líkaminn býr sjálfur til K2-vítamín-
ið með sérstakri verkan baktería í
þörmunum.
Skortur
Lítil hætta er á því að menn skorti K-
vítamín. Venjulegt fæði ætti að inni-
halda yfirdrifiö nóg af því. En í örfáum
undantekningartilfellum verður þó
vart nokkurs skorts. Vanfærar konur
eru sá hópur sem helst er í hættu og er
þeim stundum gefið K-vítamín. Fóstur
og nýfædd böm geta ekki myndað K2-
vítamín í þörmum sínum. K-vítamín-
gjöf móðurinnar er til þess aö koma í
veg fyrir blæðingar bamsins i fæðingu.
Hjá fullorðnu fólki geta vissar teg-
undir af penísilíni truflað starfsemi
bakteríanna í þörmunum. Til þess að
koma þeim á réttan kjöl aftur er gott
aöborða jógúrt.
Annað
Hundar og kettir sem komist hafa í
rottueitur geta lifað af ef þeir komast
strax í hendur dýralækna sem gefa
þeimK-vítamín.
Næst verður byrjað að fjalla um
vatnsleysanleg vítamín. C-vítamín er
fyrstí röðinni.
DS/þýtt.
Litarefnið
fæst í
föndur-
verslunum
Frá Stokkseyri barst fyrirspurn til
okkar um litarefni fyrir gallabuxur,
sem nefnist Deka Textil dys. Greint
var frá þessu á neytendasíðunni sl.
miðvikudag. Viö höfum fengið
nokkrar upphringingar og fæst þetta
litarefni víða. I Reykjavík í verslun-
inni „Litir og föndur” og kostar
bréfið 26 krónur. Mun litarefnisins
helst að leita í þeim verslunum úti á
landsbyggðinni sem selja
föndurvörur og liti.
-ÞG.
VERDMIÐINN LÍMDUR YFIR
UTRUNNINN DAGSTIMPIL
Elín kom hingað meö poka af kart-
öfluflögum sem hún hafði keypt sér á
kosninganóttina. Flögumar voru
keyptar í versluninni Alfaskeiði í
Hafnarfirði. Þegar Elín fór að boröa
flögurnar fann hún að þær voru
bragðvondar og ekki að neinu leyti
eins og kartöfluflögur eiga að vera.
Skoðaöi hún þá umbúðimar betur.
Þá kom í ljós aö samkvæmt dag-
stimpli átti ekki að selja kartöfl-
urnar eftir marsmánuð 1982. En
þessu haföi Elín ekki tekið eftir því
yfir stimpilinn var verömiðinn kirfi-
lega límdur. Taldi Ehn þetta lævís-
legt sölubragö af hendi kaupmanns-
ins, að reyna að blekkja fólk meö því
aö líma verðmiða yfir útmnninn dag-
stimpil.
Síðan Elín kom með þennan poka,
skömmu eftir kosningar, hefur
árangurslaust verið reynt að ná sam-
bandi við verslunina Alfaskeið. Þær
upplýsingar hafa fengist hjá bilana-
tilkynningum Pósts og síma að sími
þar sé af einhverjum ástæðum ekki í
sambandi. Því hefur ekki verið unnt
að bera ásakanir Elínar undir kaup-
manninn. DS.
ERp - fyrirTólk á ollmii aldri
ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg fyrir
óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum.
Þeir ^fa alla yfirburði fullkomnustu stóla en eru engu að síður á
einstaklega lágu verði.
%
STALHÚSGAGNAGERÐ
STEINARS HF.
SKEIFUNNI 6 - RVlK - SÍMAR; 33590, 35110