Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR17. MAI1983.
Menning
15
Baldur Hermannsson
um viö þolað af hendi Guðmundar
ríka. Rangsleitnin og óstjórnin hefur
orðið þess valdandi að auðlegö sjáv-
arins hefur ekki orðið okkur til því-
líkra heilla sem annars hefði orðið.
Tækninýjungarnar sem flætt hafa
inn í landið hafa hvergi nærri fært
okkur þann arð og velmegun sem
þær hefðu gert við heilbrigðara
stjórnarfar. Skoðanakönnun Hag-
vangs hefur leitt úr skugga þá ugg-
vænlegu staðreynd, að þjóðin treyst-
ir ekki lengur sjálfri sér til að ráða
málum í landinu svo að vel sé.
Framsóknarflokkurinn missti
fjórðung af atkvæðamagni sínu 23.
apríl og það eru mikil tíöindi og góð,
einkum þegar þess er gætt að raun-
verulega gengur þessi flokkur til
hverra kosninga með forgjöf upp á
ein 10—12% atkvæðamagnsins alls,
sem hann hefur bundiö sér á hendur
með auðmagni Sambandsins, kaup-
félaganna og annarra framsóknar-
fyrirtækja, pólitískum f járveitingum
og ranglátum embættaveitingum.
Þjódin viii ekki
Guðmund ríka
Sá hinn mikli hnefi sem Ofeigur í
Skörðum rak í borðið fyrir réttum
þremur vikum af slíku afli að brast í
viðum er skelegg yfiriýsing þess efn-
is að alþjóð vill ekki lengur sæta
þeim rakalausa átroðningi, rangsýni
og spillingu sem Guðmundur ríki
hefur gert að siðvenju sinni. Þess
vegna vill þjóðin ekki að þessi vald-
sjúki ríkisbubbi ráöi málum hennar
framar. Hún kærir sig ekki heldur
um að þeir stjórnendur sem hún fól
að koma á nýrri skipan og efla betri
tíð í landinu taki það óráö aö skjóta
stoðum undir hnignandi veldi Guð-
mundar ríka.
Baldur Hermannsson.
Jóhann Guðbjartsson
auk þess sem mjög erfitt er að fá fólk
til starfa fyrir hreyfinguna og því
þarf að nýta hvern þann sem vill
starfa að málum hennar. Svo eru það
þeir sem hafa verið þeirrar skoöunar
að með skipulagsbreytingu sé hægt
að losa hreyfinguna niður í smærri
einingar meö stofnun vinnustaðafé-
laga. Það fyrirkomulag hefur verið
tíðkað í nágrannalöndum okkar án
þess að vald kratanna innan
hreyfingarinnar hafi nokkuö minnk-
að. Þessi skipulagsbreyting hefur
aldrei náð fram að ganga hér vegna
þess hvað vinnustaðirnir eru flestir
litlir og menn hafa því óttast að slík
breyting væri einvörðungu til þess
fallin að veikja samtakamátt
hreyfingarinnar.
Jóhann Guðbjartsson,
iðnverkamaður.
Menning
Kynfrædsla
handa
bömum
Grathe Fagerström og Gunilla Hansson:
Ása, Jón ft- Agnarögn.
Helga Guðmundsdóttir þýddi
Bókaútgáfan Bjallan, Rvík, 1982.
I aðfaraorðum þessarar bókar seg-
ir þýðandi svo: „Bókin Ása, Jón &
Agnarögn er kynfræðsla handa böm-
um. Þetta er myndasaga með sam-
tölum, þar sem segir frá Ásu og Jóni
sem eignast systkini. Bókinni er
ætlað að auðvelda bömum aö fá opin-
ská og hreinskilnisleg svör við
spurningum sínum um kynlíf- og að
auðvelda fullorðnu fólki að gefa slík
svör.”
Eins og í tilvitnun segir er þetta
myndabók. Mér liggur við að segja í
Andrésar-Andar-stíl. Texti er næsta
lítill. Myndir stórar og vandaðar.
Brot er líkt og á mörgum myndaheft-
um, bls.alls 48. Boðskapur bókarinn-
ar kemst áreiðanlega prýðilega vel
til skila, svo skýr og einföld sem
framsetning er. Tónninn í frásögn-
inni er einkar viðfelldinn: í senn
hreinskilnislegur og tæpitungulaus,
hlýlegur og yfirleitt er sagt frá af
smekkvisi. Sé það skoðun manna að
þörf sé á fræðslu af þessu tagi, hygg
ég að þetta rit sé vel við hæfi og
gagnlegt.
En hvers vegna er kynfræðslu
þörf? Sjálfsagt er aðalröksemdin sú,
að kynlíf sé svo snar þáttur í lífi
flestra manna að nauðsynlegt sé að
ailir hafi „heilbrigð” og hleypi-
dómalaus viðhorf til þeirra mála.
Hins vegar eimi enn svo mikiö eftir
af sektarþrungnu og pukurslegu
horfi til þessara mála að fólk eigi erf-
itt með að tala um þau með eðlileg-
um hætti og þá jafnframt erfitt með
að ala börn sín upp á heilbrigðan og
frjálsmannlegan hátt hvað þetta
varðar. Og ef svo háttar til segja
fræðin að þegar raunsæsislega
fræðslu skortir hjá börnunum taki
hugmyndaflugið taumhaldið og fylli í
eyðumar með hugarórum og röng-
um firrum. Þetta kann allt satt að
vera, enda vísa menn til reynslunn-
ar. \En málið er raunar ekki alveg
svo einfalt. Sú hin sama kenning sem
segir að bæling kynhneigða hafi
truflandi áhrif á þróun persónuleik-
ans og geti valdið taugaveiklun og
kynlífsvandamálum á fullorðinsár-
um gerir nefnilega einnig ráð fyrir
því að ýmis mikilvæg menningar-
fyrirbæri, svo sem listir, bókmenntir'
og trúarbrögð, eigi þessa sömu bæl-
ingu að undirstöðu og forsendu. Sagt
var eitt sinn að við þessu verði væri
hámenningmannkynsins keypt.
Taugaveiklun bakhlið
menningarinnar?
Skyldleiki persónulegra vand-
kvæða og menningarfyrirbæra er
samkvæmt þessu mikill og tauga-
veiklun t.a.m. eins konar bakhlið
menningarinnar. Vitaskuld er
okkur frjálst að hafna þessari
kenningu, enda er vafasamt að hún
standi mjög föstum fótum. En ef við
gerum það hefur jafiiframt verið
kippt burt höfuðröksemdinni fyrir
nauðsyn á kynfræðslu. Vafasamt er
að hægt sé að hafna hluta kenningar-
innar en halda hinum. Eða viljum
við kannski taka alla kenninguna
góða og gilda, stefna að því að breyta
verulega kynhegðun manna og láta
okkur engu varða hvað skolast um
leið burt?
Þessu skýt ég hér að, kannski í
hálfgeröum stríðnistón. Sennilega
breytir þetta litlu um það, að viðeig-
andi fræðsla og aukning þekkingar,
sé hún réttilega fram borin, hlýtur
ávallt að teljast æskileg á hvaða
sviði mannlegrar tilveru sem er.
Frekar má veita hinu fyrir sér,
hvemig kynfræðslu sé best hagað
svo að hún beri árangur.
Min skoðun er sú að öil fræðslu-
Sigurjón Bjömsson, prófessor í sál-
fræði, segir meðal annars að þeirri
spumingu megi varpa fram „hvort
ekki kunni að vera við hæfi að gæta
nokkurs hófs í opinskárri umræðu
um kynferðismál”.
starfsemi af hálfu foreldra fari þá
best úr hendi þegar hún verður sam-
stiga f jölskyldulífi og uppeldisstarfi í
heUd sinni. Börnin venjast einfald-
lega við það að spumingum þeirra er
svarað jafnt og þétt á þroskaferUn-
um og þeim er leiöbeint og veitt
fræðsla eftir því sem með þarf. Þetta
gUdir jafnt um kynferðismál og
önnur mál. Sé afstaða foreldranna
eðlUeg og óþvinguð koma naumast
Bókmenntir
Sigurjón Björnssoif
upp meiri háttar vandamál enda þótt
ekki sé ýkja mikið sagt. Þurfi
foreldrar hins vegar á því að halda
að taka barnið á hné sér og þylja yfir
því bóklestur um vegferð sæðis-
frama og gerð æxlunarfæranna, er
líklegt að einhverju hafi verið áfátt
fram að því um uppeldi í þessu tUUti
og þá er jafnframt aUt eins sennilegt
að fræðslan komi aö litlu haldi eða
verði jafnvel fremur til skaða en
gagns.
Að lokum má varpa fram þeirri
spurningu, hvort ekki kunni að vera
við hæfi að gæta nokkurs hófs í opin-
skárri umræðu um kynferðismál.
KynUf og aUt sem það varðar er
vissulega eitt af merkUegustu fyrir-
bærum mannlífsins. Allar götur frá
því maðurinn hóf vegferð sína á
þessari jörð hafa hin merkustu fyrir-
bærin verið sveipuð vissum dular-
hjúp og helgi. Um þau er ógjaman
taiað nema við sérstakar aöstæður.
Getur ekki verið að ástæða sé tU að
hafa það sjónarmið einnig í huga í
þessu efni? Slíkt þarf engan veginn
að jafngilda fáfræði.
Sigurjón Björnsson.
Skíðaskálinn í Hveradölum
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir tilboðum í leigu og
rekstur Skíðaskálans í Hveradölum ásamt meðfylgjandi
skíðalyftu.
Leigutími er 2 ár frá 1. júní nk. að telja.
Tilboðum sé skilað til íþróttafulltrúa, Tjarnargötu 20, fyrir 25.
maí nk. og miðast þau við leiguskilmála sem fást afhentir á
skrifstofu hans.
Tilboðin verða opnuð á sama stað að viðstöddum bjóðendum
miðvikudaginn 26. maí kl. 10.
ÍÞRÓTTARÁÐ REYKJAVÍKUR.
Ovenju vönduð
v-þýsk hjólhýsi
Tvöföid einangrun — tvöfait litað gier, hita
blásið um allt húsið eftir sérstökum hita
stokkum.
Fullkominn búnaður
Hjolhysm eru komin til landsins og meira fáum
við ekki í sumar. 16, 18og20fet.
Danskur tjaldvagn. Reistur á augnabliki
Danskur tjaldvagn með fortjaldi. Tekur 3 mín. að
reisa.
Gis/i Jónsson & Co. hf.,
Sundaborg 41. Sími86644.