Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Side 6
6
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNÍ1983.
Ferðamál
Ferðamál
Ferðamál
ísraelar treysta á að ferða-
menn bjargi efnahagnum
Stjórnvöld í Israel hafa haft uppi
geysimikinn áróöur á Vesturlöndum
á undanförnum mánuöum í því skyni
að fá fleiri erlenda ferðamenn til
landsins. Efnahagurinn er bág-
borinn um þessar mundir í Israel
enda útgjöld til hermála gífurleg og
verðbólga líklega jafnmikil og
hérlendis eða jafnvel meiri. En
y firvöld þar í landi segja að engin ein
aðferö til að auka þjóðartekjurnar
komist í hálfkvisti við aukinn fjölda
erlendra ferðamanna. Og Israelar
gera sér ljóst að það kostar peninga
að skapa peninga og því hafa þeir
varið miklum fjárhæðum til kynn-
ingar á Israel sem ferðamannalandi.
Árið 1981 skilaöi ferðaþjónusta
hvorki meira né minna en 956 millj-
ónum dollara í þjóðarbú Israels og
munar um minna. Um leið og dró úr
komum erlendra ferðamanna varð
þess áþreifanlega vart í efnahags-
lífinu. Þetta skeöi á síðasta ári enda
voru veður þá válynd í Israel og ná-
grannalöndunum, sérstaklega í
Líbanon. Ferðamönnum fækkaði til
muna og gjaldeyristekjurnar hröp-
uðu.
Snúa vörn í sókn
Israelar sáu að við svo búið mátti
ekki standa og sneru því vöm í sókn.
Þeir hófu öflugt kynningarstarf
Flugvélar EL AL eru nú aftur komnar þangao
— þar sem þær eiga heima
— uþþi i háloftunum. En auðvitað verða þær að lenda afog til iika eins og þessi hárna.
erlendis, buöu fjölda blaöamanna í
kynnisferöir á þekkta staði í landi
sínu og lögðu sérstaka áherslu á að
kynna staðinn Eilat við Rauðahafiö,
en þar hefur veriö byggður upp nýr
ferðamannabær ef svomá segja. Þar
hafa veriö byggð ný hótel og enn
fleiri eru í byggingu og verða opnuð á
þessuári.
Israelar hafa víða náö góðum
árangri í viðleitni sinni til að auka
straum erlendra ferðamanna til
landsins. Má nefna sem dæmi að í
sumar verða 18 flugferðir á viku
milli Bretlands og Israel með fimm
þúsund sætum. Þar af munu flug-
félögin E1 A1 og British Airways
flytja helminginn í áætlunarflugi en
afgangurinn fer með hinum ýmsu
leigufélögum. Breskar ferðaskrif-
stofur bjóða mjög f jölbreyttar ferðir
til Israel og er verðið allt niður í 160
sterlingspund fyrir vikuferð.
El Al úr öskustónni
Israelska flugfélagið E1 A1 hefur
hafið áætlunarflug að nýju fyrir
nokkru, eftir að flugflotinn hafði
staðið ónotaður í fjóra mánuði.
Strangtrúarmenn höfðu fengið því
framgengt að félaginu var bannað að
fljúga á laugardögum. Stjómendur
flugfélagsins sögðu þá óhjákvæmi-
legt að breyta öllu rekstrarfyrir-
komulagi og segja upp hluta af
starfsliði. Stéttarfélögin lögðu niður
vinnu í mótmælaskyni og var þá
starfseminni hætt að mestu. Þessi
deila leystist seint og um síðir og nú
• A í InflíA nA iti'rki TTInlrtn
/ Israelgeta ferðamenn til dæmis sullað bæði i Rauðahafinu og Dauðahafinu.
I þessum vagni eru
sjónvarpstæki, video
hvað fleira.
„Geimskutla”
á vegiim útl
„ Það vakti nokkra athygli hérlendis
þegar farið var að útbúa langferða-
bíla videotækjum. Þótti sumum
þetta fim mikil og spuröu hvað kæmi
næst. En þetta þykir ekki ýkja
merkilegt í útlandinu lengur þar sem
samkeppni rútufyrirtækja hefur
farið sífellt harðnandi.
Fyrirtæki í Skotlandi sem rekur
langferðabifreiðar hefur tekið
bifreið í notkun sem á aö slá allt út
sem þekkst hefur í þessum bransa.
Bíllinn er tveggja hæða og nefnist
geimskutlan (The Space Shuttle).
Hann er tveggja hæöa og rúmar 77
farþega. I geimskutlunni eru átta
sjónvarpstæki, video, salemi og
aöstaöa til að bera fram heita
drykki. Klefi ökumanns er teiknaður
með hliðsjón af flugstjórnarklefa
geimskutlunnar Kólumbíu. Þessi
gripur kostaði aðeins 170 þúsund
pund og reikni nú hver sem hann
getur á nýja genginu ef hann vill
breyta þeirri upphæð í íslenskar
króniu-.
Geimskutlan skoska mun í sumar
aka farþegum frá Edinborg,
Manchester og London í sumar-
leyfisferðir til Frakklands. Eig-
andinn hyggst kaupa tvær geim-
skutlur til viðbótar svo nú má Olafur
Ketilsson f ara að vara sig.
-SG.
Feröahandbók
fyrir fatlaða
Þeir sem eru fatlaðir á einn eða
annan hátt finna oft óþyrmilega fyrir
því að flest hótel og veitingahús em
eingöngu búin með þarfir ófatlaöra í
huga. Það getur því reynst tímafrekt
og erfitt að finna hótel við hæfi þegar
fatlaöir eru að skipuleggja ferðir
sínar út um heim. En nú ætti þetta að
verða mun auöveldara.
I Englandi er komin út bók á
vegum Worldwide Publications sem
heitir „Worldwide Travel Manual for
the Handicapped”. I bókinni er að
finna lista yfir um fimm þúsund
hótel í mörgum verðflokkum sem
geta veitt fötluðum góða þjónustu.
Listinn nær yfir hótel í 100 löndum,
þar á meöal í Evrópu, Bandaríkj-
unum, Austurlöndum og á Nýja
Sjálandi.
I bókinni er einnig að finna ýmsar
aðrar gagnlegar upplýsingar fyrir
fatlaða og góð ráð um ýmislegt er
varðar ferðalög þeirra.
Bókin kostar 19,55 sterlingspund í
Englandi og munu bókaverslanir hér
geta pantað hana fyrir þá er vilja.
Ferðamál
Sæmnndnr
Gudvlnsson
starfsfólks var sagt upp, mörgum
skrifstofum félagsins erlendis var
lokað og ferðum fækkað. Rekstur
flugfélagsins hefur því skroppið
allmikiö saman frá því sem var áður
en til stöðvunarinnar kom, en þjóðin
fagnaði því mjög er vélar E1A1 hófu
flug að nýju í janúar síðastliðnum.
Félagið hóf þegar nýja baráttu
fyrir tilveru sinni og hellti sér út í
samkeppni við erlend flugfélög. Til
dæmis bauð E1 A1 499 dollara verð
milli New York og Tel Aviv fram og
til baka og sló þar með TWA út á
þessari leið. E1 A1 á nokkrar Boeing
767 í pöntun og sú fyrsta verður
afhent í þessum mánuði. I haust mun
767 annast áætlunarflug milli London
og Tel Aviv ásamt jumbo en E1 A1
tekur 707 út í staöinn af þessari leið.
Ekki hefur orðið breyting á hvað
varðar flug á laugardögum til Israel.
Ekki má fljúga á sabbatdegi. E1 A1
hefur hins vegar leyfi til að hefja flug
til Israel erlendis frá á laugardags-
kvöldum og félagið býður upp á sér-
staka þjónustu í mat og drykk í því
næturflugitil Israel.
Vonir Israela um að vinna aftur
fjTri sess á ferðamarkaðinum byggj-
ast að sjálfsögöu á því að friður
haldist austur þar. Páfinn hefur
tilkynnt að árið 1983 og fram á næsta
ár verði „heilagt ár” og má búast við
að það færi Israel mikinn fjölda
pílagríma auk annarra ferðamanna.
Kannski að ferðamálin og þær miklu
tekjur sem ferðaþjónustan gefur af
sér leggi drjúgan skerf til að koma í
veg fyrir frekari ófrið á þessum
slóðum. —SG.