Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Page 7
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983.
7
Glæsilegt
Islandsmet
Einars íTexas
— kastaði spjótinu 89,98 m og bætti gamla metið um 4,76 metra
Kastið er fjórði besti árangurinn íheiminum íár
einnig í úrslit. Oddur Sigurösson náði
sér ekki á strik í 400 m hlaupi og
komst því ekki í úrslitakeppnina.
—sos
Einar Vilhjálmsson — spjótkastar-
inn stórefnilegi. Kast hans í Houston
er f jórði besti árangurinn sem hefur
náðst í heiminum i ár.
Einar Vilhiálmsson setti í gær
glæsilegt íslandsmet í spjótkasti
a bandaríska háskólameistara-
mótinu sem stendur nó yfir í
Houston í Texas. Einar kastaði
spjótinu 89,98 og bætti met sitt
(85,12) um 4.76 m. Þetta er stór-
glæsilegur arangur hjá Einari
sem heíur bætt sig um 8,66 m frá
bví í mars og má reikna með að
nann kasti yfir 90 m í úrslita-
keppninni sem fer fram um
helgina.
Einar setti metið í undanúrslitum
og kastaöi hann aðeins þessu eina
kasti — til aö tryggja sér sæti í úr-
slitakeppnina.
Oskar Jakobsson komst í úrslit í
kringlukasti, með því að kasta tæpa
59 m. Oskar keppir einnig í úrslitum í
kúluvarpi, en hann kastaði kúlunni
19,60 m í undankeppninni. Iris
Grönfeld kastaði spjótinu 48,80 m og
komst í úrslit og Þórdís Gísladóttir
stökk 1,81 m í hástökki og komst
Hátíðarhöld sjómanna-
dagsins í Hafnarfirði
Hafnfirðingar halda sjómannadag-
inn hátíðlegan í þrítugasta sinn á
sunnudaginn kemur.
Fánar veröa dregnir að húni klukkan
átta og kl. 10.30 mun Kór öldutúns-
skóla syngja við Hrafnistu. Farið verð-
ur með böm í skemmtisiglingu út á
Hafnarfjörð kl. 13 og á meðan verður
kappróöur og koddaslagur í höfninni.
Gengiö verður frá bryggju til íþrótta-
hússins kl. 14.15 með Lúðrasveit
Hafnarfjarðar í broddi fylkingar.
Hátíöin verður síðan sett í íþrótta-
húsinu kl. 14.30.Þar verður séra Gunn-
þór Ingason með bænastund, Karla-
kórinn Þrestir mun syngja, Olafur
Björnsson, fulltrúi sjómanna, og Hulda
Sigurjónsdóttir, formaður Slysa-
vernadeildarinnar Hraunprýði, flytja
ræður, auk þess sem aldraðir sjómenn
verða heiðraðir og skemmtiatriði flutt.
Kaffisala verður í Hrafnistu í
Hafnarfirði frá kl. 15 til 17 og þar fer
fram sýning á munum vistmanna.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika
fyrir vistmenn og gesti kl. 15.30. eA
Skattskrám ekki
dreift á þessu ári
Skattskrá ársins 1982 og álagninga-
skrá ársins 1983 verða ekki gefnar út
til sölu eins og venja hefur verið allt
frá árinu 1959. Tölvunefnd, sem hefur
eftirlit með kerfisbundinni skráningu á
upplýsingum er varða einkamálefni,
hefur úrskurðað að útgáfa skránna sé
óheimil.
1 skattalögum segir að skattskrár og
álagningaskrár skuli liggja frammi í
hverju sveitarfélagi allt að 15 daga.
Skattskrá ársins 1982 fyrir Reykjavík
liggur nú frammi á Skattstofunni til
sýnis fyrir almenning og verður það
fram til 8. júní. Hins vegar er óheimilt
að fjölrita skrána til dreifingar sam-
kvæmt úrskurðinum. I lögunum sem
nefndin starfar eftir segir að aöeins sé
heimilt að skrá upplýsingar sem til-
tækilegar eru í opinberum skrám, en
nefndin telur að skattskrá og álagn-
ingaskrá falli ekki undir þá skilgrein-
ingu. Nefndin telur að skrár þessar
falli undir það ákvæði laganna sem
bannar skráningu upplýsinga er varð-
a fjárhag manna í þeim tilgangi að
veita öðrum fræðslu um þaö efni. Telur
nefndin að almenningshagsmunir eða
veigamiklir einkahagsmunir réttlæti
ekki birtingu skránna utan þann tima
sem þeim er ætlaö að liggja frammi
hjá skattstjórum samkvæmt lögum.
Fjármálaráðuneytið mótmælti úr-
skurði þessum í september síðastliðn-
um. 1 ix-éfi bendir það nrfndinni á að
skylda til að leggja fram skrárnar
tengist þeirri reglu skattalaga að sér-
hver skattþegn hafi rétt til að kæra
skatta allra annarra skattskyldra að-
ila. Þá hafi ákvæöi laganna um
kynningartíma skránna verið hugsað
sem lágmarksákvæði en ekki há-
marks. Einnig bendir ráðuneytið á að
upplýsingar um niðurstöður skattaá-
lagningar hafi ekki verið taldar til
þeirra upplýsninga „sem sanngjamt
er og eðlilegt að leynt fari”, eins og
orðalag laganna um tölvunefnd kveður
á um. Niðurstaða ráðuneytisins er því
að það sé hafið yfir allan vafa að opin-
ber birting úr skattskrám sé heimil.
En úrskurður nefndarinnar gildir
ofar áliti ráðuneytisins og skattskrár
verða því ekki gefnar út að sinni. Þeir
sem vilja kynna sér skatta sam-
borgara sinna verða að lesa skatt-
skrána á skattstofunni fyrir 8. þessa
mánaðar. ÓEF.
Aldrei neitað
yfirmati
— segir yf irmatsmaður á ísafirði
„Eg hef aldrei neitað yfirmati, hafi
þess verið óskað. Eg hef oft verið á
Patreksfirði í vetur og bæði sjómenn
og útgerðarmenn verið viðstaddir mat-
iö.” Þetta voru orð Péturs Geirs Helga-
sonar yfirfiskmatsmanns í tilefni af
frétt í DV í gær um lélega hráefnis-
nýtingu og lélegt mat á steinbít á Isa-
firði.
Pétur sagði ennfremur að það sem
sjómenn kalla lélegt mat sé í raun að
fiskurinn sé óvenjulega lélegur úr sjó.
Hann hafi verið horaður, kýlóttur og
meö mikið af ormum og því hafi hann
verið dæmdur óhæfur til vinnslu. Að
þessu leyti hafi vertíðin verið óvenju
léleg.
ÓEF
Úrvalsvörur
a einum stað
Vönduö ítölsk
boröstofuhúsgögn frá eurosedia
marimekko. Finnskar
töskurúrbómulleöa
nælon frá oecemoré
SUMMA. Stílhreinir raöskápar úr beyki.
Einingunum má raöa saman á ótal vegu
og fylgihlutirnir eru fjölmargir.
KRISTJÁn
SIGGEIRSSOn
LAUGAVEG113,
SMIÐJUSTÍG 6, SÍMI 25870