Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Page 8
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNl 1983.
8____________________
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarrilstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn. SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáaugtýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverð á mánuöi 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblað22 kr.
Utan og ofan veruleikans
„Það er ógerlegt að láta þessar áorðnu hækkanir dynja
á bændum/'sagði talsmaður landbúnaðarins á blaða-
mannafundi, þar sem hann reyndi að útskýra, af hverju
landbúnaðarvörur þurfa að hækka um 22—33% meðan
laun hækka um8%.
Launþegar og neytendur telja margt fleira „ógerlegt”
en þetta eitt, en þeir hafa ekki sama vald og talsmaður
landbúnaðarins hefur, með starfsmann landbúnaðar-
ráðuneytisins sér á aðra hliö og Torfa Ásgeirsson sem
„fulltrúa neytenda” sér á hina.
Launþegar og neytendur telja fleiri en bændur hafa orð-
ið fyrir „áorðnum hækkunum” á síöustu þremur mán-
uðum. Og ofan á þau 22% hefur nú bætzt enn ein „áorðin”
hækkun, sem felst í 22—33% hækkun á verði landbúnaðar-
afurða.
En launþegar og neytendur hafa ekki sömu stöðu í kerf-
inu og landbúnaöurinn. Þeir verða að sæta Torfa Ásgeirs-
syni, sem enginn kannast við, að launþegar eða neyt-
endur hafi valið til að gæta hagsmuna sinna gegn úlfum
kerfisins.
„Það er ógerlegt að láta þessar áorðnu hækkanir dynja
á launþegum,” gæti forseti Alþýðusambandsins reynt að
segja. En slík skoðun utan úr bæ hefur ekki ákvörðunar-
gildi eins og tilskipanir talsmanns landbúnaðarins hafa.
„Það er ógerlegt að láta þessar áorðnu hækkanir dynja
á neytendum,” gæti formaður Neytendasamtakanna
reynt að segja. En slík skoðun utan úr bæ hefur ekki
ákvörðunargildi eins og tilskipanir talsmanns landbúnað-
arins hafa.
Sá valdamikli maður veit líka, að fleira er „ógerlegt”
en frávik frá ýtrustu verðhækkunum einokunarafurða
landbúnaðarins. En þau „ógerlegu” atriði varða öll hags-
muni kerfisins, sem myndaö hefur verið um hinn hefð-
bundna landbúnað.
Það er til dæmis „ógerlegt” að leyfa í Reykjavík sölu á
ódýrari jógúrt í betri umbúöum frá Húsavík, því að sam-
kvæmt lögum hefur Mjólkursamsalan í Reykjavík einka-
rétt á að nauðga launþegum og neytendum á því svæði.
Það er einnig „ógerlegt” að leyfa frjálsa sölu á eggj-
um, því að eggjaverö, sem er lægra en „gerlegt” verð að
mati landbúnaðarstjóra, er að mati þeirra ekki í þágu
neytenda, svo sem þeir hafa rakiö í löngu máli að undan-
förnu.
Það er einnig „ógerlegt” að leyfa frjálsa sölu á svína-
kjöti af sömu ástæðum. Því miður fyrir talsmanninn
felldu svínabændur meö eins atkvæðis meirihluta að níð-
ast á neytendum á sama hátt og hinn hefðbundni landbún-
aður gerir.
En það kemur dagur eftir þennan dag. Og talsmaður,
landbúnaöarins hefur auðvitað góöar vonir um, að svína-
bændur sýni sama félagsþroska og eggjabændur og falli í
faöm hins sjálfvirka kerfis, þar sem allt óþægilegt e."
„ógerlegt”.
Það er ennfremur „ógerlegt” að selja neytendum aðrar
kartölfur en smælki, af því að það er of smávaxiö fyrir
verksmiðjurnar, sem framleiða franskar kartöflur. Og
ekki má flytja inn stórar kartöflur, meðan smælkið er
ekki uppselt.
„Það er ógerlegt að láta þessar áorðnu hækkanir dynja
á bændum,” er dæmigerð yfirlýsing úr lokuðu kerfi, sem
ekkert tillit þarf að taka til umheimsins og telur raunar
umheiminn hafa þann eina tilgang að þjónusta þetta
kerfi.
Utan og ofan við veruleika íslenzks þjóöfélags er kerfi,
sem fléttað hefur verið úr innflutningsbanni á búvörum,
einokun á sölu þeirra og sjálfdæmi um verð. Því er leyft
að „dynja” með ofurþunga á launþegum, neytendum —
og ekki sízt skattgreiðendum. Jónas Kristjánsson.
Efnahagsþættlrnir
þola ekki átök!
Eg las í vikunni bréfkom sem
Alþýöubandalagið, Alþýöuflokkur-
inn, Bandalag jafnaðarmanna og
Kvennaframboö sendu hinni nýlega
mynduðu ríkisst jórn Steingríms Her-
mannssonar. I þessu bréfi kemur
meðal annars fram að þessir flokkar
vilja að þing verði kallað saman hið
fyrsta. Þá er ótvirætt greint frá því að
þessir flokkar eru mótfallnir afnámi
samningsréttar og vilja að „tekið
verði með samræmdum hætti á
öllum þáttum efnahagslífsins” sem,
að því er segir í bréfkorninu, hefur
ekkiveriðgert.
Þetta bréf er allt í frekar óvinsam-
legum tón og það fer ekki hjá því að
lesendur þess dragi þá ályktun af því
að þessir flokkar séu á móti stjórn-
inni hans Steingríms. Þaö er bæði
eðlilegt og sjálfsagt að vera á móti
þessari stjóm og þess vegna mun ég
hér eftir nefna þessa fjóra flokka
„stjómarandstöðuflokka”, eða jafn-
vel, þegar sá er gállinn á mér
„stjómarandstöðuna”. En því miður
kemst ég ekki hjá því að halda uppi
gagnrýni, málefnalegri að sjálf-
sögöu, á málflutning þann sem kem-
ur fram í bréfkomi stjórnarand-
stöðuflokkanna til Steingríms.
Það er auövitað fyrst og fremst
athugasemdir stjórnarandstöðu-
flokkanna um „samræmt” átak á öll-
um þáttum efnahagslífsins sem ég á
hér við. Mér þykir gæta þar nokkurr-
ar óbilgirni af hálfu stjórnarandstöð-
unnar og kýs því að fjalla hér nokkuð
um efnahagslífið, á málefnalegan
hátt, aðsjálfsögðu.
Þættir efnahagslífsins eru ákaf-
lega margir og til þess að henda reið-
ur á þeim verðum viö að greiða þá í
sundur nokkuð. Fyrst er auðvitað
sjávarútvegurinn: Það er vitað mál,
og hefur verið þaö lengi, að það er
engum tökum hægt að ná á sjávarút-
vegi, samræmdum eða öðrum. Þeir
sem það hafa reynt (og öllum hefur
þeim mistekist) segja að það sé auð-
veldara fyrir drukkinn mann í sturtu
að ná taki á blautu sápusty kki en fyr-
ir dauðlegan mann aö ná tökum á
sjávarútvegi. Að lokum má svo
minna á ummæli LÍO-mannsins,
(LlO-menn finnast víða, til dæmis
fann Richard Leakey einn slíkan síð-
asta sumar á ströndum Tanganyka-
vatns) þess efnis að bráöbirgðalög
Steingríms og félaga um nýskipan
hlutaskipta myndu setja útgerðina á
hausinn. Af þessu má sjá að hin
ósýnilega og kalda hönd ríkis-
stjómarinnar mun rústa fleira en
fjárhag heimilanna í landinu þegar
fram líöastundir.
Annar þáttur efnahagsmála er
auövitað landbúnaöurinn. Á honum
hafa framsóknarmenn nú fest hend-
ur og engin ástæða til þess að óttast
að hann renni þeim úr greipum. Við
megum og kunnum aö hafa áhyggjur
af landbúnaðarmálunum, en við
komumst ekki að þeim í bili. Og víst
er það að framsóknarmenn munu
halda fast á landbúnaðinum og ekki
gleyma samræmda hættinum að
heldur því að einhverjar hugmyndir
munu uppi um að samræma eggja-
og svínakjötssölumál innan tíðar.
Úr ritvéfinni
. ðlafur B. Guðnason
Þá komum við að stórið junni og við
skulum flýta okkur með hana. Stór-
iðjan er á hausnum. Álfélagið þarfn-
ast fjársöfnunar meðal almennings
til að skrimta. Járnblendiverksmiðj-
an er lokuð mestan hluta af ári
hverju og svo eru þeir að bygg ja eina
engu síðri f yrir austan. Á stóriðju má
alls ekki taka. 1 allra mesta lagi má
str júka henni blíðlega sem er einmitt
þaö sem Steingrímur og félagar ætla
að gera. Þeir vita það að ekki má
fara harkalega aö s júklingum.
Þá komum við að milliliðunum og
nú verðum við að vera málefnaleg og
raunsæ. Allt frá því að góðgerðasam-
tök Hörmangara ráku verslun sína
með halla á Islandi hafa Islendingar
hatað kaupmenn. Þetta er reyndar
alveg ástæöulaust! En mörgum hef-
ur reynst erfitt aö þiggja ölmusu.
Staðreyndin er auðvitað sú að haf-
andi rústað efnahag heimilanna geta
þeir Steingrímur og félagar hans í
Múrnum ekki gengið öllu nær milli-
liðunum, því að milliliðirnir hafa
tekjur sínar af vinnandi fólki! Og
þegar vinnandi fólk er oröið aö öreig-
um hættir það að kaupa vörur. Og þá
sitja milliliðirnir eftir í örðugleikum,
stynjandi undan lagemum sem eng-
innvilllosaþá við.
Við skulum bara taka eitt raunhæft
dæmi um raunverulegan milliliö!
Heildsali úti í bæ, sem hér skal látinn
ónefndur, keyrir um á notuðum bíl
eins og ég! Eg er aðeins launaþræll,
sem má þola kjaraskerðingu á
þriggja mánaða fresti, en ég keyri
um á notuðum bíl sem ég keypti um
svipað leyti og heildsalinn keypti
sinn notaða bíl.
Að vísu er minn bíll tíu ára gamall
Saab, sem er víst ónýtur í ofanálag,
en bíll heildsalans er ársgamall
Cadillac, en það er aukaatriði! Málið
er auðvitað það aö efnahagur aum-
ingja mannsins er ekki betri en svo
að hann verður að sætta sig við þaö
að keyra um á notuöum bíl sem er
auðvitað hroðaleg niðurlæging fyrir
neysluóðan Islending á þessum tím-
um.
Þannig held ég að það sé ljóst að
milliliðimir þola alls ekki að á þeim
sé tekið og síst af öllu með samræmd-
umhætti!
Ég held að það sé nú ljóst hversu
illa ígrunduð gagnrýnin var sem
kom fram í bréfkorni stjórnarand-
stöðuflokkanna til Steingríms Her-
mannssonar og félaga hans í rikis-
stjóminni. Staöreyndin er nefnilega
sú aö með því að rústa hag heimil-
anna er þjóðarhagur af sjálfu sér
lagður í rúst. Þannig ná Steingrímur
og félagar settu marki með tiltölu-
lega einföldum aðferðum meðan
stjómmálamenn, sem reyrðir em í
kerfishugarfarið, vilja setja upp
nefndir, samræma aðgerðir og
ganga fram til rústunar á félagsleg-
um gmnni. Eflaust má setja landið á
hausinn með þeirri aðferö líka! En
það tæki miklu lengri tíma og yrði
miklu dýrara. Og á þessum
erf iðleikatímum verður að spara!
Hafandi lagt fram þessa gagnrýni
á málflutning stjórnarandstööu-
flokkanna verð ég hér að viðurkenna
að ég er á móti ríkisstjórn Stein-
gríms. Það er ekkert til þess að
skammast sín fyrir því að i lýðræöis-
þjóöfélagi er stjómarandstaða jafn-
nauðsynleg og stjórn. En það er vel
skiljanlegt að Steingrímur vilji síður
kalla þing saman því að það er oft
svo mikið ónæði að stjómarandstöð-
unni. Og nú ríður á að hafa snör
handtök því að aldrei hefur þjóðar-
búið legið betur við höggi en nú og
óvíst hvenær svo gott færi býðst aö
nýju.