Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNÍ1983.
9
Berum höfudid hátt
Þess er nú krafizt að Alþingi verði
kallað saman hið bráðasta. Kvenna-
listi krefst þess, Alþýðubandalag
krefst þess, Alþýðuflokkur krefst
þess og formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna krefst þess. En þjóöina
varðar þetta öngu.
Ekki verður séö að lýðræðið bíði
við það hnekki þótt þing komi ekki
saman fyrr en með haustinu. Tveir
mánuðir til eða frá skipta ekki máli í
því sambandi. Virðing Alþingis mun
ekki aukast þótt þing komi saman nú
til að stjórnarandstaðan geti haft í
frammi flugeldasýningar í nokkrar
vikur. Nýsett bráðabirgðalög njóta
ótvíræðs fylgis meirihluta alþingis-
manna svo niðurstaðan liggur ljós
fyrir. Auk þess er rétt að gefa ríkis-
stjórninni starfsfrið um nokkurt
skeið, að öðrum kosti er ekki að
vænta árangurs af efnahagsaðgerð-
unum.
Fólkið vill sól
Sýnt hefur verið fram á að vinsæld-
ir ríkisstjóma eru að jafnaöi allmikl-
ar í upphafi efnahagsráöstafana,
jafnvel þótt þær séu til skerðingar.
Þessar vinsældir dvina svo þegar
áhrif aðgerðanna fara að koma í ljós.
Líklegt er að ríkisstjómin njóti boð-
legs stuðnings þjóðarinnar enn um
sinn í viðleitni sinni til að koma efna-
hag landsmanna í viðunandi horf.
Eins og sakir standa vill þjóðin sól en
ekki karp í þingsölum.
Launþegasamtökin hafa þegar
sent frá sér harðorðar yfirlýsingar í
kjölfar efnahagsráðstafananna. Svo
hefur verið blásiö til ráðstefna þar
sem leggja skal frekari línur um að-
gerðir. Hætt er við að við þær aðstæð-
ur sem nú em muni almenningur
ekki krefjast róttækra aðgerða af of-
forsi. Ekki er víst að launþegar séu
undir verkfallsaðgerðir búnir. Af-
borganakjör hafa í raun rýrt verk-
fallsréttinn verulega. I svo mikilli
verðbólgu sem hér ríkir og ríkt hefur
að undanförnu er boginn spenntur til
hins ýtrasta.
Leggur ekki fyrir
Almenningur í landinu leggur ekki
fé fyrir til eyðslu síðar. Þess í stað er
lausafé keypt með afborgunarkjör-
um svo að ekkert má út af bregða svo
ekki hrikti í. Á móti kemur að verk-
fallssjóðir félaganna eru væntanlega
sterkir nú því ekki hefur þurft að
greiöa úr þeim lengi. Greiðslur það-
an munu þó engan veginn nægja til
að heimilin haldist á floti ef til verk-
falla kemur. Þá er fólki nú sumar of-
arlega í huga og sumarleyfi með til-
heyrandi fj árútlátum.
Þeir voru allir
sammála
Allir stjórnmálaflokkamir voru
sammála um það fyrir kosningar að
sá vandi sem einna brýnast væri að
taka á væri vandi húsbyggjenda.
Fólk bognar nú í baki undan afborg-
unum á verðtryggðum lánum sem
virðast hækka hraöar en launin i
augnablikinu. Ríkisstjómin hefur
þetta nú til meðferðar og starfandi
mun nefnd á vegum Húsnæðisstjóm-
ar og Seðlabanka sem vinnur að því
að semja reglur um breytt fyrir-
komulag afborgana á þessum lán-
um. Ekki er að efa að margir bíða
spenntir eftir að reglur þessar líti
dagsins ljós. Á meðan em öldurhús
bærilega mönnuð fyrir framan bar-
borð og lítilfjörlegt gerviloft í launa-
umslagi og von um léttari afborganir
verður tilefni hátíðahalda.
Þá var valið
milli ráðuneyta
Sjálfstæðismenn völdu fremur sex
ráðherrastóla en forsætisráðuneyti.
Þetta var skynsamlegt val. Gæta
skal að því að rugla ekki vali þessu
saman við persónu Geirs Hallgríms-
sonar. Það snerist ekki um hana.
Hins vegar skipuöust mál svo farsæl-
lega með þessari niðurstöðu að í hlut
sjálfstæðismanna kom ráöuneyti
utanríkismála undir forsæti Geirs.
Því má búast við að aðkallandi mál á
þeim vettvangi eins og flugstöð og
Helguvík fái nú skjótan og farsælan
framgang.
Hver hirði
sínar tennur
Fyrir kosningar tók Svavar Gests-
son, þáverandi heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra, upp á því að lofa
endurgreiðslu á hluta af tannlækn-
ingakostnaði. Auðvitað var sem
minnst hugað að því hvar finna
skyldi fé I góma þessa en hjalað
óljóst um einhvern tekjuafgang.
Kosningar vom á næsta leiti og því
nauðsynlegt að sýna tennumar.
Nú er það svo að tannskemmdum
er á margan hátt á annan veg farið
Laugardags-
pistill
Óskar Magmisson
fréttastjóri
en öðmm sjúkdómum. Að verulegu
leyti geta menn sjálfir gætt tanna
sinna auðveldar en annarra líkams-
hluta sem hættir við sjúkdómum.
Það má því vera umhugsunarefni
hvort yfirleitt skuli beita almannafé í
þessum tilgangi. Um það skal ekkert
fullyrt en ágætt væri aö staldra ögn
viö og huga að markvissari aðferð-
um til að félagsleg hjálp komi þeim
til góða sem á henni þurfa að halda
en veröi ekki skrípaleikur einn. Og til
em þeir menn sem hirða vel tennur
sínar og vilja ekki greiða fyrir þaö
þótt „SvavarGestsson” burstisínar
tennur illa. Því skal aðeins bætt við í
framhjáhlaupi, að gleraugnakostn-
aöur hlýtur með tímanum að greið-
ast af almannafé ef óbreytt stefna
heízt. Þá verður endilega að gæta
þess að selja bara eina tegund af
gleraugum með félagslegri aöstoð.
Þá getur stór hluti þjóðarinnar
skynjað umhverfiö með félagslegum
gleraugum.
Þá þarf að opna
margar fernur
Á vettvangi landbúnaðar er komið
upp eitt undramálið til. Jógúrt er
seld of ódýr til að við megi una.
Framleiðsluráð landbúnaðarins ber
framleiðanda á brýn misbeitingu
fjármuna án þess að rökstyðja þá
fullyrðingu. Framleiðsluráðið finnur
að umbúðum utan um jógúrt en
sömu menn hafa unað glaðir við
sams konar umbúðir utan um súr-
mjólk í áraraðir. Segjast svo reynd-
ar vel geta hugsað sér slíkar umbúð-
ir ef neytendur vilji. Og ber nú nýrra
við ef fara skal að vilja neytenda. I
gildi eru dularfullar reglur um bann
við flutningi mjólkurafurða milli
svokallaðra mjólkursölusvæöa. Rétt
er að vara ferðamenn við að fara
með kaffir jóma í farteski í langferðir
innanlands. En neytendur eru ekki
spurðir hvort þeir vilji kaupa ódýra
jógúrt. Neytendur eru ekki spurðir
hvort þeim sé ekki dauðans sama
hvar á landinu varan er f ramleidd ef
hún aðeins er jafngóð og ódýrari.
Verzlunin Hagkaup hefur nú í
hyggju að hefja eigin framleiðslu á
jógúrt. Sú verzlun hefur lengi fitjað
upp á ýmsum nýjungum til lækkunar
vöruverðs en oft rekizt á staðnað
kerfi. Hætt er við að reynt verði að
bregða fæti fyrir verzlunina ef hún
reynir að hefja jógúrtframleiðslu.
Reynt verður að stöðva hana með því
að selja henni ekki mjólk með venju-
legum hætti til framleiðslunnar. Við
því má sjá með því aö rífa upp eins
lítra fernur í stórum stíl og hella út í.
Svo má líka nota þurrmjólk en þá
fylgir sá ókostur að jógúrt framleidd
úr þurrmjólk gæti orðið helmingi
ódýrari en hin og verður því væntan-
lega álitin banvæn.
Efnismikið og
fallegt
Stórhuga fólk stofnar nú samtök til
byggingar tónlistarhúss. Ekki er á
þessari stundu vitað hvar finna skal
fé til framkvæmdanna en vísast að
það finnist eins og endranær þegar
áhugi er f yrir hendi.
Það þarf mikla bjartsýni til aö láta
sér detta slíka framkvæmd í hug viö
núverandi aðstæður. En hér er byggt
á því „að Vestmannaeyjar skulu
rísa”, svo hafi alltaf verið í efna-
hagsmálum okkar. Vonandi rætist sú
spá.
Nýtt og vandað tímarit hefur verið
gefiö út þjóöinni til afþreyingar og
ánægju og til yndisauka á sófaborð-
um. Tímaritið Storð er efnismikið og
um margt áhugavert og auk þess er
það fallegt. Þeir sem vilja ekki lesa
geta því glatt augaö. Og svo fer það
vel við „PéturFriðrik”. Vonandifær
þetta framlag góðar móttökur.
Hampton, Jones, Borge
Hvert stórstimið á sviði menning-
ar og lista hefur komið hingaö til
lands á undanförnum dögum. Jass-
istinn Lionel Hampton, heimsgrínist-
inn Victor Borge og nú um heigina
söngkonan og prestsdóttirin Grace
Jones.
Hampton heiðraði jassunnendur
og heiilaöi á hljómleikum i Háskóla-
bíói með stórbrotinni músíkleikfimi
og annarri, sjötugur maðurinn.
Grace Jones kom fram í gærkvöldi
og kemur aftur fram í kvöld. Þeir
sem standa fyrir komu erlendra
skemmtikrafta af þessum kalíber
taka á sig mikla fjárhagsáhættu.
Vonandi fara þeir ekki flatt á þessum
menningarauka.
í kringum ekki
neitt
Borge kunni að hrífa salinn með
sér. Hlátur áhorfenda var óstöðvandi
á meðan hann var á sviðinu. Húmor
Borge er sérkennilegur fyrir þá sök
að hann er ekki spunninn í kringum
neitt sérstakt. Hann þarf ekki á at-
vikum úr stjórnmálum eða þjóðlífi
að halda til að skapa sinn húmor. Orð
og framkoma nægja honum, að
ógleymdu píanóinu sem sífellt verð-
ur honum aö yrkisefni. Hann horfir á
píanóið og les: Steinway and. .. Og
segir svo hugsandi: Eg vissi ekki
einusinni að hann væri giftur.
Það er mikill fengur í viðburðum
sem þessum og engin ástæða til að
láta deigan síga í andlegum efnum
þótt skotsilfur sé af skornum
skammti í augnablikinu. Berum
höfuðið hátt, það hefði getað farið
verr, sagöi Willy Breinholst. Alvaran
er sæluhús grunnhyggninnar, sagði
Oscar Wilde og hvað sagði ekki Jök-
ull: Þegar sumir róa til fiskjar og
aðrir rækta lítinn matjurtagarð þá
þarf einhver að syngja.
Oskar Magnússon.