Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 20
20
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983.
Þeir létu sig ekki muna um að gera rás i gegnum fjörukambinn og skapa
þannig nýjan ós fyrir Skeiðará. Mörg sporin eiga gullleitarmenn á Skeiðar-
ársandi. 1
hjörgiíiuirmenit ú Skeiðararsand! sdttír heim og farið i ökuferð
á lláleííg, hilniim á þotudekkjununi
fih
m í 11 [i ll-M n 1 1
Fyrir neöan bæinn Skaftafell í Aust-
ur-Skaftafellssýslu eru búðir manna
sem hafa verið nefndir gullleitarmenn-
imir eða guilgrafaramir. Nú loks hafa
þeir fast aðsetur enda kominn árangur
af 20 ára striti þeirra við að finna Indía-
farið Het Wapen van Amsterdam sem
strandaðiá Skeiðarársandi 19. septem-
ber 1667. Skipið var þá, ásamt 8 öörum
skipum Austur-Indíafélagsins hol-
lenska, á leiðinni heim til Hollands.
Het Wapen var stórt vopnað kaupfar,
45—47 metrar á lengd og 14 metrar á
breidd. Á því vom 35—40 fallbyssur og
200—250 manna áhöfn. Ekki er vitað
um allan farm skipsins, í því var þó
mikið af vefnaðarvöm og kryddi og
sagnir hafa verið um gull. Af því hefur
verið talað um „gullskipið”.
Áriö 1960 fékk Bergur Lárusson leyfi
til að leita að skipinu og hagnýta verð-
mæti þess gegn 12 prósenta greiðslu af
söluandvirði verðmæta, að frádregn-
um flutningskostnaði til sölustaðar.
Einnig vora gerðir samningar við
landeigendur um að þeir fengju 10
prósent af hugsanlegum hagnaði.
Þessi leit að skipinu hefur svo staðið i
22 ár og hópur manna haft það sem
hálfgert tómstundagaman að skreppa
á sandinn vor og haust og freista þess
að finna gullskipiö. Til þess hefur eink-
um verið beitt bergmálsmælingum.
Skipið er að sjálfsögöu löngu horfið í
sandinn, sagnir eru til um að 100 ámm
eftir strandið hafi ekkert sést af því.
Löng og eljusöm barátta gullleitar-
manna bar árangur 28. júlí 1982 þegar
Het Wapen fannst um 180 metra frá há-
kambinum i Ðæðarmálinu skammt
austan ósa Skeiðarár. Þegar var farið
að skipuleggja björgun og í byrjun maí
vom „björgunarmenn” komnir austur
með tæki sín og tól. Þeir ætla að ná
„guliskipinu” upp hvað sem það kost-
ar.
Gullna hliðið
Við blaðamenn DV komum austur í
Skaftafell að morgni 30. maí. Daginn
áður höfðu Grímsvötn sent úr sér gos-
spýj u upp í loftið og búist var við því að
Skeiöará myndi svara með einu af sinu
alkunnu hlaupum. Engin merki sáust
um slíkt en gulldrengimir höfðu slakað
á, þrátt fyrir einurðina. Eftir öll þessi
ár hafa þeir safnað sér upplýsingum
um eðli sandanna og áhrif Skeiðarár.
Það var ekki um annað að gera en bíða
og sjá hver framvindan yrði. Ekkert
var því unnið á sjálfum strandstaðnum
en mennirnir voru í búðunum og dytt-
uðu að tækjum, löguðu til og snyrtu.
Með stuttum fyrirvara var hægt að
flýja með hús, krana, vörubíla, ýtur og
hefil. Samkvæmt áætlun átti aö flytja
efnií stálþil í kringum skipiö austur í
vikunni. Því hafði verið frestað um
óákveðinn tíma.
Afleggjarinn niður að búðum björg-
unarmanna er rétt fyrir austan Skeið-
arárbrúna. Þurfti að leggja um 11 kíló-
metra langan veg niður á sandinn og
vom þar reistar búðir og bækistöð.
Þegar nær dregur sjónum verðursand-
urinn blautari og því ekki sérlega
greiðfær, auk þess sem sandfok getur
orðið þar svo mikið, að ekki er hægt að
haldast viö. Frá búðunum niður að sjó
era um 12 kílómetrar.
Fljótlega er komið að girðingu og á
henni er hlið sem spaugsamir menn
hafa málað á orðin „gullna hliöið”.
Seinna í sumar verður reist veglegra
hlið og öll umferð óviðkomandi bönn-
uð. Augljóslega verða björgunarmenn
WíOfW',
að hafa starfsfriö og menn verða líka
að hafa í huga að þarna niðureftir er
ekkert skotfæri fyrir hvaða farartæki
sem er.
Dekk undan B-52
Kristinn Guðbrandsson stjórnar
björgunHet Wapen. Hann hefur verið í
leitinni í 17 ár ög þekkir sandinn vel.
Hann bauð okkur upp á kaffi í róleg-
heitum. Ekki var að sjá að mikill ugg-
ur væri í neinum þarna vegna Skeiðar-
árhlaups. Færi svo illa yrði bara
pakkað saman og beðið næsta sumars.
Uppgjöf er ekki til í hugum gulldrengj-
anna en þolinmæði og þrautseigja í
ómældu.
Kristinn var að leggja af stað í
skoðunarferð aö Skeiðarárósum og við
fengum að fljóta með í furðujeppanum
Hálegg. Sá er heimatilbúinn og 10 ára
gamall, sérsmíðaður fyrir baráttuna
viö sandinn. Dekkin em undan B-52
sprengiþotu, stærð 1700x16. Þrýsting-
urinn í þeim er aðeins 4 pund og Krist-
inn sagði að engu skipti þó keyrt væri
yfir naglaspýtu enda dekkin rækilega
vírbundin. „BíUinn er ekkert þýður á
venjulegum vegi,” sagði hann ,,en á
söndunum er hann það og kemst það
sem maöur ætlar. Hann hefur staöið
sig eindæma vel hér.” Og litlu breytir
þó Háleggur hafi ekki fast undir hjól-
um, í vatni er gripið tU skrúfu og stýris
sem em undirhonum að aftan.
Strandstaðurinn
Eftir skamma ökuferð komum við á
strandstaðinn. Kristinn hafði lýst því
fyrir okkur að sandurinn væri nú þurr-
ari en hann myndi eftir áður. Megin-
ástæðan væri sú að þeir væru búnir að
ræsa mikið fram. Ekki ættu því að
verða teljandi vandræði með þunga-
flutninga á strandstaöinn. Reka þarf
stálþil, 20 metra niöur í sandinn allt
umhverfis skipiö.. . Upp úr kvínni er
síðan ætlunin að dæla sandinum, eftir-
leikurinn liggur hins vegar ekki ljós
f yrir ennþá.
Búið er aö mæla fyrir útlínum skips-
ins og reka niður stikur þar. Það var
undarleg tilfinning aö ganga þarna um
og hugsa til þess að um 11 metmm neð-
ar skuli vera þetta margfræga skip.
Kristinn sagði að árið 1981 heföu þeir
fyrst orðið varir við þetta. Ekki var
hægt að fá staðfestingu þá vegna þess
að komið var fram á haust. Staðfest-
ingin f ékkst í ágúst í fyrra.
Háleggur öslar
Við héldum áfram og komum að nýj-
um ósi Skeiðarár. Björgunarmenn
höfðu ekki látið sig muna um aö grafa í
gegnum fjörukambinn spölkorn frá
strandstaðnum og veita vatni frá
vinnusvæðinu. Háleggur öslaði þama
yfir og hafði lítiö fyrir. Aðalósar Skeið-
arár eru nokkru vestar og þangað var
ferðinni heitiö. Nú fann maður vel að
bíllinn á bara heima á söndum. Hann
leið mjúklega áfram en þó dró ein-
staka sinnum niður í honum í sand-
bleytu. Það stóð alltaf stutt.
Kristinn hafði sagt okkur aö viö
skyldum búast við aö sjá fleiri seli en
við hefðum áður séö á einum staö.
Reyndust það orð að sönnu. Osinn var
bókstaflega iðandi og selirnir tóku
mikinn kipp þegar bíllinn nálgaðist.
Litlir kópar fengu far á baki mæðra
sinna en Skeiöará hafði ekki tekið
breytingum. Osinn hafði ekki breyst og
engin merki sáust um hlaup.
Voru hissa
á auðninni
Við ókum sömu leið til baka í búðim-
ar. Háleggur stríddi ökumanni sínum
með því aö hætta að ganga þegar
skammt var ófarið. Kristinn var fljót-
ur að sjá við honum, þetta var aðeins
loft í olíunni. Það er nauðsynlegt að
geta bjargaö sér út úr smáum vanda-
málum og stórum úti í svartri sand-
auöninni. Þeir urðu hissa að sjá þessa
eyðimörk, hollensku blaðamennirnir
sem komu um daginn.
Komið var fram undir hádegi þegar
við komum í búöirnar. Heimamenn
voru aö fara í mat og gestunum var
boðið með. Við snæddum öndvegis fisk,
sem Anna María ráöskona haföi soðiö,
og kvöddum saddir og ánægðir með •
dvölina hjá þessum bjartsýnu köppum.
Björgunarmennimir fengu sér „kríu”,
eins og þeir kalla siðdegisblundinn.
Það var rólegt þennan daginn en ef
Skeiðará verður til friös er átakasum-
ar framundan. Enginn bjargar gull-
skipimeðhendurívösum. JBH
Kristinn Guðbrandsson er einn afþessum bjartsýnismönnum sem fylgja hugsjónum sinum eftirþar tilsig■
ur vinnst. Hann erþarna við furðubíUnn Hálegg og undir stikunum hægra megin á myndinni er gullskipið.
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983
Anna Maria Ragnarsdóttir i Skaftafelli er ráðskona i búðum björgunar-
manna.
Bergur Lárusson telst frumkvöðull þessa mikla gullævintýris. Við fætur
hans er efsti hluti rörs sem gengur 6 metra niður isandinn. Með dælingu fá
leitarmenn þar upp fyrsta flokks drykkjarvatn.
Snætt i vistlegri matstofu. Lífsþægindi i hefðbundnum skilningi eru ekki
mörg þarna á svörtum sandinum. Menn geta þó horft á sjónvarp, gefist
timi frá störfum. Vinnudagurinn erlangur.
H ?^§§j|íi JÉI
'W i
II ;j|l|
Blaðamaður DV opnar hið gullna hlið sandsins. Enginn var þar Pétur, að-
eins jarðýta sem notuð var til að ryðja veg niður að Het Wapen Van
Amsterdam. Dv-myndir Einar Ólason.
n
21
Q
LAUGARDAG og SUNmJDAG KL. 2-5
Sýndir verða:
DATSIHST CHERRY — sá ódýrasti miðað við útlit og gæði.
DATSUN StJNlSÍY — Fallegur og rennilegur
DATSUN CABSTAR — vörubifreið
OG TRABANT.
Þeir þurfa engin slagorð
Komdu baraogskoðaðu þá
Verið velkomin
og auðvitað verður heitt á könnunni
INGVAR HELGASON HF. Sími 33560
SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI
Viðsendum
íslenskum
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
Sírni 27100
fi