Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Side 28
28
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNt 1983.
Afmælismót Bridgef élags Stvkkishélms:
Enn sigrar Jón!
Jón Baldursson frá Bridgefélagi
Reyk javíkur geröi þaö ekki endasleppt
um sl. helgi þegar hann, ásamt Siguröi
Sverrissyni, vann þriðja stóra tví-
menningsmótið á stuttum tíma.
Aö þessu sinni varö afmælismót
Bridgefélags Stykkishólms fyrir val-
inu en þaö var haldið í samvinnu viö
Ferðaskrifstofuna Urval og Hótel
Stykkishólm.
Jón og Sigurður fengu 230 stig yfir
meöalskor á mótinu og var þaö helm-
ingi meira en næsta par sem voru Al-
freö Kristjánsson og Skúli Ketilsson
frá Bridgefélagi Akraness. I þriöja
sæti voru Ellert Kristinsson og Krist-
inn Friöriksson frá Stykkishólmi.
Fyrstu verölaun voru 15.000 króna
ferðaúttekt frá Úrvali, önnur verðlaun
8.000 krónur og þriöju verðlaun 5.000
krónur.
Hér er toppur, sem Jón krækti sér í,
frekar fyrirhafnarlítiö.
Suöur gef ur/aUir utan hættu.
Nobour + D852 C 1072 O G874 + A6
Vl.STUH Aostúr
* KG A 1043
<? DG86 :> ÁK93
O 1052 O AD6
+ D932 SUÍHJH + Á976 64 O K93 + KG87 + 1054
Bridge
Stefán Gudjohns
Þar sem Sigurður og Jón sátu n-s,
gengusagnirá þessa leið:
Suður Vestur Noröur Austur
pass pass pass 1T
pass lGx) pass pass
dobl pass 2Lxx) pass
pass dobl redobl pass
2S pass pass dobl
pass pass pass
x) Tvímenningstaktik þ.e. aö fara
fram hjá hjartalitnum.
xx) ViU fá dobl, til þess aö geta bent á
hina litina meö redobli.
Vestur, kunnur lögfræðingur úr
Reykjavík, uggöi ekki aö sér og dobl-
aöi tvö laufin eftir pöntun, meöan aust-
ur, efnUegur tannlæknanemi, vildi
ekki láta sitt eftir Uggja, þegar tveir
spaöarkomutU hans.
Þaö var barnaleikur fyrir Jón að
vinna tvo spaöa og fyrir þaö fengust
470. DobUö reynist hins vegar ekki
hafa neina þýöingu, því að 110 hefði
orðið sami toppurinn.
Þaö sem skipti sköpum var faldi
hjartaliturinn, því aö a-v geta barist
upp í þrjú hjörtu meö góöum árangri.
Sveitakeppni Bridge-
sambands Austurlands
Um hvítasunnuhelgina fór fram ár-
leg sveitakeppni Bridgesambands
Austurlands. Bridgefélag Fljótsdals-
héraös sá um mótiö og var þaö í Vala-
skjálf á Egilsstöðum. Sautján sveitir
frá sex félögum komu til keppni en eitt
félag kom ekki þátttöku viö.
Einmenningsmeistari varð Páll
Sigurðsson, B.F., 3730 stig. 2. Árni
Stefánsson, B.H., 3591 stig. 3. Jóhann
Sveinsson, B.H., 3392 stig.
Bridgedeild Skagfirðinga
Firmakeppni:
1. Malarvinnslan sf., Egilsstööum,
1978 stig. Spilari: Páll Sigurösson.
2. Sýslusjóöur A-Skaft., Höfn, 1832
stig. Spilari: ÁrniStefánsson.
3. Snekkjan, Stöövarfirði, 1823 stig.
Spilari: Jónas Ölafsson.
4. Búnaöarbankinn, Egilsstöðum,
1803 stig. Spilari: Sigfús Gunnlaugs-
son.
5. -6. Hafnarhreppur, Höfn, 1789
stig. Spilari: Jón G. Gunnarsson.
5.-6. S.I.B.S., Borgarfiröi, 1789 stig.
Spilari: Sveinn Bjarnason.
Keppnin um Austurlandsmeistarann
í sveitakeppni var mjög hörö og úrslit
réðust ekki fyrr en í síðasta spili en þá
voru tvær sveitir jafnar aö stigum.
Þeirri sveitinni sem sigur bar af hinni í
leiknum þeirra á milli var dæmdur sig-
urinn.
1. Þorbjörn Bergsteinsson, B.F., 44
stig.
2. Sigurþór Sigurösson, B.F., 44 stig.
3. Aöalsteinn Jónsson, B.R.E., 43
stig.
Auk Þorbjarnar í sigursveitinn eru
Öli Metúsalemsson, Þórarinn Hall-
grímsson og Steinþór Magnússon.
Keppnisstjóri var Björn Jónsson,
Reyöarfiröi.
Þriöjudaginn 31. maí var spilaður
tvímenningur í tveim 10 para riðlum.
Efst urðu eftirtalin pör:
A-riðill
1. Baidur Ásgeirss.-Magnús HaUdórss. 129'
2. Agnar Ívarss.-Guðm. Kr. Sigurðss. 124,
3. BirgirSigurðss.-HjörturBjarnas. 122:
4. Sigmar Jónss.-Vilhj. Einarss. 113:
I
B-riðiil
1. Guðrún Hinriksd.-Jón Andréss. 129
2. Högni Torias.-Steingr. Jónass. 126
3. Bjami Péturss.-Ragnar Björass. 121
4. Björa Hermannss.-Lárus Hermannss. 113
Næsta þriöjudag verður enn spilaður
tvímenningur og er þátttaka öllum
heimil.
Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, og
hefstkeppnikl. 19.30stundvíslega.
Björn Pá/sson afhendir sigurvegurunum verðiaun. Frá vinstri: Þorbjörn
Bergsteinsson, Steinþór Magnússon, Þórarinn Hallgrimsson og Óli
Metúsalemsson.
Krlstiim Bergþérsson
Hinn 29. maí sl. lést Kristinn Berg-
þórsson stórkaupmaður sem var
einn af fremstu bridgemeisturum
landsins um langt árabil.
Bói, eins og hann var kallaður í
vinahópi, spilaði i hinni frægu
, Jfarðarsveit” sem réö lögum og
lofum í bridgekeppnum hérlendis á
fimmta áratugnum. Á þeim árum
spilaði hann oft í landsliði Islands og
var m.a. í sveit Islands sem náði
þriöja sæti á Evrópumeistaramótinu
í Brighton áriö 1950. Hársbreidd
munaði þá að Island eignaöist sína
fjTstu Evrópumeistara því aö þegar
ein umferð var eftir var Island eitt af
þremur löndum sem átti möguleika á
sigri.
Gaman var aö heyra frásögn Bóa
af þessum spennandi augnablikum
því aö frásagnarlistina hlaut hann í
vöggugjöf.
Bói var flestum mönnum fljótari
aö spila og hafði lag á því að keyra
upp hraðann í spilamennskunm. Hann
og makker hans um árabil, Lárus
Karlsson, voru eitt besta par lands-
ins á þessum árum, eldsnöggir aö
segja á spilin, fljótir aö sjá mögu-
leikana í úrspilinu og framkvæma
sínar áætlanir fljótt og vel. Að sama
skapi var Bóa oft tíörætt um
„sleöana” en svo nefndi hann þá
spilara sem seinir voru í sögnum og
spilamennsku.
Viö Bói vorum oftast andstæöingar
í keppni, utan einu sinni þegar við
spiluöum saman í sveit. Það var áriö
1970 og vann Bói þá sinn sjötta Is-
landsmeistaratitil. Mun það hafa
verið síðasta landsmótið sem hann
tók þátt í.
Bói haföi yndi af rúbertubridge og
stóöust fáir honum snúning á því
sviði. Oft vorum viö makkerar
gegnum árin og minnist ég þess með
söknuöi nú þegar góður vinur er
allur.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég eiginkonu Kristins og tveimur
bömumhans.
Tigran
Petrosjan
— 20 ár fráþví liaiin vard
helmsmelstari i skák
A skákmótinu í Tallinn í Eistlandi í
marsmánuði var fyrrum heims-
meistari, Tigran Petrosjan meöal þátt-
takenda. Hann er einn þeirra skák-
manna sem eiga litlu fylgi aö fagna
meðal áhorfenda því að hann er varkár
og jafnteflin vilja oft veröa nokkuö
mörg. I seinni tíö er afar sjaldgæft aö
hann tapi skák, flestum skákum hans
lýkur meö jafntefli, en í hverju móti
tekst honum venjulega að vinna
nokkrar og ná þar meö viðunandi sæti.
I Tallinn varö hann t.a.m. í 3.-5. sæti á
eftir Tal og Vaganjan.
Petrosjan sigraöi Botvinnik í heims-
meistaraeinvíginu 1963 og varö þar
með heimsmeistari í skák. Titlinum
hélt hann 1966 meö sigri gegn Spassky
en Spassky náöi fram hefndum þremur
árum síðar. Petrosjan var umdeildur
heimsmeistari, ef svo mætti aö orði
komast. Mörgum fannst afar lítið til
hans koma, töldu að þurr og leiðin-
legur skákstill hans gæti síst orðið
skáklistinni til framdráttar. Aðrir
skynjuöu dýptina í skákum hans og
hrif ust af varnartækninni.
Fram aö skákmótinu í Tallinn til-
heyrði ég fyrmefnda hópnum og gat
vart hugsað mér leiðinlegri skákmann
en Petrosjan. Ég hafði aldrei gert til-
raun til þess að rannsaka skákir hans
sérstaklega og taldi víst að það hlyti að
vera lítið í þær spunniö. En í Taliinn
lenti ég fyrst í „návígi” viö Petrosjan,
fylgdist með honum sundurgreina
skákir sínar að þeim loknum og tefldi
meira að segja við hann sjálfur. Ég
komst aö því af eigin raun að skilning-
ur hans á skák er stórkostlegur og
engin tilviljun aö þessi maður skyldi
hafa oröiðheimsmeistari.
Vissulega stendur Petrosjan ekki
lengur á hátindi ferils síns enda 20 ár
síðan hann varð heimsmeistari. Hann
verður 54 ára gamall 17. júní næstkom-
andi og með aldrinum verður áhætta
honum enn meir á móti skapi. Sagt er
um Petrosjan aö hann skynji hættuna
löngu áður en hún verður til og geri þá
viðhlítandi ráöstafanir annaðhvort á
borðieðaíorði.
Eitt er þaö einkenni á skákstíl
Petrosjans og viðhorfi til skáklistar-
innar sem ég tók sérstaklega eftir í
Tallinn: Hann hefur einkar næmt auga
fyrir varnarmætti stöðunnar. Oft er
það svo að hann gefur andstæöingnum
mjög frjálsar hendur til sóknarað-
gerða og kærir sig kollóttan þótt peða-
fylkingin stormi fram borðið. Andstæð-
ingurinn hugsar sér gott til glóðar-
innar, en kemst að því er áhlaupið er
aö ná hámarki sínu, að hann kemst
ekkert áleiðis. Þá hefur hann oft
brennt allar brýr að baki sér og situr
uppi með veilur í stööu sinni sem
Petrosjan notfærir sér listilega og
kreistir líftóruna úr andstæðingnum.
Skák mín viö Petrosjan í Tallinn er
einkar gott dæmi um þetta. Petrosjan
velur hægfara byrjunarafbrigði sem
virðist ekki lofa góðu. Hvítur fær yfir-
burði í rými og ógnandi stööu, auk þess
sem riddarar Petrosjans lenda úti á
kanti og virðast eiga litla framtíö fyrir
sér. En Petrosjan heldur rósemi sinni
og tekst með stórkostlegum riddaratil-
færingum að draga vígtennurnar úr
hvítum og fyrr en varir er riddari hans
orðinn besti maðurinn á borðinu. Þá
hefst leikur kattarins að músinni.
Hvítur getur sig hvergi hrært, en í
slíkum stöðum láta afleikirnir sjaldn-
ast á sér standa. Fyrir 20 árum hefði
Petrosjan vafalaust tekist að murka
lífiö úr hvítu stöðunni, en aö þessu
sinni var hann heldur of bráður á sér.
Vann þó peð, sem reyndist ekki nægja
tilsigurs.
Taflmennska Petrosjans í fyrri hluta
þessarar skákar er afar lærdómsrík og
aðdáunarverð. Takið eftir riddara-
leikjum hans. Ég hreifst svo mjög af,
að ég tefldi mína bestu skák á mótinu í
næstu umferð!
Hvítt: Jón L. Árnason
Svart: Tigran Petrosjan
Frönsk-vöm.
I. e4 e6 2.d4 d5 3.Rc3 Rf6 4.e5 Rg8
Þessum leik bregður fyrir öðru
hverju, en auðvitað er algengara að
leika 4,—Rfd7. Svartur tapar leik, en
staðan er lokuö og ekki auðvelt að færa
sér þaðínyt.
5.f4 b6 6.Be3 Rh6 7.Rf3 Dd7 8.Dd2 Ba6
9.Bxa6
Hugmyndin er sú, að ginna
riddarann út á kant þar sem hann sýn-
ist illa staðsettur. En 9.0—0—0 kom
sterklega til greina.
9. —Rxa610.BÍ2!?
Ef strax 10Ji3, gæti kamið 10,—Rf5
II. Bf2 h5 með festu kóngsmegin. Nú
nær svartur ekki að losa um sig á þann
hátt og framrás hvítu peðanna er yfir-
vofandi.
10. —c5 ll.h3(?)
Svartur gæti svaraö ll.a3 með 11.—
c4 og hefur þá gegnumbrotsmöguleika
eftir b-línunni. En sterkast er ll.De2!
með betra tafli á hvítt.
11. —cxd4 12.Rxd4 Bb4 13.a3 Bxc3
14.Dxc3 Rc515.g4
Hinn vanhugsaöi 11. leikur hvíts
geröi það að verkum að svarti
drottningarriddarinn hefur fundið sér
*
I
S
II
é
1
«