Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 30
DV. LAUGARDAGUR 4. JUNI1983. VMSÍ Skrifstofur Verkamannasambands íslands verða lokaðar 6.-9. júní nk. vegna flutninga. Opnað veröur aftur föstudaginn 10. júní að Suðurlandsbraut 30. Sími 86410. VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS SCStJtSÍJCStJíJCSCJCJCJíSÍStJÍJCSÍJÍSÖCJÖÍJÍJíJöCJCStJCJtSÍJÍSíSCSÍJSJÍJÍSÓ-: • Trúlofunarhringar • Kúptir, allar breiddir. Hvítagull-demants- skornir og med hvítagullsbandi. Sendum nýjan litmyndalista. Jóri og Óskar Laugavegi 70 Reykjavík. Simi 24910. Torfærukeppni verður haldin i nágrenni Hellu í Rangárvallasýslu laugardaginn 11. júni nk> kí. 14. J TORFÆRU KEPPNI Skráning keppenda og upplýsingar í sima (991-5100 á vinnutima. (99I-5954 utan vinnutima fram að föstudeginum 10. júni nk. F.B.S. HELLU. FERENSTUM NOROUmðNO VELJIÐ SJÁLF HVERT ÓSKAFERÐINNI SKAL HEITIO. TAKIÐ ÞÁTT í SAMKEPPNINNI. VINNIÐ DRAUMAFERÐ UM NORÐURLÖND. Ferðist um Norðurlönd nú og takið þátt í samkeppninni, þar sem hægt er að vinna ferð um Norðurlönd að verðmæti 19.800 kr., eða eina af hinum 15 aukaferðavinningum. Fáið samkeppniskort á ferðaskrifstofunni áöur en þið leggið af stað, eða á feröaskrifstofu í viðkomandi landi meðan á feröalaginu stendur. Feröamálaráö íslands • Danmarks Turistrád • Matkaílun edistámis- keskus • Landslaget for Reiselivet i Norge • Sveriges Turistrád Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Ekkieruöll morð levfi- leg í stríði Georg Edward Heath var að leita að farþegum i leigubilinn. Farþegarnir sem hann fékk kostuðu hann lífið. Haustið 1944 ruddust hersveitir bandamanna fram á öllum vígstöðv- um. París var frelsuð undan oki nasista í ágúst og Antwerpen og Bruxelles fljótt á eftir. Hersveitirnar sóttu fram úr öllum áttum að landamærum Þýskalands. Þann 5. október gengu breskar hersveitir á land í Grikklandi og þann sama dag hófu V-2 sprengju- flugvélar Þjóöverja loftárásir á suður- hluta Englands. Á þessum dögum hittust fyrir tilvilj- un í hinni stríðshrjáöu Lundúnaborg amerískur hermaöur og bresk nektar- dansmær. Hann hét Karl Gustav Hulten, 22 ára, liðhlaupi sem yfirgefiö haföi fallhlífarherdeild sína fyrir sex vikum. Hann þóttist vera liðþjálfi og gekk undir nafninu Richard Allen. Hún var 18 ára gömul og gekk undir nafninu Georgina Grayson, en hét með réttu Elizabeth Maud Jones. Þau hittust á litlu kaffihúsi við Queen Carolina Street í Hammer- smith, útborg Lundúna, þann 3. októ- ber 1944. Þegar þau gengu saman út af kaffihúsinu spurði Hulten hana hvort hún vildi hitta hann aftur. Hún játaði því og síðan kvöddust þau og Betty Jones hélt heim í leiguherbergi sitt við King Street. Hulten hélt hins vegar til annarrar vinkonu sinnar, Joyce Cook, sem hann hafði þekkt í nokkra daga. Elizabeth Maud Jones var fædd í suöurhluta Wales áriö 1926. Þegar hún var 16 ára gömul giftist hún manni sem var tíu árum eldri en hún. Strax á brúökaupsnóttina baröi hann hana til óbóta og hún flýöi. Tveimur mánuöum síöar, í janúar 1943, kom hún til Lund- úna þar sem hún starfaði fyrst sem þjónustustúlka á vínveitingahúsi en síöar sem nektardansmær á nætur- klúbbum. En vorið 1944 missti hún vinnuna og varð að lifa á því litla fram- lagi sem hún fékk frá fyrrverandi eiginmanni sínum. Þegar hér kemur sögu var hann í hernum. 1 september þetta ár var tilkynnt aö hans væri saknað. Betty Jones fékk um það skrif- lega orösendingu þann 13. október aö hann væri talinn af, en þaö var sama dag og henni sjálfri var birt morö- ákæra. Þörf fyrír spennu i ti/veruna Aö kvöldi þess 3. október kom Betty til kvikmyndahúss í Hammersmith þar sem hún ætlaði að hitta Hulten. En hann kom ekki á stefnumótið. Hún sneri til baka til herbergis síns við King Street en á miöri leið ók amerísk- ur herflutningabíll upp að hliöinni á henni. Hulten sat við stýriö. Hún fór upp i bílinn til hans og hann gaf þá skýringu að hann væri aö safna saman fallhlífarhermönnum til undirbúnings innrásar í Þýskaland. Hulten sagði síðar að hún heföi spurt hvort þetta væri ekki hættulegt. Hann sagðist hafa játaö því. Hún sagði þá að hana langaöi til aö gera eitthvað svona spennandi, til dæmis að vera byssubófi eins og þeir geröust í Bandaríkjunum. Hulten sýndi henni þá skammbyssuna sína og sagðist hafa veriö meölimur í glæpagengi í Chicago og auk þess heföi hann brotist inn á bar í Lundúnum. Um þetta ræddu þau af áhuga á meðan þau óku áleiðis til Reading á stolnum her- bílnum. Um klukkan eitt um nóttina voru þau komin langleiðina til Reading. Rétt fyrir uian borgina óku þau fram hjá stúlku á hjóli. Hulten ók bílnum út í vegkantinn og veifaði til stúlkunnar að nema staðar. Þegar hún kom upp að honum þreif hann af henni handtösk- una og henti henni upp í bílinn til Betty. Svo snaraöi hann sér upp í bílinn, sneri viö og ók á mikilli ferö til baka til Lund- úna. I töskunni reyndust ekki vera nema fáeinir shillingar og nokkrir skömmt- unarmiöar fyrir fatnaði sem þau gátu selt fyrir eitt pund. Þau óku í bílnum fram til klukkan fimm um morguninn. Þá setti hann Betty af viö King Street, lagði bílnum á bílastæði og lagðist þar sjálfur til svefns. Tillaga: að ræna leigubil- stjóra Þau hittust aftur næsta kvöld, en að þessu sinni létu þau herflutningabílinn eiga sig. Þess i stað sváfu þau saman um nóttina. Kvöldiö eftir borðuöu þau saman á veitingahúsi og fóru síðan í Gaumont-kvikmyndahúsið í Hammersmith. Að kvikmyndasýn- ingunni lokinni fóru þau á kaffihús. En þau voru varla búin aö loka á eftir sér dyrunum þegar loftvarnaflauturnar vældu. Þegar þau komu aftur upp úr loftvarnabyrgjunum sóttu þau her- flutningabílinn og óku í áttina aö Read- ing. Þegar þangað kom ráögeröu þau að brjótast inn í krá. En þegar til kom skorti þau hugrekkið til þess arna og þau sneru aftur til Lundúna. Hulten sagði síöar svo frá: „Þegar við komum til Marble Arch stakk hún upp á að við rændum leigubílstjóra í staðinn. Hún benti á einn leigubíl sem við eltum til Cricklewood. ” Þar tókst Hulten að stööva leigubíl- inn og meö skammbyssuna í hendi krafði hann bílstjórann um peningana. En þegar hann sá aö farþegi var í bíln- um guggnaöi hann og tók til fótanna. Þau sneru aftur til Lundúna og voru aftur á ferð við Marble Arch þegar þau sáu stúlku á ferö meö koffort. Aö til- lögu Betty Jones tók Hulten stúlkuna upp í bílinn. Hún kvaöst vera á leiö á Paddington-brautarstööina til aö ná lest til Bristol. Hulten bauöst til að aka henni alla leiö til Reading og hún þakk- aði þá velvild mörgum oröum. Lundúnabúar söfnuðust fyrir utan réttarsalinn þegar réttarhöldin yfir Betty Jones og Karl Gustav Huiten fóru fram. Þrátt fyrir styrjaldarástandið brást fóik við á þennan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.