Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1983, Síða 32
I
t
► '
I
I
I
1
I
I
i
I.
Það verð ég að segja alveg eins og
er að þungarokk — heavy metal —
höföar ekki til tónlistarsmekks míns.
Sumir hafa þó merkilega gaman af
slíkri músík. Og þeir eru fleiri en
margan grunar. Að því tel ég mig
hafa komist. Helgarpoppið hefur
ekki gert „bárujámsrokkurum” góð.
skil að undanförnu og liggja til þess
ýmsar ástæður sem óþarfi er að tí-
unda. Nú er þó ætlunin að bregða út
af vananum og gera þeirri þunga-
rokkshljómsveit skil sem hvað al-
mennastri hylli hefur náð, að
minnsta kosti í Bretlandi og hér á Is-
landi. Það er að segja af þeim „heví-
metalböndum” sem enn eru starf-
andi. Þeir kalla sig Iron Maiden og
nefna sig eftir pyntingatæki sem vin-
sælt var á hinum myrku miðöldum.
Nýverið kom út fjórða breiöskífa
Iron Maiden og nefnist hún Piece Of
Mind. Hið íhaldsama popptímarit,
Melody Maker, sem sjaldan hefur
hlaðið lofi á þungarokkara brýtur nú
odd af oflæti sínu og gefur plötunni
háa einkunn. Þannig að Jámfrúnum
er ekki alls varnað i samskiptum sín-
um við íhaldssamari poppöflin.
n.
I upphafi var Steve Harris og hjá
honum var bassinn. Drengurinn sá
ætlaði sér lengi vel að verða atvinnu-
knattspymumaður en hann féll á
miðri leið fyrir þungarokkinu. Iron
Maiden var upphaflega stofnuð á
miðju ári 1976 og næstu þrjú árin
þeyttust drengirnir milli klúbba og
pöbba í East End hverfinu í London
og léku rokkið sitt þunga. Á þessum
ámm átti þungarokkið erfitt upp-
dráttar. Þungarokkið lá í glatkist-
unni. Margir bára járnsrokkarar gáf-
ust upp, klipptu hár sitt, fengu sér
nælur í eyru og nef og gengu í lið með
pönkurum. Slíkt kom aldrei til
greina hjá Harris og gítarleikaran-
um unga, Dave Murray. Þeir voru
hinir einu í Iron Maiden sem héldu út
ailan tímann. En þótt blöðin gerðu
þungarokkinu lítil skii átti það
marga æsta aðdáendur — svokaliaða
„neðanjarðarfylgjendur”. Haustið
1979 áttaði pressan sig loks á hlutun-
um og frasinn „New Wave of British
Heavy Metal” komst á allra varir.
m.
I nóvember 1979 gaf Iron Maiden
út sína fýrstu smáskífu upp á eigin
reikning. Innihaldiö var þrjú lög
sem notið höfðu niikilla vinsælda í
klúbbi nokkrum kenndum viö Sound-
house og vegna sífelldra fyrirspuma
voru demoupptökur settar á plast og
gefnar út. „The Soundhouse Tapes”
nefnist platan og er ófáanleg. Hún
var gefin út í 5000 eintökum sem seld-
ust i?)p þrátt fyrir litla sem enga aug-
lýsingu. Plötufyrirtækjunum barst
þetta til eyrna og í desember 1979
skrifaði Iron Maiden undir samning
viðEMI.Á þessum tíma var liðsskip-
an þannig: Harris, Murray, Pau|
Di’Anno, söngur, og Doug Samson,
trommari. Stuttu síðar varð Samson
að halda sína leið af heilsufarsástæð-
um en við kjuðunum tók Clive Burr.
IV.
I ársbyrjun 1980 kom fyrsta breið-
skífan út — Iron Maiden — og skaust
upp í 4. sæti á vinsældalistanum
breska. Á eftir fylgdi hljómleikaferö
um Bretlandseyjar í fylgd með Jud-
as Priest og með Kiss um Evrópu. I
október bættist gítarleikarinn
Adrian Smith í hópinn í stað Dennis
Stratton, sem leikið haföi með á
fyrstu breiöskífunni.
Næsta ár kom önnur breiðskífan —
Killers — og nú hafði frægðin borist
um allan heim. I hönd fór fyrsti kon-
serttúrinn til annarra heimsálfa —
The Kilier World Tour —; Bretland,
Evrópa, Japan, Bandaríkin og Kan-
ada. Iron Maiden heimsótti 15 lönd á
átta mánuöum. Söngvarinn,
Di’Anno, þoldi ekki álagiö og hætti.
Viö stööu hans tók söngvari hljóm-
sveitarinnar Samson, vöðvafjallið
Bruce Dickinson. Að loknum tveggja
vikna æfingum var haldið tilltalíu.
V.
Þriðja breiðskífan — The Number
Of The Beast — kom út 22. mars 1981
og í kjölfar þess var haldið í aðra
heimsreisu — The Beast On The
Road —. A tíu mánuðum hélt Iron
Maiden 179 hljómleika í 4 heimsálf-
um og 16 löndum, lék fyrir yfir mill-
jón áheyrendur og lagði að baki
50.000 kílómetra í flugi og 90.000 kíló-
metra á landi. Ferðin hófst í Bret-
landi 25. febrúar, um svipað leyti og
smáskífan Run To The Hills skaust í
7. sætiá lista. Þegarbreiðskífankom
út fór hún beint í efsta sæti vinsælda-
listans. Hún gerði það einnig ágætt
vestanhafs. Komst hæst í 33. sæti á
Billboard listanum og var alls 37 vik-
ur á listum.
Eftir að hafa leikið á 20 konsertum
í Bretlandi og 35 í Evrópu hélt Iron
Maiden til Bandaríkjanna og Kan-
ada. Þar voru haldnir 103 hljómleik-
ar á tæpum sex mánuðum en í ágúst
skruppu drengimir heim og léku á
Reading rokkhátíðinni í einn dag.
Ekki byrjaði ferðin vestra vel því á
fyrstu hljómleikunum tognaöi Dick-
inson illa á hálsi sökum óláta á sviði
og næstu sex vikur varð hann að
ganga með „stífkraga” um hálsinn.
Hann (stífkraginn) var þó fjarlægð-
ur á hljómleikum. I Bandaríkjunum
vora Iron Maiden í fyrstu sérstakir
gestir Rainbow, síöar Scorpions og
léku auk þess með Foreigner og Lov-
erboy. Að endingu slógust þeir í för
með Judas Priest. Nákvæmlega
þremur áram eftir aö Iron Maiden
hafði fyrst boðið útsendurum hljóm-
plötufyrirtækja á kynningarkonsert í
Swan klúbbnum í London fylltu þeir
hið víðfræga Madison Square Gard-
en í New York, en þar voru þeir sér-
stakir gestir Judas Priest.
Frá Bandaríkjunum og Kanada lá
leiðin til Ástralíu og Japan. Þegar
heim kom, í lok síðasta árs, fékk Iron
Maiden fjöldann allan af viðurkenn-
ingum fyrir NOTB, sem þá hafði
selst í 2 milljónum eintaka.
VI.
Er hér var komið sögu hafði Clive
Burr, trommari, fengið nóg og yfir-
gaf hann hljómsveitina. Nýi tromm-
arinn hét Nicko McBrain, er áður
hafði barið húðir með einni nafntog-
uöustu rokkhljómsveit Frakka —
Trast —. Nú tóku við plötuupptökur á
fjóröu breiðskífunni í Nassau á Ba-
hamaeyjum. Upptökum var lokið í
mars og í apríl kom út smáskífan
Flight Of Icaras. Og enn var haldið í
heimsreisu — World Piece Tour — en
platan nýja heitir Piece Of Mind sem
áður segir. Hún kom út um miðjan
síðasta mánuð. Þegar þetta er skrif-
að er Iron Maiden að ljúka hljóm-
leikaferð um Bretlandseyjar og er
væntanlega á leiöinni út í hinn stóra
heimennáný. -TT.
> -