Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 3
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNI1983 3 BLÓTAÐ A DRAGHÁLSI Það var heilmikið að gerast að Draghálsi í Svinadal um helgina því að ásatrúarmenn héldu mótshald eitt mikið. Frá finnska sjónvarpinu var mættur hópur á staðinn til að taka upp mótshaldið. Eftir að menn höfðu beðiö lengi eftir því að fólk kæmi á staöinn var haldiö af stað að styttu Þórs sem er rétt innan við bæinn Dragháls. Þar byrjaði mótshaldiö og voru samankomnir um 40—50 manns. Flutti þar Sveinbjöm Beinteinsson alisherjar- goði nokkur orð og kvað rímur. Voru síöan teknir inn í söfnuðinn tveir Norömenn og drukku þeir drykk úr hornum. A meðan þetta stóð yfir kvik- mynduðu Finnamir í gríð og erg. Að þessu loknu var haldið aftur að Draghálsi en mótshaldið hélt þar áfram. Vom þar veitingar fram bornar og þáðu menn meö þökkum. Var það steikt kjöt og drykkur með. Virtust menn eta og drekka af góðri lyst. Flutti Sveinbjöm nokkur orð um ásatrú og fleira. En meðal þeirra sem tóku til máls var Starri úr Mývatns- sveit. Eftir mótshaldið gaf Sveinbjörn saman brúðhjón. Héldu menn síðan áfram að drekka og eta um stund. Veöurfar var ágætt en þegar þessu borðhaldi var að Ijúka byrjaði að rigna. Það munu vera orðin 3 ár síðan síðast var mótshald ásatrúarmanna. Sveinbjörn Beinteinsson al/sherjargoði kvað rímur og gaf saman brúðhjón. Finnska sjónvarpið kvikmyndaði mótshald ásatrúarmann- anna á Draghálsi. D V-m yndir Gunnar Bender. Þau eru kát þessi, enda voru þau að fá Suzuki A/to sendibí/ á nýja sumar- verðinu. Fáeinir bílar á frábæru verði: Kr. 135.000.- SUZUKIALTO MARGFALDUR SIGURVEGARI / SPA RAKSTRI. SVEINN EGILSSON HF SKEIFUNNI 17 - SÍMI 85255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.