Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 24
24 DV. MANUDAGUR 20. JUNI1983. Brasilíu- menn heims- meistarar Brasilíumenn tryggðu sér heims- meistaratitil unglmgalandsliða þegar þeir lögðu Argentinumenn að velli 1—0 á Aztec-leikvellinum í Mexíkó þar sem 110 þús. áhorfend- ur voru saman komnir. Það var Silva, sem var kosinn maður keppninnar, sem skoraði sigur- mark Brasilíumanna úr vítaspyrnu á 39. min. Brasilíumenn gáfu Argentinumönnum aldrei tckifcri til að jafna metin. Pólverjar urðu í þriðja s*ti — unnu S-Kóreu 2—1 í framlengdum leik. -SOS. IngiB hér skora íþróttir Enn tapar Real Madrid Allt bendir nú til að Reai Madrid missi enn af lestinni á siðasta augna- bliki í knattspyrnukeppni. Real Madrid tapaði 3—5 fyrir Real Zaragoza í gær- kvöidi í fyrri leik liðanna i undanúrslitum spánsku deildarbikarkeppninnar. Skotar unnu Skoska landsliðið í knattspyrnu vann sig- ur 2—0 yfir Kanada í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fór fram í Toronto í gær- kvöldi. Golflands- liðiníEM Golflandsliðin eru farin til keppni í Evrópukeppninni í golfi. Kvennalandslið- ið keppir í Belgíu en karlalandsliðið í Frakklandi. Mótið hefst á miðvikudaginn. Víkingur mætir Þrótti íkvöld Leik Víkings og Þrótt- ar, sem átti að fara fram á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, var frestaö vegna þess h vað vöilurinn — Hallarflötin — var blautur og forugur. Þar fór einn leikur fram í gær — Fylkir og Siglufjörður gerðu jafntefli 0—0. Víkingur og Þróttur mætast í kvöld kl. 20. -SOS. Stóri bréð- irvann Manuel Ballesteros — stóri bróðir Severiano BaUesteros, gólfkappaus snjalla, varð sigurvegari á opnu golfmóti í Frakk- landi sem lauk i gær. Hann lék 72 holurnar á 262 höggum. Annar var Bret- inn Nick Faldo á 264 högg- um og Spánverjinn Jose- Maria Canizares lék á 265 höggum. -SOS. Ovett var harður Ólympíumeistarinn Steve Ovett varð sigurvegari í 1500 m hlaupi i London á laugardaginn. Aðeins tveimur mínútum eftir að varð að hætta i 800 m hlaupi vegna taks sem hann fékk í læri. Eins og menn muna var Ovett frá keppni í tíu mánuði á sl. árí vegna meiðsla í hásin. — Eftir sigurinn i 1500 m hlaupinu, sem Ovett hljóp á 3:46,45 mín., sagöi hannaðástæðan fyrir því að hann þurfti að hætta í 800 m hlaupinu hafi verið sú að hann fékk krampa. — „Það var því skemmtilegt að geta tekið þátt í 1500 m hlaupinu, til að sanna að meiðslin væru ekki alvarleg,” sagðiOvett. -SOSj „Þetta var mjög þýðinga r- mikill sigur — sem kom á réttum tíma,”sagði Ingi Bjöm Albertsson, eftirað Valsmenn höfðu unnið stórsigur4:l yfirKR — Þetta var mjög þýðingarmikill sigur hjá okkur. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því fyrir leikinn að við þurftum að leggja KR-inga að velli — til að rífa okkur upp af botninum, sagði Ingi Björn Albertsson, eftir að Vals- menn höfðu unnið stórsigur 4—1 yfir KR-ingum í 1. deild- arkeppninni á Laugardalsvellinum. — Við náöum okkur á strik í fyrri hálfleiknum og yfirspiluðum KR-inga þá algjörlega og lögðum þá hornstein- inn aö sigri okkar, sagði Ingi Björn, sem var mjög ánægður með að hafa náð að skora sitt 100. mark í 1. deildar- keppninni. — Með smá heppni hefði ég átt að skora fleiri en tvö mörk, sagði IngiBjörn. Ingi Björn opnaði leikinn á 23. mín., þegar hann skoraði örugglega úr víta- spyrnu — sendi knöttinn fram hjá Stef- áni Jóhannssyni, markverði KR-inga Stefán fékk högg á lærið Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð fyrir því óhappi að fá högg á læri i leiknum gegn Val og þurfti hann að yflrgefa völlinn. Stefán átti við meiðsli að striða i læri — á sama stað og hann fékk högglð sl. keppnistimabil. Stefán Arnarson tók stöðu hans í markinu. Það má því reikna með aö Stefán Jóhannsson leiki ekki næstu leiki meö KR. -SOS. og í þaknetinu hafnaði knötturinn. Vítaspyrnan var dæmd á Jóstein Ein- arsson sem felldi Hilmar Sighvatsson inn í vítateig. KR-ingar jöfnuöu metin á 31. mín. er Ottó Guðmundsson skoraði með þrumuskoti úr vítaspyrnu sem var dæmd á Grím Sæmundsen sem hand- lék knöttinn inn í vítateig. Eftir jöfnunarmark KR náðu Vals- menn góðum tökum á leiknum og léku þeir oft mjög skemmtilega. Sérstaka athygli vakti hinn 17 ára nýliði, Jón Grétar Jónsson, sem hefur næmt auga fyrir samleik og fer vel með knöttinn. Það var einmitt Jón Grétar sem lagði upp annað mark Valsmanna. Hann lék skemmtilega upp hægri kantinn og sendi knöttinn fyrir mark KR-inga þar sem Ingi Bjöm Albertsson kom á fulíri ferð — kastaði sér fram og skallaði knöttinn í netið hjá KR-ingum. Aðeins f jórum mín. seinna var knött- urinn aftur kominn í netið hjá Vestur- bæjarliðinu. Jón Grétar fiskaði þá aukaspyrnu út við hliðarlínuna — á móts viö vítateigslínu. Hilmar Sig- hvatsson tók aukaspyrnuna og sendi knöttinn á nærstöngina á marki KR. Það var Valur Valsson á réttum stað og skoraði hann örugglega með skalia. Valsmenn gerðu síöan út um leikinn á 65. mín. þegar Ingi Björn brunaði laglega fram völlinn með knöttinn og renndi honum síöan út til Bergþórs Magnússonar sem kom á fullri ferð og skaut föstu skoti að marki KR — knött- urinn hafnaöi í stönginni og þeyttist þaðan í netið. KR-ingar reyndu að minnka muninn en þeim tókst það ekki. Sæbjörn Guðmundsson var nærri því að skora — átti skot í slána á marki Valsmanna. Ingi Björn Albertsson fékk mörg góð tækifæri til að bæta við mörkum en hann varö að sætta sig við aö skora aðeins tvö mörk. Ingi Björn átti t.d. stangarskot. Valsmenn náðu sér vel á strik gegn KR og þá sérstaklega í fyrri hálfleikn- um. Jón Grétar Jónsson var þá mjög sprækur og einnig Ingi Björn Alberts- son — og gerðu þeir oft mikinn usla í vörn KR-inga. Hörður Hilmarsson og Guðmundur Kjartansson voru traustir sem miðverðir. Valur Valsson og Hilmar Sighvatsson áttu góða spretti. KR-liðiö náði sér aldrei á strik í leiknum. Liftin sem léku voru skipuft þessum lelk- mönnum: Valur: Sigurftur H., Grímur, Þurgrimur, Hörftur H., Guðmundur K., Hilmar S., Valur, Ingi Björn, Jón Grétar (Hilmar H.), Bergþór og Guftmundur Þ. (Magni). KR: Stefán Jóhannsson (Steián Amarson), Ingi Bjöm, Jón Grétar (Hilmar H.), Oskar, Magnús J., Willum og Jón Bjaraason (Erling). Maðurleiksins: Jón Grétar Jónsson. -SOS. ann nann ■hí Mnn ^nm ■■■ nnn wnn mna n^ Valsmenn voru meðj gamla refi Valsmenn kölluðu á gömlu kemp- | una Sigurð Haraldsson tU að verja | markið hjá sér í leUoium gegn KR. Valsmenn hafa verið markvarða- Ilausir eftir að Brynjar Guðmunds- son melddist. Sigurður stóð sig vel í | lelknum gegn KR þótt hann væri ekki í mikUli æfingu. Varamark- vörður Vaismanna var Slg- urður Dagsson. Hörður HUmarsson lék að nýju með Valsliðinu — tók stöðu Dýra Guðmundssonar, sem er meiddur. Hörður stóð sig mjög vel sem mið- vörður. I -sos. Félagar Inga Björn deUdarmark. íþróttir (þróttir (þróttir (þróttir (þróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.