Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Page 4
4 DV. M ANUDAGUR 20. JUNI1983. Menning Menning Menning Menning AÖ láta skrölta Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur. Útvarp: TVÖ LEIKRIT eftir Steinunni Sigurðardóttur. Útilegan. Leikstjóri: Viðar Víkingsson. 500 metrar. Leikstjóri: Arnar Jónsson. Smáleikrit tvö eftir Steinunni Sig- uröardóttur í útvarpinu á fimmtu- dagskvöld ollu vonbrigöum heldur en hitt. Ekki þar fyrir: þau voru sjálf- sagt síst lakari en margt sem fyrir ber á útvarpsleikjum, öðru nær: nýtt íslenskt efni er ævinlega í sjálfu sér spennandi. En það sannaðist á fimmtudagskvöld enn sem fyrr að frumsaminn skáldskapur er skammt framgengin bókmenntagrein í ríkis- útvarpinu, hljóðvarpi ekki síður en myndvarpi. Það mátti að vísu vel heyra að leik- rit Steinunnar voru samin fyrir út- varp, hljóðtæki og tækni þess, hljóð- mennina ekki síður en leikara og raddir. Leikhljóöin skiptu miklu í báðum leikritunum og kannski að endingu mestu í því fyrra: veður- hljóð á tjaldi, fuglakliður, garg og krunk, sauöajarmur, þyrluflug. Skemmtilegasta atriði þess lýsti líka uppreisn sauðfjár gegn lögum og rétti í þjóðgarðinum. Seinna leikritiö á fimmtudag var fyrsta upptaka útvarpsleiks í stereó og að hluta til tekið upp á vettvangi atburða sjálfra. Samkvæmt því var mikiö lagt upp úr vatnagangi og ölduniö, andköfum sundfólks sem í leiknum rennir sér þvers og kruss um laugina, kemur og fer úr kafi. Trúlegt að þeir áhorfendur hafi notið Ieiksins best sem eiga réttar græjur til að taka viö stereó heima í stofu hjá sér, en ekki heyrði ég betur en efni þess kæmist mestallt til skila á lítið og lasiö mónótæki. Vel að merkja var leikritið sjálft ekki sér í lagi samiö fyrir stereótækni sem væntanlega er þaö sem koma skal í útvarpsleikjum þegar fram líða tím- amir og tæknin. Þá verður heldur en ekki hægt aö láta skrölta. Efnið, já. Um hvað voru, frá hverju höfðu þessi leikrit aö segja? I fljótu bragði fannst mér einn þráður tengja þau saman: einhverskonar ami sem þar stafar af opinberum starfsmönnum, sundlaugavörðum og eftirlitsmönnum í þjóðgarði. I fyrra leikritinu hundelta þjóðgarðsverðir hjón með bam í útilegu. Eitthvert biblíuefni var þar á sveimi um bam í jötu og lamb sem burtber sekt manna, en ekki tókst mér aö henda nánari reiður á því. I seinna leikritinu var hinsvegar uppistaðan erkirómantískt söguefni: æskuunnusta vitjar svikuls ást- manns og ginnir hann til lags við sig á ný. Og faðmlag hennar er sjálfur dauðinn því aö unnustan er í rauninni framliðin. Þessi skilningur sögunnar fannst mér svo ýtarlega gefinn í skyn í leiknum að hann hlyti að vera vís- vitaður, en samt sem áður var svo sem ekki unniö neitt úr efninu. Hin- um þræöinum var þetta.ofurhvers- dagsleg saga af fornu kæmstupari sem hittist á ný eftir tólf ár og lenda þá af hendingu og hálfgildings slysni uppi í rúmi saman. Án þess að meina eiginlega neitt með því. I seinni leiknum og raunar þeim báöum brá fyrir á víð og dreif orð- svömm, afkárasprettum í samræöu sem minntu ögn á sögur og ljóð Stein- unnar Siguröardóttur: það sem hún yrkir best er allt meö einhverju móti sprottið úr hversdngsræöi', mæltu Leiklist Ólafur Jónsson máli, og efnivið sem það geymir. En að svo komnu hefur henni ekki auðn- ast að semja leikrænan texta sem njóti í heilu lagi sömu veröleika og hennar bestu ljóö ög sögur, svo fjarska sérkennilegur skáldskapur. Hitt skal ég ekki efast um aö Anna Kristín Amgrímsdóttir, Arnar Jóns- son, pariö í 500 metrum, gætu farið eftirminnilega með slíkan leiktexta, ef til þeirra félli. I Utilegu fannst mér Guðmundur Olafsson allt að því góður sem hinn ískyggilegi laga- vörður í þjóðgarðinum. Um busl og skvamp Það er annars mikið um skvamp og busl í útvarpsleikjum í seinni tíð. Fyrir mánaðartíma voru fluttir á miðjum sunnudegi þrír samstæðir þættir, Sögur úr heita pottinum eftir Odd Bjömssou, leikstjóri Lárus Ýinir Oskarsso i, sem líka var látið heita svo að gerðust í laugunum. Ekki svo að skilja að þessar kring- umstæöur skiptu leikina svo sem neinu, frásagnarefnin voru ný til- brigði við algengt efni hjá Oddi: kynni karls og konu, afdrifa-fundi kynjanna. Og aldrei geta þau mæst, eöa sæst! Oddur Bjömsson er sá leikritahöf- undur okkar sem lengst hefur komist að yrkja fyrir útvarp, þann miðil sem þar hefst við, mannsrödd í tómu rúmi, og græjur, tækni verða aldrei nema umgerð kringum hana. Þótt þættirnir þrír í vor væm sjálfsagt ekki nema smámunir úr smiðju hans — vom þeir Ijómandi áheyrilegt út- varpsefni, eftir því sem ég man þá. Rúrik Haraldsson, Sigurður Skúla- son, Helgi Skúlason voru sögumenn þrír í þáttunum, sem allir voru opin- skáar frásögur, og Sigrún Edda Bjömsdóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir og Guörún Gísladóttir konurn- ar sem þeir fást og kl jást við, og ástir þeirraskapaörlög. Lífsfirring sem Irfsgíldi Listaleikhúsið í Félagsstofnun stúdenta, „listatrimm stúdentaleik- hússins” sem svo kallar sig, sér til þess af myndarbrag að leiklist falli ekki niður í bænum þótt sumar gangi í garð, leikhúsin lokist og leikarar leggist, ef að vanda lætur, í fjár- brallsferöir út um land. Á meöan gengur á nýjum uppákomum, hverri af annarri í Stúdentaleikhúsinu. Um fyrri helgi var flutt þar dag- skrá úr verkum Jökuls Jakobssonar, Jökull og við, sem Svanhildur Jóhannesdóttir og Viðar Eggertsson höfðu tekið saman og sett á svið. Efnið var einkum sótt í seinni rit höf- undarins, skáldsögumar Feilnótu í fimmtu sinfóníunni og Skilaboð til Söndru og leikritin Dómínó, Klukku- strengi og Herbergi 213, en eitt atriði flutt úr Hart í bak. Efninu var skipað í umgerð, texti sögumanns sóttur í bók Jökuls um Vestmannaeyjar, Suðaustan 14, sem augljóslega tengir efnið persónu og þroskasögu höfund- arins. Þetta tókst vel, dagskráin auðkenndist af náinni þekkingu og smekk á rit Jökuls Jakobssonar, skilningi á efni sem miklu skipta í skáldskap hans og ég hygg að í senn sé réttur og góöur skilningur og öld- ungis frábrugðinn venjubundnu mati á höf undinum og verkum hans. Efnið er einmanaleiki manna, ein- angmn manns frá manni, lífsfirring sem lifsgildi ef svo má segja. ör- vænting þessarar lífsýnar, ef hún væri tekin bókstaflega, er raunar það sem gefur skopi Jökuls gildi og merkingu sína, aflsmunir farsa og satíru sem svo mikið gætir í seinni verkum hans þaðan runnir. Dagskrá Stúdentaleikhússins var ágætlega flutt af misvöldum hópi leikenda, og væri svo sem út í bláinn aö nefna nöfn þeirra allra hér í einni runu og gefa einkunnir. Nefni bara, til að láta það eitthvaö heita, Eddu Guömundsdóttur sem fór meö upp- haf Feilnótu í fimmtu sinfóníunni á eftirminnilegan hátt, Þröst Guð- bjartsson og Svanhildi Jóhannesdótt- ur í atriöi úr Klukkustrengjum, eða öllu heldur uppkasti leiksins, og Davíð Ágúst Davíðsson sem ágæt- lega sómdi sér sem sögumaður. Og að síöustu Viðar Eggertsson sem fór með stuttan einleik, Knall, frá 1965, í lok dagskrárinnar. Viðar gerði það vel, þótt vel megi hugsa sér að unnt sé að leggjast dýpra í efnið. Hitt skiptir þó meira að þessi stutti farsaþáttur fékk í samhengi dag- skrárinnar í heild nýjan og alls óvæntan hljómbotn, enn ein áminn- ing um innra samhengið í skáldskap Jökuls, frá upphafi og fram til síöustu verkanna. Undur og skömm til að vita að enn eru leikrit hans ekki öll til útgefin á prenti. Stúdentaleikhúsið mun hafa haft aukasýningar á dagskránni um Jökul nú um helgina og vonandi að hún hafi vakið athygli og aösókn sem hún verðskuldar. Og ný og spennandi frumsýning fer í hönd: fjórir einþátt- ungar eftir Samuel Beckett nú á fimmtudaginn. Allir í Stúdentaleik- húsið! Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hetjuför páfa á heimaslóðir Páfinn er í Póllandi um þessar mundir og messar þar yfir millj- ónum manna, sem sækja samkomur hans og halda tákni Einingar á lofti með höndunum einum saman. Páfinn er einarður í skoðunum sinum og talar um frelsi Pólverja. Þeir eiga langa baráttusögu fyrir frelsi, og hafa lengst af verið öðrum undirgefnir. Pólskt frelsi hefur aðeins lýst upp þjóðfélagið eins og leiftur á langri nótt. En þessi skyndi- birta hefur verið nóg til þess að halda við trúnni á frelsið og sterkum og sérkenndum einkennum í Iistum. Þess vegna eru Pólverjar ætíð reiðu- búnir til að varpa af sér erlendu oki, þótt friðarstundirnar, þar sem þjóðin hefur verið sjálfráð gerða sinna, hafi sögulega séð aðeins varað skamman tíma hverju sinni. Það eru einkum tveir menn, sem að þessu sinni standa að baki pólskri frelsisbaráttu. Þeir eru páfinn í Róm og verkamaður í pólskri skipasmíðastöð kenndri við Lenín. Sá maður, Lech Walesa, er öllum kunnur og einskonar óskip- aður páfi frelsisins, eins og Jóhannes II er páfi trúarinnar. Kommúnista- stjórnin í Póllandi, sem styðst við tvö prósent þjóðarinnar og rússneskan her, sem hægt er að kalla á vettvang ef þörf þykir, hefur ráð Lech Walesa í hendi sér. Honum er fylgt að og frá vinnu af mönnum, sem falið hefur verið að gæta hans og fjölskyldu hans. Hans er ekki gætt til að hindra að einh verjir ráðist á hann, heldur er hans gætt af þeim, sem geyma hann stundum í fangelsi og myndu fagna því ef eitthvert slys henti hann. Og stundum þarf ekki slys til, eins og að detta út um glugga eða verða fyrir járnstykkjum í skipasmíðastöð- inni. Það er hægt að ganga mikið bcinna til verks, og þeir sem gæta Lech Walesa vilja hann feigan. Sömu aðilar, eða öllu heldur sama heims- stefnan, geröi á sínum tíma tilraun til að drepa páfann í Róm, yfirmann kaþólsku kirkjunnar í heiminum, og hafði hann þó ekki lýst öðru yfir en hann vildi vera hjá þjóð sinni ef á hana yrði ráðist. Þessi hótun páfa kom í veg fyrir að starfsemi Ein- ingarsamtakanna pólsku var brotin á bak aftur með aðfengnu hervaldi. Til að tittlingaskítur eins og hótun páfa stæöi ekki í vegi fyrir heims- stefnunni voru Búlgarir látnir senda launmorðingja inn á Péturstorgið í Róm til að skjóta þennan Pólverja, sem hótaði að standa með þjóð sinni á örlagastund. Þeir lifa báðir enn, Lech Walesa og páfinn í Róm. Það verður stöðugt erfiðara að drepa þá, jafnvel þótt fjölmiðlar á Vestur- löndum taki vægt á manndrápum, sem unnin eru í þágu heimsstefn- unnar. Svo vesöl er þessi öld, og það fólk, sem verið er smám saman að koma undir hæl heimsstefnunnar, að ekki einungis ljær alþýða í fjölmörgum frjálsum löndum henni atkvæði sitt, heldur er hún lika fús til að láta lítið yfir því, að í heiminum í dag standa aðeins tveir menn gegn heims- kommúnismanum, skipasmiður í Póllandi og páfinn í Róm. Og það er i rauninni eins og enginn geti rétt þeim hjálparhönd. Fjölmiðlar, þessi augu og eyru nútímans, hafa reynt að þegja í hel sannanir fyrir því að það voru kommúnistar, sem stóðu að banatilræðinu við páfa. Voldugar stofnanir hafa reynt að koma fram með efasemdir í garð þeirra ítölsku stjórnarstofnana, sem gefið hafa út sannanir fyrir þessu. Þannig er komið málsvörninni gegn ofbeldinu á Vesturlöndum. Hér heima hefur heimsóknar páfa til Póllands verið getið. í fjölmiðlum eru þeir þó fáir fréttaaukarnir sem skýra það fyrir almenningi hvers- konar hetjuför þetta er: meira er talað um Chile og E1 Salvador. Þeir sem vita að ítölsk stjórnvöld gera það ekki að gamni sínu að rekja morötilraunina við páfa til kommún- ista, furða sig nokkuð á því, hvað lítið er um skilgreiningu á þessari Póllandsferð páfans. Það er vegna þess að fjölmiðlar hafa keppst við að þegja um þá hættu sem hann er í, og forðast aö minnast á atburðinn á Péturstorginu því til sönnunar. Þannig falsa þeir forsendur þessarar ferðar páfans. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.