Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNI1983.
9
Utlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Verða víðtæk
verkföll hjá
Chilebúum?
Kopamámumenn í Chile hafa skoraö
á önnur verkalýðsfélög aö ganga til
samúöarverkfalla með þeim og er bú-
ist við ákvöröun þar um síðar í dag
eftir formlegan fund verkalýðsforyst-
unnarílandinu.
Kvisast hefur að leyniviöræður hafi
farið fram milli f ulltrúa þessara aðila í
gær og um helgina. Leita námamenn
einkum liðsinnis vörubílstjóra og
strætóbílstjóra auk annarra öflugra
verkalýðsfélaga. Kopamámumenn
lögðu niður vinnu í síðustu viku til þess
að fylgja eftir kröfum um að leiðtogi
þeirra, Rodolfo Seguel, verði látinn
laus úrhaldi.
Margra hald er það að verkfall
kopamámumanna fari út um þúfur ef
ekki komi tU stuðningur annarra
verkalýðsfélaga. Meðal sumra þeirra
gætir einhverrar tregðu þar sem menn
em ekki vissir um hvort almennar
undirtektir fáist.
Að undanförnu hefur þó örlað á mót-
mælaaðgerðum gegn stjórn Augusto
Pinochets forseta sem í síðustu viku
sagðist mundu beita verkalýðssinna og
pólitíkusa hörðu, ef þeir brytu gegn
banninu við stjómmálastarfsemi sem
hefur verið í gUdi frá því að herinn
rændivölduml973.
Ritstjórar helstu blaða landsins vom
kvaddir saman af y firvöldum á laugar-
dag og þeim birt fyrirmæli um að blöð,
útvarp og sjónvarp dragi úr frétta-
flutningi af ólgunni á vinnumarkaðn-
Höföu ekki
árangur
Leiðtogar aðildarríkjanna tíu í Efna-
hagsbandalagi Evrópu snem heim í
gærkvöldi frá þriggja daga fundi í
Stuttgart, eftir erfiðar samningavið-
ræður, sem þykja hafa komið tU lítUs.
Flestum mikUvægustu ákvörðunum
var frestað.
MikU óeining ríkti um efnahagsleg
úrræði sem þykja þó brýn til þess að
forða EBE frá gjaldþroti næsta ár.
Urðu fundarmenn einungis sammála
um bráða nauðsyn neyöarúrræða en
frestuðu frekari ákvörðunum til des-
emberfundarins í Aþenu.
A fundinum lauk sex mánaða forsæti
Vestur-Þýskalands í bandalaginu en
Grikklandtekurvið 1. júli.
I yfirlýsingum vöruðust menn að
kenna einum eða neinum um árang-
ursleysið en þó gætti nokkurrar
beiskju í garð Breta sem fylgdu á fund-
inum fast fram kröfum sínumum af-
slátt á framlagi þeirra til sjóða EBE.
Fóru viðræður fyrstu tveggja fundar-
daganna að mestu lýti í það mál.
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Breta, gat fagnað nokkrum
árangri eftir að hún fékk talið hina á að
gefa Bretum eftir 650 milljón dollara í
sjóðaframlögum þetta árið. Það er þó
háð skilyrðum um að samkomulag
náist um önnur efnahagsúrræði.
an Víetnömum
Flóttamenn frá Kampútseu halda yfir landamærin til Thailands i vor, á flótta
undan ógn víetnömsku herjanna. Margir flóttamannanna hafa gefiö upp alla
von um það að eiga nokkru sinni afturkvæmt til heimalands síns og alþjóða
hjálparstofnanir hafa hjálpað þeim að koma sér fyrir í öðrum löndum. Til
dæmis hafa 80 þúsund Kampútseubúar fengið hæli í Bandaríkjunum.
Rúmlega 1000 ísraelskir læknar
verða komnir í hungurverkfall í dag
þegar Begin forsætisráðherra hittir að
máli heilbrigðis- og fjármálaráðherra
sína til þess að leita úrlausna á launa-
deilu læknanna.
Hungurverkfall læknanna hófst í
Soroka-læknamiðstöðinni á þriðjudag-
inn og í gær voru sjúklingar fluttir
þaðan til annarra sjúkrahúsa.
Launadeila læknanna hófst fyrir
fjórum mánuðum með verkföllum en
hungurverkfallið kom til þegar læknar
sáu fram á að verða neyddir með laga-
boðum til þess að taka aftur upp sín
störf.
k fíótta und-
Geimfaramir fimm um borð í skutl-
unni Challenger búa sig undir að hef ja
í dag tilraunastörf og er sjónvarps-
áhorfendum á jörðu niðri lofað athygl-
isverðum myndum utan úr geimnum.
Þeir luku í gær einu aðalverkefni
þessarar sex daga geimferðar en það
var að setja á loft seinni fjarskipta-
hnöttinn sem hið opinbera tók að sér að
koma á braut umhverfis jörðina fyrir
Kanada og Indónesíu.
Myndimar sem menn bíöa með hvað
mestri eftirvæntingu, mun gervihnött-
ur kallaður „Spas” (smíðaður af V-
Þjóðverjum) taka af skutlunni á ferð
úti í geimnum.
Vonast er til þess að myndir náist af
því þegar áhöfnin gerir tilraunir með
fimmtán metra langan griparm skutl-
unnar en meö honum hugsa menn sér
að í framtíðinni megi sækja gervi-
hnetti út í geiminn og taka um borð í
skutluna.
Sally Ride, fyrsti bandaríski kven-
geimfarinn, á að stýra griparminum
við að taka þýska gervihnöttinn aftur
um borð í skutluna.
ísraelskir læknar
í hungurverkfalli
Sally Ride, fyrsti ameriski kven-
geimfarinn, við æfingaþotu sína í
undirbúningi ferðarinnar.
Ahöfn skutl-
unnar með nýj
ar tilraunir
Síldveiði
íNorðursjó
Síldveiðarnar í Norðursjónum
verða efsta mál á baugi hjá sjávar-
útvegsráðherrum EBE-landanna
er þeir koma saman til fundar í
Luxemburg í dag. Á fundinum á að
ákveða skiptingu 75 þúsund smá-
lesta heildarafla sem ætlunin er að
veiða af síld úr Norðursjónum.
Síldveiðar í Norðursjónum hafa
verið bannaðar í sex ár en hafa nú
nýlega verið leyfðar aftur eftir að
fiskifræðingum kom saman um, að
síldarstofnamir væru ekki í hættu
af útrýmingu.
Til bráöablrgða var gert sam-
komulag í síðasta mánuði um skipt-
ingu 9 þúsund smálesta síldar en
Danir undu illa við sin þúsund tonn
á meðan kvóti Breta og Hollend-
inga er 3 þúsund tonn.
Skæniliðardrepa
fimmtán bændur
Aö minnsta kosti 15 bændur í
Huamaehuco-héraði í hlíðum
Andesfjalla í Perú dóu í bardaga
við skæruliða Senderi Luminoso-
hreyfingarinnar í síöustu viku.
Tildrög voru þauað sveit skæruliða
kom í san Antonio þorpið og söfn-
uðu íbúum á aðaltorgið, þar sem
þeim var fluttur maóískur áróður,
ásamt kröfum um matvæii handa
skæruliðum. Um 100 bændur vildu
ekki sinna þessum kröfum skæru-
liðanna og sló í bardaga á milli
þeirra og létust þá að núnnsta kosti
15 bændanna.
Flóttinn mikli
Meira en 100 fangar, flestir
þeirra eiturlyfjasmyglarar, flúðu
úr Tingo Mería fangelsinu í Suð-
austur-Perú, eftir að þeir höfðu
grafið göng úr fangelsinu út í: nær-
liggjandi ibúðarhús. Fangaveröir
tóku eftir þessari skyndilegu
fækkun fanganna í tæka tíð til þess
aö stöðva þá tvö hundruð fanga
sem eftir voru áður en þeir skriðu
inn í göngin. Þegar hafa átta flótta-
mannanna náöst að nýju.
Gandhiskilar
stórgróða
Tekjur af óskarsverðlaunarnynd-
inni um Gandhi hafa nú náð 85
milijónum dollara frá því myndin
var fyrst sýnd, seint á síðasta ári,
að sögn formanns kvikmyndastofn-
unar Indlands, D.VJS. Raju. Hann
sagði blaðamönnum að myndin
myndi vissulega skila hagnaði sem
jafnaðist á við mestu gróðakvik-
mjTidir frá Hollywood, svo sem
Jaws.E.T. og Star Wars.
Sýningarréttur á kvikmyndinni í
sjónvarpi hefur verið seldur tveim
sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjun-
um og Kanada fyrir 20 milljónir
doUara. Kvikmyndin um Gandhi
kostaði 22 milljónir dollara þegar
hún var gerð og kom það f jármagn
að hluta frá Kvikmyndastofnun
Indlands.
Sextán Baháiar
tekniraflffi
Sextán meðlimir Bahái-safnað-
arins í íran, sem dæmdir voru til
dauða fyrir njósnir, hafa verið
teknir af lifi, að sögn talsmanns
Bahái sa&iaöarins í London. Þessir
sextán Baháiar tilheyra hópi 22
meðlima safnaðarins, sem Reagan
Bandaríkjaforseti bað yfirvöld í
Iran að s>Tia vægð í síöasta mán-
uði. Tíu hinna líflátnu voru konur.
Mary Hardy, talsmaður Bahái-
safnaöarins í London, sagði aö upp-
lýsingar hennar kæmu beint frá
Iran og hefðu aftökurnar farið
fram með leynd. Hinir dæmdu voru
barðir og pyntaðir, sagði Hardy, en
neituöu þó að ganga af trú sinni.
I síðasta mánuöi var það haft
eftir ayatollah Khomeini að Bahái-
söfnuðurinn væri ekki trúflokkur
heldur stjómmálaflokkur, styrktur
af Bandaríkjamönnum.