Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 28
28 DV. MANUDAGUR20. JÚNl 1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþrótt 23 mörk skoruð Í3. deildarkeppninni: Sigurlás heldur áfram að hrella markverði — tryggði Selfossi sigur 3:2 yfir Víkingi frá Ólafsvík Grindvíkingar eru heldur betur aö sækja í sig veðrið í 3. deildarkeppninni — unnu öruggan sigur 4:1 yfir Snsef elli í A-riðli. Selfyssingar áttu í miklu basli með Víking frá Ólafsvík á Selfossi og það var ekki fyrr en 10 mín. fyrir leiks- lok að Sigurlás Þorleifsson tryggði þeim sigur eftir óbeina aukaspyrnu inn í vítateig Oisaranna. Tindastóll vann öruggan sigur 2:1 yfir Austra á Sauðárkróki í B-riðli með tveimur mörkum Guðbrands Guð- brandssonar. Við skulum ekki hafa þennan for- mála lengri heldur leggja upp í flakk okkar um landið og sjá hvemig úrslitin urðu í leikjum 3. deildarkeppninnar. A-riðill Grindavík-Snæfell 4—1(1—0) Snæfell fékk leikinn fluttan til 3. DEILD Urslti urðu þessi í 3. deildarkeppn- inni í knattspyrau um helgina: A—RIÐILL: HV-Skallagrímur 1-3 Ármann-ÍK 1—1 Selfoss-Víkingur ÓL 3—2 Grindavík-Snæfell 4—1 Selfoss 5 4 0 1 13—7 8 Grindavik 5 4 0 1 11—8 8 Skallagrímur 4 3 0 1 12-4 6 ÍK 5 13 1 9—6 5 Vikingur Ó1 5 2 0 3 7-8 4 HV 5 1 0 4 7—18 2 Ármann 4 0 1 3 3—7 1 Snæfell 3 0 1 2 2-6 1 B—RIÐILL: Valur-Þróttur N 0—2 Sindri-Magni 0-1 Tindastóll-Austri 2—1 Huginn-HSÞ 2-0 Tindastóll 5 4 10 12—3 9 Austri 4 3 0 1 9—4 6 Þróttur N 4 3 0 1 6-4 6 Huginn 4 2 11 6—3 5 Magni 4 2 0 2 4—3 4 Valur 3 10 2 2—4 2 HSÞ 5 10 4 3—9 2 Sindri 5 0 0 5 2—14 0 Grindavíkur þar sem völlurinn á Stykkishólmi er enn ekki kominn í leik- hæft stand. Guðmundur Armannsson skoraðifyrirGrindavíkífyrri hálfleik og Kristinn Jóhannsson kom Grinda- vík í 2—0 með marki úr víti strax í síð- ari hálfleik. Olafur Sigurðsson minnk- aði muninn í 2—1 en þeir Ari Haukur Arason og Ragnar Eðvarðsson innsigluðu sigur heimamanna áður en yfir lauk. Selfoss-Víkingur Ól. 3—210—2) Víkingamir frá Olafsvík komust í 2—0 undan vindinum á Selfossi. Atli Alexandersson skoraði úr víti og Viðar Gylfason skoraði síðara markið. Ingólfur Jónsson skoraði fyrir Selfoss á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins og Heimir Bergsson jafnaði 2—2 skömmu síðar. Sigurmarkið skoruðuSelfyssing- ar þegar 10 mínútur voru eftir af leikn- um. Var Sigurlás Þorleifsson þar að verki eftir óbeina aukaspyrnu inn í vítateig. Ármann-ÍK 1—1(1—01 Rúnar Jónsson skoraði fyrir Ármann í fyrri hálfleiknum og þannig var staöan þar til ein mínúta var eftir af leiknum. Þá jöfnuðu Kópavogsmenn og sá Sigurður Sigurðsson um það mark þeirra. HV-Skallagrímur 1-3(0-1) Borgnesingar komust í 3—0 á móti HV á Akranesi. Björn Axelsson skoraði í fyrri hálfleiknum en þeir Loftur Viðarsson og Omar Sigurösson í þeim síðari. Mark HV gerði Einar Jónsson og kom það þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. B-riðill Huginn-HSÞ 2-010-0) Sveinbjöm Jóhannsson var maður Hugins í leiknum gegn HSÞ á Seyðis- firði á laugardaginn. Skoraði hann bæði mörk heimaliðsins en þau komu í síðarihálfleiknum. Sindri-Magni 0—1(0—1) Leikur þessi fór fram á fimmtudag- inn á Hornafirði. Urðu Heimamenn að sætta sig þar viö 1—0 tap fyrir Greni- víkurliðinu en mark þess gerði Jón Ingólfsson úr vítaspyrnu í fyrri hálf- leiknum. Valur-Þróttur 0—2(0—21 Þessum leik var líka flýtt vegna 17. júní hátíðarhaldanna. Leik liðanna, sem bæði bera nöfn „stórliða” í 1. deildinni úr Reykjavík, lauk með sigri Þróttar Neskaupstað 2—0. Fyrra mark Þróttar gerði Sigurður Friðjónsson en þaö síðara, sem var sérlega glæsilegt- negling utan af kanti upp í samskeytin — gerði Bergvin Haraldsson. Tindastóll-Austri 2—1(1—0) Guðbrandur Guðbrandsson skoraði bæði mörk Tindastóls, sem hafði mikla yfirburði í leiknum, en leikmenn liðs- ins voru ekki á skotskónum í gær — nýttu illa færin sín. Sigurjón Kristjáns- son skoraði mark Austra. -klp/-SOS Hér sjást nokkrir áhorfendur á opna bandariska meistaramótinu, þar sem þeir nota stóla sína sem regnhlífar. Það hefur rignt mikið á meðan keppni hefur farið fram. Þrumur og elding- ar í Oakmont — urðu til þess að hætta varð keppni í opna bandaríska meistaramótinu ígolfi, þegar hæst stóð Það tókst ekki að ljúka opna banda- riska meistaramótinu í golfi í gær- kvöldi þar sem þrumur og eldingar urðu til þess að hætta varð keppni þeg- ar sex kylfingar áttu eftir að ljúka siðustu umferðinni. Það voru þeir Gil Morgan, Raymond Floyd, Calvin Peate, Larry Nelson, Tom Watson og Spánverjinn Severiano Ballesteros. Allt benti til að keppnin um meist- aratitilinn yrði á milli Nelson og Tom Watson sem voru báðir fjórum högg- um undir pari vallarins í síðustu um- ferðinni þegar hætta þurfti keppninni. Watson átti þá eftir að leika fimm hol- ur og Nelson þrjár. Þremur höggum á eftir þeim kom svo Gil Morgan. Ballesteros, sem lék síðustu um- ferðina með Watson, var einu höggi yfir pari vallarins. Áðumefndir sex Unglingasíður DV Eins og undanfarin ár mun DV birta fréttir frá yngri flokkunum í knatt- spyrau. Fyrstu frásagnirnar verða í næsta Helgarblaði DV — á laugardag- inn kemur. Þeir þjálfarar og forráða- Lögreglulandsliðið til Osló Myndin hér að ofan er af landsliði lögreglumanna í knattspyrnu, sem tekur í fyrsta skipti þátt í Norður- landamóti lögreglumanna i knatt- spyrnu sem haldið er í Úsló. íslensku lögreglumennirnir, sem héldu utan í morgun keppa fyrst við kollega sína frá Finnlandi á morgun og við Dani á miðvikudaginn. Það fer síðan eftir úr- slitum þessara leikja, hvert áfram- haldið verður, en mótinu lýkur á fimmtudaginn með úrslitaleikjum. Lið lögreglumanna okkar hefur æft af krafti að undanfömu undir stjórn Karls Hermannssonar lögreglumanns og fyrrum knattspyrnukappa frá Keflavík. Engu skal spáð um frammi- stöðu okkar liðs í þessari keppni, en vitað er að Danir og Norðmenn hafa harðvítugu liöi á að skipa og sama má raunar segja um Svía.(Mynd Helgi Dan.) menn félaga, sem vilja koma fréttum og frásögnum af leikjum liða sinna á framfæri, eru beðnir að hringja í síma 86618 á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 26—22. kylfingar munu ljúka keppni í dag. Þaö var ákveðið í gærkvöldi að kylf- ingamir léku 18 holur í dag. Það skeði síðast 1975 að fresta varð keppni vegna rigninga — þá vann Lou Graham sigur yfir John Mahaffey í úrslitakeppni. -SOS. : Mikilblóð- : • takahjáKA ; I Akureyrarliðið hefur misst þjálfara sinn og sex I I leikmenn á einu bretti I I I Nýliðar KA í 1. deildarkeppninni " í handknattleik þurfa að tefla fram I nýju liði í baráttunni um íslands- meistaratitilinn næsta vetur. Sex I af leikmönnum muna ekki leika Imeð Akureyraliðinu næsta vetur. Eins og hefur komið fram í DV Íþá verður danski þjálfarinn Jan Larsen ekki áfram meö KA og I dönsku leikmennirnir Kjall 1 Mauruthsen og Flemming Bevesee | veröaheldurekkiíherbúðumKA. . Þorleifur Ananiasson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Annar linumaöur, Guðmundur Guðmundsson, hefur ákveöiö að ganga til liðs viö Islandsmeistara Víkings. Þriðji línumaðurinn Erlendur Hermannsson, fyrrum landsliðsmaður úr Víkingi, erá för- um til Danmerkur og einnig lang- skyttan Friðjón Jónsson sem fer til náms í Danmörku. Á þessu sést að KA hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku — misst þjálf- arann og sexlykilmenn liðsins. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.