Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 20. JUNI1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLM1ÐLUN HF. Stjdrnarformaflur og litgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjári: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstdöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuöi 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Hamlað gegn sköttum Nú reynir á sjálfstæöismenn hvort þeir standa viö stóru oröin og lækka skattana. I tíö fyrri ríkisstjórnar var þaö megininntak gagnrýni þeirra, sem þá voru í stjórnar- andstöðu, hversu skattagleði ríkisstjórna síöustu ára heföi veriö áköf. Sem betur fer sjást þess nokkur merki á fyrstu dögum nýju ríkisstjórnarinnar, aö ráðherrar hiki viðskatta. Ekki er þaö stórt mál fyrir ríkissjóð, en hefði svokall- aö „kílógjald” veriö lagt á bifreiðar, heföi sá þúsund- kalla-skattur verið þung byröi á bifreiðaeigendur. Mlun- in var, aö greidd skyldi ein króna fyrir hvert kíló, sem bif- reið vegur. Þetta átti að renna til vegamála. Vegaáætlun hékk ekki saman án þess að eitthvað slíkt kæmi til. Á síð- asta þingi var meirihluti fyrir slíku gjaldi, þótt aöeins væri úr því dregið fyrir atvinnubílstjóra í meöferö síöustu daga þings. Sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu hindruðu framgang málsins. Þótt meirihluti væri fyrir gjaldinu, náöi það ekki fram aö ganga í þófi síðustu daga þingsins. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hugðist þó ekki láta af gjaldtökunni. Ráöherrar ræddu um að setja þaö á meö bráðabirgðalögum. Ekki varð af því. Ráðherrar þeirr- ar ríkisstjórnar tóku þann kost að segja Vegagerðinni að miða framkvæmdir við, að fjármagn af þessu tagi kæmi til. Máliö var enn óafgreitt við stjórnarskiptin. Miklar álögur hafa verið á bifreiðaeigendur. Þeir hafa ekki séð það fjármagn fara til vegamála, heldur hefur stór hluti farið í ríkishítina sem slíka. Vafalaust verður nú nógu örðugt fyrir almenna borgara að halda úti bif- reið, þótt ekki komi til gjaldtaka af þessu tagi, sem ætlun • in var að innheimta á einum mánuði. Hvaö gerði hinn nýi fjármálaráöherra, Albert Guð- mundsson? Hann lýsti því yfir fyrir skömmu, að hann hygðist ekki leggja þungagjald á bifreiðar til að brúa hið óbrúaða bil, sem fyrri ríkisstjórn skildi eftir í vegamálum. Hvernig átti þá að fara að? Fjármálaráðherra sagðist vera and- vígur því, að einhvers konar skattar yrðu lagðir á til þess- ara hluta. Fjár yrði aflað með erlendri lántöku. Erlend lán hafa þegar verið langt úr hófi fram. Þær byrðar veröa þungar komandi kynslóðum. En það verður aö viðurkenna, að núverandi ríkisstjórn átti í vanda vegna viðskilnaðarins í vegamálum. Því kæmi bráða- birgðalántaka til greina. Til lengdar duga slík úrræði ekki. Landsmenn munu ætlast til þess, að ríkisstjórnin skerði ríkisbáknið, svo unnt verði að minnka skatta. Menn ætlast ekki til mikils af framsóknarmönnum í því efni. En menn minnast margra ára yfirlýsinga þeirra sjálfstæðismanna, sem nú eru setztir í ríkisstjórn, um niðurskurð ríkisbáknsins. Skattaálögur eru miklu meiri en eðlilegt er. Það gildir ekki sízt um tekjuskattinn. Ríkisstjórnin tekur viö miklum halla á ríkissjóði. Því er ekki viö að búast, aö snögg umskipti verði og skatta- álögur minnki mikið. En þó hefur ríkisstjórnin gert lítið eitt í þá átt. Með ráðstöfununum fyrir 1. júní fylgdi nokkur lækkun tekjuskatts en mjög lítil. Með fylgdu einnig fyrirheit um nokkra lækkun neyzlu- skatta og tolla. Ríkisstjórnin á að mæta þessu og hallanum á ríkisbú- skapnum með niöurskurði ríkisútgjalda. Fyrst þarf að glíma við hallareksturinn, síðan snúa sér að verulegri skattalækkun. Haukur Helgason. UM MILUUÐI í LANDBÚNAÐI Sú mikla veröhækkunarskriða sem orðið hefur að undanförnu, samhliða skeröingu verðbóta á laun, hefur vald- ið mikilli óánægju meöal almennings. Sérstaklega hefur þessarar óánægju gætt með þá miklu verðhækkun sem varð um síðustu mánaðamót á land- búnaðarvörum, en þær hækkanir voru á bilinu 22—33 %ámeðanalmenn laun í landinu hækkuðu aðeins um 8%. Oánægja sem þessi er skiljanleg þar sem landbúnaðarvörur vega mjög þungt í útgjöldum heimilanna og þá einkum hjá barnmörgum f jölskyldum og koma þessar hækkanir þannig verst niður á þeim sem síst skyldi. Raunar furöa margir sig á þessum miklu hækkunum á landbúnaðar- vörum og þá sérstaklega með tilliti til þess aö launaliður bóndans er nú skertur sem nemur þeirri almennu skeröingu á vísitölubótum sem varð um síðustu mánaðamót. Laun þeirra sem vinna við vinnslu og dreifingu þessara vara voru að sjálfsögðu einnig skert sem þessu nemur. Má því ætla að verð landbúnaðarvara hefði hækkað um það bil helmingi meira en sem nemur launahækkunum hefðu vísitölu- bætur verið að fullu greiddar eins og kjarasamningar seg ja til um. Taka ber fram að hér skipta niðurgreiðslur sem eru óbreyttar í krónutölu einhverju máli þannig að eðlilegt hefði verið aö hækkanir þessar hefðu orðið eitthvað meiri en almenn verðlagsþróun í land- inu gefur tilefni til. Það er hins vegar Ijóst að milliliðir í landbúnaði, þ.e. vinnslu- og dreifingaraðilar, gerast sí- fellt þurftarfrekari á það verð sem við neytendur greiðum fyrir þessar vörur. Jóhannes Gunnarsson Skýrsla Hagvangs hf. um vinnslu- og dreifingar- kostnað mjólkurvara I nóvembermánuöi 1981 kom út skýrsla sem unnin var af Hagvangi hf. fyrir forsætisráðuneytið um vinnslu- og dreifingarkostnað mjólkurvara. Þar kemur fram veru- leg gagnrýni á það hvemig verðlagn- ingu þessara vara er háttaö, auk þess sem bent er á ýmsa aðra þætti í rekstri mjólkursamlaga sem betur mættu fara. Meðal annars er bent á að verð- lagning mjólkurvara sé ekki byggð á upplýsingum um raunverulegan framleiðslukostnaö einstakra vöru- tegunda heldur sé eingöngu stuðst við upplýsingar Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík um heildar- vinnslu- og dreifingarkostnað allrar innveginnar mjólkur á mjólkursölu- svæði I (þ.e. hjá mjólkursamlögum á sv-homi landsins). Einnig er bent á að í þessum upplýsingum sé inni- falinn sá vinnslu- og dreifingar- kostnaöur sem tilheyrir sýrðum mjólkurvörum sem ekki em háöar verðlagsákvæöum (t.d. jógúrt). Þetta er með öllu óeðlilegt nema þá aðeins að þessar vörur falli einnig undir verðlagsákvörðun sexmanna- nefndar. Því má og við bæta að hér er einmitt um að ræða vömr sem ætla má að seldar séu á óeðlilega háu verði. I skýrslunni segir ennfremur að „ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að gmndvöllur að nýju verðmynd- unarkerfi með haldgóöum upplýs- ingum frá búunum sjálfum liggi fyrirí ársbyrjun 1984, þ.e. þegaráriö 1983 hefur verið gert upp. Fram að þeim tíma er eðlilegast að styðjast við svipað kerfi og nú er í gangi með nauðsynlegum endurbótum”. Samkvæmt þeim upplýsingum sem greinarhöfundur hefur aflað sér hafa slíkar „nauðsynlegar endur- bætur” engar verið geröar og ekkert bendir til að nýtt verðmyndunarkerfi mjólkurvara verði tekiö upp á næsta „ári. A árinu 1976 var svonefnt veröjöfn- unargjald tekið inn í verðlagningu mjólkurafurða, en verðjöfnunar- gjaldið á að tryggja mjólkurfram- leiðendum lágmarksverð fyrir fram- HVERIIR ERU KOSTIRNIR? Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann verður 14% lægri í ár en í fyrra samkvæmt áliti Þjóðhagsstofnunar. Án efnahagsaðgerða ríkisstjómar- innar heföi rýmunin orðið 11%. Þegar lífskjör almennings versna með þessum hætti er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim valkostum sem þjóðin stendur frammi fyrir í efnahagsmálum. Margir bera kjör sín nú saman við það sem þeir báru frá borði í fyrra og reikna út hversu mikið kjörin þurfa að batna til þess að vera sambærileg við það sem þá gerðist. En þetta eru akademískir útreikningar. Sá valkostur er ekki fyrir hendi að lífs- kjörin séu jafngóð og þau voru á árinu 1982. Tvö efnahagsáföll Þjóðarbúið hefur orðið fyrir tveimur efnahagsáföllum í einu. Annað efna- hagsáfallið er aflasamdrátturinn en þorskaflinn á þessu ári veröur líklega um 300 þúsund tonn miðað við 460 þús- und tonn á árinu 1981 og 370 þúsund tonn í fyrra. Ovíst er með loðnuafla en á árinu 1981 veiddust 640 þúsund tonn afloönu. Hitt efnahagsáfallið er efnahags- stefna undanfarinna ára. Afleiðingar hennar eru óðaveröbólga og skulda- söfnun erlendis. Efnahagsáfalliö af völdum efnahagsstefnunnar er reyndar stærra heldur en vandinn vegna aflabrestsins. Á árinu 1969 var skuldastaöan viö útlönd 29,2% af þjóðarframleiðslunni en þá urðu skuld- imar mestar í efnahagsáfaUinu 1967— 69. Á árinu 1981, mesta metári tU sjós og lands í tslandssögunni, var skulda- staðan við útlönd 31,4% af þjóðarfram- leiðslunni. Efnahagsstefna undanfar- inna ára jafnast því á við efnahags- áfaUið 1967-69. EfnahagsáfaUið af völdum efna- hagsstefnunnar takmarkar mjög þá valkœti sem við höfum. Viö venjulegar Dr. Vilhjálmur Egilsson aöstæður myndum við geta aukiö skuldir okkar erlendis tU þess að halda að einhverju leyti uppi lífskjörunum þrátt fyrir minnkandi afla. Það var reyndar gert í fyrra en þá jukust þjóðarútgjöld um 2,2% meöan þjóðar- tekjumar lækkuðu um2J%. Skuldastaðan við útlönd fór upp í 47% af þjóðarframleiðslunni í fyrra. Nú er svigrúmið til skuldasöfnunar er- lendis ekki lengur fyrir hendi. Ef við aukum skuldimar festumst við í skuldahringiðu sem leiðir af sér pólskt ástand á örfáum árum. • „Við höfum ekki lengur þann valkost að safna erlendum skuldum. Þess vegna versna lífskjörin svona mikið. Við erum að súpa seyðið af tveimur efnahagsáföllum í einu. Allir útreikningar um það hversu mikið lífs- kjörin þurfa að batna eru óraunhæfir ef ekki er tekið mið af þessari staðreynd.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.