Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR20. JUNI1983. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Lynghoiti 11 Keflavík, þingl. eign Ævars Þorsteinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og Ölafs Thoroddsen hdl. miðvikudaginn 22.06.1983 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Sunnu- braut 40 Keflavík, þingl. eign Gunnars Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Garðars Garðarssonar hdl. miðvikudaginn 22.06. 1983 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kefiavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á mb. Arnari KE 260, þingl. eign Ragnars Ragnarssonar, fer fram við bátinn sjálfan í Keflavíkurhöfn að kröfu Tryggingastofnunar rikisins miðvikudaginn 22.06.1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kefiavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á mb. Sjávarborg GK 60, þingl. eign Utgerðarfélagsins Sjávarborgar hf., fer fram við skipið sjálft í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í Njarðvík að kröfu Jóns G. Briem hdl. miðvikudaginn 22.06.1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Túngötu 2, rishæð í Sandgerði, þingi. eign Ingþórs Óla Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. og fl. miðvikudaginn 22.06.1983 kl. 15.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Kaldárselsvegi 4 Hafnarf irði, þingl. eign Þóris Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júní 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Óseyrarbraut 9—11 Hafnarfirði, þingl. eign Hreifa hf., fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júni 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Suðurgötu 73 Hafnarfirði, þingl. eign Bjarna Halldórssonar o.fl., fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júní 1983 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27 tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Fagrahvammi 5 Hafnarfirði, þingl. eign Jóns S. Magnús- sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Einars Viðar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júní 1983 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Öldutúni 12,2.h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Ottós Karlssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júní 1983 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 24. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Bröttukinn 33, 1. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Steinunnar Olafsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. júní 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. AL JARREAU— JARREAU STORSONGVARINN JARREAU Það eru ekki margir söngvarar sem syngja léttari tegund tónlistar, er hafa yfir jafnmikilli tækni að ráða og A1 Jarreau. Rödd hans viröist geta fylgt eftir hvaða hljóðfæri sem er þegar hann vill, og hann sýndi það á fyrstu plötum sínum að hann er sjálfsagt meðal fremst.u jasssöngvara í heimin- umnú. En það er erfitt aö verða vinsæll meö því að syngja eingöngu jasstónlist; því hefur hann undanfarið brugðið á það ráð að syngja sölumeiri tónlist inn á plötur sínar og hefur öðlast vinsældir fyrir. Hann er ekki einn bandarískra tónlistarmanna í jassinum um að leita f yrir sér í poppinu. Dettur mér í augna- blikinu í hug hinn þekkti gítarleikari og söngvari George Benson, sem á árum áður var talinn efnilegasti jassgítar- leikarinn í Bandaríkjunum en hefur nú öðlast vinsældir sem poppsöngvari. Nýjasta plata A1 Jarreau nefnist einungis Jarreau og inniheldur niu lög. Hefur A1 Jarreau samið sex þeirra í samvinnu við aðra en þrjú eru utanað- komandi. Það er skemmst frá því að segja að Jarreau er virkilega skemmtileg í alla staði, og þótt lögin séu frekar léttvæg, þá bætir A1 Jarreau upp það sem á vantar með sinni frá- bæru söngrödd. Hann rennir sér létt í gegnum þessi lög sem gera að minu mati of litlar kröfur til hans sem söngvara. Það er í rauninni aðeins í einu lagi sem hann fær eitthvað að leika sér, en það er í Boogie Down, sem er virkilega skemmtilegt lag. Það eru að sjálfsögöu þekktustu og bestu „session” mennimir sem að- stoða A1 Jarreau á þessari plötu. Má þar nefna meðal annarra Steve Gadd, Steve og Jeff Porcaro og gömlu kempuna Victor Feldman. Jarreau er ekki meöal þess besta sem A1 Jarreau hefur gert, en hún er fag- mannlega gerð, án þess að vera tilfinn- ingalaus. Það sem mér finnst helst vera að er að ég veit að A1 Jarreau getur gert betri plötu, þar sem hin ein- stæða rödd hans nýtur sín til fulls, en á meðan við bíðum eftir henni ætti engum aö leiðast viö að hlusta á Jarreau. HK. ROXY MUSIC: MUSIQUE ROXY: „Pottþétt”, hvíslaði einhver Skækjulegar konur virðast vera aöals- merki gömlu kempunnar Brian Ferrys og hljómsveitar hans, Roxy Music. Allflestar plötur Roxy flagga ungum og huggulegum stúlkum, með vafasamt „meiköp”, í eggjandi stell- ingum og fáklæddum á plötuumslag- inu. Nýja „mini LP”-skífa Roxy, hvort sem hún heitir Musique Roxy eða The High Road, er þar engin undantekning. Af einhverjum ástæðum togar stúlkan nú í munnvikiö á sér. Roxy Music er eitt af stærstu nöfriunum í poppheiminum. Allt frá því hljómsveitin hóf að koma fyrst fram á árinu 1972 (hún var reyndar stofnuð 1970) hefur hún átt firnavinsældum að fagna sem ekki er að undra. Tónlist Roxy, sem einu sinni var lýst sem blendingi af rokki sjötta áratugarins, jassi og nýjum tæknibrellum, hefur jafnan verið afskaplega seiðandi; svo róleg og vönduð sem hún er. En jafnframt verður aö bæta við að Roxy Music hefur staðið fyrir framsækið rokk þótt sú nafngift eigi vart við nú þegar vel er liöið á níunda áratuginn. til að mynda var Brian Eno eitt sinn meðlimur. Nýja skífan geymir aðeins fjögur lög og flutningur þeirra tekur innan við 28 mínútur. Upptökur fóru fram á hljóm- leikum í Glasgow ekki alls fyrir löngu. En lögin fjögur eru öll komin til ára sinna. Á fyrri hliðinni eru tvö lög eftir Ferry, annað, Can’t Let Go, er frá 1978 og hið síðara, My Only Love, er frá 1980. Hinum megin eru einnig gamlar lummur, Like a Hurrycane eftir Neil Young og Jealous Guy eftir Lennon af plötunni Imagine (1971). Vart er hægt að segja að breytingar hafi oröið miklar frá því sem áður var. Samanborið við Avalon (1982) er vart hægt að greina breytingar, nema auð- vitað að sú skífa var stúdíóafurð og þar með var yfirborðiö allt svo slétt og fellt sem best varð á kosiö. Annars er „sándið” á þessari „mini LP” sérlega fínt þegar litið er til þess að upptakan er „live”. Lögin hafa öll þennan seiðandi hljóm sem fær hlustanda til að setjast niður og hlýða á með yfirvegaðri athygli enda er liðsskipan með nær sama hætti og á Avalon og lögunum áöur: Phil Manzanera (gítar), Andrew Mackay (saxófónn), Neil Hubbart (gítar), Andy Newmark (trommur), Alan Spenner (bassi) og Jimmy Maelen (ásláttur). Auk þess koma við sögu Guy Flethcer (hljómborð?) og tvær söngkonur. Og Ferry er auðvitað á sínum stað með sína letilegu og væmnu rödd sem gengur svo ótrúlega vel í saklausan hlustandann. Oþarfi er aö tíunda afrek hvers og eins., Lögin eru ljúf sem vænta mátti, renna inn um hlustina, standa þar kyrr og gerjast við mátulegan hita. „Pott- þétt,” hvíslaði einhver að mér. Hér er ekki að finna nein óp og frammíköll meðal viðstaddra. Áheyrendur hlýða andaktugir á listamennina og hvergi má greina mistök. Þvert á móti. Helst heföi ég kosið að platan væri helmingi lengri. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.