Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Síða 17
DV. M ANUDAGUR 20. JÚNI1983. 17 Bflhræ í Ásgarði 6594—9229 skrifar: , ,Gatan Ásgaröur er ein sérstæðasta og laglegasta gata í Reykjavík og íbúarnir leggja sig fram um að halda henni þannig. Þess vegna er það hin mesta skömm að einhverjir þar hafa dregið að sér þr jú bílhræ og sett við eitt raðhúsið. Þetta er ófagurt fyrir marga íbúana sem ofar búa. Síðan hafa krakkar verið að leika sér í bíldruslun- um sem er hættulegt. Eg skora á eigendur þessa drasls að f jarlægja það strax.” Maðkurinn er vinsæll er laxveiðitiminn stendur yfir. Viö bjóóum fleira en gottgler! í verslun okkar færð þú flest það sem til þarf við frágang og viðhald glugga og hurða þakrenna og veggeininga. Viðgerðarefni fyrir ótrúlegustu aðstæður. Allt ísetningarefni á einum stað - og ráðgjöf fagmanns í kaupbæti. 43 GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 LAKARA EN UNITED EKKI UVERPOOL Baldur Benediktsson skrifar: Mig langar til að svara þessum Liverpool-aðdáanda sem skrifaði í blaðið 10. júní sl. Hann segir að Manchester United sé ekki stórlið fyrir fimmaura. Einnig segir hann að bolt- inn sem liðið leikur sé miður skemmti- legur á að horfa. Það er greinilegt að þessi Liverpool-aðdáandi sá ekki seinni leik Manchester United og Brighton. Leikurinn var stórskemmti- legur á aö horfa og léku bæði liöin mjög vel, sérstaklega Manchester United, enda réðu leikmenn Brighton ekkert við liö United. Ekki einu sinni Liver- pool hefði ráðið við leikmenn United í þeim ham sem liðið var í þennan dag. Einnig sá ég íþróttasíöu Morgunblaðs- ins 9. júní. Þar var birt lokastaöan í keppni Adidas um besta liö Evrópu. I þeirri keppni sigraöi Aberdeen og komu mörg þekkt lið ekki langt á eftir. Þar á meðal voru lið Manchester United og Liverpool. Bæði liðin enduðu með 14 stig. A þessu sést best að árangur United var ekki lakari en’ árangur Liverpool. I leiðinni langar migtilaðþakka DV fyrirfrábærtblað. „Ekki einu sinni Liverpool hefði ráðið við United í þeim ham sem þeir voru í,” segir Baldur Benediktsson og á þar við frammistöðu Manchester United i síðari úrslitaleik liðsins í bikarkeppn- inní. mt* MAÐKAÞJOFARNIR ORÐNIR VERRI EN VILLIKETTIRNIR 1046—0441 hringdi: Það er enginn friöur í Holtunum, þar sem ég bý, fyrir maðkaþjófum. Svo rammt kveður að þessu að á nætumar verð ég oft að drífa mig fram úr og reka menn út úr garðinum. Oft eru þetta góöborgarar sem skriða þama í beðunum með vasaljós að vopni. Þeir eru orðnir verri en villikett- irnir. Það væri sök sér ef þeir stælu aöeins maðkinum en þegar sumarskreyting- amar eru farnar að hverfa líka get ég ekki lengur orða bundist. Vil ég hér með skora á maðkaþjóf- ana að láta a.m.k. aðrar eigur í friði og þá sem stálu forláta sumarskreytingu úr garði í Holtunum á dögunum að skila henni aftur. SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL SUBSTRAL ef blómin gætu talað, bæðu þau um SUBSTRAL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.