Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 6
DV. MÁNUDAGUR 20. JUNl 1983. & --------VIDEO------------ OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 K vikm yndamarkaðurinn Skólavörðustíg 19. Videoklúbburinn Stórholti 7. Simi 35450. .VIDEO. KVEIKJUNA Heimsþekktar vörur á frábæru verði. Kerti frá AUTOLITE — BOSCH — CHAMPION. Platínur — Kveikjulok, Hamrar, Þéttar og Kveikju- þræöir frá USA og V.-Þýskalandi. JL-HÚSIÐ, RAFDEILD, AUGLÝSIR Eigum gott úrval af lampasnúrum, marga liti, einnig kapla og ídráttarvír frá 0,75q til 16q. Eigum ýmis konar efni til raflagna, innfellt og utanáliggjandi, jardbundið og ójarðbundið, svo sem klœr, hulsur, fatn- ingar, fjöltengi, tengla og rofa, örgggi, dimmera, tengidósir, bjöllur, spenna, einnig veggdósir, loftdósir, lekaliða og margt fleira, m.a. klukkuslýrða tengla með rofa. EIGUM 100 MÖGULEIKA í PERUM Venjulegar perur, kertaperur, kúluperur, ópalperur, Ýmsar gerðir af spegilperum, línestraperur, flúrperur, m.a. gróðurperur, 12 v. og 24 v. 32 v. perur vœntanlegar. JIS t p i ’ lj ; = 3 ÍJUiOj '□UUUQ11-^ ■ u m n ■■ m iu m ua i •»s t $?„ Jón Loftsson hf.________________ Hringbraut 121 Sími 10600 Neytendur Neytendur Neytendur Verðlaun aprflmánaðar: BÓKHALD EINA LEKNN TIL AÐ FYLGJAST MEÐ VERÐBÓLGUNNI — segir verðlaunaf jölskyldan í Kópavogi „Okkur fannst eins og peningarnir væru hreinlega famir aö hverfa. Viö höföum ekki hugmynd um það í hvaö þeir höföu fariö. Því ákváðum við aö fara aö halda bókhald,” sögöu hjónin Gunnar Ámason og Sólveig Jóhannes- dóttir. Seðillinn þeirra var dreginn út úr innsendum upplýsingaseölum í heimilisbókhaldinu fyrir aprílmánuö. „Þaö vildi svo skemmtilega til aö sama morguninn og hringt var til okk- ar og sagt aö við heföum fengið apríl- verölaunin skilaöi ég inn seölinum meö maíútgjöldunum,” sagöi Gunnar. Þau hjónin búa í Efstahjallanum í Kópavogi. Þar eiga þau ljómandi snotra íbúö. „Þaö munar miklu aö eiga eigin íbúö. Af henni er ekkert eftir aö borga annað en húsnæðislániö,” sögöu þau. Þrjá syni eiga þau, Hörö á ööra ári, Árna Kristin, 3 ára, og Jóhannes sem er orðinn 10 ára. Hann er einn af hinum hraustu blaöbemm DV, ber út í Engi- hjallanum. Ég tala af reynslu þegar ég segi að hann standi sig eins og hetja í því starfi. Sólveig og Gunnar byrjuöu aö halda bókhald um áramótin. Eg spuröi þau að því hvort þeim þætti þaö erfitt verk. „Nei, alls ekki. Eg fæ alltaf kassakvittun í verslunum og safna þeim saman. Á nokkurra daga fresti færi ég þar inn,” sagöi Sólveig. Gunnar stendur sig ekki síður. ,,Ég held nokkurs konar dagbók sem ég færi inn í ekki sjaldnar en annan hvern dag. Meö því er auðvelt að fylgjast meö jafnóöum hvað farið er og hvaö er eft- ir,”sagöihann. Allt er fært til bókar. Sælgætiö ekki síður en nauösynjavaran, afborganir og fatnaöur. „Þaö er helvíti hart þegar 70% af laununum fara í mat og hrein- lætisvörur eins og geröi hjá okkur í apríl,” sagði Gunnar. Og hann sagöist vera búinn að reikna þaö út að frá ára- mótum hafi þau eytt 10 þúsund krónum meira en þau hafa aflað. Gengiö hefur verið á þá varasjóöi sem til voru. Þau keyptu sér nýjan bíl sem í fóru 12 þúsund krónur á mánuði. I annað en mat og bílinn fóm hins vegar nær engir peningar. „Þaö líöa oft mánuöir án þess aö viö eyöum neinu í til dæmis fatnað,” segjaþau. „Bókhald er eina leiöin til þess aö fylgjast meö raunverulegri veröbólgu. Þá getur maður séö hvaö hlutimir hækka á milli mánaöa. Allar tölur stjórnvalda eru eitthvert fals,” segir Sólveig. Eg spuröi þau hjónin aö því hvort í okkar verðbólgu væri yfirleitt hægt aö spara eitthvað. „Þaö er hægt, já. Meö því aö kaupa kjöt í skrokkum og vömr í heildsölu. En til þess þarf peninga og dýrt er orö- iö að liggja með vörar. Viö höfum allt- af tekið slátur þangaö til í haust en k jöt í heilum skrokkum höfum viö ekki get- aö keypt. En við reynum aö kaupa allt- af ódýran mat Nauta- og svínakjöt er aldrei keypt til dæmis,” segja þau. Sólveig segist auk þess hafa komist aö því fyrir nokkru aö meö því aö kaupa grænmeti og kartöflur hjá Grænmetis- versluninni megi spara ögn. „Auk þess sem maöur fær miklu betra græn- meti,” segir hún. Reynt er aö kaupa til heimilisins sem mest í ódýrum verslunum. Farið er í Hagkaup eöa Stórmarkaðinn viku- lega og reynt aö láta þaö sem keypt er duga út vikuna. Þetta telja þau borga sig þó fara veröi á bíl í þessar verslan- ir. „Eg fer yfirleitt ekki í Hagkaup nema fara eitthvað annaö í leiöinni. Þaö er því ekki beinn bensínkostnað- ur,”segirSólveig. Þau era bæöi kennaramenntuð, Gunnar og Sólveig. Hann vinnur ennþá sem kennari en hún er heima og hugs- ar um karlkynið. Einföld kennaralaun duga skammt þannig aö í sumar er Gunnar aö segja til í Siglingaklúbbi Kópavogs og á vetuma er hann fram- kvæmdastjóri Blaksambandsins. DS Fjölskyldan valdi sér tæki frá Braun í verðlaun. Þetta er hrærivél, hakkari, blandari, rifkvörn og ýinislegt fieira, allt í sama tækinu. Þaö var keypt í Raftækjaverslun Kópavogs. Hér sést allur hópurinn, Gunnar, Höröur, Árni Kristinn, Sólveig og Jóhannes, með gripinn. DV-mynd Þó. G. Heitten ekkikalt SKIPTIA FRYSTIEININGUM íkælibox Húsmóðir á Egilsstöðum hringdi: Mig langar að koma þeirri fyrir- spurn á framfæri til kaupmanna víös vegar um landið hvort ekki sé unnt að bjóöa upp á frystieiningar þær sem notaöar eru í kælibox. Margir nota slík box á ferðalögum undir mat. En begar búiö er aö opna boxiö nokkrum sinn- um eru frystieiningamar orönar þíöar og ekkert helst lengur kalt. Þaö væri því mjög þægilegt ef fólk gæti farið með slíkar einingar í næstu verslun og skipt á þeim og öörum sem era frosn- ar. Fyrir þetta mætti taka eitthvert smágjald. Hugmynd húsmóður á Egilsstöðum er hér meö komiö á framfæri. Þaö sak- ar ekki aö lauma því að kaupmönnum aö þeir sem koma inn í verslun til að skipta á frystieiningum eru líklegir til þess að kaupa eitthvert smáræði í leiö- inni. Svona þjónusta ætti því að vera beggjahagur. DS I fréttinni um hinar nýju umbúðir utan um fryst kjöt sem Vörumarkað- urinn hefur látið hanna misritaðist eitt orð. Sagt var að eftir að búið væri aö pakka kjötinu inn væri því dýft f kalt vatn, en svo er eigi. Vatnið er heitt og skreppa umbúðirnar því saman viö baðið. Er þaö leyndar- dómurinn á bak við tveggja ára geymsluþol kjötsins í þessum um- búðum. Viökomandi eru beðnir vel-’ virðingar á mistökunum. -sa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.