Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Blaðsíða 1
Kraftaverk —segir móðir Iftillar stúlku sem bjargað var frá drukknun „Þetta var kraftaverk,” sagöi Þóra Helgadóttir, húsfreyja aö Aðal- bóli í Aðaldal. Áfimmtudagskvöldiðí fyrri viku bjargaði hún dóttur sinni frá drukknun í bæjarlæknum. Telpan heitir Kristín Dögg Hösk- uldsdóttir og er þriggja ára síöan í desember. Faðir hennar er Höskuld- ur Þráinsson, bóndi að Aðalbóli. Kristín Dögg var úti að leika sér á fimmtudagskvöldið með öðrum bömum. Klukkan rúmlega tíu komu hin bömin inn en Kristín Dögg var ekki með þeim. Hófst þá leit. Fyrst var leitaö í hesthúsunum við bæinn þar sem bömin léku sér oft. Þegar Kristín Dögg fannst ekki þar gekk móðir hennar hins vegar niður að bæjarlæknum. Þar sem hún kom að læknum lá litla stúlkan á botninum. Móðir hennar sagðist ekki vita hvemig á því stóö að henni var geng- ið niöur aö læknum á nákvæmlega þessum stað. Börnin lékju sér aldrei viö lækinn. Kraftaverk var orðið sem hún notaöi til að lýsa þessari hend- ingu. Stúlkan litla lá á töluverðu dýpi í læknum og þurfti móðir hennar að vaöa upp undir hendur til þess aö ná henni upp. Það tókst giftusamlega. Þegar hún var að vaða í land með bamið í fanginu bar að tvo pilta. Þetta vom þeir Bjami, bróðir Kristínar Daggar og Holgeir Her- mannsson. Þeir höfðu verið á æfingu með Hjálparsveit skáta í Aðaldal. Hafði Bjarni ekki ætlað sér að koma heim þetta kvöld. En fyrir einhverja mildi gerði hann það og bar að á ná- kvæmlega réttum tíma. Hann og fé- lagi hans hófu þegar blásturs- tilraunir og héldu þeim áfram þar til lögregla og sjúkralið komu á vett- vang. Var Kristín Dögg þá farin að ranka við sér. Bjarni sagðist hafa lært blástursaðferðina þegar hann var í 8. bekk í Hafralækjarskóla og lesið sér síðar til í bókum umhana. Litla stúlkan var flutt á sjúkra- húsið á Húsavík þar sem læknir og hjúkrunarliö beið hennar. Móðir hennar vildi koma sérstöku þakklæti til allra á sjúkrahúsinu, svo og bíl- stjóra sjúkrabilsins, fyrir þeirra þátt í þessari einstæðu björgun. Kristín Dögg er við hestaheilsu og hin hressasta. Fær hún að fara heim í dag, að öllum Iíkindum. DS/IM, Húsavik. — sjá bls. 3 | 187 sttmtgar á tveim dögum — sjá Veiðivon bls.2 Aöstoöar- maöurfjár- málaráöherra — sjábls. 11 RaHogtor- færukeppni — sjá bls. 29og30 Þóra Helgadóttir og Kriatín Dögg Höskuldsdóttir. Myndin var tekin á sjúkra- húsinu á Húsavík þar sem Kristín Dögg hefur verid sídan slysid vard. Á hinni myndinni er Bjarni, bródir Kristínar Daggar. Hann vard 17 ára á föstudaginn, daginn eftir að hann bjarg- aði lífi systur sinnar. DV myndir Ingibjörg Magnúsdóttir. Pólska stjórnin: VARAR KIRKJUNA VID ÖLLU ANDÓFI — sjá erl.fr. bls.8og9 ÁSA- TRÚAR- MENN BLÓTA GOÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.