Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1983, Side 44
44 DV. MANUDAGUR 20. JUNl 1983. Sviðsljósið * Sviðsljósið Sviðsljósið Ný hljómplata með lögum Áma ísleifs Út er komin hljómplatan Grimmt og blítt meö lögum eftir Áma Isleifs. Þaö er hljómsveitin Slagbrandur frá Egilsstööum sem flytur lögin ásamt gestunum Viöari Alfreössyni trompetleikara og Þorleifi Gíslasyni sem leikur á tenórsax. Ámi Isleifs starfar nú sem tónlistarkennari viö Tónlistarskóla Fljótsdalshéraös og hefur veriö búsettur í sjö ár á Egilsstöðum. Aður bjó hann í Reykjavík. Var hann til dæmis í eitt ár, 1974, meö dixieland- hljómsveit á Hótel Borg. Tíu árin þar á undan lék Árni í hljómsveit í Naustinu. Mörg lög sem Ámi hefur samiö hafa náö vinsældum. Nefna má Snjó- karlinn sem Soffía og Anna Sigga sungu, Stína ó Stína, Ég er farmaður fæddur á landi og fleiri. Á Grimmt og bh'tt eru hins vegar ný lög viö texta eftir Einar Georg og Einar Rafn. Arni sagöi í samtali viö DV að á plötunni væri rokk og ballöður, „sumir kölluöu þetta „skallapopp”. Þarna væru 2 róleg lög og 3 rokklög. Nafnið á plötunni heföi oröiö til út frá því. Þegar fariö hafi veriö aö taka upp hafi mönnum þótt lögin skiptast í tvö horn, annaöhvort blíö og róleg eöanokkuögróf.” Grimmt og bhtt er tekin upp í Grettisgati. Upptökustjórn og hljóð- blöndun sá Júlíus Agnarsson um. Utgefandi er Brandur á Egilsstöðum en Skífan dreifir plötunni. JBH. Holz með glott undir skeggi. Það hefur löngum verið viðkvæðið hjá ríku fólki aö peningar skiptu það engu máh, en hföi samt í vehystingum, og gæti þar af leiðandi ekki án þeirra verið. Þvi er skemmtileg tilbreyting aö heyra um einn ríkan sem segir að peningar skipti hann engu máh og lifir í samræmi við þaö í algerri örbirgö. Hr. Herbert Holz er 66 ára gamall og býr í algerum fúahjalh í mýrlendi í útjaöri Brisbaneí Astrahu. Holz þessi er fyrrverandi leigubíl- stjóri sem auðgaöist á sölu lands sem hann erfði. Honum heföi nægt féð til aö lifa þægilegu lífi en eins og margir þá þoldi hann ekki aö umgangast annaö fólk. Gaf hann því öll mannleg samskipti upp á bátinn, keypti sér mýrarskika og kom sér upp kofaræksni. Þar unir hann glaöur viö sitt með dýrum sem hann hefur sankað aö sér og lætur 120.000 dollarana sína liggja inni á banka og mygla. AfPelé Kn a ttspyrn usn illingu r- inn Pelé er aftur farinn ad gista sídur blada um víöa veröld. Er þad meðal ann- ars vegna þess að hann lék nýverið í fótboltamynd oy fór af því tilefni á kvik- myndahátíðina í Cannes í Frakklandi. Einnig mun rómantíkin blómstra hjá honum um þessar mundir. Pelé er orðinn yfir sig ást- fanginn af 19 ára sýningarstútku Xuxu að nafni. Hinn 42 ára Pelé hefur í hyggju að kvænast bráðlega og œtlar að búa í Ameríku. Carlo Ponti og Sophia Loren saman á ný á rölti i Genf i Sviss. Hjónabandsraunir Eftir brak og bresti í hjónabandi Sophiu Loren og Carlo Ponti eru þau tekin saman aftur. Olygnir höfðu haldiö því fram nokkuð lengi aö hjóna- bandiö væri búiö aö vera.bæöi voru komin meö ný viðhöld upp á arminn, þau hafi verið hætt að búa saman og Sophia haföi gerst tugthúslimur. AUt þetta haföi leitt tii þess að kunnugir töldu hjónabandiö óbætanlegt. En ólygnir höfðu aldrei þessu vant rangt fyrir sér. Þannig er mál með vexti aö strákamir þeirra hjóna tóku máhn í sínar hendur fyrir skömmu er þeir vom á ferð meö móöur sinni í ilm- vatnskynningu. Settu þeir henni úrshtakosti, annaöhvort tæki hún saman við Carlo eöa hún gæti siglt sinn sjó. Sophia tók ábendinguna alvarlega, hringdi 1 Carlo og tók hann uppástungunni vel. Aöur en af gat orðið uröu þau hins vegar að gera hreint fyrir sínum dyrum. Sophia varö aö losa sig viö lækninn sem hún hafði verið í tygjum viö í tvö ár. Og Carlo losaði sig viö ástkonu þá sem hann haföi haft í 6 ár og var 44 árum yngri en hann. Nú staöhæfa ólygnir, þvert ofan í fyrri spár, aö þau muni aldrei aftur shta samvistum. En miöaö við fyrri spádóma þá er betra aö taka öllum fuhyrðingum meö varúð. Tónlistarsmekkur Shakin ’ Stevens eða Stebbi hristingur, í íslenskri þýðingu. titrar at bræði þessa dagana. Innbrotsþjófar komu i heimsókn í lúxusvillu Stebba í norðurhluta London og sýndu þeir mikla smekkvísi í góssvali sínu. Skartgripir fyrir nokkur hundruð þúsundir hurfu og einnig fokdýr pels. Hins vegar skildu þeir eftir allar gullplöturnar hans Stebba sem þöktu heilan vegg. Shakin' Stevens, allt annað en ánægður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.