Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1983, Side 10
10 , DV. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGUST1983. I ........— ....... Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Það sem sagt er með og á móti eldflaugunum í Vestur-Þýskalandi Áætlanir NATO varðandi staðsetn- ingar bandariskra meðaldrægra eld- flauga í Vestur-Þýskaiandi síöar á árinu hefur oröið mikið hltamál meöal almennings í Þýskalandi. Hefur ekkí brunniö jafnheitt á kjarn- orkunni síðan seint á sjötta áratugn- um. Þá sem nú hópuðust þúsundir kvíðafuilra borgara út á göturnar undir slagorðum um að „kjamorku- dauöinn vofir yflr okkur öllum”. Kristilegir friöarsinnar, verkalýös- sinnar og vinstrimenn... fólk af öllu tagi og stéttum. Slælega miðlað skoðunum Kjarnorkuandstæðingar bera sig tíðum undan þvi að röksemdir þeirra gegn eldflaugunum séu hundsaöar eöa afbakaöar í frásögnum af mót- mælaaðgerðum þeirra. En Bonnstjórnin er sömuleiðis þess sinnis að málstaðurinn fyrir staösetningu eldflauganna sé iila túlkaður. Ráðgerir stjórnin mikla kynningarherferð með haustinu þar sem ætlunin er að hrifsa frumkvæðið af andstæðingum eldflaugaáætlunar NATO. Það hefur margt verið tínt til með og á móti eldflaugunum og skulu nefnd hér á eftir helstu rökin sem fram hafa komiö í máli friðarhreyf- ingarmanna annars vegar og tals- manna Nato-áætlunarinnar hins- vegar: Kjarnorkuvopn siðlaus Á móti: Kjamorkuvopn eru algert siðleysi þar sem notkun þeirra mundi jafngilda þjóðarmorði. AJlt tal um afstýringaráhrif þeirra er merkingarlaust þar sem í rauninni er talað um hótanir á fjöldasjálfs- morðum þar sem þjóðum eða þjóðar- hlutum er haldið sem gíslum. Með: Þeirri staðreynd að það er búið að finna upp bombuna stóru og að hún er til, verður ekki breytt. Það er réttlætanlegt að hafa kjamorku- vopn undir höndum þar sem til- gangurinn er að afstýra styrjöld af hvaða tagi sem er. Þar sem Sovét- ríkin eru máttugri i Evrópu á sviöi heföbundins herbúnaðar þurfa Vesturiönd kjarnorkuvopna meö til þess að halda aftur af þeim:-- Kjamorkuvopn hafa vemdað þessa álfu gegn styrjöldum í 38 ár sem er lengsti friður í sögu E vrópu. Nóg kjarnorku- vopn fyrir A mótl: Bandaríkin hafa þegar yflr nægum kjamorkuvopnum að ráða til þess að eyöilegg ja Sovétríkin mörgum sinnum. Nýjar eldflaugar era óþarfar. Með: Til sannfæringar þarf að hafa tiltæk kjarnorkuvopn á sér- hverju sviði hernaðar. Meðaldrægu flaugamar fylla upp i göt i vörnum Vesturlanda þar sem Sovétmenn höfðu yfirburði. Nýju f laugarnar gera varnirnar óárennilegri Á móti: NATO-flaugarnar eru hættulegur stígandi í vigbúnaðar- kapphalupinu. Þær hafa í för meö sér nýja ógnun fyrir Sovétríkin, sem hljóta aö bregöast viö með nýjum vígbúnaðarspretti. — Craise- flaugarnar og Pershing-2 skeytin eru þáttur í hemaöaráætiun Banda- ríkjanna sem byggir á því að tak- markað kjarnorkustrið komi alveg til greina. Reagan forseti svo gott sem viðurkenndi þaö sjálfur í ummælum i fyrra. Þær auka hættuna á kjarnorkustríðií Evrópu. Með: NATO-flaugamar draga úr líkum á átökum með því aö gera varnir Vesturlanda enn óárenniiegri. Takmarkað kjamorkustríð er úti- lokað. Slikum átökum yrði aldrei haldið innan banda. - Cruise og Pershing-2, sem í desember verður komiö fy rir í f imm V -Evrópulöndum, gera ekki annað en jafna yfirburði Sovétmanna vegna SS-20 flauga þeirra. Kreml hefur þegar komið um 350 slíkum „þríhöfða” flaugum fyrir, miðandi á ýmis skotmörk í Vestur- Evrópu og Austurlöndum fjær.-- Ásetningur Vesturlanda um aö koma upp meöaldrægum flaugum í Evrópu er eina leiðin til þess að fá Sovétmenn til samninga um fækkun SS-20 flauga þeirra í Genfarvið- ræðunum. Kjarnorkuvopn Breta og Frakka ekki vörur fyrir V- Þýskaland A mótl: Þaö rikti fyrir jafnvægi í kjamorkuvopnagetu austurs og vesturs. Bandarikin höfðu yfir að ráða kjamorkuvopnum sem verið gátu í framlínu (kjamorkukafbátar og flugvélar). Þar viö bætast kjam- orkuvopnabirgðir Frakka og Breta en þeim vopnum er öllum beint aö Sovétrikjunum. — Samt neita vesturveldin að reikna með þeim f dæminu í Genfarviðræðunum. Með: Sovétmenn höföu sömuleiöis yfir að ráða kjamorkukafbátum og flugvélum. Hinar hátæknilegu SS-20 flaugar sköpuöu nýja ógnun fyrir V- Evrópu. — Kjamorkuvopn Frakka og Breta eru til landvama þar og veita V-Þýskalandi enga vöm. — Vesturlönd bundu ákvörðun sína 1979 um staðsetningu nýju eldflauganna þvi aö um leiö yrði fækkaö skamm- drægum eldflaugum og Sovét- mönnum boöið upp á afvopnunarvið- ræður. NATO er reiðubúið til þess að draga úr eldflaugafjölguninni eða jafnvel hætta við staðsetningu nýju eldflauganna ef Sovétmenn fást til þess að gera hlð sama á móti. — ■ Sovétmenn neituðu í fyrstu aö taka upp viöræður. Síðan settust þeir að samningaboröinu og nú hafa þeir boðist til þess að fækka eitthvað birgðum meðaldrægra flauga. Ef Vesturlönd eru staðföst munu Rúss- ar aö endingu fallast á gagnkvæma afvopnun. Umsjón: Giíðmundur Pétursson Ekki notuð til fyrstu árásar A móti: Pershing-2 flaugin er vopn meira hannað til fyrsta áhlaups. Hún getur hæft skotmark í Sovétrikjun- um átta mínútum eftir að hún var send á loft. — Þaö eykur hættu á „slysnisstríði”. Sovéskum ráða- mönnum gefst enginn tími til póli- tiskra ákvarðana ef fyrir tæknimis- tök þeim sýnist á radarskjánum ein slík stefna á þá. — Þar sem Pershing-2 verður ekki komið fyrir annars staðar en í V-Þýskalandi býður þaö heim meiri hættu á öflugri viöbrögöum Rússa gegn Þýskalandi. Með: Þessar 108 einhlöðnu eld- flaugar (Perhing-2) gætu aldrei dregið alla leið til Moskvu né heldur til flestra stjómarmiðstööva eða eld- flaugaskotstöðva Sovétríkjanna. Þær henta því ekki til fyrsta áhlaups. — „Slysnisstríö” er einvörðungu til í hugarheimi höfunda vísindareyfara. Bæöi rísaveldin hafa nægilega tryggt öryggiskerfi til að hindra að „bruna- gabb” geti framkallaö kjarnorku- stríð. Einhliða afvopnun A móti: Hvar endar þetta qllt? Eftir tveggja áratuga vopnatak- markanir hefur ekki annað áunnist en takmörkuð aukning kjamorku- vopna. Þeim f jármunum sem eytt er í kjamorkuvopnakapphlaupið væri betur varið til aðstoðar við þróunar- löndin og til þess að skapa atvinnu- lausum á Vesturlöndum vinnu. — Eina leiöin út úr þessum banvæna vítahring er, aö annar aöilinn stigi fyrsta skrefiö. Vesturlönd ættu aö aflýsa eidflaugaáætluninni og gera Sovétmönnum slika skömm til, að þeir hljóti að fylgja fordæmi þelrra. Með: Þaö kann aö þykja lítill vermir í takmörkuöum vígbúnaöi en þaö er þó betra en hreint ekki nein takmörkun. Frelsiö kostar sitt. Sovétrikin hafa opinberlega hafnaö einhliða afvopnun. — Þess þekkjast engin dæmi i sögunni aö einhliða af- ■vopnun hafl orðið til þess að halda aftur af hugsanlegum árásaraöila. Þvert á móti hefur þaö venjulega örvað hinn sterkari til þess að níðast á mlnnimáttar. — Enginn sest að samningum við þann sem ekkert hefur að leggja á móti. Vamarleysi heldur ekki aftur af árásaraöila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.