Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGUST1983. 3 Bandarískir öryggisverðir í slagsmálum við íslendinga: „Meiningar- laust tusk” — segir William Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra „Máliö er í rannsókn en þáttur öryggisvaröa bandaríska sendiráös- ins er óljós. Þetta viröist hafa verið eitthvert meiningarlaust tusk,” sagöi William Möller, aöalfulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.er hann var spuröur út í átök sem uröu í Þingholtunum í Reykjavík í júlí- byrjun milli tveggja Islendinga, tveggja Bandaríkjamanna og Skota. Málsatvik munu vera þau aö öryggisveröirnir tveir hafi veriö aö reyna aö róa Skotann sem var öl- óöur. Islendingar áttu þá leiö framhjá og uröu einhver oröaskipti milli þeirra og þremenninganna. Héldu Islendingamir síöan áfram ferö sinni en Skotinn hljóp þá á eftir þeim og réöst á þá. Islendingamir tveir höföu hann þó undir og komu Bandaríkjamennirnir tveir þá á vett- vang. Liggur ekki ljóst fyrir hvort þeir vom aö reyna aö stilla til friöar eöa hvort þeir réöust á Islendingana. Rannsókn málsins er komin vel á veg en niðurstöður liggja þó ekki fyrir. Ekki vildi William Möller segja hvort Bandaríkjamennirnir yröu dregnir fyrir dóm en þeir njóta mikilla sérréttinda vegna stööu sinnar hjá sendiráöinu. William kvaöst ekki muna eftir því aö svipað mál heföi komiö upp áöur en vildi þó ekkert fullyröa um það. Þá var William spuröur hvort rétt væri aö leynivínsala hefði átt sér staö í sendiráðinu. Sagði William að nokkuð heföi veriö um aö öryggis- veröirnir seldu Islendingum bjór og heföi lögreglan gert sendiráðinu viö- vart. Mun nú hafa verið tekiö fyrir vínsöluna. -sa. Rotary-menn hjálpa öldruóum Þdr tétu ekU rígnJtnguna 6 sig fá rotary-mennlmir á tsafirði enda eru þeir að vinna að góðu málefni: Frágangi lóðar við dvalarheimili aldraðra á Isafirði. DV-mynd VJ, ísafirði. VAKNAÐISITJANDI í LOGANDISTÓL Maöur sem býr í herbergi á hæöinni fyrir ofan veitingahúsiö Þórscafé vaknaði við þaö um klukkan fimm aö- faranótt laugardags aö stóll sem hann svaf í var í ljósum logum. Var eldurinn by rjaöur aö svíöa buxumar hans. Maðurinn greip til þess ráös aö hella vatni í stólinn og koma honum og sér sjálfum síöan út á þak sem er beint fyrir utan herbergið. Var honum bjargaöþaöan. Tilkynnt var til slökkviliösins um aö eldur væri í Þórscafé og fór því fjöl- mennt lið slökkviliðsmanna á vett- vang. Mikill reykur var í herberginu þegar slökkviliðið kom. Maöurinn var strax fluttur á slysa- deild Borgarspítalans þar sem óttast var aö hann hefði fengiö reykeitrun. Einnig haföi hann skorist á olnboga. Upptök eldsins voru þau aö maður- inn missti sígarettuglóöí stólinn. -JGH. Bílvelta í Sandgerði Mazda-fólksbíll valt á Noröurgötu í Sandgerði laust fyrir miönætti á laug- ardagskvöld. Þrennt var í bílnum og var allt flutt á sjúkrahús en mun hafa sloppiö við teljandi meiðsli. Orsök óhappsins var sú aö öku- maðurinn missti bílinn út í lausamöl við kant vegarins sem er með bundið slitlag. Valt bíllinn út af veginum og lenti á toppnum. Bíllinn er nokkuö skemmdur. -JGH. MALLORCA og LOIMDON Brottför alla þriðjudaga og laugardaga, 10—17—24— eða 31 dagur, með eða án viðkomu í Lundúnum. 2 dagar ókeypis í London á heimleiðinni: Þiö veljið um dvöl í bestu fáanlegu ibúðum og hótelum á Magaiúf ströndinni eða annars staðar á þessari para- disareyju Miðjardo.'hafsins þar sem sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið er eins og fó!!í vill hafa það. Nýr ferðamáti og aukið ferðafrelsi seíU kostar þó ekkert meira en bundnar leiguferðir. Þið fáið að aukí 2 heila daga í London í kaupbæti, með gistingu og morgun- verði, á heimleiðinni. Þú ferðast eins og kóngur og drottning í áætlunarflugi og nýtur frábærrar þjónustu FLUGLEIÐA og IBERIA á áfangastöðum og í háloftunum. Aðrar farðir okkar: Grikkland, Maita, Costa Brava, Tenerife, Franska Rivieran, Landið helga, Egyptaland október, Thailand nóv. og des. FLUCFERÐlli SÓIARFLUG VESTURGÖTU 17 SÍMAR 10661 15331 OG 22100 TILKYNNING FRÁ TCM 1) Eigum díesellyftara til afgreiðslu strax. Lyftigeta 3 tonn, snúningsgafall, víösýnismast- ur, hreinsibúnaöur fyrir útblástur, vökvastýri, tvöföld dekk að framan, öryggisgrind, Ijósa- búnaður, ofl. 2) Rafmagnslyftarartil afgreiðslu strax. Rafmagnslyftarar sérpantaðir fyrir fiskvinnslu- stöðvar og vörugeymslur með 935 amper- stunda rafgeymum, auk þess sem bremsuafl er nýtt og skilað inná geymana. TCM liprir í snúningum, _ 3) Handlyftarar, með mikinn lyftikraft TOGGUR Hh lyftjgeta 2 tonn. BÍLDSHÖFÐA16, SÍMI81530 1 a TCM löng reynsla við erfiðar aðstæður. RÍKISSKIP Sími:28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: Alla fimmtudaga austur, alla þriðjudaga vestur og norður, annan hvern laugardag vestur og norður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.