Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Side 12
12 DV. MÁNUDAGUR29. AGUST1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SlOUMÚLA 12—14.SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrífstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 84611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22kr. Til móts við byggjendur Ríkisstjórnin hefur komiö nokkuö til móts við kröfur reiðra húsbyggjenda og annarra, sem bera þung lán. Margir eru í vanda, vegna þess hve lánskjaravísitalan hefur hækkaö mikið umfram launin síöustu mánuði. Reiðin brauzt meðal annars út á tvö þúsund manna fundi í Sigtúni í síöustu viku. I viðbrögðum ríkisstjórnarinnar skiptir mestu, ef af verður, að lánshlutfall fyrir þá, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, fari fljótlega upp í 50 prósent byggingar- kostnaðar. Síðar verði stefnt aö hækkun þess hlutfalls í 80 prósent kostnaöar. Fólkið á fundinum í Sigtúni taldi það einmitt einna mikilvægast, aö lánin yrðu hækkuð og lengd. Félagsmála- ráðherra lofar úrbótum í því efni innan skamms. Ríkisstjórn og Seðlabanki hyggjast nú breyta út- reikningi lánskjaravísitölu. Þær vísitölur, sem hún samanstendur af, vísitölur byggingar- og framfærslu- kostnaöar, verði framvegis reiknaðar mánaðarlega. Nú gera menn ráð fyrir, að hratt dragi úr verðbólgu. Hin nýja útreikningsaðferð þýðir þá, að minnkun verðbólgu- hraðans kemur fyrr fram í lánskjaravísitölu en ella yrði. Því tala ráðamenn nú um, að í það stefni, að hækkun láns- kjaravísitölunnar verði aðeins 2,4 prósent í október, 2,7 prósent í nóvember og 1,2 prósent í desember. Jafnframt stefna ríkisstjórn og Seðlabanki að vaxta- lækkun í september. Verðbólgustigið á samkvæmt spám brátt aö veröa slíkt, aö lækka megi vexti meö góöu móti. Ríkisstjórnin hefur hins vegar gefizt upp í nokkrum þáttum, sem um var rætt. Lánskjaravísitalan mun hækka um 8,1 prósent 1. september, nema 5,1% á lánum Húsnæðismálastofnunar og Lánasjóðs námsmanna. Það samsvarar hvorki meira né minna en 154,6 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli. Ríkisstjórnin lagði þegar til kom ekki í að draga úr þessari septemberhækkun með bráðabirgðalögum. Ef þær reglur, sem eiga að gilda í október, hefðu tekið gildi nú strax, hefði lánskjaravísitalan hækkað um 5,1 prósent í stað 8,1%. Stjórnin gafst upp við bráöabirgöalögin af ótta við, að lánárdrottnar hefðu getað fengiö 8,1% hækkunina síðar fram með málshöföun. Gífurlegar verð- hækkanir í júlí koma nú fram í lánskjaravísitölunni í september, af því að þær komu ekki til fulls fram í vísi- tölunni í ágúst. Ekki er ástæða til aö mæla með bráða- birgðalögum við slíkar aðstæður. Ríkisstjórnin virðist einnig hafa gefið frá sér hug- myndir um, að kaupgjaldsvísitalan hafi áhrif á láns- kjaravísitölu. Rætt var um möguleika á að lánskjara- vísitala, að minnsta kosti fyrir húsbyggjendur, samanstæði af einum þriðja af kaupgjaldsvísitölu, einum þriðja af byggingarvísitölu og einum þriðja af vísitölu framfærslukostnaðar. Þetta hefði nú á tímum kaup- skerðingar þýtt, að lánskjaravísitalan hefði hækkað mun minna en ella. Á tímum kauphækkana mundi lánskjaravísitala hins vegar hækka meira en ella með þeirri aðferð. Hugmyndin um sérstaka „húsnæðislánavísitölu” er auðvitað mjög erfið í framkvæmd. Loks hafa þær hugmyndir ekki fengið hljómgrunn, að fallið verði frá verðtryggingu en vextir hafðir 30 prósení á ári. Slíkt er ekki tímabært enn, meðan verðbólgan er slík sem hún hefur verið. Ríkisstjórnin hefur komið nokkuð til móts við reiða húsbyggjendur. Við núverandi aðstæður hefði verið erfitt aö ganga lengra. Haukur Helgason. „GO AA TT ER ftiAm Mtl ilMrH r r GLER ISKO Bókmenntaþekking og lögspeki Þegar ég kom heim frá London fyrir nokkrum dögum hóf ég aö lesa blöðin og rakst þar fljótlega á grein sem kom mér undarlega fyrir sjónir. Grein þessi, ef grein skal nefna, birtist í DV 9. ágúst sl. Hún er rituð af borgarlög- manni Reykjavíkurborgar. Hún er gagnrýni á tvær greinar er ég ritaði í DV í júní, er nefnast Gamalmennabók- menntir og f jalla um ómenningu, rang- færslur og dönskuskotið mál hjá rithöf- undum, er hefja ritmennsku á gamals- aldri, þegar þeir hafa ekki lengur heila hugsun né fullkomið vald á ýmsum þýöinganniklum atriðum varðandi frásögn og rökréttan þankagang. Fyrst við lestur greinarinnar duttu mér í hug Ijóðlínur skáldsins: „Ég gat líka þagaö þar, þeim til geðs er ekkert skildu. ” En þar sem ég í fyrrnefndum greinum hafði lagt nokkrar gildrur fyr- ir þá sem eru andstæðingar minir, svo að þeir yröu fúsari til andsvara, get ég ekki annaö en svarað þar sem þessi beita mín varð aö gagni. Og veiðin var góö, óvenjulega mikil, hvorki meiri né minni en sjálfur borgarlögmaður höf- uðborgarinnar. Get ég því ekki annað engertaðveiðinni. Mér hefði aldrei dottið í hug að reyndur og þekktur lögfræðingur ræk- ist í jafnauðveldar gildrur og ég lagði í greinar mínar. Hann gein við einföld- um og fjarstæðukenndum stílbrögöum mínum, rann í veiðarfæri mín eins og fiskur. Borgarlögmaður eyddi hluta af sumarleyfi sínu erlendis í að svara mér, eftir því sem hann greinir sjálfur. Minna þótti honum ekki hæfa. En hvað kom til? Það skil ég ekki. Auðvitað bið ég hann innilega afsök- unar á að ég skyldi valda honum þessum óþægindum og jafnframt láta hann auglýsa vanmátt sinn og þekk- ingarleysi á máli og bókmenntum sam- tíðarinnar, liöinna ára og alda. Eg hefði heldur kosið að leggja mörk til launa hans sem velþenkjandi borgar- lögmanns, metandi og skynjandi áhugamál íbúa höfuðborgarinnar til fagurra lista. Gamaimennabókmenntir eru til óheilla Þegar ég ritaði umræddar greinar um gamalmennabókmenntir var ég búinn að gagnrýna þær hér í DV. Ekki hreyfði hann þá nokkrum mótmælum. BYGGÐASTEFNA, ATVMNUÞRÓUN Oft verður mér til þess hugsað, hversu sjaldan fólk úti á lands- byggðinni lætur til sín heyra, þegar fjölmiðlafjasarar og kjallarakjaft- hákar eru aö fjargviðrast um böl byggðastefnu, böl atvinnubyggingar úti á landi, böl offjárfestingar í fram- leiðsluatvinnuvegum okkar. Nærtæk skýring er að vísu sú, að meginþorri þessa fólks hefur annað að gera. Það vinnur hörðum höndum, löngum stundum við að framleiða þennan þjóöarauð, sem hinir málglöðu skrifborðsmenn eru önnum kafnir við aöeyða. Þó er hér á ferð þjóöhættulegri áróður en svo, að menn geti látið sem ekkertsé. Og blekkingin endurtekin nógu oft, getur áöur en varir orðið að virkileika í augum margra, sem ómaka sig ekki við það að kryfja málin til mergjar,' en láta matreiöa „vizkuna” ofan í sig. Það er t.d. einkenni margra þeirra, sem á hvað mestum kostum fara í spekinni um offjárfestinguna í undir- stöðu þjóðlífsins, að þeir sitja sjálfir í risahöllum/ óarðbærustu fjárfestinga, sem til eru, verzlana- og skrifstofu- báknum, sem litlum sem engum arði skila í þjóðarbúiö. öfugþróunin Eða hversu marga leiðara og kjallara skyldi vera búið að skrifa í þetta blað um fjárfestinguna á sviði verzlunarbrasks ýmiss konar, eða þjónustu, sem eingöngu sinnir gervi- þörfum fólks. Ég man þá tæpast, ef þeir eru þá nokkrir. En landbúnaðurinn og sjávar- útvegurinn fá þeim mun harkalegri skoðun og meöferö, enda er nú þar í' - Helgi Seljan komiö árangri þessarar iðju, að ótrú- legustu menn taka þar undir þann niöurrifssöng, sem sunginn hefur veriö. Og gott betur en það. Þessir at- vinnuvegir okkar eru sem ómaga- bögglar á íslenzku þjóðlífi, eins konar átumein, sem uppræta þarf. Og byggöarlögin sem byggja hér á eru út- hrópuö og gereyðingarherör er skorin upp gegn þeim. Nú er þaö hvort tveggja staðreynd, aö við þurfum að eiga blómlega byggð og höfuöborg, sem er miðstöð vissrar þjónustu og uppbyggingar um leiö. En höfuðborg, sem í æ ríkara mæli byggir á fasteignasölu, heildsölubraski og sölumennsku af ótrúlegu tagi, þjónustu viö gerviþarfir skemmtanaiönaöar og ferðaflakks — það er ekki sú höfuðborg sem þjóðin þarfnast. En þessi er þró- uninalltumof. Það er ekki aö furða þó fagnaðar- ópin hljómi sem lofsöngslag, þegar skattur á ferðamannagjaldeyrinn er felldur niður meö neyöarlögum, á sama tíma og hert er á öllu og kreppt að, sem kallast lífsnauðsynjar fólks. Svo mikil getur öfugþróunin orðið. Jafnvægir vantar Nei, svo enginn þurfi út úr orðum mínum að snúa, þá þurfum við höfuðborg, sem í senn sinnir fram- leiðslu og úrvinnslu og er okkar þjónustumiðstöð á sviði heilsugæzlu, mennta, menningar- og félagsmála. Það eru ærin hlutverk höfuöborgar. En byggðin, framleiðsla, úrvinnsla og þjónusta þar á í engu að gjalda þessa, fremurnjóta. Þannig er jafnvægi tryggt, það jafnvægi vantar í dag. Það er með öllu óþarft að óttast það, að landbúnaðarhéruð okkar og sjávarþorp muni ekki standa ríkulega undir sinni hlutdeild í fjárfestingu og þjónustu með dýrmætri framleiðslu sinni, sem er grundvöllur að velferð allrar þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum flutti Sigurður Blöndal skógræktarstjóri erindi um efni þetta, þar sem hann tók Stöðvar- fjörð sem dæmi um framlegð eins byggöarlags til þjóöarbúsins, og bar saman það sem til baka kæmi. Margir hrukku við, enda fór þá í hönd uppbyggingartími um landsbyggö alla, sem varð til þess, að við höfum getaö mætt áföllum og kreppu svo vel sem raun hefur oröiö á. Eg gæti nefnt byggðarlag sem Bakkafjörð, með ótrúlega háa framlegð á hvem íbúa, í öllu því að- stöðuleysi sem þar hefur þó verið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.