Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Síða 24
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir íþrótti
íþróttir íþróttir íþi
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST1983.
Siguröur Lárusson, fyrirliði Skagamanna, sést hér í kröppum dansi við Eyjamennina Ágúst Einarsson (t.v.) og Snorra Rútsson. Slgurður fékk að sjá rauða
spjaldið í ieiknum. DV-mynd: Eiríkur J.
Sveinbjörn Hákonarsson.
Sveinbjörn
og þúsund-
kallinn
Þar sem lið Akurnesinga stillti sér upp
til myndatöku eftir bikarsigurinn yfir
Vestmannaeyingum í gær kom ókunnur
maður aðvifandi og rétti Sveinbirni Há-
konarsyni ávísun sem hljóðaði upp á 1.000
kr. og sagði: „Eg hét á þig Sveinbjörn,” og
var þar með rokinn án þess að Sveinbjiirn
gæti hreyft legg eða lið.
Nú hefur Sveinbjörn mikinn áhuga á að
ná tali af þessum gjöfuia manni og er því
hér með komið á framfæri.
Ávísunin var gefin út af Skúla
Guömundssyni og frá banka í Vik í Mýr-
dai. -AA.
„Þýðingar
mesta
markið”
— sem ég hef skoraö/’
sagði Sveinbjörn
Hákonarson
„Maður er alveg t skýjunum. Þetta
er þýðingarmesta mark sem ég hef
skoraö á mínum ferli. Leikurinn var
góður þótt óþarfa harka færðist í
hann á köflum. Þetta var miun þriðji
úrslitaleikur og allir hafa unuist. Það
er fyrst og fremst góð þjálfun og sam-
stilling innan hópsins sem skóp þenn-
an sigur. Nú er bara að vinna tvö-
falt,” sagði Sveinbjörn Hákonarson,
hetja Skagamanna. -AA.
Sveinbjörn Hákonarson, sem var maðurinn á bak við
sigur Skagamanna í bikarnum í fyrsta skipti 1978, var
hetja Skagamanna á Laugardalsvellinum í gær þegar
þeir lögðu Eyjamenn að velli 2—1 í fjörugum og
skemmtilegum bikarúrslitaleik. 5.152 áhorfendur sáu
þennan litla og snaggaralega leikmann skora sigurmark
Akraness á 118. mín. og var mark hans afarglæsilegt.
Sveinbjöm fékk knöttinn fyrir utan vítateig Eyjamanna
og sendi hann með bananaskoti yfir Aðalstein Jóhannsson
markvörð —■ knötturinn hafnaði í hliðaraetinu.
Geysileg fagnaöarlæti Skagamanna
brutust út en enginn var þó glaöari
heldur en Sigurður Lárusson, fyrirliði
Skagamanna, sem þurfti að horfa á
félaga sína berjast úti á vellinum úr
glugga búningsklefa Skagamanna.
Grétar Noröfjörð hafði vísað honum af
leikvelli fyrir fastan leik. Það átti sér
stað þegar sjö min. voru eftir af leik-
tíma og léku Skagamenn því aöeins 10
það sem eftir var leiksins og í fram-
lengingunni. Framiengja þurfti leikinn
þar sem staðan var jöfn 1—1 eftir
venjulegan leiktíma.
— Það var stórkostlegt að horfa á
eftir knettinum þegar hann hafnaöi í
netinu, sagði Sveinbjörn Hákonarson
eftir leikinn. Þaö var Bjami
Sigurösson, markvöröurSkagamanna,
sem var upphafsmaðurinn að sóknar-
lotunni sem Sveinbjöm skoraði úr.
Hann spyrnti knettinum langt fram á
völlinn þar sem Árni Sveinsson tók við
honum og sendi til Júlíusar Ingólfs-
sonar sem hafði komið inn á sem vara-
maður. Júlíus skaut að marki en þar
var Valþór Sigþórsson fyrir og skallaði
knöttinn frá marki. Knötturinn hafnaöi
fyrir framan Sveinbjörn Hákonarson
sem var einn á auöum sjó og skoraði
með glæsilegu skoti.
Rétt áöur en Sveinbjörn skoraði
höfðu Eyjamenn sloppið með
skrekkinn — Guöjón Þórðarson,
bakvöröurinn haröi, átti þá þrumuskot
sem skall á marksúlunni í marki
þeirra.
Mikill baráttuleikur
Greinilegt var að leikmenn Akraness
og Vestmannaeyja ætluðu ekkert að
gefa eftir á Laugardalsvellinum —
þeir börðust hetjulega frá fyrstu
mínútu til þeirrar síðustu. Skagamenn
voru meira með knöttinn, en Eyja-
menn beittu skyndisóknum sem voru
mjög hættulegar. Þaö var hinn eldfljóti
■ ■
— sagði Páll Pálmason
Það var heppnara liðið sem vann
að þessu sinni. Það hefur sýnt sig
að þaö er oft verra fyrir okkur að
leika gegn 10 mönnum. Annars var
þessi leikur spegilmynd af leikjum
okkar í sumar, við nýtum ekki
1
I
I
I
I
I
færin og fáum á okkur ódýr mörk.
Samt sem áður fannst mér þetta I
einn besti bikarleikur sem ég hef _
séð, sagði PáU Pálmason, hínn |
gamalkunni markvörður Eyja- ■
manna. -AA. ■
og útsjónarsami Tómas Pálsson sem
gerði oft mikinn usla i vöm Skaga-
manna með hraða sínum og leikni.
Þaö voru Skagamenn sem fengu
fyrsta marktækifæri leiksins þegar
Ámi Sveinsson átti góöa fyrirgjöf fyrir
mark Eyjamanna á 10. mín. en Sigþór
Ömarsson var of seinn aö átta sig og
sóknin rann út í sandinn.
Eyjamenn fengu svo þrjú tækifæri
til aö skora — fyrst Tómas og síðan
Hlynur Stefánsson tvisvar. I annað
skiptið bjargaöi Bjarni Sigurðsson
meistaralega með úthlaupi eftir að
Tómas haföi sent knöttinn til Hlyns
sem var í miðjum vítateig.
Hörður Jóhannesson fór illa með
gott tækifæri þegar hann komst inn
fyrir vöm Eyjamanna — í staöinn fyrir
að skjóta strax reyndi hann að leika á
Áðaistein Jóhannsson, sem náði að
bjarga með úthlaupi.
Eyjamenn skora
Það var svo á 37. mín. að fyrsta
mark leiksins kom. Omar Jóhannsson
tók þá hornspyrnu og sendi knöttinn til
Hlyns Stefánssonar sem náði að leika á
tvo Skagamenn og senda knöttinn fyrir
markið. Þar var Valþór Sigþórsson á
réttum stað og skoraði öragglega af
stuttufæri —0—1.
Skagamenn komu síöan ákveðnir tii
leiks í seinni hálfleik og ætluöu sér aö
jafna metin. Aðalsteinn varði
meistaralega skalla frá Sigþóri
Omarssyni á 58. mín. — kastaði sér
flötum í loftinu og gómaði knöttinn.
Bikarleik-
urinn
Hörður Jóhannesson og Sveinbjörn
Hákonarson skoruðu mörk Skagamanna.
Valþór Sigþórsson skoraði fyrir Eyja-
menn.
Áhorfendur: 5.152.
Liðin sem léku voru þannig skipuð:
Akranes. Bjarni Sigurðsson, Guðjón
Þórðarson, Jón Áskelsson, Sigurður
Lárusson, Sigurður Halldórsson, Árni
Sveinsson, Höröur Jóhannesson (Júlíus
Ingólfsson), Guðbjöm Tryggvason,
Sigurður Jónsson, Sveinbjörn Hákonarson
og Omar Sigþórsson.
Vestmannaeyjar. Aðalsteinn Jóhanns-
son, Viðar Elíasson, Snorri Rútsson, Val-
þór Sigþórsson, Þóröur Hallgrímsson,
Sveinn Sveinsson, Hlynur Stefánsson,
Ágúst Einarsson, Tómas Pálsson, Jóhann
Georgsson og Omar Jóhannsson.
Eyjamenn réðu ekki
við tíu Skagamenn
Sveinbjörn Hákonarson var hetja Skagamanna — skoraði
sigurmark þeirra (2-1) í framlengingu — Sigurður Lárusson
— fyrirliði Skagamanna, fékk reisupassann