Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Side 43
DV. MÁNUDAGUR 29. ÁGUST1983. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Vatnahestar Mannl er spurn, svona í allri hrossaræktarumræð- unni — og alveg burtséð frá öilu tali um fækkun í hrossa- stofninum — hvort ekki hafi , vaknað hugmyndir í tíðarfari eins og í sumar um að flytja inn graða flóðhesta tii þess að laga íslenska hestakynið að rikjandi aðstæðum? ast þeir að Þorleifur Ananíasson, handknattieiksmaður með KA, hefur birt í ýmsum blöð- um grein þar sem hann kvartar yfir þvl að reykvísk lið tæU aUa bestu leikmenn landsbyggðarinnar til sín og gerl handknattleiksíþróttinni erfitt fyrir að þrífast utan Stór-Reykja víkursvæðisins. Þetta er að sjáUsögðu mikið tU rétt hjá ÞorleUi og eins og lið i boltaíþróttum ganga með grasið í skónum eftir efnilcgum ieikmönnum hljóta menn að fara að efast um það að aUir iþróttamenn á isiandi séu áhugamenn. En élíkt hafast þeir að handboitamenn og fótbolta- menn á Akureyri. Með fót- boltaUði Þórs á Akureyri leika 5 ieikmenn að sunnan og ekki eru þelr mikið færri með KA. En ekki heyrast fótboita- menn að sunnan kvarta. ölium þeim skara viðunandi kennslu. 1 viðtaU við Morgun- blaðið er haft eftir Guðmtmdi Magnóssyni háskólarektor „að vegna þessa væru fyrlr- sjáanleg einhver vandkvæðl vegna fjárskorts, en líklega yrði hægt að ieysa vandann með einhverjum erfiðlelkum fenglst fé tU úrbóta á húsnæði”. Þaðergott þegarhægter að leysa vanda með erfiðleUc- um! Sagan endurtek- ur sig 1 því gagnmerka ritsafni, íslenskri fyndni, sem Gunnar frá Selalæk gaf út fyrtr löngu, er m.a. að finna skemmtilega sögu af þingeyskum bænda- höföingja, sem ekki var mjög hrifinn af þessu langskóla- gengna fóiki. Var eftir houum haft að honum þætti þaö ekki neitt sérstakt gáfnamerki að þurfa að lesa sér tU um alla skapaða hiuti á bókum. Það sem hinn þingeyski bændahöfðingi átti við er að brjóstvitið sé betra en bók- vitið. Þessi saga þótti fyndin fyrir nokkrum áratugum. Nú hefur hún endurtekið sig. I sjónvarpinu á laugardag- inn var sýnd kvikmyndin Rokk í Reykjavik. Þar var fléttaö saman „tóniist” og viðtaisbútum við fremjendur hennar. Meðal þeirra var ungur maður, hörkulegur á svip, að mestu snoðkUpptur um koUinn, en það af hári hans sem óklippt var var greitt upp í kamb, í svip- uðum stO og Uncas og Móhik- anamir tíðkuðu einu sinni. Ungi maðurinn sagði að jafn- aldrar hans væro betri en fuUorðna fólkið, sem væri uppfuilt með skoðanir sem það hefði fengið úr bókum! Liklega er hann ættaður úr Þingeyjarsýslunum drengur- inn. ihaldið sundrað? „Tökum þátt í baráttu kvenna um allan heim,” segir í fyrirsögn á baksíðu ÞjóðvUjans á fimmtudag. Og í undirfyrlrsögninni segir: „! andstöðu við utanríkis- stefnu Sjálfstæðisflokksins, segja Bessí Jóhannsdóttir og HaUdóra Rafnar.” Það þarf eflaust mikinn kjark tU þess að ganga svo á svig við vilja flokksins en það er sUt tUvinnandi fyrir frlðinn. Merkileg tafla Þessi tafla birtist í Morgun- blaðinu á föstudag með grein um bikarúrsiitaleik Akraness og Vestmannaeyja í fótbolta. Það skemmtUega vlð töfluna er það að ekki er ijóst við ' hvort liðlð er átt. Ef liðin hafa leUdð saman aUs 35 leUti og annaö unnið sautján sinnum getur hitt liðlð ekkl hafa tapað sextán sinnum, eða þannig. Umsjón: Oiafur B. Guönason. haf- erfiöleikum Nú gerist ástand erfitt í lyfjafræði í Háskóla íslands. Fjöldl nemenda mun hafa tæplcga þrefaldast frá því á síðasta ári og ekki fyrirsjá- anlegt að hægt verði að veita Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn, 1 Myndrænn leikur ANNAR p,ws; 1 er gleður augað Regnboginn, salur A. AIMNAR DANS (ANDRA DANSEN); Stjórn: Lárus Ýmir Óskarsson. Handrit: Lars Lundholm. Kvikmyndun: Göran Nilsson. Aóalleikendur: Kim Anderzon, Lisa Hugoson, Sigurður Sigurjónsson, Hans BredefekJt, Tommy Johnson, Göte Fyhring. Tónlist: Jan Bandel. Framleiöandi: Per Berglund og Jonas Cornell fyrir sœnsku kvikmyndastofnunina. „Eins og vítamínsprauta í rass- inn,” heyrði ég mann segja er hann kom út af frumsýningu Annars dans í Regnboganum síðastliðinn föstudag. Og vel má taka undir þessi orð mannsins. Þau lýsa ágætlega þeim áhrifum sem þessi kvikmynd Lárus- ar Ymis Oskarssonar hefur á áhorf- endur. Annar dans er einstaklega smekk- lega unnin kvikmynd. I öllu sínu lát- leysi stafar af henni hlýju, fegurð og umfram allt einlægni þeirra sem að henni störfuðu. Þetta er róleg mynd en samt hvílir með henni einhver innri kraftur. Það er margt að brjótast um í öðrum dansi, margt sem togast á, en iðu- legaferþaðleynt. Kvikmyndatakan í myndinni er fá- dæma góð. Þar eru ekki fetaðar troðnar slóöir, heldur nýjar og fersk- ar. Myndmálið er látið ráða, miklu fremur en talmálið. Kvikmyndavél- inni er beitt af stakri næmni í atriðum myndarinnar. Hún leikur sér að sjónarhomum, fjarlægöum og blæbrigðum birtunnar. Þetta gerir Annan dans að svo myndrænu verki að áhorfandinn fær ekki annað en hrifist. Hann verður snortinn af öllum þeim möguleikum sem kvik- myndavélin sýnir, ailri þeirri hug- kvæmni og kannski ekki síst hug- rekki sem er að baki þessara vinnu- bragða. Að öörum þáttum myndarinnar ólöstuðum held ég að það sé einmitt þetta faglega kvikmyndamál verks- ins sem gerir það svo einstakt og frumlegtsemþaðer. Lárus Ýmir hefur valið þá leið að sýna þetta verk sitt í svarthvítu. Eitt og sér gerir þaö myndræna þátt verksins enn eftirminnilegri en hefði hún verið í lit. Kontrastar hinna and- stæðu póia, svarts og hvíts, eiga viö efnisinnihald myndarinnar. Þeir eiga við hinn innri kraft og það sem togast á, undir rólegu yfirborði Annars dans. Söguþráður myndarinnar getur hvorki talist flókinn né stórbrotinn, enda hefur maður það á tilfinning- unni út myndina að hún sé fremur myndrænn leikur kvikmyndavélar en stíft skorðuðsöguleg frásögn. Þetta er ljóð, varla saga. Og þaö er vottur fyrir hrynjandi í uppbyggingu efnisþráðarins, skírskotanir og lík- ingar. Annar dans segir frá tveimur konum. Anna er önnur þeirra. Hún er ýmsu vön, er léttlynd en hörð í horn að taka. Og í meira lagi stelsjúk. Hin er Jo (sefína), nýbylgjustelpa sem er róleg og dreymhuga. Hún safnar brotum úr raunveruieikanum inn á segulband og myndavél. Jo er tíu árum yngri en Anna. Tilviljun leiöir þessar ólíku stöllur saman og þær ferðast í norðurátt á gömlum bíl. Þetta verður einskonar landkönn- unarferðalag hjá þeim um breytilegt landslag þar sem á vegi þeirra veröa undarlegir og einmana menn. Þær lenda í ýmsum óþægindum í samskiptum sinum við þá og það um- hverfi sem þær fara um. Og bregðast mismunandi við. Kim Anderzon og Lisa Hugoson leika þessar stöllur og á þeim hvílir langmestur hluti hins leikræna í myndinni. En þær rísa vel undir þeim þunga, enda eru þær báöar einstaklega góðar leikkonur. Kim Anderzon þekkja íslenskir kvikmyndahúsagestir úr myndunum Göta Kanal og Sóiarlandaferð sem sýndar voru hér fyrir tveimur árum eða svo. Kim er afar öguð leikkona og í meira lagi fjölhæf sem slík. I öðr- um dansi gerir hún Önnu mjög góð skil, persónusköpun hennar og lát- bragð er í fyllsta máta sennilegt. A afar sannfærandi hátt sýnir hún áhorfandanum inni líf örvæntingar- fullrar konu sem hefur reynt flest í þessum heimi og virðist vera komin í þrot. Lisa Hugoson er ekki vön kvik- myndaleik, enda mun Jo í öðrum dansi vera fýrsta stóra kvikmynda- hlutverk hennar til þessa. Einkum hefur hún fengist við sviðsleik frá því hún lauk kvikmyndanámi sínu. Það er þó ekki aö sjá að þetta sé frum- raun hennar fyrir framan kvik- myndavélina. Eg efast um að reynd- ari kvikmyndaleikari hefði gert betur í hlutverki Jo en hún. Hún nær slíkum tökum á hiutverki sínu að Jo stendur eftir sem sérstaklega skýr og eftirminnilegur karakter í mynd- inni. Samleikur þessara tveggja leik- kvenna í öðrum dansi er sem annað yfirbragð myndarinnar, fágaður og smekklegur. Þær ná vel saman og sýna með afdráttarlausum hætti hvernig þær ýmist dragast hvor að annarri eða hrinda frá. Hversu þær eru í raun ólíkar en verða samt sem áður hvor annarri nákomnari eftir því sem á líður. Um aðra ieikendur Annars dans verður ekki sagt annaö en þeir skili því litla sem þeir fá að sýna af sínum hæfileikum með ágætum hætti. Þeir falla óneitanlega í skuggann af þægi- legum en markvissum leik Lisu og Kim. Vert er samt aö geta þáttar Sig- urðar Sigurjónssonar í myndinni. Hann leikur útúrdrukkinn mann og er sem slíkur afar eðlilegur sem í sjálfu sér er leiksigur. Það vita það allir sem reynt hafa aö eitt það erfið- asta í leik er að leika drukkinn mann svo trúverðugt sýnist. Annar dans gleður augað. Þetta er einhver myndrænasta kvikmynd sem lengi hefur verið sýnd hér. Hugrekkið að baki hennar, ferskleik- inn og ekki síst einlægnin við gerð hennar, er slík að áhorfandinn er snortinn þegar hann stígur upp frá myndinni. Þetta í lokin. Takk,tárus,fyrir að sýna okkur hvers kvikmyridin er megnug, hversu margar nýjar leiöir er enn hægt að fara í henni — ef þorið er fyrir hendi. -Sigmundur Erair Rúnarsson. Kvikmyndir Borgarnes: Ráðstefna um iðnþróun í strjálbýli Iðnþróun í strjálbýli er verkefni nor- rænnar ráðstefnu sem haldin verður í Borgamesi dagana 29.—31. ágúst. Þar hittast í fyrsta sinn og bera saman reynslu sina þeir aöilar á Norðurlönd- um sem af opinberri hálfu vinna að efl- ingu iðnaðar og sjá um tækniþjónustu og ráðgjöf utan stórborgasvæðanna. A Norðurlöndunum öilum er nú unniö aö því og taiiö aðkaiiandi að auka fjölbreytni atvinnulífsins í strjál- býli og þá fyrst og fremst með því að efla iðnað og fjölga smáfyrirtækjum. Mikilvægur liöur í þessari viðleitni er að veita hagræna og tæknilega ráðgjöf og upplýsingar á sviði framleiðslu og rekstrar. Samstarfsnefnd lun iðnráðgjöf í landshlutunum (SIL) stendur að ráðstefnunni af Islands hálfu og skipu- leggur hana, en formaður SIL er Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Þróunardeildar Iðntæknistofnunar Is- lands. Á ráðstefnunni verða flutt nokkur erindi frá hverju landi, en síöan unnið í hópum. Hópverkefni verða um tækniþjónustu við smáfyrir- tæki, atvinnuþróun og stofnun fyrir- tækja, nýsköpun og dreifingu tækni- þekkingar og um iðnvæðingu í dreif- býli. Einn hópurinn mun sérstaklega taka fundarstaöinn, Borgames, fyrir sem dæmi og ræða skilyrði til iönvæð- ingar í bæ af þeirri stærð. —JGH. Fjármálaráðuneytið: Heimilar meira af tollf rjálsum varningi Fjármálaráðuneytiö hefur heimilaö hækkun á verðmæti á tollfrjálsum varningi sem ferðamenn og farmenn mega koma með til landsins frá út- löndum. Upphæöin, sem ferðamenn hafa mátt kaupa fyrir um borð í flugvél, skipi eða í fríhöfninni, var 2.400 krónur en sú upphæð fer nú upp í 3.200 krónur. Af þessum 3.200 krónum má andvirði matvæla, þar sem talið sælgæti, vera 800 krónur í stað 600 króna áður. Skipverjar á millilandaskipum, svo og flugliöar, mega nú hafa með sér við komuna til landsins vaming fyrir allt að 800 krónum í stað 600 króna ef þeir hafa verið 20 daga eða skemur í ferðinni. Fyrir lengri ferð en 20 daga mega þeir koma meö vaming til lands- ins fyrir 2.400 krónur og ef þeir eru lengur í ferðinni en 40 daga fer upphæðin upp í 3.200 krónur. Sérstakar reglur giida um magn áfengis og tóbaks sem ferðamenn og farmenn hafa heimild til að taka með sér inn í landið umfram fyrrgreindan varning en þær hafa ekki breyst. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.