Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1983, Blaðsíða 45
DV. MANUDAGUR 29. ÁGUST1983. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ekkert bruðl Rafmagnið er sem kunnugt er mjög dýrt á Islandi og hyggnar húsmæður um allt land reyna að halda orkukostnaðinum niöri með því aö sjá svo um að ekki logi fleiri ljós en nauösyn krefur. Hins vegar er þær hyggnu aö finna í fleiri lönd um en hér á landi. Elísabet Breta- | drottning þykir nokkuö hyggin, enda er heimilið stórt og því mikil hætta á bruðli. Það hefur spurst að | ElísabetgangiumBuckinghamhöll þegar rökkva tekur og slökkvi á lömpum og ljósakrónum sé ekki verið að vinna í því herberginu í [þaöogþaðskiptið. G/eð/ og ánægja Þau gleðitíðindi kvisuðust út ný- I lega að Margrét drottningarsystir ætlaði að gifta sig aftur. Sá heitir Norman Lonsdale og er hann reyndar gamall vinur hennar. spuming er því hvort hjónabandið eyðileggi ekki vinskapinn. Fyrir utan það er hann sterkríkur og hefur allt þetta leitt tU þess að stóra systir, hún Elísabet, er kampakát með ráöahaginn. En þegar svona fólk giftir sig þá þurfa I aðrir að vera kátir, 1 þessu tilfelli kirkjan. Yfirvöld á þeim bæ fundu | engan meinbug á þeim ráðahag og gáfu samþykki sitt. Norman var skiljanlega mjög ánægður með að allir skyldu samþykkja hann og í gleðivímu geystist hann útí næstu skartgripaverslun og skenkti Margréti sinni hring uppá litlar 500.000 krónur, og þá má reikna með að Margrét haf i orðið ánægð. Málsháttur dagsins Margt er til gamans gjört, kvað munkurinn, hann barði á sér eistunum við stokkinn. SYNTU 57,25 KM Á NESKAUPSTAÐ Útisundlaugin i Neskaupstað, hún itti 40 ára afrnæii á dögunum. Mikill áhugi hefur vaknað á sund- íþróttinni á Neskaupstaö, Reyðarflrði og Eskifirði með komu sundþjálfarans Auöuns Eiríkssonar, fyrrum þjálfara Bolvíkinga. A dögunum kom sundfólk frá þessum stöðum til maraþonsunds á Neskaupstað — í tilefni 40 ára afmælis sundlaugar Neskaupstaöar. Synt var í sólarhring í sundlaug Nes- kaupstaöar og voru þátttakendur í sundinu 39 talsins. AUs vom syntir 57,25 km, sem samsvarar því aö sund- fólkið hafi synt frá Neskaupstað upp á miðjan Fagradal. Það var Stefán Þorleifsson, fyrrum sundkennari og einn af aöalhvata- mönnum sundlaugarbyggingarinnar, sem synti fyrsta og síðasta sprettinn í sundinu. •sos. -V Stefán sist hir synda siðasta sprettinn — hann synti sfðustu SO m afþeim 57,25km sem syntir voru. Stefán Þorleifsson — hefur verið kallaður faðir sundsins á Naskaupstað — hóf og lauk maraþonsundinu. D V-myndlr: Sigmundur Ó. Steinarsson. ROÐNAÐI Hér birtist myndin sem enginn beið eftir, né vonaðist til að sjá, en fær aö berja augum hvort sem hon- 'Um líkar betur eða verr. Stúlkan á þessari mynd heit- ir Patti Davis og er hún að sögn kunnugra söng- og leikkona, en hún neitar að nota sitt rétta föðurnaf sem er Reagan. Henni Patti datt í hug dag einn aö heimsækja föður sinn og móður sem búa í Washingtonborg í húsi sem kaliast Hvíta húsið. Við það tækifæri birtist hún í þessari skjól- Utlu treyju á myndinni, og það var einmitt sú flík sem hafði nærri valdið því að faöir hennar, sem er maður aldraður, fengi nánast hjartaáfall. Ef myndin prentast vel þá geta þeir sem ennþá eru aö lesa þessa grein séð að flíkin var barasta gegnsæ. Það er von að Ronald hafi brugðið þegar hann sá þennan ósóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.