Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 1
Frjálst7 óháð dagblað DAGBLAÐIЗVISIR 208. TBL. 73. og 9. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983. V^^DUR LOGREGLUNNI IARBÆ KASTAÐ ÚT? — Vinnueftirlit ríkisins krefst mikilla úrbóta á húsnæði lögreglustöðvarinnar fyrir mánaðamót Svo getur farið að lögreglan í Ar- bæjarhverfi verði húsnæðislaus um næstu mánaðamót. Vinnueftirlit ríkisins hefur gert fjölda athuga- semda við húsnæði það sem lögregl-. an í Arbæjarhverfi hef ur til afnota en það er á lóð Afengisverslunar ríkis- insogíeiguhennar. Vinnueftirlitið mætti á staðinn fyrir nokkru og gerði athugasemd við húsnæðið og ýmislegt sem þar mætti betur fara. Var það mikill og langur listi — eða ein 11 atriði — og er þess krafist að úr þessu verði bætt fyrirl.októbernk. Er þar m.a. gerð athugasemd við að lofthæð í húsinu sé of litil, engin loftræsting sé í skýrelugerðarher- bergi. Veggklæðning sé brotin á a.m.k. einum stað og opið inn á milli þilja. Þá segir að rotþró á salemi sé brotin og þar Qæði upp um salernis- skál og margar athugasemdir eru gerðar um þrifnað. Virðist þeim vera mjög svo ábótavant í þessari lög- reglustöð. Lögreglan Qutti inn í þetta hús fyrir 10A til 12 árum. Þótti það þá sæmilegt til síns brúks en síðan hefur ekkert verið gert við það. Árbæjar- stöðin gegnir veigamiklu hiutverki í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur auk þess sem þaðan er höfð gæsla á eigum og hinum dýrmæta miði ATVR sem er á sömu lóð. Til tals hefur komið að sameina lögregluna í Arbæ og Breiðholti en ekkert hús hefur fengist undir þá starfsemi. Með nýrri byggö í Grafar- vogi eru enn meiri not fyrir stööina í Árbænum og því erBtt að leggja hana alveg niður. Um annað er þó ekki að ræða ef málunum verður ekki kippt i liðinn fyrir 1. október. Vinnueftirlitið getur þá mætt á staðinn og kastað lögreglunni út úr lögreglustöðinni... -klp- Lögreglustöðin f Árbœ þykir langt frú því að vera viðunandi vinnu- staður. DV-mynd S. Ung stúlka slasaðist tölu- vert þegar hún varð fyrir bíl á mótum Kleppsvegar og Skipasunds í Reykjavík rétt um klukkan níu í gœr- kvöldi. Var stúlkan á Ijós- lausu reiðhjóli og sá því ökumaður bifreiðarinnar hana ekki fyrr en ofseint. klp./DV-mynd S. Mlverðhérog annarsstaðar — sjábls.2 og baksíðu Skrekkur ísíldarútvegs- mönnum vegna offramboðs — sjábls.3 „Þessir aðilar eru að brjóta okkar samninga. Þeir hafa verslanimar opnar lengur en ákvæði samninga VR segja til um. Við munum fylgjast með þróuninni í þessu máli en mér sýnist, að það sé kominn brestur i böndin,” sagöi Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannaféiags Reykjavíkur, er DV ræddi við hann. Forsvarsmenn VR hafa að undan- förnu átt viðræður við eigendur verel- ana þeirra í nágrannasveitarfélögun- um sem hafa opið um helgar og eru á samningssvæði félagsins. Sagðist Magnús vilja minna á að samkvæmt gildandi reglum væri heimilt að hafa hverja verslun í Reykjavík opna til kl. 10 tvö kvöld á virkum dögum og eftir ákveðnum regl- um til kl. 4 á laugardögum. Þetta not- uðu verelunareigendur sér ekki. „Hins vegar eru aöilar á Seltjarnar- nesi og í Mosfellssveit að brjóta okkar samninga með því að hafa verelanir sínar opnar eins og verið hefur,” sagöi Magnús. „Það er eins og sagan þurfi að endurtaka sig á 10—12 ára fresti. I . kringum 1970 fóru fimm kaupmenn að hafa opið tii kl. 10 á kvöldin. Það end- aði með því að allt sprakk. Þá gengu þeir kaupmenn, sem voru haröastir í þvi að hafa opið, hvað mest fram í því að fá reglur. Þeir sáu aö enginn grund- völlur var fyrir þessum langa opnunar- tíma, þegar allir höfðu tekið hann upp. Sagöi Magnús aö VR heföi ekki vald til að stöðva verslun þar sem eigendur ynnu sjálfir við afgreiöslu um helgar. Því væri mjög erfitt að hafa afskipti af verslun hinum megin við götuna, jafn- vel þótt félagsmenn VR væru þar við vinnu. „Viðskiptin færast þá þangað, sem lengur er opið. Þar með er rekstraröryggi hinnar verslunarinnar stefnt í hættu. Það verður því eitt yfir alla að ganga,” sagði Magnús. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.