Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 12
P3ftr orTai.iamrirTo nrmtntnr** 12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjámarformaður og úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAAA. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjór-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 80*11. Auglýsingar: SÍOUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakurhf., Skeifunni 1». Áksriftarverð á mánuöi 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr. Helgarblaö 22 kr. Verðmætt kálfafóður Aðalfundur Stéttarsambands bænda samþykkti í síð- ustu viku að hvetja bændur til að draga ekki úr fram- leiðslu mjólkur. Þetta lýsir sérstæðum skoðunum stjóm- enda landbúnaðarins á því, hver sé hæfilegur markaður fyrir mjólkurvörur. Nærri helmingur allrar mjólkur á íslandi fer í vinnslu af ýmsu tagi. Sú vinnsla er í flestum tilvikum svo rosa- lega dýr, aö afurðirnar væm óseljanlegar, ef þær þyrftu að sæta samkeppni við hliðstæðar vörur innfluttar. Verst er ástandið í smjörinu. Neytendur og skattgreið- endur þurfa að borga fyrir það um það bil tíu sinnum hærra verð en væri á innfluttu smjöri, ef markaðurinn væri frjáls. I vetur eiga að hefjast umfangsmiklir flutningar á mjólkurvörum milli landshluta. Það stafar ekki af skorti á neyzlumjólk á einokunarsvæði Mjólkurbús Flóamanna, heldur er það til að gera búinu kleift að framleiða duft úr undanrennu. Flutningar þessir eiga að kosta um tvær milljónir króna. Ofan á vinnslukostnað, sem nemur rúmum sjö krónum á kílóið, á að koma fjórtán króna flutningskostn- aður. Þar með komast tveir kostnaðarliðir upp í 21 krónu á kílóið. Þetta duft er síðan selt ofan í kálfa fyrir tæpar þrettán krónur á kílóið. Mismunurinn verður greiddur úr svoköll- uðum flutningsjöfnunarsjóði, sem er þáttur í verðlagn- ingu búvöru, auðvitað greiddur af neytendum og skatt- greiðendum. Hinir fyrirhuguðu flutningar á undanrennu eru gott dæmi um takmarkalausa óskammfeilni ráðamanna land- búnaðarins. Þeir líta á neytendur og skattgreiðendur sem viljalausa þræla í eigu landbúnaðar kúa og kinda. Um leið eru flutningamir alvarlegur vitnisburður um svokallaða framleiðslustjómun í hinum hefðbundna land- búnaði kúa og kinda. Stjómunin felst í að framleiða mjólk við Lómagnúp og kindakjöt í Mosfellssveit. Auövitað samþykkti aðalfundur Stéttarsambands bænda, að slík framleiðslustjómun með tilheyrandi margföldun flutningskostnaður yrði einnig tekin upp í framleiðslu kjúklinga, eggja, svínakjöts og annarra óæðri búgreina. Kjúklinga-, eggja- og svínabændur em auðvitaö ekki taldir menn með mönnum í þessum hópi. Þeir hafa ekki einu sinni málfrelsi á fundum Stéttarsambandsins, hvað þá tillögu- og atkvæðisrétt. Þar gilda aðeins kýr og kind- ur. Enginn mannlegur máttur viröist geta komið í veg fyr- ir, aö ráðamenn landbúnaðarins komi á fót framleiðslu- stjómun í fleiri búgreinum. Eggjaeinkasalan verður fyrsta skrefið og síðan mun svínakjötseinkasalan fylgja í kjölfarið. Þá verður hafin framleiðsla á eggjum í smáum stíl í af- dölum sem lengst frá markaðinum. Hinn mikli kostn- aðarauki verður reiknaður inn í verðið, fyrst á kostnað neytenda og síðan einnig skattgreiðenda, þegar niður- greiðslumar koma. Ævintýri á borð við flutninga kálfafóðurs milli lands- hluta eru einmitt að hef jast í þann mund, er tekjur heimil- anna hafa skerzt um 20% eða meira. Þannig ríkir hinn heföbundni landbúnaður utan og ofan við íslenzkan raunveruleika. Spumingin er, hvort neytendur og skattgreiðendur rísi einhvem tíma upp eins og húsbyggjendur og -kaupendur gerðu um daginn. Munu þeir einhvern tíma varpa af sér okinu? Jónas Kristjánsson DV. ÞRSXJUDAGUR U. SEPTEMBRR1983. Grautarhús í Borgamesi Þá er komiö haust, krossmessa á hausti veröur á morgun, líka vinnu- hjúaskildagi, en svo nefndu menn hann á þeim dögum er Stéttarsamband bænda annaöist líka einkasölu á fólki; niðursetningum, vinnukonum, vinnu- mönnum og vertíöarsjómönnum, og yfir þrælahald og gripi lagöist haust- rökkur og vetrarkvíöi. Þá alveg eins og nú, þegar úrræöin hafa brugðist, gras- vöxtur, afli og verslun. Og þegar búiö var að bjóöa upp aumingjana, skáru bændur fé sitt, þann hluta aö minnsta kosti, er eigi var seldur á fæti. Eftir var svo vetrarforð- inn i súr, ásamt skelfingu og því ööru, er sett haf ði verið á. Þetta var þjóöfélag agans, þar sem naumast var rúm fyrir menn og skepn- ur, hvaö þá fyrir svokallaöar tilfinningar eöa vísitölu. En þótt menn haldi upp á sögu dag- anna og kaffi um úrræðin, meöan þjóðarskútan d'/ggar aftur og fram, þá fer sú staöreynd víst ekki fram hjá neinum, aö öröugur vetur fer i hönd. Framkvæmdastjóri bænda boöar til aö mynda, að sláturkostnaöur muni nú veröa um 400 krónur á hvern dilk, eöa þaö mun kosta rúman dollara á kílóið að skera fé, sem er liöugt búöarverö á kjöti í útlöndum, þ.e. í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Svo einfalt er nú þaö. Þaö er því ekki út í hött að margir íhugi nú stöðu landbúnaðarins, verölag Eftir helgina Jónas Guðmundsson búvöru og stööu bænda og þá einkum þeirra, er versta sumarið fengu. Um helgina var mest rætt um undan- rennumusterið, sem nú er að rísa í Artúnshöföa, sem reyndar viröist nú vera þaö eina, sem verulega vel gengur í íslenskum landbúnaöi. I Borgamesi á svo að sjóöa sveskju- graut í nýju mjókurstööinni, er þar stendur verkefnalaus, þar eð obbinn af mjólk Borgfiröinga fer í tankbilum suöur til Reykjavíkur, þar sem hún pakkast eftir ritúali einokunarbænda samlagssvæöisins, eða hinum boöaöa sið. En þaö er ekki nóg meö aö sjóöa veröi sveskjugraut í hinni glæstu mjólkurstöð Borgfirðinga. Otlit er fyrir að stór hluti mjólkur komi í vetur til Reykjavíkur frá Akureyri, en fyrst veröur henni þó ekiö á Selfoss, til aö fuQnægja kirkjusiöum reglunnar. Ef til vill sýnir þetta bammörgum heimilum, er mjólk nota, sem og öörum, hvernig fáránleikinn hefur leikiö afurðasölumál landbúnaöarins oghagneytenda. I Borgarnesi var fræg mjólkurstöð, er einkum og sér í lagi var rómuö fyrir skyr og rjóma. Skaflaskeifur voru sagöar fljóta í r jóma Borgfirðinga. Hagur búsins var góður, en þar eö peningar koma með sjálfvirkum hætti úr hverjum mjókurdropa er neytendur eöa aðrir kaupa, þá safnað- ist fé og þá þurfti nýja mjólkurstöö, og ákveðið var aö þar skyldu framleiddir ostar, sem þó var ekki sérgrein Mjókursamlags Borgfirðinga. Um þaö leyti sem mjólkurmusteriö á Engjaási var fullgert, bar svo til að mjólkurþörf Reykjavíkur fór vax- andi, og er nú svo komið, aö mjólk Borgfiröinga fer öll suður á tankbílum. 1 Borgamesi eru hinsvegar miklar pökkunarsamstæður fyrir mjólk. Þær standa þó ónotaðar, því pakkaöa mjólk má ekki senda suður, og því verður nú til þess gripið, aö sjóða sveskjugrauta og pakka á femur. Þetta skeöur á sama tíma og verið er að reisa Mismunandi þéttleiki Um skipulag við Skúlagötu Endurskoðun skipulags A vegum skipulagsnefndar Reykja- víkurborgar hefur aö undanförnu veriö unniö að endurskoðun á skipulagi til- tekins svæðis í gamla austurbænum, sem afmarkast af Skúlagötu, Snorra- braut, Hverfisgötu og Ingólfsstræti. I gildandi skipulagi fyrir þetta svæði er landnotkun fyrst og fremst hugsuð fyrir iðnaöarstarfsemi, en viö endurskoðun er lögð áhersla á að auka til muna íbúöabyggö á kostnað iönaöar. Þaö er m.a. gert í ljósi þess, aö nokkur stærstu iönfyrirtækin, sem í dag eru á þessu svæöi, em aö hugsa sér til hreyfings og byggja upp starfsemi sína annars staðar í borginni. Annaö sem mælir með því aö land- notkun veröi breytt á þessu svæði meö því að auka íbúðabyggö er sú staðreynd, að á milli áranna 1970 og 1980 fækkaöi íbúum í gamla austurbæ úr tæplega 10 þúsund í um 7 þúsund, en hefur þó heldur fjölgað síðan. Ibúa- fjöldinn í þessum bæjarhluta náöi há- marki um 1945 og var þá 20 þúsund. Til þess aö glæöa þennan borgar- hluta nýju lífi er því eölilegt að karuiaö- ar séu allar leiðir til þess aökoma fyrir nýjum íbúöarhúsum og gera upp gömul. Ibúar í gamla austurbæ sem og aörir borgarbúar hljóta þess vegna aö fagna því, aö nú sé stefnt að þéttingu íbúðabyggöar. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að borgarbúum er annt um um- hverfi sitt og vilja hafa þar áhrif á. Nægir þar aö nefna Bemhöftstorfu og nýlegra dæmi er tillaga að íbúöabyggö við Gnoöarvog og Suðurlandsbraut, sem hafnaö var vegna mótmæla ná- granna. Kjallarinn StefánThors Tillaga Borgarskipulags I maí í sumar lagöi Borgarskipulag Reykjavíkur fram greinargerö að beiðni skipulagsnefndar, þar sem er aö finna drög að nýtingar- og landnotkun- artillögu fyrir umrætt svæöi við Skúla- götu. I greinargerð þessari er lagt upp til vandaöra vinnubragða, gerö grein fyrir þéttleika byggðar og ítrekað aö forsendur fyrir þvi aö hægt sé aö mæla með íbúðabyggö á svæöinu séu aö há- vaðamengun frá umferð veröi leyst á viðunandi hátt og gengiö veröi full- nægjandi frá holræsamálum. Niöurstaöa athugana Borgar- skipulags er, að nýtingarhlutfall lóöa við Skúlagötu veröi takmarkað viö 1.2, ef bílageymslur eru meðtaldar. I framhaldi af þessu ákveður skipulagsnefnd aö fá tvær aðrar teikni- stofur til að gera tillögur aö hámarks- nýtingu á hluta svæðisins eöa nánar tiltekið á reit sem afmarkast af Skúla- götu, Vitastíg, Lindargötu og Klappar- stig. A þessum reit er nú athafnasvæði trésmiðjunnar Völundar hf., Kveld- úlfsskemmurnar, sem eru í eigu Eimskipafélags Islands, og nokkur gömul ibúöarhús. Niðurstööur arkitektastofanna tveggja voru annars vegar nýtingarhlutfall 1.8 og hins veg- ar 1.9, ef frá eru taldar bílageymslur. Samþykkt skipulagsnefndar A grundvelli þessara niðurstaöna samþykkti meirihluti skipulagsnefnd- ar á fundi sínum nýlega, aö nýtingar- hlutfall á þessum reit mætti vera allt aö 2.0, þrátt fyrir rökstuddar viðvaramir forstööumanns Borgar- skipulags og þrátt fyrir aö ekki er hægt aö benda á nein útivistarsvæði í ná- grenni, sem gæti vegiö upp á móti svo mikilli nýtingu. Þessar tillögur ásamt öörum breytingartillögum á svæðinu eru nú til umf jöllunar í borgarráði og borgar- stjóm og er niöurstööu aö vænta fljót- lega. Hvað er nýtingar- hlutfall? Hér hefur veriö nefnt nýtingarhlut- fall 1.2, 1.8, 1.9 og 2.0. Ekki er víst aö allir geri sér grein fyrir við hvað er átt meö því. Nýtingarhlutfall fæst meö því aö deila meö lóðarstærð í samanlagöan gólfflöthúss. Ef t.d. er um aö ræöa lóð sem er 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.