Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983. 3 Skrekkur í sfldarútvegs- mönnum vegna offramboðs á öflum sfldarmörkuöum — gæti þýtt verðhrun og söluerf iðleika. Norðmenn þora ekki að byrja veiðar úr norsk-íslenska stofninum Talsverður skjálfti er nú í þeim aöilum hérlendis, sem hafa hags- muna að gæta í síldveiðum og vinnslu. Stafar það af því að nú stefnir í mikið offramboð síldar á helstu mörk- uðumokkar. Þessi staðreynd varð ljós þegar Efnahagsbandalagið ákvað að auka kvótann í Norðursjó um 100 þúsund tonn og er sú aukning ein nær helmingi meiri en heildar- veiðar okkar. Víðar aukast síldveið- ar og er fyrirsjáanlegt að svo verður' í náinni framtíö m.a. vegna nýrra frétta frá Noregi þess efnis aö á nokkrum næstu árum megi tí- eða tuttugufalda síldveiðar úr hinum svonefnda norsk-íslenska stofni. Hann var uppistaða síldveiða okkar á hinum svonefndu síldarárum. Þá var stofninn geysistór og kom hluti hans hingað í ætisleit. Undanfarin ár höfum við selt okk- ar saltsíld allt að 30 prósent dýrari en aðrir og er það m.a. vegna þess að við höfum notið trausts sem góðir síldarsaltendur. En nú gerist erfiðara að halda þessu forskoti þar sem fréttir berast víða að þess efnis aö erlendir framleiðendur séu að ná sömu vinnslugæðum og við. Þá erum við í vissum tilvikum á milli steins og sleggju á Skandi- navíumörkuðum því súdin okkar er of lítil til að keppa við stærri og feit- ari norsk—íslensku síldina til vissrar framleiðslu. Ungt f ólk í Svíþ jóð hefur aukið síldarneyslu en sú aukning er einkum fólgin í smærri og fituminni síld en okkar er. En þar sem saltsíldin okkar hent- ar þykir hún góð. Um þessar mundir er Síldarútvegsnefnd aö ganga frá fyrirframsölu á um það bil helmingi þeirra 55 þúsund tonna sem veiða má í ár. Þaö er svipað og var í fyrra, um þetta leyti, en Einar Benediktsson aðstoöarframkvæmdastjóri SUN sagði í viðtali við DV að óvarlegt væri að gera sér vonir um viðbótar- samninga úr þessu eins og tekist hefði að gera undanfarin ár. Því blasir við að nú verði að frysta mun meira en gert hefur verið ef kvótinn verður fullnýttur. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SIS, sagði að deildin væri nú að undirbúa samninga. Ljóst væri að fyrri kaupendur okkar væru ánægðir með frystu síldina héðan en í árferði sem nú myndi verðlagið líklega skipta meira máli en áður. Agúst Einarsson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna og fulltrúi LIO í verðlags- ráði, sagði að aðeins væri búið að halda einn fund um síldarverðið. Næsti fundur yrði á fimmtudag og lægju þá væntanlega fyrir meiri upp- iýsingar til að byggja samninga um síldarverð til útgerðarinnar á. Vafa- lítið verða mikil átök um síidarverð- ið að þessu sinni því það hefur verið hærra hér, upp úr sjó, en í helstu samkeppnislöndunum. Er þá miðað viö síldina hér boma saman við aðr- ar tegundir hér, og eins farið að og erlendis. Sem dæmi um óvissuna í síldar- málum aimennt þá var í sumar ákveðið að norskir sjómenn mættu hef ja veiðar upp í 25 þús. tonna kvóta úr norsk—íslenska sildarstofninum um síðustu mánaðamót en áöur en sú ákvörðun kom til framkvæmda var veiðum frestað og eru ekki byrjaöar enn. -G.S. Í» Kartöflur teknar upp í Vatnsmýri Menn slógu ekki slöku við í kartöflu- upptökunni á laugardaginn. Fólk úr Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, um eitt hundrað fjölskyldur, tóku upp um tíu tonn á svæði innan Reykjavík- urflugvallar, gegnt Umferðarmiðstöð- inni. Hver f jölskylda gat tekið upp 100 kg á kr. 10 hvert kíló. Umsjón með þessu hafði Edvald B. Malmqvist yfir- matsmaður en hann setti niður í vor meö vélum. Uppskeran var ágæt og ánægja ríkti meðal fólksins enda lék veðriðviöþað. Ilmandi kvikmynd íBíóbæ Bíóbær hefur hafið sýningar á Polyester, þekktri amerískri kvik- mynd eftir ieikstjórann John Waters, en hann fer eigin leiðir í kvikmynda- gerð og hefur vakið athygli fyrir frum- leik. Það sem er sérkennilegast viö Polyester er að hver áhorfandi fær spjald sem á eru 10 reitir og inniheldur hver reitur fyrir sig ilm er áhorfandinn á að finna þegar númer kemur á tjald- ið. Polyester er gamanmynd þar sem aöalhlutverkin eru leikin af Divine og Tab Hunter. HK. Margar hendur vinna létt verk og gott er að fá kartöflumar á 10 kg. Á minni myndinni em þsr Eva Björk og Sigrún Hulda að hjálpa til og þykir gaman. DV-mynd Loftur Handþuirkur Tork á Tork þurrkurnar eru sérstaklega framleiddar fyrir atvinnulííið, hvort sem um er að rœða olíuþurrkúr, þurrkur fyrir elektrónisk tœki, þurrkur íyrir eldhús og mötu- neyti, verkstœðisþurrkur eða afraímagnaðar þurrkur fyrir tölvur, ljós- nœma hluti og ljós- myndatœki. Haíðu samband við söludeild okkar og fáðu upplýsingar um Tork þurrkur, sem hœfa þínum vinnustað. asiacohf Vesturgötu 2, P.O. Box 826. 101 Reykjavík sími 26733

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.