Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SÉPTEMBÉR1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hrólfur Kjartansson námsstjóri heldur hór námskeið fyrir starfsfólk ölduselsskóla. Alls bárust umsóknir frá ellefu skólum um slika frœðslufundi i haust. ; OVmynd: HJH. Námskeiðið samvirkt skólastarf: Almenn samskipti í skóla — mat starfsfólks Magnús Daníelsson heldur hár á hluta af uppskerunni sem hann fær upp iir garðinum hjá sér i Garða- bænum. Ekki ber á öðru en að þetta sóu hinar vænstu kartöflur. Kartöflur: Góð upp- skera í Garðabænum Utlitið fyrir kartöfluuppskeruna er afar slæmt á Suðurlandi, sem og víðar, eins og flestum er kunnugt. Þetta á þó ekki við um alla kartöfluræktendur á Suðurlandi, til dæmis gerir hann Magnús Daníelsson í Garðabæ sér von- ir um ágæta uppskeru úr heimilis- garðinum sínum. Magnús byrjaði að taka upp úr garð- inum fyrir um þremur vikum. Hann tekur upp lítið í senn, enn sem komið er, og ekki er annað að sjá en að sprett- an sé hin bærilegasta þrátt fyrir ótíð- ina í sumar. Og það þakkar hann jarð- veginum í Garöabænum sem hann seg- ir afbragðsgóðan til kartöfluræktunar. Yfirieitt setur Magnús niður 25 kíló af útsæði á vorin og uppskeran hefur verið um 250 kíló að meöaltali og stund- um meira. Alla vega hefur uppskeran dugaö heimilinu fram á vorið, flest ár- in. á vinnu og vinnustað Samvirkt skólastarf er nám- skeiö/fræðslufundur sem hefur það að markmiði aö stuðla að þróun skóla og skólastarfs. Gengið er út frá því að skóli sé ein heild og aö allt starfsfólk skólans taki þátt í námskeiðinu. Námskeiðið, samvirkt skólastarf, varð til í samvinnu aðila frá Kennara- háskóla Islands (Gunnar Ámason og Sigurjón Mýrdal) og skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins (Hróifur Kjartansson). Upplýsingaseðilli til samanbuiðar á heimiiiskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamk'Ka sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | I ‘ andi i upplVsin^amiðlun meðal almenninps um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | i fjolskvIdu af somu stærð og vðar. Þar að auki eijjið þér von um að fá nytsamt heimilis- I tæki. Heimili 1 Nafn áskrifanda ,------------------- l i i i Sími I------ I I Fjöldi heimilisfólks Kostnaöur í ágúst 1983. i Matur og hreinlætisvörur kr. i Annað kr. I Alls kr. J1 Kennaraháskólinn og skólarann- sóknadeild hafa í sameiningu staðið straum af kostnaði. Fyrsta kynning á þessari tegund námskeiða fór fram á kennaraþingi á Noröurlandi eystra haustið 1980. Árið 1981 voru námskeiö í fimm skólum í tilraunaskyni og sjö skólar fylgdu á eftir árið 1982. Nú í haust lágu fyrir umsóknir um námskeiðiö frá ellefu skólum. Einn þeirra skóla er Olduseisskóli. Þegar viðvorumþar á ferö rétt áður en skólar byrjuðu og litum inn á námskeið með forskólakennurum, (sem þegar hefur veriö greint frá) stóð námskeiöiö samvirkt skólastarf með starfsfólki skólans í öðrum salarkynnum. Hrólfur Kjartansson námsstjóri miölaöi fræðslu þar til ,,sinna nemenda”. Á námskeiðinu, sem er ekki fagbund- ið, er fengist við almenn samskipti í skóla, mat starfsfólks á vinnu sinni og vinnustað og reynt að greina hvaða ástæður kunna að liggja að baki þeim vandamálum sem starfsfólkinu sjálfu finnst þurf a að ráða bót á. Breytingar á starfsháttum í skólum Þetta námskeið er tilraun til að fjalla um skóla og skólastarf á heild- stæöari hátt en gert hefur verið í breytingastarfi í skólamálum á síöustu árum. Á undanförnum 10—15 árum hefur orðið ör þróun í innra starfi skóla, einkum grunnskóla. Þessi þróun endurspeglast í gagngerri endurskoö- un námsefnis og breytingum á starfs- háttumískólum. Breytingamar má rekja ýmist til skipulagöra aðgerða af hálfu fræðsluyfirvalda eða til frumkvæðis einstakra skóia og kennara. Ef grannt er skoðaö má greina tvenns konar einkenni á breytinga- starfinu. I fyrsta lagi hefur verið unnið á þröngum sviðum og oft virðast vera lítil og jafnvel tilviljanakennd tengsl milli tilrauna í breytingaátt. Breytingastarf skólayfirvaida er til dæmis enn bundið þröngt afmörkuðum námsgreinum og tilraunir einstakra skóla eða kennara hafa yfirleitt verið háðar dugnaði og ósérhlífni einstakl- inga sem oft róa einir á báti. I öðru lagi hefur viðleitni til breytinga mætt margvislegum erfiöleikum og má rekja suma þeirra til þess að ekki hefur verið tekið nægjanlegt tillit til þeirra stofnanalegu lögmála sem skóli óhjákvæmilega lýtur. Námskeiðið samvirkt skólastarf og þau grundvallarviðmið sem það byggir á miðar að því að draga úr þessum ágöllum og auka líkur á stöðugri viðleitni til að bæta skóla og skólastarf. -ÞG Annars er það aöallega blómaræktin sem Magnús stundar í gróöurhúsi sem hann hefur í garðinum hjá sér. Og fyrir um fimm árum fór hann að fást viö tómataræktun og hefur hann veriö að þreifa sig áfram með hana síðan. Hefur ræktunin gengið framar öllum vonum og nú orðið gefa þær sex plönt- ur sem hann er með, af sér nægilega mikið af tómötum fyrir heimiliö. Það er því ljóst að hafi fólk aðstöðu og tíma, er hægt að lækka matarreikn- ingana talsvert með því að rækta kart- öflur og ýmis konar grænmeti til eigin þarfa. -SþS. Bókin íslensk fióra mun hækka talsvert i verði er næsta upplag af bókinni kemur i bókaverslanir. Rangar upplýsingar í bæklingi Veraldar I nýútkomnu fréttabréfi frá bóka- klúbbnum Veröld þar sem meðlimum klúbbsins eru boönar hinar ýmsu bæk- ur á klúbbverði er gefið upp rangt markaðsverð á tveimur bókum. Þaö er annars vegar á bókinni Islensk flóra, sem sögð er kosta 998 krónur í bóka- búðum, en kostar í raun tæpar 850 krónur. Og hins vegar er það bókin Un- aðsreitur, sem sögð er kosta 543 krónur í verslunum en kostar í rauninni tæpar 300krónur. Hefur bókaklúbburinn látið prenta nýtt fréttabréf þar sem þetta er leið- rétt. Skýringin á þessu er sú að nýtt upp- lag af bókunum mun vera á leiðinni á markað og þá mun verðið á þeim verða það sem bókaklúbburinn gaf upp. Þær eru hins vegar ekki uppseldar alls staðar og því enn fáanlegar á lægra verðinu. -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.