Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 8
SJ»r HaaM3Ttr.,H?, .Er 5mnAnriT.<rm>j vn DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd — Líbanon: ÞRIR BANDARISKIR SJÓUÐAR SÆRDIR — engin von um vopnahlé í bráð Þrír bandarískir sjóliðar særðust í gærkveldi í Líbanon þegar sprengja sprakk við varðstöð þeirra við flug- völlinn í Beirút. Er nú talið ólíklegt að vopnahlé takist í bráð i landinu. Hinar vestrænu friöargæslusveitir hafa oröið fyrir nokkru mannfalli á siöustu vikum eftir því sem átök milli hinna striðandi fylkinga í Líbanon hafa magnast og bylgjur borgarastríðsins hafa nærri því kaf- fært Beirút. I gær gerðu menn sér nokkrar vonir um að samkomulag kynni að nást um vopnahlé en þær vonir uröu að engu þegar leið á daginn og í ljós kom að ríkisstjórn Líbanons myndi ekki fallast á vopnahléshugmyndir á þeim grundvelh sem lagður hafði verið fram. Amin Gemayel, forseti Líbanons, fundaöi með sendimönn- um bandaríkjamanna, ríkisstjóm sinni, og æðsta hershöfðingja sínum og ræddi uppkastið að vopnahlés- samkomulagi. En það stefndi alltaf til þess að ríkisstjómin myndi neita að fallast á samkomulag sem bann- aði hersveitum hennar aðgang að Shouf-fjöllum. Sýrlendingar og Drús- ar höfðu, að því er virtist, samþykkt þetta uppkast saudi-arabíska prins- ins, Bandar Bin Sultan, svo varla hef ur það verið þeim í óhag. Breska sendiráðiö í Beirút hefur ráðlagt Bretum sem þar eru stadd- ir aöhaldaheimleiðisnemaþeireigi bráðnauðsynlegum erindum að sinna þar. Og í Washington var tilkynnt seint í gærkveldi að orrustuskipið New Jersey hefði lagt af stað út á Atlants- haf og sögðu embættismenn aö það yrði tilbúið til þjónustu undan Libanon ef bandarískum hermönn- um þar væri alvarlega ógnaö. Tveir bandarískir landgönguliðar hlaupa í skjól þegar sprengjumar koma þjótandi yfir Beirút-flugvöil. Sameinuðu þjóðimar: Sovétmem beita neitunarvaldi — gegn tillögu um fordæmingu á því er þeir skutu niður kóresku farþegaþotuna Sovétmenn gripu til neitunarvalds síns í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna í gærkveldi eftir að ljóst var að ályktun, sem fordæmdi athæfi Sovét- manna þegar þeir skutu niður kóresku farþegaþotuna yfir Sakhalin-eyju, yrði samþykkt. Eftir ákafar viðræður fyrir fundinn var ljóst að flutningsríki til- lögunnar höfðu stuöning níu ríkja í öryggisráðinu en engin tillaga skoðast samþykkt í öryggisráðinu S-Afríka: Rúmlegasex- tíufarast í námuslysi Sprenging varð í gær í kolanámu í S-Afríku og létust 63 námumenn en fimm liggja nú á spítala og eru í hættu vegna mikiila brunasára. Talið er aö sprengingin hafi orðið vegna þess aö safnast hafi saman metangas í námunni, sem er skammt frá bænum Vryheid í Natal-fylki í S-Afriku. Tíu þeirra námamanna sem verst voru meiddir voru fluttir tii Jóhannesar- borgar og eru fimm þeirra taldir í lífshættu, eins og sagði áöur. Flestir þeirra sem létust dóu við sprenginguna sjálfa en sumir af eiturgufum eða grjóthruni. Þrír hinna látnu voru hvítir en sextíu svartir. Þetta er eitt versta námu- slys sem orðið hefur í sögu S- Afríku. nema hún fái minnst niu atkvæði og neitunarvaldi sé ekki beitt. Það voru Sovétmenn ásamt Pólverj- um sem greiddu atkvæöi gégn til- lögunni, sem gerði ráð fyrir því aö aöalritari Sameinuöu þjóðanna rannsakaöi málsatvik. Kínverjar, Guyanamenn, Nicaraguamenn og Zimbabwe sátu hjá en atkvæði með til- lögunni greiddu Bretar, Frakkar, Jórdaníumenn.Möltubúar, Hollending- Frá Jóni Einari Guöjónssyni, frétta- ritaraDVíOsló: Talningu er ekki alveg lokið í byggðakosningunum í Noregi en það er ljóst að Hægri flokkurinn hefur tapað fylgi, talsvert meir en gert var ráð fyrir, fyrir kosningar. „Við lekum í báöa enda,” sagði Káre Willoch, for- sætisráðherra Norðmanna, í sjónvarpi í nótt en Hægriflokkurinn hefur sam- kvæmt nýjustu tölum tapað 3,7% at- kvæða miðaö við síðustu byggða- kosningar og hefur hlotið nú 26,1% at- kvæða. ar, Pakistanir, Togomenn, Banda- ríkjamenn og Zaire. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var óljós fram á síðustu stundu. Greiða átti atkvæöi um tillöguna á föstu- daginn var en atkvæðagreiðslunni var frestaðþartilnú. Hefði tillagan hlotið minni stuðning en niu atkvæði hefði það verið áfall fyrir flutningsþjóöimar og þá hefðu Sovétmenn ekki þurft aö grípa til neit- Miöflokkamir hafa einnig tapað at- kvæðum en þó í minna mæli en búist var við. Það sem helst hefur vakið athygli er að k jörsókn nú er sú minnsta sem mælst hefur frá því eftir stríð en hún er nú 67,3% og er þar um kennt líflausri kosningabaráttu. Samkvæmt nýjustu tölum hefur Verkamannaflokkurinn nú 39,3% atkvæða og hefur bætt viö sig 3,3% miðað við síðustu byggöakosningar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur 8,7% og tapar 1,4%. Framsóknarflokkurinn (Glistrup-sinnar Norðmanna) fær unarvaldsins. Sovétmann hafa beitt neitunarvaldi í öryggisráðinu 116 sinn- um frá stofnun Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkjamenn 36 sinnum. Sendiherra Sovétríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum endurtók í ræðu sinni við umræðumar ásakanir ríkisstjóm- arinnar í Kreml og varpaði allri á- byrgð á því sem gerðist á herðar Bandaríkjamanna. 6,3% og bætir við sig 3,7%, Miðflokk- urinn fær 7,3% og tapar U%. Sósíalíski vinstriflokkurinn fær 5,2% og vinnur 0,8% og Vinstri flokkurinn fær 4,4% og tapar 0,9%. Ef þetta hefðu verið þingkosningar hefði ríkisstjórn Káre Willoch tapað meirihlutasínum. Verkamannaflokkurinn hefur unniö meirihluta af borgaralegu flokkunum i þrem fylkjum og í 60 sveitarfélögum. Hafa svo mörg „blá” sveitarfélög nú orðið „rauð” að segja má að Noregur hafi roðnað. Hægriflokkurinn tapar fylgi í norsku kosningunum: „Við lekum ( báða enda" — sagði Káre Willoch í norska sjónvarpinu í nótt Pjotr Gusjin skipherra var gerður ábyrgur fyrlr mistökunum er kaf- bátur hans strandaði í njósnaferð við Karlskrona. Gusjin skip- herra íónáð Pjotr Gusjin, skipherrann á sovéska kafbátnum, sem sigldi á land við Karlskrona í Svíþjóð fyrir tveimur árum, er faliinn í ónáð hjá sovéskum stjórnvöldum. Hann starfar nú sem óbreyttur skrif- stofumaöur og hefur verið sviptur öllum heiöursmerkjum sem hann hafðifflotanum. Sovétmenn sögðu að kaf- báturinn hefði strandað í sænska skerjagarðinum vegna bilunar í stjórnbúnaði en fáir vildu leggja trúnað á þá skýringu. Engu að síður hafa Sovétmenn nú gert skip- herrann ábyrgan fyrir strandinu og svipt hann öllum forréttindum sem hann áður hafði. Nú verður hann að biða í biðrööum við mat- vörubúðimar eins og hinn al- menni Sovétborgari. Hann er gerður ábyrgur fyrir að hafa ekki séö að stjórnkerfiö var bilað og þannig gerður syndahafur fyrir misheppnaða njósnaferð. Upplýsingar þessar eru hafðar eftir Vadim Zagladin prófessor sem jafiiframt á sæti í miðstjóm Kommúnistaflokksins. Frimúraraforinglnn Licio Gelli. Flótti hans er enn óútskýrður en tveir fangaverðir hafa verið ákærðir fyrir aðDd. Annar fangavörður ákærður Svissneskur fangeisisvörður hefur nú veriö ákæröur fyrir að hafa vanrækt að látavitaaf gati í fangelsisgirðingunni nóttina sem italski frímúrarinn Lício Gelli flúði úr fangelsinu. Annar fangelsis- vörður hefur þegar verið handtek- inn fyrir að hafa smyglað Gelli frá fangelsinuíbílsinum. Komið hefur í ljós að lögreglan hafði tilkynnt verðinum þrísvar um nóttina að gert hefði verið gat í vír- netsgirðingu fangelsisins en vörðurinn hafði ekki látið yfirmenn sína vita eins og áskiliö er í slíkum tilfellum. Ekki er enn vitaö hvers vegna gatið var gert eða hvort það stendur í sambandi við hvarf Gellis. Gelli var yfirmaður leynilegrar frímúrarastúku, Propaganda-2, sem vann að þvi að steypa ítölsku stjóminni. Uppgötvun hennar árið 1981 var eitt mesta hneykslismál Italíu en í frimúrarastúkunni voru ráðherrar, bankastjórar og hers- höfðingjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.