Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Berjaspretta:
Nær engin
lulaii
Diaber
að finna
á landinu
— en sæmilegt af krækiber jum á
Austur- og Norðausturlandi
Nú er kominn sá tími ársins sem
berjatínsla ætti aö vera í algleymingi.
Hætt er þó viö aö lítiö veröi úr tínslunni
í ár því ljóst er aö áriö í ár verður eitt
lélegasta berjaáriö um langt skeiö.
Þaö er helst að einhver spretta sé á
Austurlandi og hluta af Norðurlandi
eystra. Og helst eru þaö krækiberin
sem eitthvað finnast, bláber hafa
hreinlega ekki náö að þroskast í ár.
Orsakir hinnar lélegu berjasprettu
eru helst tvær, annars vegar mjög kalt
vor og hins vegar vætusamt og sólarlít-
iö sumar. I ofanálag hefur svo verið
næturfrost víöa um land aö undanfömu
og því hætt við aö þau fáu ber sem náöu
að þroskast, fariaðskemmast.
A Suöurlandi, þar sem voriö var
sæmilega gott, hefur rigningin og
sólarleysiö komiö í veg fyrir berja-
sprettu en á Austur- og Noröurlandi,
þar sem sumarið hefur veriö gott, er
þaö hið kalda vor sem kemur í veg fyr-
ir aö berjaspretta verði meö betra
móti.
DV kannaði ástandið í berjamálum á
landinu fyrir skemmstu og ef viö byrj-
um á nágrenni höfuðborgarinnar er
það eitt aö segja að þar eru lítil sem
engin ber. Þaö er helst að einhver
krækiber sé að finna á svæöinu viö
Þingvelli en sökum þess aö fariö er aö
frysta á næturnar fer hver aö veröa
síðasturað tína þau.
I Borgarfiröi og á Snæfellsnesi hefur
berjaspretta verið mjög léleg, eitthvaö
er þó af krækiberjum í nágrenni Stykk-
ishólms en þau eru víst smá.
1 Dalasýslu og á Vestfjöröum er
sömu sögu aö segja, mjög dræm
spretta en einna helst að hægt sé að
finna krækiber á stöku stað. Til dæmis
mun vera eitthvað af krækiberjum á
austanverðum Ströndum, en þau eru
smá.
Norðurland vestra er aö öllu jöfnu
frekar lítiö berjasvæöi og því ekki viö
miklu að búast þaðan í slæmu árferöi. 1
Skagafirði er einhvem reyting aö f inna
af krækiberjum og í Fljótunum, sem aö
öllu jöfnu eru gott bláberjaland, hafa
bláber vart sést, en eitthvaö má finna
af krækiberjum.
Og í Eyjafirði er svipaða sögu aö
segja, bláber nær engin aö finna en
svolítið af krækiberjum. Þau em þó á
mörgum stööum illa þroskuð.
Þaö er fyrst í Þingeyjarsýslum aö
einhverja berjasprettu er að finna. I
Aðaldal og Reykjadal er mjög góð
spretta af krækiberjum og sæmileg af
bláberjum. Sama er aö segja frá næsta
nágrenni Húsavíkur. Hins vegar er lítil
berjaspretta í Mývatnssveit og eins í
Kelduhverfi.
Á Melrakkasléttu er krækiberja-
spretta ágæt en bláber engin. Sama er
aö segja af Langanesi.
Þá er komið á aðalber jasprettusvæð-
iö í ár. Hérað og Austfiröi. Þar er
berjaspretta í meðallagi góö, bæði af
bláberjum og krækiberjum. Eitthvaö
er það þó misjafnt eftir f jöröum.
Syðst á Austfjöröum fer berjasprett-
an versnandi aftur og þaö er ekki fyrr
en í öræfum aö fréttist af sæmilegri
krækiberjasprettu á ný.
Á Suöurlandi öllu er lítil berja-
spretta, þó mun sæmilega hafa sprott-
iö af krækiberjum í nágrenni Kirkju-
bæjarklausturs og á stöku stað í Árnes-
sýslu.
Alls staðar þar sem einhver spretta
hefur veriö er berjum þó mjög hætt
vegna næturfrosta eins og fyrr sagði.
Og því er útlit fyrir að 1983 verði eitt
allélegasta berjaárið um langt árabil
og hafa þau þó ekki verið góö aö undan-
förnu.
-SþS.
Gródu
Það verða ekki margir i ár sem hampa berjatinunum jafnhróðugir og konan á þessari mynd enda berja
spretta með alminnsta móti viðast hvar á landinu i ár.
LIIMSUR OG FILTERAR FRÁ
TOKO
Nýkomið mikið úrval af linsum, filterum og con-
verterum (doblarar-tvöfaldarar). Fyrsta flokks úr-
valsvara.
Fáir geta boðið hagstæðara verð en við.
Tvöfaldarar, verð kr. 1495,-
2x4 ele.
2x7 ele. kr. 2950,-
Fyrir:
Pentax Screw mount
Pentax-K
Canon-FD
Minolta-MD
Nikon-EMIAI
Olympus-OM
ContaxíYashica
Fujica A/X
One touch auto Zoom +
macro, 70-210 mm, F4.5 multi
coat, verð kr. 7495,- m/leður-
tösku,75-300 mm F5.6, verð
kr. 9490,-
650 mm spegillinsa
í OM og Pentax Screw, kr.
15.420.
300 mm spegillinsa, kr. 8304,-
Auk þess geysilegt úrval af filterum, fl. stærðir.
Ath. Verðið: 49 mm Skylight 1A kr. 175,-. 49 mm
Polarizer kr. 245,-
Einkaumboð á íslandi:
A HiB A TA P ljósmyndavöruverzlun
I Vll LAUGAVEGI 82. SÍMI 12630.
PÓSTSENDUM AÐ SJÁLFSÖGÐU.
Dansleikur
í Snorrabæ laugardaginn 17sept. l<l.23-03
LESBÍUR- HOMMAR, FJÖLMENNIÐ OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI
MIÐASALA ÁOPNU HÚSI SKÓLAVÖRÐUSTÍG12
ÞRIÐJUD. OG FIMMTUD. KL.20-23 OG LAUGARD. KL.16-18
Samtöl<irí78