Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 15
DVi ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER'1983. 15 Tíöarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Skörðin milli rofabaröanna eru eins og stræti stórborgar, sem orðið hefur fyrir kjarnorkuárás. Vitaskuld má ekki heldur láta hann sæta hömlulausum ágangi þó aö gott sé í ári, en brýnust er nauðsyn í kuldatíð að hlífa honum eftir megni við ágangi sauðfjár og hrossa. Reynslan sannar að fái gróður landsins að þrauka óáreittur, þá er það ekki ofverkið hans að harka af sér vosbúð og kulda. Þetta getur hver maður sannfærst um sjálfur með því að líta inn fyrir landgræðslu- girðingamar uppi í óbyggðunum. Þar lifnar hverskyns yndislegur lurta- gróður og vefur börð og lautir, nýjum grænum skrúða. Utan giröinganna er tíðarfarið nákvaanlega hið sama og innan þeirra, en þar er blessuð sauðkindin fyrir, glorsoltin og óseöjandi og eirir engu sem á vegi hennar verður. Þegar hún hefur lokið sínu herskáa sumarstarfi á afréttunum hefur gróðurlendið skroppið saman og auðnin fært út ríki sitt en upp úr þessum helheimi sauðfjárræktarinnar standa rofabörð- in á víð og dreif eins og steyttir hnefar hinnar deyjandi móðurmoldar. Rofabörðin risa upp úr auðninni eins og steyttur hnefi hinnar deyj- andi móðurmo/dar. Allar myndirnar voru teknar fyrir réttri viku á iand- eyðingarsvæðinu miiii Gullfoss og Bláfells. úr þeim nóg til að skilja hvað er á seyði. Reis þú rönd! Ef hin ömurlega sýn verður ferða- langinum um megn, svo að hann lítur undan, þá kann svo að fara aö fyrir döprum sjónum hans verði sauðféð sem þarna er einlægt að bíta. Sumar kindumar rása með glorhungruðum dilkum yfir vindbarða melana og sæta lagi að slita upp þau vesölu strá, sem reynt hafa aö þrauka af sumariö í skjóli við ávala steina. Sumar eru kannski að dunda sér við að nudda sér utan í rofabörðin og herða þannig óspart á eyðingunni, ekki þó af neinni meöfæddri fólsku, heldur til þess eins að klóra sér þar sem þær klæjar. Sumar hafa áttað sig á því að efst uppi á rofaböröunum dafnar ennþá svolítill gróöur, og þó að sá gróður sé einmitt síðasta vörnin gegn dauðanum, þá skilur blessuð kindin að ekki má við svo búið standa en ræðst á barðiö og glefsar af græögi í stráin. En við þessa sýn fer feröalanginum að hitna í hamsi. Hvemig í ósköpunum víkur því við, að þessi ægilega eyðing skuli fá að viðgangast án þess að nokkur fái rönd við reist? Reis þú rönd, hvíslar þá að honum einhver innri rödd og eitt andartak er þessum ágætismanni skapi næst að búast til bardaga gegn ógnvaldi óbyggðanna, en svo koma á hann vomur: en það eru sérstakir menn á launum hjá hinu opinbera sem eiga með þetta! Það er ekki fyrir mig eða annað óvarðandi fólk að blanda mér í þetta. Ég er ekki í aöstöðu til þess að koma neinu góðu til leiðar. Og því miður eru þetta orð að sönnu og nákvæmlega þannig er svo mörgu farið í voru þjóðfélagi, sem þó er stór- lega áfátt og þyrfti að lága. Það eru sérstakir menn á launum hjá hinu opinbera sem eiga aö annast um hlut- ina og koma í veg fyrir hinn og þennan óskunda — en þeir gera þaö ekki. Kind og kuldi En er nú blessuð sauökindin ein um alla sök í þessu máli? Er ekki veörátt- an íslenska sömuleiðis stórvirkur þátt- takandi í hinum sigursæla hernaði gegn gróðrinum? Víst er um það, að veðrátta hér um slóðir gengur nokkuö í bylgjum. Það koma indælis hlýindaskeið þegar menn og skepnur og gróður hýma í bragði og allt sem er kvikt fer að dafna til sjávar og sveita. Það koma líka kuldaskeiö svo að líf- ríkið kveinkar sér undan fruntaskap frosts og vinda og einmitt þá er þörfin mest að hlúa vel að gróðrinum og gæta þess að leggja ekki á hann frekari byrðar. Versnandi tiðarfar á enga sök á eyöingu iandtins. Það nægir að Uta Ihn fyrlr landgrmðshigirðingarnar uppi i óbyggðum tU þess að sannfærast um aö gróðurinn er einfær um að bjarga sér efsauðklndht lætur hann I friði. MyndirBH. y f 'ÆjJrw*%> j f- :<JLi Sumar kindurnar rása með glorhungruðum dilkum yfir vlndbarða melana og sæta iagi að slfta upp þau vesölu strá, sem reynt hafa að þrauka af sumarið i skjóli við ávala steina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.