Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið ? Sviðsljósið Seyðfirskir ræstitæknar Áöur en færeyska bílferjan Norröna hélt frá Seyðisfiröi í síöasta sinn þetta sumar var DV á lalli um skipið og rakst á þessar konur sem sátu aö snæö- ingi í matsal skipsins. Þær sögöust hafa haft þann starfa í sumar aö aðstoða viö að þrifa káetur skipsins áöur en þaö hélt á brott með farþega héðan. Oft á tíðum mátti litlu muna aö þær færu með skipinu því það er mikið verk aö þrífa heilt skip sérstaklega ef það er fullbókað. Þær báöu um að vera nefndar ræstitæknar og verður orðið við því hér. Þar sem þetta var síðasti starfsdagurinn þetta sumar bauð útgerðin þeim að sjálfsögðu í mat. SLS. DV-mynd SLS ÁÆTLUN ONASSIS Onassís og furstahjónin giöð íbragði 6 góðri stund enda peningarnir farnir að streyma inn. Það er almennt vitað að á þeim tíma þegar Rainier fursti var að biðla til Grace Kelly þá var furstadæmið í Mónakó illa statt fjárhagslega og ráöahagurinn var einmitt skipulagður meö það í huga aö auglýsa staðinn upp. Hins vegar vita færri það að gríski útgerðarmaðurinn Aristotle Onassis hafði fjárhagslegt kyrkingartak á litla furstadæminu á þeim tíma og vildi óður og uppvægur gifta Rainier einni frægri kvikmyndadís í auglýsinga- skyni auðvitað. Onassis hafði ekki augastaö á Grace Kelly heldur annarri kvikmyndadís sem á þeim tíma var engu ófrægari, nefnilega Marilyn Monroe. Þetta var áriö 1955 og Marilyn var á hátindi ferils síns. Onassis var það ákveöinn í þessu aö hann sendi tvo fulltrúa sína til þess að ræða við Marilyn um hugsan- legt hjónaband hennar og Rainiers fursta. Sagan segir aö hún hafi hlustað með athygli og þagaö í smástund eftir aö þeir höfðu lokið sér af. Greinilegt er að hún hefur ekkert verið að velta fyrir sér smáatriðum því aö það eina sem hún spurði um var hvort furstinn væri sætur og ríkur og þegar henni var sagt aö svo væri sam- þykkti hún að hitta hann. Einn fulltrú- anna spurði hana að því hvort hún teldi það líklegt aö Rainier vildi kvænast henni og svaraði hún: „Leyfðu mér að eyöa tveimur dögum með honum ein- um og hann mun verða vitlaus í að gift- astmér.” Onassis varð kampakátur yfir því hve vel hún tók í þetta og var hann kominn langt með ráðagerð um að láta Þau hittast við „rómantískar kringum- stæður”. En það fór sem fór, áður en Marityn Monroe var ekki i neinum vafa um að furstinn féiii fyrir henni. af þeim fundi gæti orðið var Rainier búinn að næla sér í Grace. Onassis var ekki sár þó ráðagerð hans hefði fariö út um þúfur þvi eins og áður sagði þá voru hagsmunir hans í þessu máli fjárhagslegir og hjónaband Rainiers og Grace hafði alveg sama auglýsinga- gildið. SÉRSTÆÐASTA SAKAMÁLIÐ Menn hafa alltaf gaman af aö velta dularfullum atburöum fyrir sér, sér- staklega ef þeir eru tengdir grodda- fengnum sakamálum eins og til dæmis morði. A nýársdag 1963, í Sidney í Ástralíu, fundust líkin af dr. Stanley Bogle eölis- fræðingi og vinkonu hans á stað sem kallaður var ástarlundur. Líkin voru fáklædd en hulin dagblööum. Eflaust er spurt: hvað er svona merkilegt viö það? því svoleiðis voðaatburðir eru sífellt að ske út um allan heim? Svarið við þessu er það að þó tuttugu ár séu liðin frá því að þetta átti sér stað hefur enginn botn fengist í þetta mál. Lög- reglunni í Sidney, rannsóknarlögregl- unni og jafnvel Interpol hefur ekki tek- ist aö fá svar við þeim þrem spurning- um sem svara verður til þess að mál sem þetta upplýsist. Til þessa dags vita menn ekki af hverju þau tvö voru drepin, hver drap þau né heldur hvemig þau voru drepin. Telja menn að þetta sé eina morðmálið hin síðari ár þar sem ekki hefur tekist að finna svar viö þessum þremur spumingum. Sonur Bardot Þá er sonur Brigitte Bardot orðinn stór og likist hann mömmu sinni ekki spor. Hann heitir Nicholas Charrier og er évöxtur seinna hjóna- bands Bardots og Jaques Charriers. Þessi huggulega mynd var tek- in af ávextinum og unnustu hans, hinni norsku Anneline Bjerkan, sem er nokkuð svipuð tengdamömmu, þegar þau voru að sulla i sjónum einhvers staðar við strönd Frakklands. Ekki fyigdi sögunni hvað drengurinn starfar en þó var minnst á að hann hefði lagt gjörva hönd á margt og verið til dœmis biistjóri og barþjónn. Ekki hyggur hann þó á frama i leiklistinni þvi eins og áður sagði þá er hann sonur móður sinnar en ekki dóttir. Almættið grípur frammí Eins og þeir sem nenna að fylgjast með heimsfréttunum vita þá hefur Mið-Ameríka lengi verið mikiö átaka- svæði og þá sérstaklega Nicaragua. Eftirfarandi saga er nokkuð gömul en ekkert verri fyrir það og segir frá at- burði er átti sér stað kvöld eitt árið 1907. Söguhetjan var skæruliði sem vildi allt til vinna til þess að ná völdum í Nicaragua. Hann hét Pablo Castiliano og titlaði sig hershöfðingja. Hann Pablo var nákvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og reyndar var hemaður það eina sem hann tók sér fyrir hendur. Þær fáu heimildir sem til eru greina frá því að kvöldið örlagaríka hafi Pablo verið mjög kátur eftir dráp og landvinninga dagsins og kallaði til sin aðstoðarmenn sína til að skipuleggja dráp og landvinninga næsta dags. Eins og áður sagöi var Pablo nákvæmur maður, varð það til þess að hann og félagarnir héngu lengur en venja var þetta kvöld við skipulagningu næstu herferðar. Svo viröist sem almættið hafi haft fingur í málum þetta kvöld því skyndi- lega heyröu hermenn Pablos miklar drunur og varð þeim litið í átt til him- ins. Sáu þeir sér til mikiliar skelfingar risavaxinn loftstein stefna á mikilli ferð í átt tU þeirra, og tóku þeir tU fót- anna hver sem betur gat. Loftsteinninn var þó ekki þeim ætlaöur því þeir sáu hann stefna rakleiöis að tjaldi Pablos sem samstundis huldist ryki og eld- glæringum. Þegar mannskapurinn tíndist tU baka þá var stór hola það eina sem þeir sáu, þar sem tjald Pablos hafði staðið áður. Loftsteinninn hafði eytt Pablo, tjaldinu hans og landvinningar- draumum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.