Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983.
ALMANNAVARNIR RÍKISINS
vilja ráða ritara. Umsækjendur snúi sér til skrifstofu Al-
mannavarna í aðallögreglustöðinni v/Hverfisgötu, 4. hæð.
ALMANNAVARNIR RÍKISINS.
Starfsstúlkur óskast
Oskum eftir starfsstúlkum, hálfan eða allan daginn.
4 vinnudagar í viku, frá mánudegi til fimmtudags.
SÆLGÆTISGERÐIN GÓA,
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði,
sími 53466.
VIDEOLEIGA
TIL SÖLU
Þeir sem hafa áhuga leggi inn nafn og símanúmer á DV merkt
„Videoleiga” fyrir 15. september.
Dvalarheimili
Á Hvolsvelli
Tilboð óskast í að steypa upp kjallara viðbyggingar dvalar-
heimilisins Lundar, alls um 520 fm. Einnig skal leggja lagnir.
Verkinu skal að fullu lokið 15. apríl 1984.
Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, gegn
1.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriöjudaginn
27. september 1983 kl. 11.00.
ORKAN OG EIGINMAÐURINN
— meðalverð á raforku til álvera hefur lækkað niður í 17 verðeiningar
hÍálDfÚSÍ eiffinmaftiir tlP m I I<' n imrAmiinnn-*-- - MH ■
Sá hjálpfúsi eiginmaður, sem
röltir út í búð eftir erfiðan vinnudag
til þess að kaupa í helgarmatinn
samkvæmt löngum og ítarlegum
pöntunarlista húsfreyju sinnar, er
ævinlega við því búin að varan kosti
ívið meira á einum stað en öðrum.
Sjaldnast er þó verðmunurinn svo
mikfll að hann nenni að aka í annaö
borgarhverfi til þess að gera hag-
kvæmari innkaup og spara heimflinu
fáeinarkrónur.
Það er líka mjög ósennilegt að
hann beri sig upp við búðarmanninn
þegar honum ofbýður dýrtíðin — að
öllum likindum skammast hann bara
út í rikisstjórnina og verðbólguna
eins og við hinir og þar við situr.
Raforkuverð til álvera á víð og
dreif um heimsbyggðina á það sam-
merkt með hinum almenna neyslu-
varningi, að það er breytiiegt eftir
löndum og jafnvel innan landamæra
eins og sama ríkis er talsverður
munur á verðlagi orkunnar til hinna
ýmsu álvera.
Mills/kwh
En verðmunur orkunnar er öllu
meiri en gengur og gerist um venju-
legar neysluvörur — satt aö segja er
hann svo firnamikfll að hver einasti
hjálpfús eiginmaður sem ekki vill
kafna undir nafni myndi óðara
leggja á sig óhemju fyrirhöfn til þess
að versla á þeim mörkuöum sem
hagfelldastir eru, ef svo óliklega
bæri til að hans betri og röggsamari
helmingur myndi fela honum á hend-
ur að kaupa inn ásamt helgarmatn-
um fáeinar kílóvattstundir af raf-
orku til álvinnslu á heimflinu!
Þrítugfaldur munur
Eins og sjá má af meðfylgjandi
linuriti er verðlag einna lægst í
Kanada, um það bil 3 verðeiningar
að meöaltali, en langhæst í Japan
þar sem það slagar upp í nærri 80
verðeiningar.
Hvað veldur þessum gífurlega
mun?
Hvað Kanada áhrærir, þá er þar
skemmst frá aö segja að verðlagning
raforkunnar til álvera er víða hreint
bókhaldsatriði — sama fyrirtæki á
þá bæði orkuver og álver og hagar
ölium greiðslum þar á milli eins og
best lætur gagnvart skattheimtu
ríkisvaldsins.
Um verðlag í -Japan er það að
segja, að ekki er þar völ á nægilegri
raforku frá vatnsföllum, svo að
Japanir neyðast til þess að vinna
sína raforku úr kolum, olíu, gasi og
kjarnorku, en sá framgangsmáti
sprengir upp verðalgið eins og vænta
mátti.
Staðreyndin er sú, að Japanir
kaupa geysilegt magn af áli frá
erlendum stóriðjuverum og er þeim
mjög í mun að tryggja sér örugg við-
skiptasambönd erlendis. Þeir eru
sérlega háðir áli um iðnaðarfram-
leiðslu sina og hafa því haldið uppi
töluverðri álvinnslu á heimaslóö,
þrátt fyrir mikinn tilkostnað, en á
síðustu tveimur árum hafa þeir dreg-
ið mjög saman í þeim efnum og lokað
6 álverum af 13.
Meðalverð er
marklaus tala
ORKUVERÐ TIL ÁLVERA
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
UVIKM
FJÖLBREYTT
FJÖLSKYLDUBLAÐ
Askriftarsíminn er
27022
HEIMSFRAMLEIÐSLA ÁLS 1981 12 millj. TONN
Þetta línurit sýnlr mlgmunandl orkuverð til álvera víðsvegar í heimlnum. Það er
unnið af sérfræðlngum Landsvirkjunar eftir upplýsingum fyrir árið 1981, en um
það ór liggja fyrir einna gleggstar tölnlegar heimildir. A ltauritinu er sýnt meðal-
verð nokkurra framleiðslusvæða, en innan hlnna ýmsu svæða er verðlag oft ærið
mismunandi. USA BPA táknar Bonneville Power Admtaistration og USA TVA
táknar Tennessee Valley Administration. Meðalverð á raforku til álvera í löndum
utan sósfalistaríkjanna var þá um 20 verðeiningar, en hefur lækkað niður í 17
verðetaingar, vegna gengisbreyttaga sums staðar og eins vegna þess að mörg
álver sem greiddu mjög hátt orkuverð haia lagt niður starfsemi sfaa. Sam-
kvæmt þessu hefur sú breyting orðið ó ltauritinu að hægri helmtagur ltaunnar
hefur slgið og meðaltalið þar af leiðandl lækkað.
Það má af framansögðu skilja að
það meðalverð raforku til álvera í
heiminum, sem oft hefur verið getið í
íslenskum fjölmiðlum aö undan-
förnu, er nánast marklaus tala og
hefur enga þýðingu þegar samningar
eruannarsvegar.
Til þess að flækja máliö enn frekar
er meðalverðið útreiknaö af sérfræð-
ingum á mismunandi máta. Til er
ákveðið meðaltal, byggt á fram-
leiðslugetu álveranna í stað raun-
verulegrar framleiðslu, og þetta
meðaltal er að sjálfsögðu oftast ívið
hærra en raunverulegt meðalverð,
vegna þess aö þær verksmiðjur sem
hæst greiða orkuverðið eru líklegast-
ar til þess að draga við sig fram-
ieiðsluna.
Raunverulegt meðaltal raforku til
álvera árið 1981 mun hafa verið
nálægt 20 verðeiningum, trúlega eitt-
hvað undir því marki samkvæmt
áreiöanlegustu heimildum.
Á tveimur síðustu árum hafa
Japanir dregið saman seglin og
sömuleiðis hafa bandarísk álver,
sem sætt hafa háu verðlagi, lagt
niður starfsemi sina eða knúið fram
hagstæðari orkuverð, og þetta hvort
tveggja hefur keyrt niður meðal-
verðið.
Samkvæmt nýjustu heimildum,
sem eru fró 20. júní á þessu ári
(skýrsla R.F.J. Butíers á þingi „The
Aluminum Association Energy
Conservation) var meðalverð nálægt
17 verðeiningum á síðasta ári. -BH
LITMYNDIR SAMDÆGURS
FILMAN INN FYRIR KL. 11.
MYNDIRNAR TILBÚNAR KL. 17.
Athugið, opnum kl. 8.30 alla virka daga.
Opið á iaugardögum kl. 9-12.
LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN HF.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK, SIMI 85811.