Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983. 13 undanrennumusteri í Reykjavík, einhverja stærstu mjókurstöö noröan Alpa. Og hún er reist fyrir hundruö milljóna, vegna þess aöekki er húsrýni í Samsölunni viö Laugaveg til þess aö pakka mjólk, vegna þess aö þar er verið aö baka jólakökur og brauð. Margsinnis hefur þó verið á þaö bent, aö meö því að pakka mjóik í Borgarnesi og á Selfossi og senda á brettum suöur heföi mátt spara sér undanrennumusterið í Reykjavík, og unnt heföi veriö aö nota sömu bíla og aka pakkaðri mjólk til Reykjavíkur, til þess aö flytja nauösynjar á Selfoss og í Borgames. Mér skilst t.d., að 2—3 vörubilar séu nú í stööugum, daglegum flutningum frá Reykjavík austur að Selfossi. Þeir aka yfirleitt tómir á leið- inni suöur, — alveg eins og tankbílam- ir sem aka mjólkinni til Reykjavíkur, aka tómir til baka. Og þessi helvitis- maskína er svo auðvitaö keyrö á kostn- aö Reykvíkinga og íbúanna á Selfossi og í Borgarnesi. Þeir missa vinnu við að gerilsneyða mjólk og pakka — og veröa aö greiða hærra vömverö, vegna þess aö varningsbílar nýtast oftast aðeins aöra ieiöina, og við hér borgum brúsann með hærra verði á mjólkur- vörum. Ofan á þessa skipulagsógæfu, bætist svo þaö, að útlit virtist vera fyrir mjólkurskort í Reykjavík í vetur. Nú hefur okkur þó verið lofaö, að tU þess komi ekki, því næg mjólk er nú norður í Eyjafirði. En þótt þaö sé góö tilhugsun, aö eiga . von á mjólk frá Grund í Eyjafirði, MöðruvöUum og frá Tjörn í Svarfaöar- dal, kemur einnig hráoUubragö í munninn, þegar til þess er hugsaö, aö þaö kostar a.m.k. 1,40 kr. á Utrann að flytja svoleiðis mjólk suður á bílum, fyrir utan ýtuvinnu í fjaUaskörðum og uppi á heiðum. Þá finnst undirrituðum þessi norð- lenska mjóUc merkUeg aö einu leyti, að fyrir ári, eöa svo, var ég skammaöur í blöðunum og talinn hættulega lyginn er ég haföi orö á því hér í blaöinu aö of- framleiðsla væri á mjólk á samlags- svæði KEA og mUljarða mjólkurstöð, sem þar hefur nú veriö reist, væri deUa. Aö vísu viðurkenndu forsvars- menn samlagsins þar, aö þeir fyrir noröan heföu i gustukaskyni fyrir landiö tekiö að sér 600 tonná offram- leiðslu á osti, sem gefinn er í útlöndum. En nóg um það. AUir vita aö til stendur aö aka miUjón lítrum af undanrennu suöur, til aö búa tU skafís neö rommi og rúsínum, en þaö er heimspeki útaf fyrir sig. Hitt er svo annað mál, aö neytendur, jafnt ómegöarmenn sem aörir, eiga kröfu á aö grautarhúsum land- búnaöarins veröi lokaö, hætt veröi viö óþarfa, eins og undanrennumusteriö á Artúnshöföa, — og aö framleiðsluráðið einbeiti sér að því aö lækka heldur verö á mjólkurafuröum; verja mjólkur- peningunum sínum fremur til þess, en í hin gagnslausu steinhof, sem nú er veriöaöbyggja. Friöurinn er nefnUega úti, al- menningur sækir á brattann. Og þaö minnir á annað mál, sem mikiö var til umræðu nú um helgina, en þaö er heimsfriðurinn. Prestafund- ur fyrir vestan treysti, aö því er virö- ist, Framsóknarflokknum og Ihaldinu betur en almættinu, til aö koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. Reyndar var nú miöstjórn Framsóknar búin aö fela flokknum þetta, gjöröi það á fundi í fyrra, en sjaldan er góö vísa of oft kveðin. Flokkamir eiga aö fá fimm ár tU þess aö útrýma kjarnorkuvopnun- um. Þetta mun vera liður í þeirri miklu friðarhátíö og baráttuhátíð, gegn kjamorkuvopnum, er nú stendur yfir í landinu, og er ópólitísk meö öUu. Aögöngumiðar aö friðarhátíðinni fást í Bókabúö Máls og menningar. Jónas Guömundsson, rithöfundur. eru byggð tvö einbýlishús, 4 íbúðir í A „Ef ákvörðun verður tekin um að svo þétt ^ verði byggð við Skúlagötu, er það gert án þess að nokkurt tillit sé tekið til raunhæfra þarfa, ástands efnahagsmála eða manneskju- legs umhverfis.” feimetrar aö stærð og hús sem er 360 fermetrar aö stærð, þá er nýtingar- hlutfalliö 360/1200=0.3, en þaö er sam- kvæmt reglugerð um gerö skipulagsá- ætlana hámarksnýting, nema annaö sé sérstaklega ákveðið í aðalskipulagi eöa deiliskipulagi. I Reykjavík eru eölilega mörg dæmi um hærra nýtingarhlutfaU, enda sjálf- sagt að svo sé, þar sem aðstæöur leyfa og nægjanlega er séö fyrir t.d. útivist- arsvæðum og leikaðstööu ef um íbúða- byggð er aö ræða, svo og birtu sólar. Við Sólheima eru t.d. tvö 11 hæða fjölbýUshús, þar sem nýtingarhlutfaU lóöar er 0.9 og viö Arahóla eru þriggja og sjö hæða fjölbýlishús, þar sem nýtingarhlutfall er 1.2. Þess ber þó að gæta, aö i nánum tengslum viö húsin eru stór útivistarsvæði utan lóðar, sem nýtast íbúum vel. Hæsta nýtingarhlutfaU í Reykjavík sk. upplýsingum Borgarskipulags er á reit, sem afmarkast af Grettisgötu, Snorrabraut, Njálsgötu og Barónsstig. Þar er svokölluð randbyggð tveggja og þriggja hæöa húsa frá því um 1930. Nýtingarhlutfall á þessum reit er 1.8. , Ef athugað er svoUtiönánar hvemig nýtingarhlutfaU breytist á lóö, sem er 1200 fermetrár, eftir því hvort á henni raðhúsi, 12 ibúðir í f jölbýUshúsi eöa 24 íbúðir í fjölbýlishúsi gæti dæmið Utið þannig út, ef íbúöimar em í öUum tUfeUum 100 fermetrar að stærð: 1. EinbýUshús 2 ibúöir 200 m2 Lóöarstærð 1200 mJ NýtmgarhlutfaU 0.16 Utivistarsvæði á íbúö 500 m2 2. Raðhús 4 íbúðir 400 m2 Lóöarstærö 1200 m2 NýtmgarhlutfaU 0.33 Utivistarsvæðiáíbúð 200 m2 3. Fjölbýlishús á þremur hæöum 12 íbúðir 1200 m2 Lóðarstærö 1200 m2 Nýtingarhlutfall 1.0 Utivistarsvæði á íbúð 67 m2 BUageymsla i kjallara eöa á fyrstu hæð 4. FjölbýUshús á sex hæðum 24 íbúðir 2400 m2 Lóöarstærö 1200 m2 Nýtingarhlutfall 2.0 Utivistarsvæöi á íbúð 33 m2 BUageymsla í kjallara og á fyrstu hæð. Til að einfalda þessi dæmi er ekki reiknað meö sameiginlegu rými í fjölbýUshúsunum s.s. stigagöngum og anddyri, en það vex með aukinni nýt- ingu. I bUageymslum undæ fjölbýUs- húsunum er reiknað með einu bUastæöi á hverja íbúð sem skv. byggingar- reglugerð er algert lágmark. Fyrir hvert bílastæði þarf samtals 25 fermetra. I dæmi 3 fara því 300 fer- metrar undir bílastæði og 600 i dæmi 4. Ef bíiageymslur væru ekki undir húsunum færu 3/8 lóðar undU- bUastæöi í dæmi 3 og 6/8 í dæmi 4. Reynslan erlendis Okkur hér á Fróni er gjamt að Uta tU nágrannaþjóöa og kynnast því, hvern- ig hm ýmsu mál eru leyst þar. Varðandi skipulagsmálin, þá er ýmis- legt á þeim vettvangi, sem tíökast i ná- grannalöndum, en á alls ekki viö hérna vegna ytri aðstæðna. A hinn bóginn hefur í mörgum þess- ara landa fengist áratuga reynsla, góð eöa slæm, á ýmsu sem hér væri hægt aö draga einhvem lærdóm af þ.e. læra af mistökum annarra. Meöal þess, sem vægast sagt hefur gefiö slæma reynslu, er hátt nýtmgar- hlutfaU í íbúðabyggö, en það er al- mennt taliö hátt, ef það fer aö ein- hverju marki yfir 1.0. Það sem helst hefur veriö fundið svo þéttri byggö til foráttu er slæm bU-tu- skUyröi, takmörkuð útivistarsvæði, háar byggmgar með tilheyrandi vind- rokum og að öUu leyti óaðlaðandi um- hverfi, sem er f jandsamlegt bömum. Það er s jálfsagt erfitt ef ekki ómögu- legt aö benda á óyggjandi sannanir fyrir því að þétt byggö hafi slæm áhrif á andlega og líkamlega vellíöan fólks, en hins vegar hafa verið geröar ýmsar athuganU-, sem gætu bent tU þess. IMýtt „Skuggahverfi" Ef ákveöiö verður að leyfa svo hátt nýtmgarhlutfaU viö Skúlagötu, sem til- laga meirihluta skipulagsnefndar ger- ir ráö fyrir, vaknar því spurningm um þaö, fyrir hverja á aö byggja og er þaö einhverjum í hag að þarna rísi ennþá skuggalegra „Skuggahverfi”. Erlend- is, þar sem byggt hefur verið svo þétt í miðborgum, hefur komið í ljós, aö þeir sem helst þola slikt umhverfi eru annars vegar vel efnaðU- fjölskyldu- menn, sem eiga einbýlishús í úthverf- um, en nota íbúðina í bænum, þegar þeir nenna ekki heim á kvöldin, og hms vegar einstaklmgar, sem eru lítið heUna hjá sér. Eg vil að minnsta kosti leyfa mér aö efast um aö í Reykjavík sé verulegur markaður eöa þörf fyrir slíka byggð. Ög þó aö svo væri, er ljóst, aö meö henni er ekki verið aö leysa skipulags- vandamál, sem óneitanlega er fyrir hendi á þessum staö. Það er ekki verið aö leysa húsnæðis- vandamál ungs fólks með böm, sem hefur ekki efni á því aö byggja einbýlishús í Grafarvogi. ' Það er heldur ekki veriö aö leysa húsnæöisvandamál eldri borgara, því þeim er enginn akkur í því aö vera safnað saman í þriöja flokks umhverfi og varla er hægt aö seg ja aö verið sé aö móta byggð, sem falli vel inn í gróiö umhverfi gamla austurbæjarins. Það er hins vegar veriö aö búa til vandamál, sem erfitt gæti orðiö lausnarsíöar meir. Ef ákvörðun verður tekrn um að svo þétt verði byggt viö Skúlagötu, er þaö gert án þess aö nokkurt tillit sé tekið til raunhæfra þarfa, ástands efnahags- mála eða manneskjulegs umhverfis. A það hefur veriö bent að íbúöa- byggö við Skúlagötu borgi sig ekki fjárhagslega nema með svo hárri nýt- ingu, sem tillögur eru uppi um. En hefur þaö dæmi verið reiknað til enda og geta fjárhagslegir hagsmunU- einkaaöila réttlætt þvílíkt ofbeldi, sem hér yröi um að ræða? FyrU- alla muni, þéttið byggð en kæfiö hana ekki. Stefán Thors arkitekt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.