Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 31
#*l**»* rtrTr cr» f, rp-;«-rr»> r * rr’TOJ *TT tt n "T.-í *T<T
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983.
31
Sandkorn
Sandkörn
Sandkorn
Þar fór í verra
Það er ósjaldan að landínn
gerir góða túra tll útlandsins
og verður b»ði sér og öðrum
til ómetanlegrar hóðungar.
Það gerðist tU dæmis nú á
dögunum að veitingamaður
einn hélt í viðskiptaerindum
til Danmerkur. Vantaði hann
meðal annars prófU-myndir
af karlmanni og konu, sem
hann hugðist nota tU að
merkja salernisdyr í
veitingahúsnæði sínu. Loks
eftir langa mæðu rambaði
hann inn í versiun sem honum
þótti likieg tU að hafa slíkt á
boðstólum. Og sjá! Ekki hafði
hann lengi ieitað, þegar hann
sá indæUs mynd af karl-
manni sem honum þótti vel
koma til greina að nota. Hann
sneri sér tU afgreiðslustúlk-
unnar, kvaðst ætla að fá
þessa mynd og spurði hvort
hún hefði ekki aðra í svipuð-
um stíl af konu sem hengja
mætti á klósetthurð.
Honum tU ósegjanlegrar
undrunar varð stúlkan hin
snúðugasta og virti hann
lengi grímmdarlega fyrir sér,
áðurenhúnhvæsti:
„Þetta, sem þú heldur á, er
mynd af prinsinum okkar!”
Stína litla fékk að fara með
til kirkju þegar stóra systir
hennar gifti sig. Þegar hjóna-
vígslunni var lokið sagði sú
litia stundarhátt:
„Mamma, fara þau nú ekkl
aö búa tU börn þegar búið er
aðglfta þau?”.
„Jú, líklega gera þau það,
Stínamin.”
„Eigum við þá ekki að bíða
svolftiö lengur og horfa á það
líka?”
Efra og neðra
Margir hafa velt því fyrír
sér, hvaö Sveinn Einarsson
muni nú taka sér fyrir hendur
þegar hann hefur látið af
stjórn ÞjóðleUchússlns. í öUu
falli mun hann ekkl verða
verkefnalaus á næstunni.
HeimUdir aUgóðar herma
nefnUega að hann sé á förum
Efra.. .ogneðra.
út tU Portúgal á næstunni.
Þar mun hann setjast niður
viö að semja bók, sem kemur
tU með að bera titUinn: „Niu
ár í neðra”. Fjallar hún að
sjáifsögðu um þau níu ár,
sem Sveinn var leikhússtjóri t
Iðnó.
Ef sú bók gengur vel má vel
hugsa sér að hann haldi
áfram við ritstörfin og sendi
næst frá sér bókina: „EUefu
ár í cfra”, sem vitaskuld
myndi segja frá eUefu ára
ferU hans sem þjóðleikhús-
stjóra.
Handhægari
lausn
Hefur þú nokkurn tlma
hugieitt, iesandi góður,
hvurslags nauðung þaö er að
hafa lögboöna öskuhauga hér
rétt við borgarmörkin? Það
þýðir einfaldiega það að ef þú
rausnast við að taka tU í
geymslunni eða bílskúrnum
Búslóðin góða sem fær ekki
að hvUa í frlðl.
kostar það þig að minnsta
kosti eina ferð upp í Gufunes.
Þá er öldin önnur úti á
landsbyggðinni. Blaðiö
Víkurfréttir greinir til dæmis
nýlega frá manni einum, sem
þurfti að iosa sig við búsióð
sína, gamia og gauðsUtna.
Hann gerði sér lítið fyrir og
vippaðí henni af bUnum utan
vegar vlð Bakkastig í Njarð-
vUc. En þar með var hann
ekki laus allra mála þvi að
Scherlock Holmes þeirra
Suðurnesjabúa fór á stúfana
og fann miða með nafni eig-
andans i skúffu cinni. Hótar
nú blaðið að birta nafn eig-
andans ef hann hirði ekki bú-
slóð sína strax.
III nauðsyn
„Ég legg aldrei hendur á
bömin okkar”.
„Ekki ég heidur, — nema i
sjálfsvöm.”
Umsjón:
Olafur B. Guðnason.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Tónabíó, Glufa fyrir glæpamenn:
ÁGÆT ÚRVINNSLA
Á ÚTÞVÆLDU EFNI
Tónabió, GLUFA FYRIR GLÆPAMENN (Loop-
holeh
Stjórn: John Quested.
Aðalloikondur: Albert Finney, Martin Sheen,
Susannah York, Robert Morloy.
Bankarán hefur verið efniviður
ótölulega margra kvikmynda og er
raunar með ólikindum hvað þetta
fyrirbæri hefur oft verið fest á filmu.
En misjafn hefur árangurinn verið.
Fullyrða má að meginhluti þeirra
verka sem setja má í flokk banka-
ránsmynda geti talist léttvægur.
Oft á tíðum hafa þetta verið leiðin-
lega ódýrar myndir þar sem notaöar
hafa 'verið einfaldar og listsnauðar
aðferðir til aö byggja upp spennu
sem hefur verið látin magnast fram
undir lokin.
En inni á milli þess listsnauöa
hefur mátt eygja ágætar bankaráns-
myndir sem í heild sinni hafa verið
skemmtiiegar og fágaöar.
Loophole verður að teljast í hópi
þeirra.
Hún greinir frá tveimur mönnum
sem þrátt fyrir ólikan bakgrunn og
ólíka siðferðiskennd takast á við erf-
iða framkvæmd við að ræna banka-
hólf í Alþjóðabankanum í London.
Annar þeirra er harðsvíraður þjófur
sem hefur ekki þekkt annað starfssvið
en rán og rupl frá því aö hann komst
til vits og ára. Og sífellt hefur hann
tekist á við stærri viðfangsefni
ásamt félögum sínum eftir þvi sem
árin og reynslan hafa komið til. Og
vel hefur hann efnast á þessu fram-
taki sínu, svo ágætlega raunar að
hann lifir flott í villu ásamt konu og
bömum sínum í fínu úthverfi Lund-
únaborgar. Hinn er atvinnulaus arki-
tekt, afar fær á sínu sviði, sem fram-
fleytir fjölskyldu sinni á bankavixl-
um og lánum. Leiðir þessara tveggja
manna liggja saman þegar sá fyrr-
nefndi þarf á snjöllum arkitekt aö
halda þegar hann er að undirbúa
áðumefnt bankarán. 1 fyrstu neitar
arkitektinn, enda telur hann sig heið-
virðan mann í hvívetna og vill ekki
fremja lögbrot. En sá þjófótti veit
hver skuldabaggi arkitektsins er og
hversu þungt hann hvílir á honum og
þarf ekki langan tíma til að fá hann
til liðs við sig, enda gifurlegir fjár-
munir í sigtinu. Það sem á eftir fer,
aödragandi rónsins og það sjálft, lýs-
Martin Sheen, efarn aðalleikarfam f Loophoie. Þennan leikara mó nú víða sjó í
bíóhúsum borgarínnar þvf auk þess sem hann kemur fram f Loophole má
eygja hann f Gandhi sem sýnd er í Stjörnubíói um þessar mundir svo og í
myndinni Enlgma i Hóskólabíói.
ir sér svo betur á hvíta tjaldinu en
nokkurntíma í orðum.
Það sem skilur þessa bankaráns-
mynd frá öðrum betri er hversu per-
sónunum svo og umhverfi þeirra og
aðstæðum i myndinni eru gerð góð
skil áður en í ránið sjálft er farið.
Þetta byggir sterkan grunn undir
það sem á eftir fer í myndinni. Þessi
ágæta persónusköpun gerir sjálft
ránið á allan máta eðlilegra þegar að
þvíkemur.
Þá er ekki síður kostur myndar-
innar hversu vel hún er leikin, en
hæfileikasnauðir leikarar hafa jafn-
an staöiö öörum bankaránsmyndum
fyrir þrifum og gert þær flatar að því
leyti. En í Loophole eru stórleikarar
á ferð sem skiia hlutverkum sínum
meö þvílíkum ágætum að ég man
glögglega ennþá eftir mörgum svip-
brigðum þeirra úr myndinni rúmum
tólf tímum eftir að ég stóö upp frá
henni og er að skrifa þessi orð. Sér-
staklega er samleikur Martin Sheen
og Albert Finney eftirminnilegur.
Báðir tveir eru afar agaðir og miklir
svipbrigðaleikarar sem eiga auðvelt
meö aö túlka hinar ólikustu týpur á
bak við kvikmyndavélina. Finney
leikur hinn þjófótta en Sheen arki-
tektinn og ná þeir vel að sýna áhorf-
andanum persónuleika hvors um sig.
Hinn góðkunni leikari Robert Morley
fer með heiðurshlutverk í Loophole
og hann er frábær i sinni rullu eins og
hann hefur alltaf verið á sínum leik-'
araferli, blessaður kariinn.
Kvikmyndataka og klipping er vel
heppnuö í þessari mynd. Ekki marg-
brotin, ef á heildina er litið, en nær þó
aö sýna líflega spretti í sumum at-
riöumíLoophole.
Leikstjórinn, John Quested, má
vera hreykinn af því að hafa getað
gert eftirtektarverða kvikmynd úr
því útþvælda efni sem bankarán er.
Loophole er vandlega gerð í öllum
atriöum og það má hafa ágæta
skemmtan af henni svo langt sem
hún nær sem afþreyingarmynd.
-Sigmundur Ernir Rúnarsson.
BREIÐHOLTI
SÍMI 76225
Fersk blórn daglega.
IvHKLATORGI.
(SIMI22822
ÓSKUM AÐ
TAKA Á LEIGU
2ja-3ja herbergja íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir
þjálfara badmintondeildar Víkings. Upplýsingar í síma 27790
og 81705.
MAGNÚS JÓNSSON,
badmintondeild Víkings.
Laus staða
Starf yfirfiskmatsmanns á Vestfjörðum er laust til umsókn-
ar. Reynsla af framleiöslu og meðferð sjávarafurða og rétt-
indi í sem flestum greinum fiskmats æskileg.
Æskilegt er að nýr yfirfiskmatsmaður sé búsettur á sunnan-
verðum Vestfjörðum.
Launakjör samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist ráðuneytinu að Lindargötu 9, 101 Reykjavík fyrir 30.
september 1983.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ,
7. september 1983.
ÚTBOÐ
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu burðarlags
á Kjalveg á virkjunarsvæði Landsvirkjunar við Blöndu.
Helstu magntölur eru eftirfarandi:
Kafli4
Lengd ca 3,4 km
Magn ca 12.800 hannaðir m3
Kafli5
Lengd ca 2,9 km
Magnca 9.500 hannaðirm3
Kafli7
Lengd ca 3,9 km
Magn ca 18.100 hannaðir m3
Samtals ca 10,2 km
Samtals ca 40.400 hannaðir m3
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 24. október 1983.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vegagerðar ríkisins,
Sauðárkróki og Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 14.
september nk. gegn 500 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eöa breyt-
ingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 20.
sept. nk.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu
umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Sauðár-
króki eða Reykjavík, fyrir kl. 14.00 hinn 22. september 1983 og
kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum
þeim bjóðendum, sem þess óska.
Reykjavík, í september 1983
VEGAMÁLASTJÓRI
a