Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 36
hverri viku 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983. LaxáíKjós fengsælust —1933 laxar, Þverá næst og þá Norðurá Margir stangaveiðimenn hafa beðið eftir því að tá að vita hvaða á yrði aflahæst í sumar. Svarið viö þeirri spurningu er fengið, Laxá í Kjós varð sigurveg- ari. Þ6 það eigi eftir að veiða í mörgum ám til 20. september liggja úrslitin fyrir efstu ámar fyrir. Já, Laxá í Kjós hafði þetta á endasprett- inum, þar veiddust 1993 laxar. Þverá í Borgarfirði varð í öðru sæti, þar veiddust um 1915 laxar og í þriðja sæti varð Noröurá í Borgarfirði meö 1630 Iaxa. I ánum þrem varð veíðin töluvert betri en í fyrra. Stærsti laxinn í sumar, ennþá, er fiskurinn sem veiddist í Ölfusá, 25 punda laxinn. En það getur breyst enn. Næstu árnar eru Ellíðaárnar, Gríms- á, Laxá í Ásum, Laxá í Aðaldal og Langá. Veiðitölur eru væntanlegar úr þessum ám innan tíðar. G. Bender. Viðskipta- bankar fá leyfi til gjaldeyrisverslunar Viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen hefur samþykkt tillögu Seðlabanka um að viðskiptabönkum sem sótt hafa um leyfi til gjaldeyris- verslunar verði veitt leyfi til að versla með erlendan gjaldeyri. Fyrst um sinn verða heimildir bankanna miðaðar við að þeir sinni tvenns konar þjónustu sem er opnun innlendra gjaldeyrisreikninga og gjaldeyrisviðskiptum við feröa- menn. Munu verða gerðar ráðstafan- ir til að unnt verði að veita sparisjóð- um sams konar gjaldeyrisréttindi og bönkunum. -JSS Vísitala framfærslukostnaðar; Hækkunum0,74% Hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaöar nemur 0,74% fyrir tímabilið ágúst til september, sam- kvasmt útreikningum Hagstofu Islands. Þetta kom m.a. fram á fimdi sem Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra átti með Seðlabankastjóm, bankastjórum viöskiptabanka og fulltrúum Sambands ísl. sparisjóða í gær. Á fundinum kom enn fremur fram að lækkun sem orðið hefur vegna aukinna niöurgreiðslna á dilkakjöti nemur 0,93% og er tekiö tillit til þess' þegar verðlagsþróun milli ofan- greindramánaðaermetin. -jss LOKI Stofnlánadeildin er algjör sveppurl Bráðabirgöasamkomulagiö við Alusuisse var kynnt þingflokkum ríkisstjómarinnar i gærdag og i morgun var um það fjallað á fundi ríkisstjórnarinnar. Samkomulagiö felur meðal annars í sér að deilan um skatt og „hækkun í hafi” verður numin úr alþjóðlegum gerðardómi og sett í hendur ís- Ienskra og svissneskra sérfræðinga til úrlausnar. Þá er stefiit að endurskoðun orku- verös til ISAL og það hækkað tU jafns við það sem gengur og gerist um álbræðslur á Vesturlöndum. Stefnt er að því að samningar um hið nýja orkuverð ásamt ýmsum öörum breytingum náist fyrir 1. aprU næstkomandi, en fram að þeim tima skal gUda ákveðið bráðabirgðaverð, í stað þeirra 6,5 miUa á kwst sem nú eru. Þetta bráðabirgöaverö er 9,5 miU en hækkar sjálfkrafa í 10 mUl þegar álverð á málmmörkuöum Lundúnaborgar nær ákveðnu marki. Samkvæmt þessum upplýsingum aukast tekjur Landsvirkjunar af orkusölunni til ISAL um tæplega 120 mUljónir króna á ári, ef miðaö er við 9,5 mUl, en um tæplega 140 mUljónir ef miðað er við 10 mUl. Verðlag áls á málmmörkuðum Lundúna mun hafa verið örlítið undir tUsettu marki, en fer hækkandi. Ekki Uggur ljóst fyrir hvers vegna ekki er hækkað strax í 10 mUl, en tU móts við þessa töf mun koma eins miUs hækkun afturvirk á alla orkusölu frá 1. júlí síðastUðnum. Þá mun hafa náðst samkomulag um hvort tveggja, að einfalda skatta- ákvæði um Isal, svo að hægara verði um eftirlit af Islands hálfu og einnig verður Alusuisse frjálst að selja helming hlutfjár í fyrirtækinu tU aðtta sem Island getur sætt sig við. Stefnt er að því að álverðið í Straumsvík verði stækkað verulega. Náist hins vegar ekki nýtt heUdar- samkomulag fyrir 1. apríl, eins og fyrr er getið, skal báðum aöttum frjálst að segja upp bráðabirgða- samkomulaginu rnnan 3 mánaða. -BH Hvahríkin kom með 4000 tonn af salti og fer með það á nokkrar hafnir. Um helgina var skipað 2800 tonnum upp úr skipinu í Hafnarfjarðarhöfn og síðan fór skipið með 500tonn tilKeflavíkur. Afgangurinn fersíðan á nokkrarhafnir. DV-myndHelgi. Vaxtalækkun og kerfisbreytingar Ýmsir kostir í vaxtamálum eru nú tU skoðunar í Seðlabankanum, sam- kvæmt heimildum DV þar. Ljóst er að einhver vaxtalækkun verður tilkynnt á föstudag. En mjög líklegt er að um leið veröi kynntar breyting- ar á vaxtakerfinu eða vaxtarófinu, eins og það er nefnt á móli Seðla- bankamanna. Vaxtalækkun snertir aöaUega vexti á óverötryggðum inn- og út- lónum, sem eru nú hæstir 47%. Eftir síðasta verðbólgumat er talið hugs- anlegt að þeir fari niður í 41—42%. En allt er þetta óákveðiö enn, enda óljóst hvað verður úr vaxtarófs- breytingunni. Vera kann að sú breyting snerti einnig vexti ó verötryggðum lánum, sem eru nú aðeins hæstir 3%. Með vöxtum á slíkum lánum vinnur verð- tryggingin, sem á aö vera sem næst í taktviðverðbólguna. -HERB. Stórverslun í Kringlumýri TUlögur að stærstu verslun landsins voru kynntar í skipulags- nefnd Reykjavíkurborgar í gær. Hér er um að ræöa verslanasamstæðu á 30 þúsund fermetra gólffleti sem risi i Kringlumýri austan við Hús verslunarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar, sagði í samtaU við DV að gert væri róð fyrir stórmarkaöi Hagkaups á um 5.000 fermetra gólffleti, sérverslunum á 6.500 fermetrum, þjónustufyrirtækj- um og skrifstofum á 8.000 fer- metrum, lagerrými ó 6.000 fermetrum en auk þess kjötvinnslu og saumastofu Hagkaups. Meginrýmið yrði á einni hæð. Ofan á kæmu tvær inndregnar hæðir en undirkjallari. Að sögn Vilhjálms eru tvær tU- lögur tU athugunar, frá teiknistofu Gísla HaUdórssonar og Hagkaupi. Hann sagði þær báðar vel af hendi leystar . Hugmyndirnar gera ráð fyrír göngugötu og torgi undir glerþaki í verslanasamstæðunni. TU samanburðar má geta þess að verslun Hagkaups í Skeifunni, sem nú er stærst á landinu, er um 3.500 fermetrar. -KMU. Svepparækt á Flúðum fær enga fyrirgreiðslu: Peir reyna aö svæfa mig” „Nú veit ég atta vega að forráða- menn Stofnlánadeildar land- búnaðarins eru ekki hrifnir af nýjum hugmyndum,” sagði Ragnar K. Kristjónsson, sem hyggur á fram- Ieiðslu ætisveppa að Flúðum. Hann hefur kynnt sér og unnið við sveppa- rækt í Danmörku og hefur góð sambönd þar í landi. Þrátt fyrir að hann geti sýnt fram á að með fram- leiöslu sinni væri hægt að hætta innflutningi á ferskum sveppum erlendis fró fær hann enga fyrir- greiðslu. „Þeir hjá Stofnlána- deUdinni sjá ekkert nema refinn, þar er enga peninga að fá nema maður sé að hefja refarækt,” sagði Ragnar. Að sögn Ragnars flytja Islendingar nú inn um 20 lestir af ferskum sveppum árlega en það er sama magn og Ragnar hefur hugsaö sér aö framleiða. Þá eru ekki nefnd- ar þær rúmlega 100 lestir af niður- soðnum sveppum sem hingað rekur álandóárihverju. Að auki má geta þess að sveppa- rækt gæti stutt við bakið á annarri búgrein sem bændur hafa verið hvattir til að hefja á Suðurlandi, en það er komrækt. Við ræktun korns verður til hólmur sem yfirleitt er ekki til neins nýtúr — nema ef vera skyldi til sveppaframleiðslu. Hálmur er undirstaða sveppa- ræktar, hann er seldur á hálfu heyverði og þó svo að alger uppskerubrestur yrði á komökrum Sunnlendinga myndi eitt sveppabú sjá tU þess aö kombændur kæmu út sléttir, að sögn Ragnars. ,,Ég haföi hugsað mér að hefja sveppaframleiðsluna strax í upphafi næsta árs en veit ekki hvort það get- ur orðið ef engin er fyrirgreiðslan. Mér fannst eins og ætti að svæfa mig þegar ég kynnti hugmyndir mínar í StofnlánadeUdinni en ég skal koma framleiðslunni i gang þó svo ég þurfi að gera aUt sjálfur,” sagði Ragnar Kristinn Kristjánsson á Flúðum. -EIR. Orkuverð til ÍSAL hækkarí Bráðabirgðasamkomulagið við Alusuisse lagt fyrir ríkisstjómina f morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.