Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983. ÖKULEIKNIBFÖ—DV: Spennandi og jöfn keppni i íslands- meistarakeppni ökuleikninnar Islandsmeistarakeppni og jafn- framt úrslitakeppni ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV var haldin sl. laugardag. Keppnin var mjög erfið og spenn- andi. Hún hófst fyrir hádegi með um- ferðarspumingum. Aðeins einn þátt- takandi haföi þær allar réttar, það var Fríöa Halldórsdóttir er varö Islandsmeistari í kvennariðli í fyrra. Eftir fyrri umferð á þrautaplaninu voru tveir keppendur efstir og jafnir með 178 refistig. Það voru þeir Jón S. Halldórsson, Islandsmeistarinn í fyrra, og Ámi Oli Friðriksson, Islandsmeistari 1979, ’80 og ’81. Eftir fyrri umferð í kvennariðli var Auöur Yngvadóttir efst og fast á hæla henni var Fríða Halldórsdóttir en aðrir keppendur vom mun aftar. Það gat því allt gerst í seinni umferðinni. Þó fór það svo í kvennariðlinum að Auð- ur sigraöi, fékk 467 refsistig og er því Islandsmeistari í ökuleikni 1983. önnur varö Fríða Halldórsdóttir með 492 refsistig og í þriðja sæti varð Kristín Garðarsdóttir meö 545 refsi- stig. I karlariðli var spennan enn meiri og þegar Jón S. Halldórsson haföi ekið í gegn var hann samtals með 340 refsistig og hafði hann bætt sig um 11 sekúndur frá fyrri umferð. Það var því ljóst að Ámi yrði að taka á öllu sínu ef honum ætti að takast að sigra. Arna varð þó á ein klaufavilla í brautinni og þegar upp var staöið kostaði hún hann Islandsmeistaratit- ilinn. Hann fékk 348 refsistig en 10 refsistig voru gefin fyrir þessi mis- tök Ama. Því hlaut Jón S. Halldórs- son Islandsmeistaratitilinn annaö áriö í röð. Arni varð annar og i þriðja sæti varö Einar Halldórsson frá Isa- firði með 406 refsistig. Keppendur í þremur efstu sætunum hafa ekki möguleika á að verða fulltrúar Is- lands í norrænu ökuleikninni sem er ungmennakeppni á aldrinum 18—25 ára og því varð að velja fyrstu keppendur á þeim aldri og urðu það Björn Björnsson frá Egilsstöðum og ■Magnús Hermannsson er keppti á Húsavík í sumar. Hvoragur þeirra hefur farið út fyrir landsteinana áð- ur og verður því eflaust spennandi fyrir þá aö fara og auðvitaö vonum við að þeim gangi vel í norrænu keppninni og þeir verði Islandi til sóma. Verðlaunaafhendingin fór fram aö Hótel Esju er keppendur höföu snætt veglegan kvöldverö er tryggingafélagið Ábyrgð hf. bauð upp á. I keppninni kepptu allir á eins bílum og vora þeir frá bílaleigunni Geysi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir aö lána þessa bíla endur- gjaldslaust til keppninnar. Verðiaun- in í úrslitakeppninni voru gefin af VéladeiM SlS en byggingarvöruversl- unin Burstafell gaf farandbikarana í báöum riðlum. Að lokum vill Bindindisfélag ökumanna færa öll- um þeim aðilum þakkir er lögöu hönd á plóginn til að hægt væri aö halda keppnimar í sumar og ekki síst Islandsmeístarakeppnina. EG. Sigurvegarar Islandsmeistarkeppninnar ásamt fulltrúum isianas i norrænu ökuleikninni. Þrautiraar í íslandsmeistarakeppninni voru mjög erfiðar enda saman komið einvalalið ökuþóra. Ferðamálaráð veitir viðurkenningu: HARALDUR J. HAMAR HLAUT FJðLMIÐLABIKARINN „Þessi bikar er veittur sem viöur- kenning af hálfu íslenskra aðila fyrir málefnaleg skrif um ferðamál,” sagði Heimir Hannesson, formaður Ferða- málaráös lslands, er hann afhenti í gær Haraldi J. Hamar, útgefanda og ritstjóra Iceland Review, fjölmiðlabik- arráðsins. Er þetta í annaö sinn sem bikarinn er veittur og að þessu sinni fyrir árið 1982. I ávarpi sem formaður Feröamála- ráðs héit við þetta tækifæri sagði hann það hafa verið samdóma ákvörðun þeirra sem um hefðu f jallað að veita Haraldi bikarinn að þessu sinni. Tíma- ritið Iceland Review hefði veitt víð- tæka landkynningu þau ár sem það hefði verið gefið út. I því hefðu verið kynnt með eftirminnilegum hætti: menning, þjóðlíf, saga og bókmenntir á Islandi. Það hefði því í höndum Haralds gegnt víðtæku kynningarhlut- verki sem Feröamálaráð vildi þakka fyrir með veittri viðurkenningu. Tímaritið Iceland Review var fyrst gefið út 1963 undir stjóm Haralds J. Hamars og Heimis Hannessonar. Það vill því svo skemmtilega til aö ritið á tuttugu ára útgáfuafmæli um þessar mundir. -JSS Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs, afhenti Haraldi J. Hamar fjói- miðlabikarinn. Einnig afhenti Heimir ritstjóranum persónulegan minjagrip „sem þú getur notað á skrifborðið hjá þér”, eins og hann komst að orði. -DV-mynd Helgi Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Fjármálaráðherra mótar efnahagsstefnu Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, stendur nú í ströngu í margvíslegri sparnaðaraðgerð við samningu fjárlaga. Virðist sem hið margþætta ríkiskerfi æpi meira og hærra út af niðurskurði en launþegar, sem hafa þó orðið að taka á sig sinn hluta af almennum samdrætti. Hið furðulega er að fjármálaráðherra virðist standa nokkuð einn í ríkis- stjórainni, m.a. vegna þess að ein- stök ráðuneyti verða að hugsa betur um pyngjuna en hingað til, og ekki þýðir að koma á miðju ári, og vera þá búin með fjárveitingu ársins og óska eftir aukafjárveitingum. Þetta hefur verið venjan, en fjármálaráð- herra mun vilja brjóta hana niður, sem eölilegt er, því að ekkert þýðir að setja fjárlög ef menn geta síðan vaðið inn og út um ríkiskassann að vild á miðju ári, af því að enginn hef- ur hirt um að halda sig við fjárhags- áætlanir. Angi af þessu hefur komið í ljós vegna skuldamáia einstakra skóla, en forráðamenn þeirra verða alveg hissa, þegar ekki er hægt að borga reikning fyrir umframeyðslu á liðnu ári. Svo virðist sem fréttaflutn- ingur af svona óreiðu beinist að því að telja almenningi trú um, — hinum raunverulegu greiðendum, — að al- veg sé ótækt að skólastjórar og skólanef ndarf ormenn skuli ekki vera frjálsir að eyðslu opinbers fjár. En menn spyrja á móti: Til hvers er fjárlagagerð? Albert Guðmundsson létti af skatti á ferðamannagjaldeyri í sum- ar, og var þá bragðið við og talað um að ekki munaði hann um að svipta ríkið tekjustofnum. Eitthvað diguaði stjórnarandstaðan í málinu, þegar í ijós kom að t.d. kjósendur Alþýðu- bandalagsins fóru í feröalög eins og aðrir, til að létta sér upp á erfiðu sumri. Skattur af ferðamannagjald- eyri nam engum teljandi upphæðum, en verkaði eins og refsiskattur á þá, sem vildu sækja sólskinslöndin heim. Annað skipti þó meira máli: Það er ekki leyfilegt að skrá hér tvöfalt gengi og veldur erfiðleikum í sam- skiptum við þá, sem við þurfum að leita til um fyrirgreiðslu erlendis. Slíkir aðilar voru hér fyrir skömmu til viöræðna, vegna þess að skuldir okkar eru orðnar hrikalegar, — nema 60% af þjóðartekjum. Þessir innheimtumenn segja skýrt og skorinort, að við verðum að koma lagi á fjármálin og lækka verðbólg- una. Þeir hafa haft samskonar orð við aðrar stórskuldugar þjóðlr eins og Brasiliumenn og Mexikana. Vlð getum nefnilega ekki lifað i sérislenskum draumum hér heima með skuldir upp á 60% af þjóðartekj- um hjá alþjóðlegum peningastofnun- um. En það er auðvitað ekki nóg að Al- bert Guðmundsson geri sér Ijóst, að vinsældaskuldir fyrri rikisstjóraa verða léttar i maga þjóöarinnar ef ekkert er að gert. Rikisstjórain ÖU verður að skUja, að tU þess er ætlast af henni að hún snúi þessum dæmum við. Hún getur ekki sótt á vinsælda- miðin á meðan, en það virðist henni næsta blöskranlegt, enda era marg- ar hendur á móti þegar tU undan- sláttar kemur. Hér á árum áður var oft minnt á örlög Nýfundnalands út af: smávægUegum atriðum. Nú biasa þau við fáist ríkisstjórnin ekki tU að standa einhuga að þeirri fjárlaga- gerð sem hafin er. Með fjárlögum er að vænta breyttr- ar efnahagsstefnu. Annars staðar mótast hún ekki. Þess vegna brýtur nú mjög á Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, sem verður að koma fjárlögum sínum fram og fá þau samþykkt af samherjum sem draga lappirnar, og forustu stjóraar- andstöðu, sem telur að stóra stundin nálgist, þegar hægt verður að yfir- taka stjóra á landi, sem misst hefur efnahagslegt sjálfstæði sitt. Stjóra- arandstaðan bendir á að Albert hafi aðeins verið að minnka tekjumögu- leika með því að afnema skatt af j ferðamannagjaldeyri. Nú hefur hann tekið upp annað sjálfsagt mál, sem er að ákveða að ríkið greiðl vexti af skuldum. Það er óþarfi að margvís- legur stofnanahroki fái að starfa vaxtalaust. Vextirnir veröa til þess að opin- berir aðilar munu fara sér hægar í eyöslu. Négu lengi hafa menn orðið að þola að ríkið skuldaði þeim fé á sama tima og þeir hafa verið hund- eltir með refsivöxtum af hinu opin- bera, þótt þeir hafi átt nógar inni- stæður hjá ríkinu til aö greiöa refsi- vaxtaskuldirnar. Má í því sambandi nefna að helstu tekjur Gjaldheimt- unnar eru refsivextir. Þá eru dæmi þess að menn hafi verið sviptir um- ráðum yfir eignum sínum á sama tima og opinber stofnun hefúr skirrst við að greiða viðkomandi stóra skuld, sem búin var að liggja um tima án nokkurra vaxta. Þótt erfitt sé í ári er alveg ástæðu- laust að reka ríkið á ósanngirai. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.