Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983. 5 valda deilum: „DANSKA TILBOÐIÐ VAR HAGKVÆMAST” — verðum að sýna ýtrustu varfærni í meðferð þess f jár sem okkur er trúað fyrir, segir f ormaður byggingamef ndarinnar „Við verðum að sýna ýtrustu var- tærni í meðferð þess fjár sem okkur er trúað fyrir, við verðum að nýta peningana á sem hagkvæmastan hátt og þaö eru ástæöur þess að við tókum danska tilboðinu”, sagöi Othar örn Petersen, formaður byggingarnefndar sjúkrastöðvar SAÁ viðStórhöföa. Sjúkrastöðin, sem verður aö öllum líkindum tilbúin til notkunar í nóvember nk. og rekin á sama grundvelli og sjúkrastöðin Silunga- poUi, mun kosta á bilinu frá 30—35 miUjóna króna og það eru kaup á dönskum innréttingum, gluggatjöld- um, sjúkrarúmum og öðrum lausum innanstokksmunum sem deilum hafa valdið. „Við í byggingamefndinni rædd- um mikið þetta mál með tiUiti til íslensks iðnaðar en niöurstaöan varð sú að taka danska tUboöinu, þar fengum viö aUt í einum pakka og hagkvæmust kjörin,” sagði Othar öm. Dönsku innanstokksmunirnir, sem hér um ræöir, kostuðu 660 þús- und danskar krónur en með íslensk- um álögum mun verö þeirra náigast þriðju mUljónina. Þeir eru keyptir hjá danska fyrirtækinu H.H. Hotel Montering. -EIR. Hartíbak endursýnt — á fimmtugsafmæli Jökuls Leikárið hjá Iðnó hefst á morgun, 14. september. Þann dag heföi Jökull Jakobsson orðið fimmtugur hefði hann lifað. I tUefni þess verða teknar upp að nýju sýningar á hans vinsælasta leik- riti, Hart í bak. Hart í bak var fyrst sýnt 1962 og urðu sýningar á þriðja hundrað. Brynjólfur Jóhannesson lék Jónatan, kapteininn sem strandað haföi flaggskipi islenska flotans, og Helga Valtýsdóttir spákon- una Aróru, dóttur hans. Leikstjóri var Gísli Halldórsson en leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. Steinþór gerir einnig leikmynd nú en leikstjóri verður HaUmar Sigurösson. Með hlutverk kapteinsins og dóttur hans f ara að þessu sinni þau Jón Sigur- björnsson og Soffía Jakobsdóttir. Finn- björn skransali, ástmaður Áróru, er leikinn af Pétri Einarssyni, sem lítiö sást á fjölunum meðan hann stýrði leikUstarskólanum, en fær nú meiri tíma tU aö leika. Tveir nýútskrifaöir nemendur hans, Kristján Franklín Magnús og Edda Heiðrún Backman, fara einnig með veigamikU hlutverk í þessari sýningu á Hart í bak, túlka vandræðapiltinn Láka og saklausu sveitastúlkuna Árdísi. Aðrir leikarar eru Þorsteinn Gunnarsson, Jón Hjartarson, LUja Þórisdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Karl Guðmunds- son. TónUst í sýningunni er eftir Eggert Þorleifsson en lýsingu annast Daniel WUUamsson. LeUíritið er bæði fyndið og dapur- legt. Verður forvitnilegt að sjá hvort það nær sömu tökum á íslenskum leik- húsgestum nú og það gerði fyrh- tuttugu árum. ihh Eldri sýningin i Hart i bak. Guðrún Asmandsdóttir og Borgar Garðarsson sem Árdís og Lóki. Hart i bak 1M3. Edda Heiðrún Backman og Kristjón Franklin Magnús í sömn hlutverkum. Myndir: L.R. Antonov-24 á Reykjavíkurflugvelli i g*r. DV-mynd: S. Tóm flugvél á leið til Kúbu Kúbönsk flugvél, smíöuð í Sovétríkjunum, af gerðinni Antonov- 24, milUlenti á ReykjavíkurflugvelU laust eftir hádegi í gær. Aætluð brott- för var klukkan 10.30 í morgun. FlugvéUn er á leið frá Prag í Tékkóslóvakíu tU Kúbu. Að sögn Sveins Björnssonar hjá Flugþjónust- unni, sem afgreiðir vélina, milUlend- ir hún víöa á leiðinni. Áður hafði hún komið viö á Shannon-flugveUi á Irlandi. Frá Reykjavík fer hún tU Gander á Nýfundnalandi. Enginn farmur er um borð í flug- vélinni, sem kúbönsk áhöfn flýgur. Sveinn Bjömsson sagöi aö hún væri frá Cubana AirUnes. Hann var ekki viss um í hvaða erindagjörðum véUn væri en taldi líklegt að hún hefði ver- iö ferjuð vegna stórrar skoðunar eða annars viðhalds. Svernn sagði að samskonar vélar frá sama flugfélagi hefðu á undan- förnum fimm árum haft viðkomu hér einu sinni tU tvisvar á ári á bakaleið- mni til Kúbu. Meö óUkindum er hvað sumar sovéskar flugvélar eru iíkar vest- rænum vélum. Þessi þykir til dæmis afar Uk Fokker Friendship. -KMU. Hjónamiðlun og kynning er opin alla daga. Sími 26628. Geymið auglýsinguna. KRISTJÁN S. JÓSEFSSON. ¥ HLUTASTARF Handknattleiksdómarasamband islands óskar eftir aö ráða starfskraft í hlutastarf nú þegar. Starfið felst í daglegum rekstri sambandsins og er áætlað 3—4 klst. á dag. Umsóknum, ásamt upplýsingum um aldur og starfsreynslu, skal skilað á skrifstofu HSI, iþróttamiðstöðinni Laugardal, p.o. box 864, Reykjavík, eigi síðar en miövikudaginn 14. sept. nk. Þekking á málefnum handknattleiksíþróttarinnar æskileg. HDSÍ VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR FRAMBOÐS- FRESTUR Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör fulltrúa á 14. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna. Kjörnir verða 64 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar verða að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í Húsi verslunarinnar, 8. hæð, v/Kringlumýrarbraut fyrir kl. 12.00. á hádegi 16. sept. nk. KJÖRSTJÓRNIN. s# Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 — sími 19400 býður bifreiðaeigendum upp á: Vélaþvott Undirvagnsþvott Undirvagnsryövörn Endurryðvörn Ryðvörn í gólf Venjulega ryðvörn Ryðvörn á vörubíla og rútur Ryðvörn á strætisvagna Góð aðstaða tryggir góða vinnu. Pantið tíma. Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 Sími 19400 Til húseigenda og garóeigenda Steinar fyrir bílastæði og innkeyrslubrautir Gangstéttarhellur 10 gerðir, kantsteinar, steinar í bílastæði, vegghleðslusteinar, margar gerðir, til notkunar utanhúss og innan. Komið, skoðið og gerið góð kaup. Greiðsluskilmálar. Opið til kl. 16 laugardaga HELLU OG STEINSTEYPAN VAGNH0HM 17. SiMI 30321 REYKJAVlK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.