Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 2
'' W.‘ F&WÍ5ÁGUR 30;SEPTfcMBÉRI983. Krist ján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Vanskil flotans orðin hálfur annar milljardur — hefði þurft 20% fiskverðshækkun í stað 4% til að stöðva skuldasöfnunina „Þorskaflinn hefur lækkað úr 460 þúsund tonnum niður í 300 þúsund tonn á örskömmum tíma, loðnan úr milljón tonnum niður í ekki neitt og um leið hefur allur kostnaður hækkað verulega svo sem olía og álagning olíufélaganna. Metaflaárin, ’80 til ’82, hafði út- gerðin aldrei átt erfiðara ef litið er aftur um tíu ár svo að staöan er augljóslega enn verri nú,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIO, í viðtali við DV í gær. Nú um mánaðamótin hækkar fisk- verð skv. lögum um f jögur prósent en Kristján sagði aö það hefði þurft að hækka um um það bil 20 prósent til að útgerðin gæti almennt gengið áfram. Ekki taldi hann ofmælt að van- skilaskuldir flotans við banka, sjóði og olíufélög næmu nú um hálfum öör- um milljarði króna en það er nálega fjórðungur heildaraflaverðmætis, botnfiskveiðiflotans á ári. „Þessu er ýtt áfram með því að breyta vanskilaskuldum í lán, en ég er undrandi hvað menn treysta sér til að halda áfram á þeirri braut.” Tók hann undir skoðun Olafs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, þess efnis að með þessari þróun hyrfu einkaaðilar að verulegu leyti úr útgerð á næstu tíu árum. Kristján sagði að þrátt fyrir allt hefði stjóm LIO ákveöið að beita sér ekki fyrir aðgerðum á borö við að stööva flotann til að knýja á um bætt rekstrarskilyrði. „Það verður hver og einn að ákveða hvað hann gerir,” sagðihann. Án þess að Kristján vildi tjá sig um það telja ýmsir útvegsmenn að stöðvun flotans sé út í hött, minnugir þess að síðast þegar það var gert rufu togarar á vegum SlS frysti- húsa samstööuna. Þá var Stein- grímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra. -GS. Frá fundl Verslunarráðs. I ræðustóli er Brynjólfur Bjamason, forstjóri Almenna bókafélagsins. Hinir þrír á myndinni ero frá vinstri: Steinar Berg Björosson, for- stjóri Lýsis hf., Ároi Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, og Ragnar Halldórsson, forstjóri islenska álfélagsins. DV-mynd EÓ. Verslunarráð íslands: MARGT ÁUNNIST — MARGT ÓLEYST — í st jórn efnahagsmála Verslunarráð Islands samþykkti ný- lega á almennum félagsfundi ályktun þar sem segir meöal annars að þótt margt hafi áunnist í stjórn efnahags- mála á skömmum tíma séu mörg viðfangsefni enn óleyst. Ber hæst þann vanda sem miðstýring undanfarinna ára hefur leitt af sér. Of stór fiskiskipa- stóll miöað við afrakstur fiskimiða, of- framleiðsla í landbúnaöi og fjár- SJOMENN ERU EKKIALLTOF ÁNÆGÐIR MEÐ SÍLDARVERD — segir Hafþór Rósmundsson, framkvæmdast jóri Sjómannasambandsins „Okkur líst ekki alltof vel á þetta verð en þó getum við fallist á verðiö til söltunar sem er rúmlega 45 prósent hærra en í fyrra þannig að útkoma sjómannanna ætti að geta orðið eitt- hvaö sambærileg viö launahækkanir frá hvi í fvrrahaust.” sagði Hafþór Rósmundsson í viðtali viö DV eftir að yfimefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hafði ákveðið síldarverðið. „Veröið fyrir síld í frystingu er hins vegar alveg óviðunandi, hækkar að- eins um 24 prósent frá í fyrra, en mér sýnist að sáralitið verði veitt til frystingar því það er ekki útlit fyrir að geta selt frysta síld í neinu magni.” Eins og fram hefur komið hvatti Sjómannasambandið sjómenn til að róa ekki til síldar um næstu helgi ef síldarverð lægi ekki fyrir. Þótt Sjómannasambandið sé ekki ánægt meö þetta nýja verð sagði Hafþór að sambandiö myndi ekki hvetja til mót- mælaaðgerða. Verð fyrir síld til söltun-1 ar er frá 2 til 4,85 krónum fyrir kílóið eftir stærð, en frá 1,75 upp í 3 krónur fyrir síld til frystingar. -GS. festingamistök þar sem arðsemis- sjónarmiö hafa ekki verið látin ráða. Ennfremur segir í ályktuninni að mikilvægt sé aö varðveita þann árang- ur sem þegar hefur náðst í baráttunni gegn verðbólgunni. Þeim árangri væri auövelt að spilla með óraunhæfum kjarasamningum sem leitt gætu til at- vinnuleysis og nýrrar verðbólgu- skriðu. Þá segir í ályktuninni að þær efna- hagsaðgerðir sem gripið var til í sumar hafi að sjálfsögðu orsakað sam- drátt í atvinnulífinu á vissum sviðum. Þetta kunni jafnvel að leiöa til atvinnu- leysis ef ekki sé brugðist rétt við tímanlega. TE að koma í veg fyrir þetta og til að hleypa nýju blóði í at- vinnulífið leggur Verslunarráð höfuð- áherslu á að lögum um tekju- og eigna- skatt verði breytt fyrir áramót, að frjáls verðmyndun verði innleidd í byrjun febrúar næstkomandi, að frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum verði markvisst aukið á næsta ári, að dregið veröi úr skattheimtu og umsvif hins opinbera takmörkuð með sölu ríkis- fyrirtækja og útboði verkefna og að skipulagi lánamála verði breytt með auknu frjálsræði í vaxtamálum og möguleikum lánastofnana og tryggingafélaga til að f járfesta í fyrir- tækjum. ^m/^k í SUNNUDAG 06 wianud/vg I Ié Fulltrúi frá Trendman kynnir 1 T* ^ Jfm hártoppinn sem nú fer sigur- för um heiminn. Þú getur þvegið hann á höfðinu, synt með hann og greitt hann sem eigið hár. Þetta er hártoppurinn jjL \ \ sem allir bíða eftir. B9j j| Æ Komið eða pantið tíma 9« EK j I í síma 21575 eða 42415 IMi VILLI RAKARI a Minkaskinn seldust að jafnaði fyrir 20 prósent hærra verð á uppboði í Dan- mörku á miðvikudag en fékkst fyrir skinnin í vor. Minkaskinn stórhækka — einnig mikil eftirspurn eftir refaskinnum Minkaskinn stórhækkuðu í verði á uppboöi í Glostrup í Danmörku í fyrradag. Mikið magn af dönskum og finnskum skinnum var boðið upp. Fékkst að jafnaði um 20 af hundraði hærra verð fyrir skinnin en fékkst í maimánuði síðastliðnum, í dönskum krónumtalið. Það kom á óvart að öll minkaskinn sem boðin voru skyldu seljast. Virðist mikil eftirspum eftir skinn- um um þessar mundir sem sést best á þvi að óvenjumargir erlendir kaup- endur mættu til uppboðsins, um 270 aðilar. „Þaö fer að horfa betur að vera með mink. Það er að verða líflegt á þeim markaði,” sagði Snorri Stefánsson, starfsmaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Refaræktendur hérlendis þurfa heldur ekki að vera svartsýnir. Eins og fram kom í DV í gær hækkaöi verö á blárefaskinnum um 5—6 prósent á uppboði um síðustu helgi. Um 300 þúsund finnsk skinn voru boðin og seldust þau nær alveg upp. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.