Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 3
' „ DV. FÖSTUDAGUR 30- SE;?TÍ1MBER 1$83.
HundahaldáSel-
Sigurgeir Sigurðsson bæjarst jóri:
Meirihluti íbúa á móti hundahaldi
t jarnarnesi
Með nýrri reglugerð árið 1975 var
hundabald leyft á Seltjarnarnesi
meðskflyrðnm.
Skflyrðin voru þau að hnndamír
væru skráðir og merktir og greitt
væri fyrir þá leyfisgjald tfl að
standa straum af kostnaði við eftir-
Ut. Leyfisgjaldið er nú 1500 krónur
á ári og eru um 80 hundar skráðir í
bænum.
Þá var hundaeigendum gert
skylt að láta hreinsa hunda sína ár-
lega og hafa hundana ábyrgðar-
tryggða hjá viðurkenndu trygg-
ingafélagk Var gert skylt að sýna
kvittanir þess efnis við árlega
skráningu.
Áskilið var að hundar gengju
ekki lausir á almannafæri, heldur i
taumi, og bannað var að fara með
hunda inn á leiikveili, skóla, mat-
vöruverslanir eða aðra staði þar
sem matvara er höfð um hönd.
DV leitaði álits tveggja aðila á
framkvæmd hundnhglHgínc og fara
s vör þeirra hér á eítir. -ÖEF.
„Það er ekkert leyndarmál að
meirihluti íbúa á Seltjarnamesi
myndi vera á móti hundahaldi ef það
yrði borið undir atkvæði. En ég hef
ekki séð neina leið til að komast hjá
því að leyfa hundahald,’ ’ sagði Sigur-
geir Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel-
tjamamesi.
,,Aö okkar mati var betra að hafa
reglugerð til að fara eftir því þá var
tryggt að hundamir væm hreinsaöir
reglulega og eftirlit haft með þeim.
Við höfum haft mann í hlutastarfi til
að fylgjast með hundunum og sinna
kvörtunum sem berast. Þá eru hund-
amir einnig tryggðir gagnvart
skaðabótum sem þeir valda fyrir allt
að einni milljón króna. Ástandið er
nú betra en það var áður en reglu-
gerðin var sett,” sagði Sigurgeir.
Sigurgeir viðurkenndi að Seltirn-
ingar yrðu fyrir óeðlilega miklum
ágangi hunda sem fólk f rá Reykjavík
kæmi með til að viðra á nesinu. Af
þessum sökum hefði einnig orðið
truflun á varpi fugla og dæmi væru
um að hundar heföu áreitt skokkara.
Samt væri ekki mikið um kvartanir
og aðeins hefði þurft aö aflifa einn
hund síðan reglugerðin var sett.
-ÓEF.
Aðalsteinn Sigurðsson:
Framkvæmdin hefur gengið hörmulega
„Eg tel að framkvæmd þessarar
reglugerðar hafi gengið alveg
hörmulega. Hundum fjölgaði hér
mikið eftir aö reglunum var breytt
og nú ganga þeir hér um lausir og
valda miklu ónæði,” sagði Aðal-
steinn Sigurðsson. Hann var einn af
forsvarsmönnum undirskriftasöfn-
unar gegn hundahaldi sem fram fór
áður en reglugerðinni var breytt árið
1975.
Aðalsteinn sagðist aldrei hafa skil-
ið hvemig þessi reglugerð fékk sam-
þykki þar sem meirihluti kjósenda á
Seltjarnamesiheföilýst sig andviga
hundahaldi. Hann sagöi að breyting-
in hefði orðið til hins verra þar sem
hundum hefði fjölgað mikið og
gengju þeir nú lausir um allt nesið og
væri af þeim mikið ónæði. Væri þaö
ekki síst vegna þess að fólk kæmi
þangað úr öðrum byggðarlögum til
að sleppa þeim lausum. Virtist
ekkert tillit tekið til þess aö reglu-
gerðin bannaði aö hundar gengju
lausir á almannafæri. Taldi hann að
þetta hefði haft skaðleg áhrif á fugla-
varpið á Seltjamarnesi. Hefði það
minnkað mikið að undanfömu og
væm þess jafnvel dæmi að fólk
sleppti hundum sínum í Gróttu þar
sem fuglavarpið væri alf riðað. -ÖEF.
Fleiri umferðarljos og
gatnamótum breytt
Umferðardeild Reyk javíkur er nú að
kanna ýmsar breytingar á gatnamót-
um og umferðarljósum í Reykjavík.
Meðal þeirra er breyting á gatna-
mótum Háaleitisbrautar og Kringlu-
mýrarbrautar. Hefur verið mjög erfitt
að taka vinstri beygju af Háaleitis-
brautinni inn á Kringlumýrarbrautina
fýrir þá t.d. sem em á leið til Kópa vogs
eða Hafnarfjarðar. Hafa í mesta lagi
komist tveir til þrír bílar yfir á ljósun-
um því umferðin á móti er mikil. A að
breikka götuna þama og setja upp ný
umferðarljós.
Þá á að setja upp nýjan ljósabúnað á
gatnamótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar, en einnig á að setja upp
nokkur umferðar- og gangbrautarljós i
viðbót í borginni.
Umferðarljós eiga aö koma upp á
mótum Bústaöavegar og Grensásveg-
ar, gangbrautarljós á Elliðavog á móts
við Kleppsspítalann og gönguljós á
HverfisgötuviðFrakkastíg. -klp.
Gatnamótum Háaleitisbrautar og
Kringlumýrarbrautar á að breyta
svo að auðveldara verði að komast
leiðar sinnar þar. DV-mynd EÓ.
NYR
FIAT FRÁ AGLI
EGILL
VILHJÁLMSSON HF. / J
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202
F I A T
Okkur hefur þótt svo eðlilegt að taka .
gamla bíla upp í nýja að við höfum ekki
séð ástæðu til þess að auglýsa það
sérstaklega. Nú allt í einu hellast yfir
okkur auglýsingar þar sem aðalatriðið
virðist vera að þeir taki gamlan bíl upp í
nýjan. Eins og það sé aukaatriði hvernig
nýjan bíl þú kaupir. Auðvitað er það
aðalatriðið að nýji bíllinn sé góður, af
réttri gerð og toppbíll í endursölu,
semsé frá FIAT. Að taka gamla bílinn
uppí og veita greiðslukjör sem þú ræður
við er svo sjálfsagt að það þarf varla að
tala um það.
+ GREIÐSLUKJÖR
NÝR FIAT RITMO '82 OG '83
NÝR FIAT 131 PANORAMA '82
NÝR FIAT 132 ARGENTA '82
VIÐ SKIPTUM
FYRIR ÞIG ! ? !
FIAT ER
ENDURSÖLUBÍLL
NÚMER EITT
í DAG
-EKKI HÁRINU HELDUR BÍLNUM