Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1983, Blaðsíða 14
DV. F'ÖSTÚÓÁ'GUH 30.'SÉPTEWrBÉR ígkj.’ Spurningin Ferðu oft til Reykjavíkur? (Spurt í Borgarnesi) Eyjólíur Torfi Geirsson samkomuhús- stjóri: Já, nokkuö oft, starfsins vegna Guöbjörg Ingólfsdóttir húsmóðir: Ekki mjög oft. Aöeins þegar ég nauösyn- lega þarf. Helga Þorsteinsdóttir fóstra: Eg hef ekki faríö síðan ég flutti hingaö í vor. Vllhjólmur Hjörleifsson, hjó Hitaveitu Akraness og Borgarfj.: Já, nokkuð oft og þá til að skemmta mér. Annabella Aibertsdóttir verslunar- maður: Jú, jú, en ekki til að skemmta mér. Guðmundur Ámason, bóndl Stafholts- veggjum: Nei, ég fer sjaldan. „Hunda ætti að skjóta skilyrd- islaust ef jteir ganga lausir" Húsmóðir i Garðabæ hringdi: Ég bý í Garðabæ þar sem hundahald er leyfilegt. Eg vil meina að hér ríki' ófremdarástand. Hundar ráfa hér um meira og minna eftirlitslausir. Hunda- eftirlitsmaöurinn hér, sem er mikill „hundavinur”, aö ég held, lofar jú öllu fögru um aö f jarlægja dýrin. Hann er i annarri vinnu og hefur ekki tök á að leita þeirra fyrr en eftir vinnutíma. Lögreglan í Hafnarfirði stendur sig betur í því aö handsama flökkudýrín. Hins vegar hefur hún ekki heimild til þess aö aflífa dýr nema það „hafi bitiö” eöa sannast hafi ítrekaö að það hafi gengið laust. I fæstum tilfellum nást þessi dýr en takist það er þetta í „fyrsta” sinn sem dýrið sleppur, að sögn eigendanna. Lögreglan í Hafnarfirði bendir á að best sé að leggja fram skriflega kæru eftir að hundur næst. Mér finnst það sjálfri dálitið mál að gera mér ferð til Hafnarfjarðar þeirra erinda. Það ætti að vera jafnauðvelt að halda spjald- skrá yfir kærur þó munnlegar séu. Það er óviðunandi að þurfa að lifa við stöðugan ótta um böm sín vegna flökkuhunda. Hreinsa undan þeim skitinn svo bömin komi ekki með hann undir skónum eða jafnvel á höndum Lausir hundar geta stundum verið varasamir. eins og komið hefur fyrir. Eg er ekki á „ströng lög” þar að lútandi sem fylgt fyrir slæma meðferð á þessum vesal- móti hundahaldi en það þurfa að vera er eftir. Lög sem koma einnig í veg ings dýrum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hundahald: Fá útrás fyrir kúgunargleði sína með því að „temja” hundinn K.S. skrifar: Nú hefur hundur bitiö menn og lög- reglan brást rétt og hart við og skaut hundinn. Annar var skotinn í leiöinni sem sjálfsagt var og auðvitað engin afsökun þótt hann sé búinn að vera ólöglegur í borginni i sjö ár en hinn ekki nema 10 mánuöi eöa svo. Auövitaö hefði átt annaöhvort aö vera búið aö f jarlægja þessa hunda úr borginni eða drepa þá. Mér skilst að samtök ibúa í vesturbænum leggi mikla áherslu á að fariö sé að lögum um hámarkshraða þar á götum og hafi jafnvel fengið hámarkshraðann lækkaðan. Svona virk samtök gætu líka fengið miklu áorkaö ef þau sneru sér aö því að vinna gegn ólöglegu hundahaldi. „Hundavinir” segja núna að eina ráðið í hundavandamáli Reykvíkinga sé að hundahald veröi gert löglegt. Þá er spumingin þessi, er öruggt að lög- legur hundur biti ekki, skíti ekki í sand- kassa eða migi á leiksvæðum barna ? Vissulega eru til hópar fólks sem þurfa aö eiga hunda, t.d. blindir, þeir sem vinna að björgun fólks og leit að eiturlyfjum. Þá er einn hópur ótalinn en það eru þeir sem eru þannig gerðir að verða að hafa einhvem til þess að kúga, slíkt fólk er til og þaö fær útrás fyrir kúgunargleöi sína með því að „temja” hundinn eins og það er kallað. Vegna þessara hópa má vera að tak- markaö hundahald þurfi aö vera lög- legt í borgum. Um síöasttalda hópinn gæti hins vegar gilt aö setja heldur keöju um hálsinn á þeim, en ekki hundunum. E.s. Til montaranna sem eiga hund vegna þess aö hann er „hreinræktað- ur” eðadýrþarf ekkert tillit aötaka. Allirsem þekkja tilhunda vita að þelrþola illa drukkið fólk. Hundamálið: Kæra ætti eig- anda hundsins — fyrir illa meðferð á skepnunni Relður og sár hundeigandl skrifar: Eg get ekki orða bundist eftir að hafa lesið um hryggileg endalok labrador- hundsins í Dagblaðinu Vísi. Að mínu mati heföi lögreglan átt aö handtaka eiganda hundsins og kæra hann fyrir iila meðferö á skepnunni Hvað var hann að þvælast drukkinn úti með hundinn? Allir sem þekkja til hunda vita að þeir þola illa drukkiö fólk. Þeir æsast upp og þeim líður illa. Sdma má einnig segja um hesta og raunar flest dýr. Fólk sem ekki getur farið vel með dýrin sín á ekkert gott skiliö. Þau eru ekki dauðir hlutir sem hægt er að hafa upp á punt eða sem leikföng heldur lif- andi verur með næmar tilfinningar. Það er nokkuð sem fólk ætti að hafa í huga þegar það tekur dýr inn á heimili sín. Hundar eru góðar og trygglyndar skepnur. Þeir verða ekki grimmir nema því aöeins að þeir sæti illri meðferð. Aðlokum: Mér fannst algjör óþarfi hjá Dag- blaðinu Vísi að birta heila myndaröð af dauða hundsins. Fús til að leggja sitt af mörkum Jóhann Hólm hringdi: Eg er eindregið á móti undirskrifta- söfnuninni sem nú stendur yfir á vegum verkalýösforystunnar. Þessi söfnun myndar óþarfa þrýsting á vinnustöðum manna á meöal. Liggur nærri að menn séu þvingaðir til að skrifa undir þó svo að þeir séu á móti. Það hefði verið betra að launaþega- samtökin hefðu beitt sér fyrir leyni- legri kosningu um þessi mál. Mér virðist sem þaö þurfi að skerða launin til að ná niður verðbólgunniv annars fari allt í sama fariö og áöur. Eg er sjálfur launþegi og er fús til að leggja mitt af mörkum til að minnka verðbólguna og ég skora á fólk að gera þaösama. Launþegar, látið ekki launþegasam- tökin teyma ykkur á asnaeyrunum og' skrifið ekki undir þessa undirskrifta- .söfnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.